Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALBORG E. ÞÓRARINSDÓTTIR, húsfreyja, Melum, Kjalarnesi, lést í Landspítalanum þann 6. maí. Indriði Einarsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTA MARTEINSDÓTTIR, Háagerði 41, Reykjavík, sem andaðist 1. maí verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 10. maí kl. 15.00. Gestur Vigfússon, Svanur M. Gestsson, Hjördis Benjamínsdóttir, Ingibjörg Gestsdóttir, Sævar B. Arnarson, Valgeir Gestsson, Ragna Rögnvaldsdóttir, Vilbergur V. Gestsson, Anna L. Hafsteinsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, RANNVEIG ÞÓR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. maí 1988 kl. 13.30. Borghildur og Hilmar Fenger, Hrund og Örn Þór, Hjördis Þór Mccrary. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Esjubergi, Kjalarnesi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. maí kl. 15.00. Jarðsett verður í Mosfellskirkjugarði. Árni Snorrason, Oddný Snorradóttir, Gísli Snorrason. t Elsku litla dóttir okkar og systir, HREFNA BJÖRG, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun, mánudaginn 9. maí, kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Landssamtökin Þroskahjálp. Haukur Kr. Eyjólfsson, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Vera Björt Hauksdóttir. Sigrún Gríms- dóttir - Minning Fædd 9. nóvember 1897 Dáin 1. maí 1988 Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum fógur sál er ávallt ung undir silfurhærum. Þegar bömin okkar velja sér lífsförunauta tengjumst við og kynnumst nýjum fjölskyldum. Þess- ar fjölskyldur eru yfirleitt eins og okkar eigin, byggðar upp af foreldr- um, systkinum og oft öfum og ömmum. Sú kona, sem ég vil minnast með þessum línum, var amma yngstu tengdadóttur minnar, Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur. Þegar ég kynntist Sigrúnu Grímsdóttur var hún komin á níræðisaldur svo okkar kynni voru ekki löng miðað við mannsævi. En það er hver ríkari sem hefur kynnst slíkri persónu sem Sigrúnu, greindri og góðri manneskju, sprottinni úr kjamgóðum íslenskum jarðvegi, talandi tungu okkar eins og hún best getur hljómað, sómi sinnar kynslóðar og hélt reisn sinni fram í andlátið. Sigrún var fædd 9. nóvember 1897 að Tindi í Miðdal, Kirkjubóls- hreppi í Strandasýslu. Barnung flyst hún ásamt fjöl- skyldu sinni að Valshamri í Geira- dal þar sem hún ólst upp. Sigrún sagði mér frá því sem hún mundi frá þessum flutningum. Þetta var snemma vors, líklega um fardaga, og var flutt á hestum yfir Trölla- tunguheiði. Hún sagði mér m.a. að flutt hefði verið með þeim á kvik- trjám fullorðin kona, sem var á heimili hennar og var sú „lögst í kör“. Föður sinn, Grím Ormsson, missti Sigrún 5 ára gömul, en móðir henn- ar, Bjargey Símonardóttir, giftist aftur Kristmundi Jónssyni. Sigrún bar mikinn hlýhug til stjúpa síns alla tíð. Systkini Sigrúnar voru sjö. Eftir fermingu liggur leið Sigrún- ar í vinnumennsku hingað og þang- að og einnig reyndi hún að afla sér menntunar þó ekki væru margir valkostir í þá daga. Hún var við nám í Húsmæðraskólanum á ísaflrði og eitt sumar var hún í garðyrkjuskóla á Knarrarbergi við Eyjafjörð hjá atorkukonunni Guð- rúnu Björnsdóttur, sem hún mat mikils alla tíð. Sigrún var m.a. í vinnumennsku í Flatey á Breiðafírði og þar kynnt- ist hún eiginmanni, sínum Gunnari Þorgeirssyni frá Höllustöðum í Reykhólasveit. Þar fæddist einka- sonurinn Ásgrímur, en þegar hann var á öðru ári fluttust þau að Kletti í Geiradal þar sem þau bjuggu til ársins 1947, en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Gunnar var lærður söðlasmiður og vann við þá iðn ásamt búskapn- um fyrir vestan og vann síðan við söðlasmíðar hér í Reykjavík meðan honum entist aldur til, en hann lést