Morgunblaðið - 27.04.1988, Page 21

Morgunblaðið - 27.04.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 21 Frakkland: Leynisjóður ETA g’erður upptækur Bayonne, Frakklandi. Reuter. FRANSKA lögreglan lagði hald á leynisjóð spænsku hryðju- verkasamtakanna ETA í gær eftir skotbardaga við einn af lykilmönnum samtakanna á landamærum Frakklands og Spánar. Talið er að atburðurinn sé mikið áfall fyrir ETA. Persaflói: Flotavemd hafin á ný Kuwait. Reuter. Bandaríkjamenn hófu aftur flotavernd á siglingaleiðum á Persaflóa í gær. Einnar viku hlé var gert á flotaverndinni í kjöl- far átaka milli Bandaríkjamanna og írana á mánudag í síðustu viku meðan siglingaleiðin var hreinsuð af tundurduflum. Það eru fyrst og fremst kúvæsk skip, sem njóta flotavemdar Banda- ríkjamanna á flóanum og í skipa- lestinni, sem bandarísk, herskip fylgdu í gær var a.m.k. eitt kúv- æskt gasflutningaskip. Bandarísk skip gerðu árás á íranska. oliupalla í Persaflóa fyrri mánudag til þess að refsa írönum fyrir að leggja tundurdufl á flóan- um. Bandaríska freigátan Samuel B. Roberts sigldi á tundurdufl fjór- um dögum áður undan Bahrain. Heimildir innan bandaríska flotans skýrðu frá því í gær að bandarískir og franskir tundurduflaslæðarar hefðu fundið 13 dufl á siglingaleið- um í flóanum í síðustu viku. Lögreglan handtók Jose Felix Perez-Alonso, þrítugan lykilmann ETA, og gerði upptækar 725 millj- ónir peseta, eða jafnvirði 254 millj- óna íslenzkra króna, sem hann hafði í fórum sínum. í fyrstu var talið að peningamir væru lausnargjáld, sem greitt hefði verið fyrir spænska kaup- sýslumanninn Emiliano Revilla. Það reyndist ekki rétt og neitar fjölskylda Revilla að hafa greitt. lausnargjald fyrir hann. Honum var rænt í Madríd fyrir tveimur mánuðum og er hahn enn í haldi ETA. Handtaka Perez-Alonso átti sér stað í frönsku borginni Bayonne. Lögreglan hafði fylgst með ferðum hans um skeið, en hann er talinn vera hægri hönd „Artapalo" Mugica-Garmendia, leiðtoga hryðjuverkadeildar ETA. Perez-Alonso greip til byssunn- ar er lögreglumenn stöðvuðu hann og hugðust færa hann til yfír- heyrslu. Særði hann lögreglukonu og tókst síðan ekki betur til en svo að hann skaut í lappimar á sjálfum sér. Lauk þá skotbardag- anum. Félagi hans, Ignacio Agu- irre, komst hins vegar undan. Perez-Alonso er eftirlýstur á Spáni fyrir þátttöku í skotárás á krá í Madríd og frönsk bíjaumboð í baskahéruðum á Spáni. Honum tókst að flýja til Frakklands fyrir fímm árum og hefur farið þar huldu höfði síðan. Talsmaður inn- anríkisráðuneytisins í Madríd full- yrti í gær að hvorki Perez-Alonso né Aguirre væru í hópi leiðtoga ETA. Reuter Mikil hersýning var í Kabúl í gær til að minnast þess, að þá voru liðin 10 ár frá valdatöku kommúnista. Voru þessar vígalegu konur meðal þátttakenda i henni en þær eru í heimavarnariiði stjórnarinnar. Brottflutningur sovéska hersins frá Afganistan: „Eg er að fara heim á morgun, guði sé lof “ Kabúl. Reuter. „ÉG hef gert skyldu mína hér en það er alltaf best að vera heima,“ sagði Oleg, 25 ára gamall, sovéskur hermaður í Afganistan, og Moham- ad, aðeins 17 ára gamall liðsmaður afganska stjórnarhersins, kvaðst vera feginn brottför Sovétmanna „en við verðum áfram vinir“. Brott- flutningur sovéska hersins frá Afganistan, þessari „blæðandi und“ eins og Míkhail Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, kallaði landið og ástandið þar, hefst í næsta mánuði og í Kabúl hafa viðbrögðiii frem- ur einkennst af létti en sérstökum fögnuði. ’ Vestrænir fréttamenn, sem komu aftan á herbíl ásamt þremur öðrum ERLENT á mánudag til Kabúls frá Moskvu, bjuggust við að verða leiddir í smá- hópum um borgina eins og við fyrri heimsóknir og því ráku þeir upp stór augu þegar sagt var, að þeir mættu fara hvert sem þeir vildu. „Farðu með okkur til Rússanna," sögðum við og leigubílstjórinn brunaði af stað. Rússneski björninn Andrei, 25 ára frá Moskvu, sat Finnskir þmgmenn kvartayf- ir