Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 2
i MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 Benedikt Sveinsson, formaður byggingarnefndar íþróttahúss, tekur fyrstu skóflustunguna að nýrri íþróttamiðstöð í Garðabæ á föstudag. Fyrsta skóflustunga að nýrri íþróttamiðstöð FYRSTA skóflustunga var tek- in að nýrri íþróttamiðstöð í Garðabæ á föstudag. Miðstöðin mun samanstanda af eldra iþróttahúsi bæjarins, nýju íþróttahúsi, nýrri sundlaug og þriggja hæða þjónustubygg- ingu sem tengir saman þessi mannvirki. Fyrirhugað er að semja við SH-verktaka um framkvæmdimar en tílboð þeirra hljóðar upp á 132,6 millj- ónir króna. Benedikt Sveinsson, formaður byggingamefndar íþróttahúss, tók skóflustunguna. Nýja íþrótta- húsið mun rúma 1.100 áhorfend- ur. Flatarmál þess er þó minna en gamla íþróttahússins sem rúm- ar 400 áhorfendur. Sundlaugin er tvískipt, í 25 metra langa aðal- laug og 6,5 metra bamalaug. Samkvæmt upplýsingum bæj- arverkfræðings er gert ráð fyrir að lokið verði við gerð sundlaugar- innar, svæðis umhverfis hana og kjallara tengibyggingarinnar fyrir 1. nóvember í haust en annarra þátta útboðsins fyrir 1. mars 1989. Þá yrði eftir að innrétta 1. og 2. hæð tengibyggingarinn- ar. Fyrirhugað er að bjóða það verk út á næsta ári. Styttan af Tómasi í nýja ráðhúsið? Menningarmálanefnd Reykja- víkurborgar hefur falið Gunnari B. Kvaran, listráðunaut borgar- innar, að finna styttunni af borg- arskáldinu Tómasi Guðmunds- syni nýjan stað. Styttan var brot- in af stalli sinum í Austurstræti fyrir skömmu. Að sögn Gunnars koma einkum tveir staðir til greina, annars vegar garðurinn fyrir sunnan Fríkirkjuna en hins vegar almenningurinn í væntan- legu ráðhúsi við Tjörnina. „Tómas fór illa þar sem hann var í Austurstrætinu, og þrátt fyrir að við höfum mikið velt málinu fyrir okkur, finnum við honum engan stað þar sem hann sómir sér vel þar,“ sagði Gunnar B. Kvaran. Hann sagði að staðsetningin fyrir sunnan Fríkirkjuna væri síst verri en sú í Austurstrætinu, táknrænt séð. Frægar eru ljóðlínur Tómasar: „fyrir sunnan Fríkirkjuna / fórum við á stefnumótin." Gunnar sagði að hugmyndin um að setja styttuna upp í ráðhúsinu væri tilkomin vegna þess að svona lítil stytta ætti ef til vill fremur heima inni við, og hún þyrfti ákveðinn ramma. Staðsetn- ingin væri líka í hjarta gamla bæjar- Styttan af borgarskáldinu á upp- haflega staðnum í Austurstrætí. ins, sem Tómas gerði einkum að yrkisefni. Einnig stendur til, að sögn Gunn- ars, að færa styttu Gerðar Helga- dóttur, sem nú er í Austurstræti, út á Lækjartorg. Þá hefur menning- armálanefnd beint þeim tilmælum til umhverfismálaráðs borgarinnar að það beiti sér fyrir umbótum á umgengni í göngugötunni og á Lækjartorgi. Gróður fyrst núna að byija að taka við sér: Þarf líklega að gefa fram yfir sauðburð Ólafsvík: Bjartsýnir þrátt fyrir mikinn samdrátt afla - segir Kristján Pálsson bæjarstjóri „AFLI hefur veríð rétt um helmingur af þvi sem vertíðin gaf í fyrra, um 6.500 tonn á mótí 12.100 tonnum og það gefur auga leið að jafnmikill samdráttur hefur slæm áhrif á fjárhagsstöðu bæjar- ins,“ sagði Kristján Pálsson, bæjarstjóri á Ólafsvík, í samtali við Morgunblaðið. „Það hefur hins vegar ekki verið neitt atvinnuleysi hér og menn hlaupa ekki burt af staðnum við fyrstu erfiðleika. Menn gera ekki ráð fyrir að þetta sé viðvarandi ástand og eru bjartsýnir á framtíðina.” ÞAÐ vorar seint um allt land og nú þegar sauðburður er að hefj- ast er gróður fyrst að byija að taka við sér. Undanfarna daga hefur víða verið rigning og hlý- indi og hefur það haft góð áhrif á gróðurinn, samkvæmt upplýs- ingum þriggja fréttaritara Morg- unblaðsins sem rætt var við í gær. Jón Ólafsson í Eystra-Geldinga- holti í Gnúpverjahreppi sagði að vor- ið hefði verið kalt og klakinn upp úr framundir þetta. Hann sagði að það væri fyrst núna í rigningunni að aðeins sæist í grænt í hlaðvarpan- um. Jón sagði að sauðburður væri að byija og útlit fyrir að gefa yrði fénu fram yfir sauðburð. Það væri erfitt vegna fámennis í sveitinni þar til skólum lyki. Hann sagði að ekki væri hægt að komast með vélar um túnin vegna bleytu og menn því ekki famir að bera á. Guttormur V. Þormar í Geitagerði á Fljótsdalshéraði sagði að vorið væri fyrst að koma þessa dagana. Snjór væri mikið til horfínn í byggð á upphéraði, en öðru máli gegndi um úthéraðið, þar væri mikill snjór enn. Hann sagði að aðeins væri far- ið að sjást í grænan gróður í brekk- um