Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 59 TVÆR ÁSJÓNUR GEORGE BLAKES: svikari f tólf ár. BOURKE: fékk aðra f lið með sér. fv. kjarnorkuandstæðingur, stundar „friðarrannsóknir." POTTLE: fv. andófsmaður, selur foramuni. 53 ára kennari í „friðarrannsókn- um“ við háskólann í Bradford, og Pat Pottle, 49 ára gamall fomgripa- sali í Norður-London. Allar upplýs- ingar Hydes og Bourkes áttu við þessa tvo menn. Sjálfir viðurkenndu þeir f viðtali við blaðið að þeir væru „vafalaust" þeir tveir vitorðsmenn, sem Hyde nefndi f-bók sinni, og staðfestu að kona Randles héti Anna Þeir kváðust hafa búizt við VANESSA REDGRAVE: borgaði hún brúsann? leyniþjónustunni í heimsókn þegar bók Bourkes kom út 1970, en sögðu að þeir hefðu aldrei verið yfirheyrð- ir. Randle og Pottle höfðu verið meðal stofnenda CND og 100 manna nefndarinnar og starfað við friðarsinnablaðið Peace News. Pottle varð einkaritari Russells lá- varðar 1960 þegar Russel lét af starfi forseta CND til að stofna Hundrað manna nefndina og Randle varð ritari nefndarinnar. Tveimur mánuðum eftir óeirðimar við flugstöðina í Wethersfíeld vom þeir dæmdir í 18 mánaða fangelsi. Á þessum ámm stjómuðu Randle og Pottle „fjöldaandspymu" þús- unda manna, sem hikuðu ekki við að bijóta lög. Stjómin neyddist til að banna mótmælaaðgerðir á Traf- algar-torgi 1961 oghundruð manna vom handteknir á fjölmennum fundum í miðborg Lundúna. Margt þekkt fólk tók þátt í þessum mót- mælaaðgerðum, þar á meðal leik- ritahöfundurinn John Osbome („Horfðu reiður um öxl“), leikkonan Vanessa Redgrave og jazzsöngvar- inn George Melly. Nokkrir lentu í fangelsi eins og Randle og Pottle, þeirra á meðal Russell lávarður og kona hans, leikritahöfundamir Rob- ert Bolt og Amold Wesker og skáld- ið Christopher Logue. Blake, Bourke, Randle og Pottle kynntust f Wormwood Scmbs- fangelsinu. Randle og Pottle sögðu að þeir hefðu talið sig eiga fátt sameiginlegt með Blake, því að hann hefði verið „harður marxisti" og þeir „aðeins sósíalistar." En þeir viðurkenndu að þeir hefðu fengið „djúpa samúð" með honum og talið dóminn yfír honum „harðan, órétt- látan og siðlausan", þar sem hann hefði aðeins „verið hugsjónum sínum trúr“ eins og þeir. „Mér fínnst ánægjulegt að hann komst til Moskvu," sagði Pottle. Randle og Pottle kváðust hafa samþykkt að hjálpa Blake að flýja þegar þeir höfðu losnað úr fangels- inu og aflað þeirra 700 punda, sem Bourke hefði talið sig þurfa til að til að greiða flutningskostnað og húsaleigu og kaupa matvæli og „labbrabbtæki," sem var smyglað inn í fangelsið mörgum vikum áður en Blake flúði. Þeir fengu einnig lækni úr CND til að hlynna að Blake, sem meiddist á höfði og úln- liðsbrotnaði þegar hann klifraði yfír fangelsismúrinn. Að svo búnu hafí Randle og Anna smyglað Blake til Austur-Berlínar í hjólhýsinu. „Við viljum ekkert láta hafa eftir okkur á þessu stigi," sagði Randle þegar Sunday Times birti nöfn hans, konu hans og Pottles í vetur. „Ef ég verð spurður segist ég ekk- ert vita,“ sagði Pottle. Hann sagði að sanna yrði að þau væm sek og lýsingamar í bókum Bourkes og Hydes væm ekki órækar sannanir. Seinna neituðu þau að svara öllum spumingum Scotland Yards um flótta Blakes og hlutverk þeirra. Hjálpfús leikkona Scotland Yard komst svo að því að Bourke hefði afhent lögfræðing- um sínum nákvæmar upplýsingar, sem bendluðu leikkonuna Vanessu Redgrave við flótta Blakes, skömmu áður en hann lézt. Bourke mun hafa sagt að megnið af þeim 700 pundum, sem