mengim frá Sovétríkjunum Hclsinki, Reuter. FINNSKIR þingmenn hafa kom- ið á framfæri við sovéska starfs- bræður sína kvörtun vegna loftmengunar sem berst til Finn- lands frá Sovétríkjunum, að því er heimildarmenn innan finnska þingsins sögðu í gær. í niðurstöðu finnskrar könnúnar sem birt var í síðustu viku segir að mengun frá nikkelverksmiðjum og öðrum sovéskum verksmiðjum við landamæri ríkjanna á Kóla- skaga valdi spjöllum á vötnum og viðkvæmri náttúru Lapplands. Finnskir þingmenn sögðu sovéskum þingmönnum á fundi þeirra í Finn- landi í gær að grípa þyrfti til ráð- stafanna til að draga úr mengun- inni og fínnska utanríkisráðuneytið lagði einnig fram kvörtun. Finnar benda á áð Míkhaíl Gorbatsjov, leið- togi Sovétríkjanna, hafi lagt til að komið yrði á samvinnu við önnur ríki um umhverfísmál á norðlægum svæðum í ræðu sem hann flutti í Murmansk í haust. Samkvæmt niðurstöðu fínnsku umhverfískönnunarinnar berst loftmengun til Finnlands frá Sov- étríkjunum, Póllandi, Vestur- Þýskalandi og nokkrum öðrum vestrænum ríkjum. Forsvarsmenn fínnskra . skógarhöggsfyrirtækja hafa ítrekað lýst yfir að hætta sé á spjöllum á skógum landsins vegna mengunar og náttúruvemdarmenn segja að náttúra Norður-Finnlands sé mjög viðkvæm. hermönnum í einu úthverfa Kabúls. „ Við erum á eftirlitsferð til að vernda þetta friðelskandi fólk,“ sagði hann og benti á Afganana. ;,Við Rússar erum eins og bjöminn. Oáreittir ger- um við engum mein en ef á okkur er ráðist svörum við fyrir okkur." Andrei hefur gegnt herþjónustu í hált annað ár og hann kvaðst hafa tekið þátt í bardögum við skæruliða. Hann vildi þó ekki segja neitt meira um það. Átökin á milli sovésku hermann- anna og skæruliða.eru mest á lands- byggðinni, annars staðar en í Kab- úl, og á þessum mánudegi ríkti kyrrð yfír borginni. Þegar kvöldaði fóru hins vegar sprengjuglampamir að lýsa upp fjöllin allt um kring. Á þriðjudeginum var fyrirhuguð mikil hersýning í Kabúl til að minn- ast þess, að þá væru 10 ár liðin frá valdatöku kommúnista. Sögðu vest- rænir stjómarerindrekar, að þá myndi Najibullah forseti reyna að sýna styrk sinn og hersins og töldu allt eins líklegt, að skæruliðar not- uðu tilefnið til árása. Pólitísk mistök Ekki eru allir Sovétmenn í Kabúl á sama máli og Andrei um að það hafí verið rétt að ráðast inn í Afgan- istan. „Þetta voru pólitísk mistök,“ sagði Alexander, 27 ára gamall túlk- ur í hemum. „Ég er að fara heim- á morgun, guði sé lof. Það er erfíðast að horfa upp á örkumlamennina, vini eða ókunnuga, það skiptir ekki máli. Það er betra að deyja en ör- kumlast." Eins og aðrir Sovétmenn og óbreyttir borgarar í Kabúl var Alex- ander í mikilli óvissu um framvind- una eftir brottför Rauða hersins. Óttast blóðbað „Ég er hræddur um, að hér geti orðið blóðbað og ég er ekki viss um, að byltingin muni hrósa sigri,“ sagði Alexander en Afganimir virtust hafa minni áhyggjur. „Við erum ekkert hræddir. Þetta er okkar mál og við munum leysa úr því einhvem veg- inn,“ sagði Ali, opinber starfsmaður, þar sem hann lét fara vel um sig inni í verslun kunningja síns. Búðin var sneisafull af alls kyns vamingi, kínverskum klósettpappír og bresk- um leikfangaskriðdrekum svo eitt- hvað sé nefnt — hreinasta augna- yndi miðað við ördeyðuna í sovéskum verslunum. Sovéskir hermenn, sem hafa snúið heim frá Afganistan, segja, að þeim reynist oft erfítt að laga sig aftur að borgaralegu lífí og í blöðunum er mikið um bréf frá fyrrverandi hermönnum, sem segja, að almenn- ingur vilji ekkert af þeim vita eða því, sem þeir hafi orðið að ganga í gegnum. Oleg, 26 ára gamall her- maður frá Poltava í Úkraínu, hafði þó engar áhyggjur af heimkomunni. „Ég er 100% viss um, að mér verður tekið eins og týnda syninum þegar ég kem heim,“ sagði hann. Staðgreibsluatsláttur áfarsímumarneðan . . . ’ogíSSr HátaakwM porCákshöfn ■'— - Etttrhádegi 0| ssssb sssssa Fvrlr hádegt keflavik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.