Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 Flótti Blakes BREZKIR FRIÐARSINNAR SMYGLUÐU EINUM HÆTTULEGASTA NJÓSNARA RÚSSA ÚR LANDI NÝLEGA kom landráðamað urinn George Blake, sem sveik tugi brezkra leyniþjónustumanna og flúði til Moskvu fyrir 22 árum, fram í sovézka sjónvarpinu. Þar með fór hann að dæmi félaga síns, Kims Philby, sem sovézkir sjónvarpsáhorfendur hafa nokkrum sinnum séð bregða fyrir á skjánum á síðustu mánuðum, en hann talaði lýtalausa rússnesku ólíkt honum. Blake lýsti því hvernig kommúnistar í brezku fangelsi og utan múra þess hefðu hjálpað honum að flýja, falið hann í London og smyglað honum til Austur-Berlínar, en minntist af skiljanlegum ástæðum ekki á nýjar upplýsingar um flóttann, sem nýlega hafa komið fram. „HEILAÞVEGINN"?: Blake við komuna frá Kóreu (1953) Fáir útsendarar sovézku leynilög- reglunnar á Vest- urlöndum hafa valdið eins miklu tjóni og Blake og þegar hann var kynntur í sovézka sjónvarpinu var tekið fram að hann væri „heiðursfélagi í KGB og hefði verið sæmdur Lenín-orðunni og Rauða gunnfánanum". Lengi var talið að KGB hefði skipulagt flótta hans, en það var síðan dregið í efa. Nú má heita víst að hann hafí not- ið aðstoðar tveggja viðvaninga úr röðum brezkra kjamorkuandstæð- inga auk fyrrverandi klefafélaga úr fangelsinu, sem sagðist seinna hafa skipulagt flóttann. Fleiri and- stæðingar kjamorkuvopna virðast hafa komið við sögu, þeirra á með- al fræg leikkona, Vanessa Redgrave. Eftir árs dvöl í Berlín fór Blake til Moskvu og þar mun hann hafa haldið áfram að starfa fyrir KGB og fengið ýmis forréttindi eins og Philby. Hann kvæntist rússneskri konu, Idu, og þau eiga einn son, Mischa. „Ég hef lifað furðugóðu lífí og átt meira láni að fagna en ég þorði að vona,“ sagði Blake í sovézka sjónvarpinu. Hann sagðist hafa átt erfítt með að aðlagast lífínu í Rússlandi, en kvaðst aldrei láta sig dreyma um að fara aftur til Lundúna. „En stundum langar mig til að sjá íbúð móður minnar í Rott- erdam," sagði hann. „Heilaþveginn"? Blake, sem er 65 ára, sköllóttur og skeggjaður, fæddist í Hollandi. Faðir hans hét Behar og var eg- ypzkur gyðingur með spænskt og tyrkneskt blóð í æðum, en bar brezkt vegabréf. Behar virðist hafa starfað fyrir brezku leyniþjón- ustuna um skeið. Móðir Blakes var hollenzk og þegar faðir hans lézt 1936 var hann sendur til Kaíró, þar sem hann bjó hjá frænda sínum, Henri Curiel, einum af stofnendum egypzka kommúnistaflokksins. Þegar heimsstyrjöldin brauzt út var Blake í heimsókn hjá móður sinni í Hollandi. Hann gekk í hol- lenzku andspyrnuhreyfínguna, en flúði til Englands og gekk í brezka sjóherinn. Hann varð túlkur í aðal- stöðvum yfírherstjómar Banda- manna (SHAEF) og virðist hafa gengið í brezku leyniþjónustuna, SIS, áður en hann var sendur til Hamborgar, þar sem hann starfaði fyrir leyniþjónustu flotans eftir striðið. Árið 1947 sótti Blake námskeið í rússnesku og fleiri tungumálum í Cambridge. Síðan gekk hann í brezku utanríkisþjónustuna og var skipaður ræðismaður í Seoul skömmu áður en Kóreustríðið hófst. Hermenn kommúnista tóku hann til fanga og höfðu hann í haldi í þrjú ár. Margir töldu að hann hefði verið „heilaþveginn", en aðrir álíta að Rússar hafi ráðið hann í sína þjónustu í Cambridge og enn aðrir að hann hafí gerzt kommúnisti á stríðsárunum. Sjálfur sagði hann í sovézka sjónvarpinu á dögunum að hann hefði orðið kommúnisti þegar hann las rit Marx og Leníns ungur að árum og það kemur heim við aðrar heimildir (hann ætlaði upp- haflega að