Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 Stykkishólmur: Staðfest aðalskipu- lag til ársins 2005 Félagsmálaráðherra hefur staðfest nýtt aðalskipulag fyrir Stykkishólm. Skipulagið gildir til ársins 2005, með þeim ákvæð- um um endurskoðun, sem er í Iðgum. Með skipulaginu er mörkuð stefna um uppbyggingu bæjar- landsins næstu tvo áratugi. I greinargerð með aðalskipulaginu kemur fram að núverandi byggð nær yfír um 50 hektara, en mun ná yfír 95 hektara í lok áætlun- artímabilsins. í fólksfjöldaspá er áætlað að 1.600 íbúar verði í lok tímabilsins og 590 íbúðir. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir Tónleikar í Þrándheimi: Selmu Guð- mundsdóttur vel fagnað þéttingu eldri byggðar og nýjum svæðum fyrir íbúðabyggð. Má þar nefna Víkurland, Nónvíkurbakka, Vatnsás og Grensás. Allt eru þetta ákjósanleg svæði fyrir byggð. Þá gerir aðalskipulagið ráð fyr- ir tveimur hafnarsvæðum, í Skipavík við dráttarbrautina og í Stykkishöfn, en þar verður aðal- höfnin, bæði vöru-, físki- og feiju- höfn. Merkasta nýmælið í aðalskipu- laginu er útivistarsvæði við Grens- ás og goífvöllur í miðri byggðinni, sem golfklúbburinn Mostri hefur fengið til uppbyggingar. Aðalskipulagið var unnið á veg- um Stykkishólmsbæjar og Skipu- iagsstjórnar ríkisins samkvæmt skipulagslögum. Að skipulaginu hafa unnið Sigurður Thoroddsen arkitekt og Bjami Reynarsson landfræðingur af hálfu Skipulags- stjómar og Sturla Böðvarsson bæjarstjóri og Erlar Kristjánsson bæjarverkfræðingur af hálfu Stykkishólmsbæjar. Morgunblaðið/Þorkell Hjólin og hættur í umferðmni VORHUGUR er kominn í bömin og eru merki þess farin að sjást. Þannig em böm nú mörg hver búin að dusta rykið af reiðhjól- um sinum og því er brýnt að ökumenn taki fullt tillit til þess i umferðinni. Árlega verða mörg slys á böraum í umferð- .inni. í fyrra slösuðust tólf hjólreiða- menn í umferðaróhöppum í Reykjavík. Flest urðu óhöppin í maí. Þá eru nú mörg böm á ferli á hjólaskautum og hjólabrettum og hefur oft skapast mikil hætta þegar þau, líkt og hjólreiðafólkið, renna sér út af gangbrautum inn á umferðargötur. Þó ástæða sé til að benda ökumönnum á að fara varlega vegna þessa er þó enn nauðsynlegra að brýnt sé fyrir bömunum að gæta sín. Skoðun reiðhjóla hefst í skólun- um á morgun, mánudag. Fyrsta reiðhjólið sem lögreglan skoðaði 1988 var hjólið sem Helgi E. Eyj- ólfsson fékk í verðlaun í happ- drætti sem lögreglan til dreifði í fyrra til bama sem vom spennt í bílbelti í aftursæti bifreiðar. Sjúkrastofnanir á Suðurlandi: Samningurinn að mörgu leyti betri en almennt hefur samist - segir formaður verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi Selfosfti. SAMNINGUR Alþýðusambands Suðurlands og þriggja sjúkrastofn- ana á Suðurlandi, Sjúkrahúss Suðurlands, dvalarheimilisins Lundar á Hellu og Kirkjuhvols á Hvolsvelli, vom undirritaðir um tvöleytið aðfaranótt föstudags. Samningar náðust eftir að fulltrúar Alþýðu- sambands Suðurlands höfðu átt viðræður við fulltrúa sjúkrastofnan- anna en launanefnd sveitarfélaga hafði skilað umboði sinu til þeirra. Verkalýðsfélagið Boðinn i Hveragerði hafði þá frestað verkfalli og hafið viðræður beint við stjómir dvalarheimilisins Áss og Heilsu- hæli Náttúmlækningafélagins. Áheyrendur i tónleikahöllinni i Þrándheimi í Noregi fögnuðu Selmu Guðmundsdóttir píanóleik- ara innilega að loknum