árið 1963. Þau bjuggu á Óðinsgötu 17, en að Gunnari látnum fluttist Sigrún á Kleppsveg 60 og síðan á Klepps- veg 134 þar sem hún bjó æ síðan. Margt sagði Sigrún mér frá æsku sinni og uppvaxtarárum og einnig frá ævi sinni eftir að þau hjónin fluttust úr sveit í borg. Það er svo margt sem breytist á svo langri mannsævi og yngri kyn- slóðir hafa sem betur fer ekki kynnst harðæri og miskunnarleysi óblíðra náttúruafla og allsleysi því sem margir bjuggu við fyrr á árum. En þessi fullorðna kona hafði ekki mörg orð um fátækt og basl né erfiði kreppuáranna, sem kannski urðu þess ekki síst valdandi að þau hjónin brugðu búi og fluttu í höfuð- staðinn. En það var líka annað sem kom til. Menntunarmöguleikar fyrir einkasoninn voru mestir í höfuð- staðnum og þær góðu námsgáfur sem hann hlaut í vöggugjöf, vildu þau hjón að nýttust til hins besta. Það var ekki annað að heyra á Sigrúnu en hún hefði fljótlega sam- ið sig að höfuðstaðnum og aldrei heyrði ég hana hallmæla Reykjavík eða tala um kosti dreifbýlis fram yfir þéttbýli og þó fann ég alltaf að hún unni æskustöðvunum af heilum hug. Og skemmtilegar þóttu henni þær stundir, sem henni ásamt fleira eldra fólki var boðið til af Barðstrendingafélaginu í Reykjavík á hverju vori. Þá hafði hún einnig mikla ánægju af ferðum sem hún fór árlega með eldra fólkinu í Lang- holtssöfnuði í Reykjavík. Ég veit að margur hefur átt hauk í homi þar sem Sigrún var. Eitt- hvað pijónaði hún fyrir fólk hér í Reykjavík og stundum kom fram hjá henni að hún hefði svona af ræini tekið að sér að sitja hjá sjúkl- ingum eða gamalmennum ekki bara eina dagstund heldur jafnvel dag- lega vikum og mánuðum saman svo ættingjar gætu stundað vinnu eða brugðið sér að heiman við og við. En fjölskylda Ásgríms sonar hennar átti þó hug og hjarta Sig- rúnar öðru fremur. Hún var vakin og sofín að hugsa um hana — son- ardætumar tvær vom henni afar kærar og elskusemi hennar náði einnig til yngsta sonar míns. Svo vom litlu sonardóttursynirnir, þeg- ar þeir komu til sögunnar. Hún ljómaði af gleði þegar við ræddum um þessa sameiginlegu niðja okkar og fylgdist með þroska þeirra. Sá yngri var skírður nú á annan páska- dag og þar var langamma mætt glöð og hress í peysufötunum sínum. Sigrún Grímsdóttir var af þeirri kynslóð, sem þekkir ekki annað en að vinna og fara vel með það sem hún aflar. Hún braust ásamt manni sínum frá fátækt í sveit til bjarg- álna í höfuðstaðnum. Hún var ákaflega sérstakur per- sónuleiki. Sjálfstæð svo af bar. Hún var rétt í meðallagi há í vexti, grönn og létt á fæti og reisn yfir henni þegar hún gekk eftir götunni svo hratt að þeir sem yngri vom áttu fullt í fangi með að fylgja henni. Hún átti því láni að fagna að vera heilsuhraust alla tíð og átti þá ósk heitasta að geta dvalið í íbúðinni sinni og verið sjálfrar sín til æviloka. Sú ósk hennar rættist. Hún veiktist á þriðjudegi 26. apríl og var flutt á sjúkrahús. Á sunnu- dagsmorgni 1. maí vaggaði ísland þessu aldna barni sínu til hinsta svefns. Steingrímur Thorsteinsson var uppáhaldsskáld Sigrúnar og nú andar guðs blær vorinu og sumrinu til okkar — þessum tveimur árs- tíðum sem mest hafa verið þráðar á landinu okkar um aldaraðir. Ég votta Ásgrími og fjölskyldu hans innilega samúð okkar hjón- anna og barna okkar, en ég sam- gleðst líka þeim og okkur öllum að svo löng og farsæl ævi skyldi fá svo ljúf endalok. Blessuð sé minning Sigrúnar Grímsdóttur. Ásgerður Ingimarsdóttir Handbolta - bílahappdrættlð Stöndum saman - ÍSLAND á verðlaunapall á Ólympíuleikunum! Sameiginlegt átak okkar gerir það mögulegt \S^ 35 B Dregið 9. maí næstkomandi Greiðum heimsendan gíróseðil (kr. 400,~) FLUOLEIDIR /SZ aðalstuðningsaðili HSÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.