verða kaþólskur prestur, en fékk í staðinn trú á kommún- isma). Blake starfaði í 12 ár í Lundún- um, Berlín og Beirút og viður- kenndi síðar að hann hefði afhent Rússum öll mikilvæg skjöl, sem hann komst yfír. Mestum skaða olli hann þegar hann ljóstraði upp um njósnahring Breta í Austur- Berlín og sýndi Rússum göng, sem SIS og CLA notuðu til að fylgjast með fjarskiptum milli Austur- Berlínar og Moskvu. Grunur féll á Blake vegna upp- lýsinga frá pólskum leyniþjónustu- manni, sem hafði gengið CLA á hönd, þegar Blake var við nám í arabísku í Beirút. Blake játaði sig sekan í leynilegum réttarhöldum í Old Bailey 1961 og hlaut 42 ára fangelsi — „eitt ár fyrir hvem leyni- þjónustumann sem hann sveik" — og þyngstu refsingu samkvæmt þágildandi lögum. írsk hjálparhella Þegar Blake flúði úr fangelsinu Wormwood Scrubs í Lundúnum fímm og háifu ári síðar, 22. októ- ber 1966, efuðust fáir um að KGB hefði skipulagt flóttann. Hins vegar staðhæfði drykkfelldur, írskur smá- glæpamaður, Sean Alphonsus Bo- urke, sem hafði verið klefafélagi Blakes í fangelsinu, í bók (The Springing of George Blake) 1970 að hann og Blake hefðu skipulagt flóttann. Hann lýsti því nákvæm- lega hvemig Blake hefði komizt út um glugga, sem jámrimlar vom fyrir, farið upp á þak og skriðið eftir því, látið sig síga niður í reipi og notað kaðalstiga til að klöngrast yfír sex metra háan fangelsismúr. Bourke beið hans fyrir utan og ók honum í Humber Hawk-bifreið til öruggs felustaðar. Bourke neitaði því að hann hefði viljað græða á flótta Blakes og kvaðst hafa hjálpað honum til að klekkja á yfírvöldum. Hann gaf enga skýringu á þvi hvers vegna Blake sneri sér til hans. Hann kvaðst hafa orðið að fá 700 pund að láni til að kaupa bifreið til flótt- ans og standa undir öðrum kostn- aði. Hvorki kona Blakes né systir gátu lánað honum svo mikið fé og hann kvaðst því hafa leitað til vina sinna, sem hann kallaði Michael og Önnu Reynolds og Pat Porter. Hann sagði að þau væru af ensk-írskum ættum, en ekki félagar í írska lýð- veldishemum (IRA) eða kommún- istar. Þetta vinafólk Bourkes var ekki efnað, en því tókst að fá lánuð 700 pund. Bourke sagði að hann hefði falið Blake í nokkrum íbúðum í London og Reynolds-hjónin hefðu síðan smyglað honum til Austur- Berlínar í hjólhýsi. Leynihólf var í gólfí bílsins og Blake faldi sig þar. Seinna varð Bourke sér úti um fals- að vegabréf og fór til Moskvu að hitta Blake, en þeim sinnaðist. Bo- urke taldi líf sitt í hættu og kvaðst hafa leitað ásjár hjá brezka sendi- ráðinu. Tveimur árum eftir flóttann sneri hann aftur til írlands, fullviss um að hann yrði ekki framseldur til Bretlands, og hann reyndist hafa á réttu að standa. Tilbúningur? Gagnrýnendur tóku lítið mark á bók Bourkes. Sérfræðingurinn Philip Knightley lýsir þeim efa- semdum, sem hún vakti, í bók sinni The Second Oldest Profession (1986) og telur að saga hans hafí verið soðin saman í pólitískum til- gangi. Sú staðhæfíng Bourkes að hann hafí samþykkt að bjarga Blake til að klekkja á yfírvöldum GEORGE BLAKE: smyglað til Austur-Þýzkalands. sé hlægileg. Sagan um hjálp vina hans sé ekki síður fáránleg. Björgun Blakes hafí sennilega kostað 10.000 pund, en ekki 700 pund, og vinir Bourkes hafí ekki getað útvegað svo háa upphæð. Bourke segist hafa farið til Moskvu til að bíða þar átekta unz ró kæmist á eftir flótta Blakes, en auðveldara hefði verið fyrir hann að fara til írlands. Knightley telur langtrúlegast að KGB hafí skipulagt flóttann og fengið IRA til að vinna hluta