Randle og Pottle söfnuðu til að fjármagna flóttann, hefði komið frá henni og verið not- að til þess að kaupa bilinn, sem Blake var smyglað með til Austur- Berlínar. Vanessa Redgrave lét oft fé af hendi rakna til Hundrað manna nefndarinnar, Víetnam-nefnda og róttækra friðarhópa og vann með Randle og Pottle að nokkmm rót- tækum baráttumálum. Hún bar vitni fyrir þá í réttarhöldunum gegn þeim og kvaðst hafa hjálpað þeim að undirbúa aðgerðimar í Wethers- field. Lögfræðingur Bourkes, John Gore-Grimes, sagðist oft hafa heyrt Bourke halda því fram að Vanessa Redgrave hefði verið viðriðin flótta Blakes að sögn Sunday Times. Hann kvaðst hafa trúað Bourke, en telur að hún hafí ekki vitað til hvers hafí átt að nota peningana. Þingmaðurinn Kemmy og blaða- maðurinn Kevin O’Connor, sem gerði þátt um Bourke fyrir frska útvarpið 1984, heyrðu einnig Bo- urke bendla ungfirú Redgrave við flóttabílinn. Leikkonan neitaði að svara öllum spumingum Scotland Yards um hvort hún hefði lagt fram fé til flótta Blakes. Við Sunday Times sagði hún aðeins: „Ég var á engan hátt viðriðin flótta Georges Blakes úr fangelsi, hvorki beint né óbeint." í fyrstu vildu Randle og Pottle ekkert segja um ásakanir Bourkes gegn Vanessu Redgrave, en þeir sögðu að lokum: „Við viljum ... lýsa því afdráttarlaust yfír að við feng- um enga peninga frá ungfrú Redgrave." Yfirvöld virðast hafa látið nægja að yfírheyra þau þrjú og svipað virðist því hafa orðið upp á teningnum nú og 1970, þegar bók Bourkes kom út. Lítill vafí leikur á því að þau hafí verið viðriðin flótta Blakes, en það þarf ekki að afsanna að KGB hafí skipulagt flóttann, þótt þau hafl ekki vitað það. GH Ný sending frá Dinö Valiano Full búð af klæðilegum sumarfatnaði Opið frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-14. Christine, Pósthússtræti 13. Starfsfólk óskast ýraist í fullt starf eáa hlutastarf Þroskaþjálfar Kópavogshæli. Óskum eftir að ráða þroskaþjálfa sem fyrst í 70% starf bæði til frambúðar og í sumarafleysingar. Næturvaktir. í starfinu felst m.a. að vera yfir naeturvakt. Umsóknarfrestur til 15. maí. Upplýsingar gefur yfirþroskaþjálfi, sími 41500. Hjúkrunarfrxðíngar Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga sem fyrst í 70% starf bæði til frambúðar og í sumarafleys- ingar. Næturvaktir. í starfinu felst m.a. að vera yfir næturvaktinni. Umsóknarfrestur til 15. maí. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, sími 41500. Starfsmenn og aðstoðarmenn Óskum eftir að ráða sérhæfða aðstoðarmenn og/eða starfsleiðbeinendur sem fyrst. Fullt starf. Vinnutími 08:30-16:30. Starfið felst í verkstjórn og aðstoð við þjálfun vistmanna á vinnustofum Kópavogshælis. Æskilegt að umsækjendur hafi starfað áður með þroskaheftum. Upplýsingar gef- ur framkvæmdastjóri eða yfirþroskaþjálfi, sími 41500. Starfsmenn óskast sem fyrst til sumarafleysinga og til frambúðar. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Um er að ræða vaktavinnu. Starfið felst í umönn- un og þátttöku í þjálfun og meðferð heimilis- manna á deildum og sambýliseiningum. Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja reynslu af störf- um með þroskaheftu fólki. Vegna aldurs og kynja- hlutfalla heimilismanna á Kópavogshæli vantar okkur nú sérstaklega konur frá fertugu og eldri. Nánari upplýsingar gefur yfirþroskaþjálfi eða fram- kvæmdastjóri í síma 41500, milli kl. 08 og 16 virka daga. RÍKISSPÍTAIAR KÓPAVOGSHÆU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.