og vegköntum, en almennt væri gróður seinni að koma til en oft áður. „En það birtir yfir mönnum þegar farið er að hlýna og sólin Tveir 18 ára í kappakstri LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði tvo ökumenn á nítjánda ári í kapp- akstrí í miðjum bænum um klukk- an hálf tólf á föstudagskvöldið. Þeir mældust aka á 120 kílómetra hraða eftir Eyrarvegi og voru svipt- ir ökuréttindum á staðnum. skín," sagði Guttormur. Sauðburður er að byrja eða við það að byija fyrir austan, að sögn Guttorms en menn ekki byijaðir að dreifa tilbún- um áburði, enda bændur enn ekki búnir að fá áburðinn vegna þunga- takmarkana á vegum. Guttormur sagði að liðinn vetur væri með þeim verri. Frá áramótum hefði oft verið mikið frost og um- hleypingar. Einnig væri þetta með meiri snjóavetrum. Lítið vor er komið í Húnaþingi, að sögn Benedikts Guðmundssonar á Staðarbakka í Miðfirði. Hann sagði þó að útlitið væri sæmilegt. Sauð- burður er almennt ekki byijaður í Miðfirðinum og þó ekki sé farið að grænka sagði Benedikt að það sæj- ust merki þess að það væri að byija. „Þetta ástand þýðir að fyrirtæk- in eiga nánast enga peninga, bæði ftystingin og söltunin eru rekin með tapi, og fólk er á lágmarks- kaupi og hefur rétt í sig og á,“ sagði Kristján. Hann sagði að það bætti ekki ástandið að fólk í ÓI- afsvík væri nú að fá 20-30.000 króna rafmagnsreikninga inn um lúguna, en orkukostnaður á lands- byggðinni væri orðinn yfirgengi- lega hár. Kristján sagði að íbúum hefði frekar farið fækkandi á síðustu árum, en í fyrra hefði íbúaijöldi Ólafsvíkur staðið í stað og menn gerðu sér nú vonir um að fólki færi að fjölga aftur. Atvinnuástand og aflabrögð hefðu verið með besta móti undanfarin ár og því væri hin lélega vetrarvertíð nú enn stærri skellur en ella hefði verið. Rækjuveiði er nú nýhafin og verða 6-7 rækjubátar gerðir út frá Ólafsvík í sumar, auk nokkurra báta á dragnót og trolli. Þá verða 70-100 trillur á skaki. Björgun Loftleiðamanna á skíðaflugvélinni af Vatnajökli: BBC og CBS fjalla um björg- iiiiiua í sjónvarpsmyndaflokki BRESKA sjónvarpsstöðin BBC og bandaríska sjónvarpsstöðin CBS vinna nú sameiginlega að gerð sjónvarpsmyndaflokks um ýmsa eftirminnilega kafla úr sögu flugsins. 1 einum tíl tveimur þessara þátta verður fjallað um þann atburð er Loftleiðamenn björguðu bandarískri skíðaflugvél af Vatnajökli árið 1951 og verður þar birt viðtal sem BBC átti fyrir skömmu við Kristín Olsen flug- stjóra, en Krístínn var ásamt Alfreð Elíassyni upphafsmaður og stjómandi björgunarleiðangursins. Myndaflokkurinn verður í 12 þáttum og er talið að yfir 100 milljónir manna muni fylgjast með sýningum hans í sjónvarpsstöðvum víða um heim. í samtali við Morgunblaðið sagði Kristinn Olsen að hann hefði verið kallaður til Englands fyrir skömmu og þar tekið sjónvarps- viðtal við hann fyrir þáttaröðina sem nefndist „Reaching for the Skies" á ensku. Þar var hann spurður í þaula um björgun vélar- innar og ennfremur fékk BBC til afnota kvikmynd sem Kristinn, Alfréð Elíasson og fleiri tóku með- an á björguninni stóð. Skömmu áður en lagt var í leiðangurinn hafði Kristinn fest kaup á nýrri 16 millimetra kvikmyndatökuvél sem kom að góðum notum. Hefur myndin verið sýnd víða um heim. í sjónvarpsþáttunum verða björgun vélarinnar gerð ýtarleg skil auk þess sem birtar verða ýmsar svipmyndir frá íslandi. Sagði Kristinn Olsen að bresku sjónvarpsmennimir hefðu látið svo ummælt, að hér yrði um að ræða einhverja mestu kynningu sem ísland hefði fengið því þættimir Krístínn Olsen. yrðu sýndir víða um heim og bú- ast mætti við að yfir 100 milljónir manna fylgdust með þáttunum. Hér yrði um að ræða mun meiri kynningu en ísland fékk í tilefni leiðtogafundarins. Auk Kristins koma fram í þessum þáttum ýms- ir aðrir þekktir flugkappar af ýmsum þjóðemum, en ráðgert er að sýningar heflist næsta haust. Bandaríska skíðavélin var í eigu vamarliðsins og af gerðinni Douglas DC-3. Hún lenti á Vatna- jökli í þeim tilgangi að bjarga áhöfn Geysis, en ekki tókst að koma vélinni á loft aftur og gafst vamarliðið upp á þeim tilraunum. Þá keyptu Loftleiðir vélina og þeir Kristinn og Alfreð skipulögðu leið- angur, sem gróf vélina úr fönn. Hún var síðan dregin niður af jökl- inum og þeir tvímenningar flugu henni til Reykjavíkur. Þess má geta í lokin, að í haust er væntanleg samtalsbók við Kristin Olsen, sem Sæmundur Guðvinsson blaðamaður skráir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.