verks- ins. Bourke hafi verið ráðinn til starfa vegna þess að hann þekkti Blake og stutt var í að hann fengi að vera utan fangelsisins á daginn, þótt hann yrði að halda áfram að sofa þar á nóttunni. Rússar hafí fært Bourke til Moskvu með Blake af ótta við að hann leysti frá skjóð- unni, þegar Blake væri farinn. Bourke sagði að hann hefði sam- ið bók sína í Moskvu, en Rússar hefðu Iagt hald á handritið þegar hann hefði reynt að smygla því úr landi. Þegar hann hefði fengið handritið aftur í hendur 1969 hefði hann komizt að því að Rússar hefðu numið brott ýmsa kafla og gert aðrar breytingar. Knightley trúir þessu ekki. Rússar hafí vitað að Bourke gæti endursamið þá kafla, sem þeir höfðu ritskoðað, og virt að vettugi þær breytingar, sem þeir höfðu gert. Hann telur að Bo- urke hafí samið mestalla bókina á Irlandi og gert sinn hlut meiri en efni stóðu til svo að hún seldist betur. Ástæðuna til þess að sovézka leynilögreglan hafí bjargað Blake telur Knightley vera þá að hann hafí verið einn fremsti leyniþjón- ustuforingi Rússa og hún hafí viljað sýna að hún hugsaði vel um starfs- menn sína. KGB hafi þagað um hlutverk sitt, þar sem á þessum tíma hafí verið tiltölulega friðsam- legt í heiminum og ekki hafí verið talið ráðlegt að vekja athygli á því að samstarf hefði verið haft við IRA. Huldumennirnir Þrátt fyrir upplýsingar Bourkes gerði brezka lögreglan ekkert í málinu. Hann var talinn óáreiðan- legar og þeir aðstoðarmenn, sem hann tilgreindi, fundust ekki. Nöfn- in „Reynolds" og „Porter“ voru tal- in tilbúningur. Hins vegar reyndi brezka stjómin nokkrum sinnum að fá dómstóla í Dyflinni til að samþykkja að Bourke yrði framseldur, svo að hægt yrði að dæma hann fyrir hlutdeild hans í flótta Blakes, en án árangurs. Hann settist að í Kilky í County Clare, bjó þar í hjólhýsi, sem hann fékk lánað, og kvaðst vera fátæk- ur, en eiga alltaf nóg af viskí. Hann fannst látinn í rúmi sínu 26. janúar 1982 og banamein hans virðist hafa verið áfengiseitrun, þótt það sé ekki víst. Hann var aðeins 47 ára gamall. Áður en Bourke lézt sagði hann írskum þingmanni, Jim Kemmy, sem var góður vinur hans, að hann hefði notið stuðnings „varaliðs bar- áttumanna" úr svokallaðri „Hundr- að manna nefnd", þegar hann hjálp- aði Blake að flýja. Þau samtök voru undir forystu heimspekingsins Bertrands Russells lávarðar, sem hafði klofíð þau árið 1960 út úr hreyfíngu kjamorkuandstæðinga í Bretlandi, CND (Campaign for Nuclear Disarmament), til að skipu- leggja „víðtæk, friðsamleg og sið- ferðileg mótmæli“ gegn kjamorku- vopnum. I bók Bourkes kom hvergi fram að „Reynolds" og „Porter" hefðu verið viðriðnir þessi samtök. í fyrrahaust endurtók H. Mont- gomery Hyde, fv. starfsmaður MI6, sögu Bourkes um „Reynolds" og „Porter" í bók sinni George Blake Superspy og bætti því við að þeir hefðu verið félagar í Hundrað manna nefndinni, tekið þátt í að skipuleggja óhlýðniaðgerðir við bækistöð brezka og bandaríska flughersins í Wethersfíeld í Essex í desember 1961 og setið I fangelsi 1961-1963. Kann sagði að Reyn- olds og Porter hefðu verið þátttak- endur í miklu víðtækara samsæri áhrifamanna í CND og Hundrað manna nefndinni um að bjarga Blake. Hann gat hins vegar ekki skýrt frá því hvaða menn þetta væm í raun og vem og notaði því dulnefni Bourkes á þeim. Kjarnorkuandstæðingar Aftur á móti taldi blaðið Sunday Times sig geta fullyrt á gmndvelli upplýsinga Hydes að „Reynolds" og „ Porter“ væm Michael Randle,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.