leik henn- ar á píanókonsert i Es dúr eftir Aram Katsjatúrian með sinfóniu- hljómsveit borgarinnar fimmtu- dagskvöldið 28. apríl sl. Tónleikunum var einnig útvarpað beint um allan Noreg. Selma kom aftur til landsins nú fyrir helgina eftir viðdvöl í London og í samtali við Morgunblaðið sagði hún að þess- ir tónleikar hefðu tekist mjög vel og viðtökur hefðu tæpast getað ver- ið betri. Stjómandi á þessum áskrift- artónleikum Sinfóníuhljómsveitar Þrándheims var Finninn Ralf Sjö- blom, aðalstjómandi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Vasa í Finnlandi. Auk píanókonserts Katsjatúríans var á efnisskrá tónleikanna sjöunda sin- fónía Prókófíeffs og hljómsveitar- verk eftir finnska tónskáldið Aulis Salinen. Selma sagði að framundan væri m.a. undirbúningur að tónleikaför um Vestur- Þýskaland í haust með Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara. Á lokastigi samninganna kom launanefndin aftur að þeim og fór yfír þá og undirritaði ásamt fulltrú- um Alþýðusambands Suðurlands. Ellert Eiríksson formaður launa- nefndarinnar sagði samninginn í samræmi við það sem væri að ger- ast í launamálum þessa dagana. Byijunarlaun og launaliðir væru í samræmi við það sem var í miðlun- artillögu sáttasemjara í deilu versl- unarmanna. Þó væru starfsaldurs- hækkanir og hækkanir vegna nám- skeiða eitthvað betri. Ellert taldi að báðir aðilar gætu vel við samn- inginn unað. Samningaviðræður milli þessara aðiia hafa staðið frá í febrúar og hefur veið farið yfír allan samning- inn lið fyrir lið. Byijunarlaun voru 29.795 en eru nú liðlega 36.500 og hækka næst 1. júní um 3,25% Áður hafði fólk í hlutavinnu 7% ofan á launin en þau hverfa nú. Samning- urinn gildir frá 1. mars og er það gert til að koma til móts við það að síðasta launahækkun var 1. okt- óber á meðan aðrir hækkuðu í jan- úar og febrúar. Ingibjörg Sigtryggsdóttir for- maður verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi sagði samninginn að mörgu leyti betri en almennt gerðist. Búið væri að lagfæra ýmis atriði sem valdið gátu misskilningi. Hún sagði að miðað hefði verið við að kaupið yrði ekki lægra en í samningum á sams konar stofnunum á Norður- og Austurlandi. Það mikilvægasta í samningnum væri hækkun á sjálfu kaupinu. Hún sagðist ennfremur vera þokkalega ánægð með samn- inginn eins og hægt væri að vera með samninga. Sig. Jóns. Vinningsskák Jóhanns gegn Jusupov Skáik Margeir Pétursson JÓHANN Hjartarson stendur nú mjög vel að vígi á alþjóðlega skákmótinu í MUnchen, eftir að hafa sigrað sovézka stórmeist- arann Artur Jusupov í fimmtu umferð mótsins, eftir að Sovét- maðurinn lék af sér heilum hrók í tímahraki. Jusupov hef- ur 2620 skákstig og þótti fyrir mótið vera sigurstranglegast- ur. Hann komst í úrslit i áskor- endakeppninni 1986 og þykir líklegur til afreka í yfirstand- andi keppni, þar sem hann mætir Kevin Spraggett frá Kanada i næsta einvígi. Jóhann hefur nú fjóra vinninga á mót- inu í MUnchen, en næstu menn hafa þijá vinninga. Skák þeirra Jóhanns og Jusupovs var nokkuð athyglisverð. Upp kom Lasker afbrigðið í Sikileyjar- vöm, sem Jusupov hafði mikið dálæti á í æsku. Hann hefur nú lagt það að mestu á hilluna en notast við traustari byijanir, enda þykir hann með ömggari skák- mönnum. Vafalaust hefur það haft áhrif á byijanaval Jusupovs að í fímmtu einvígisskákinni við Korchnoi í Kanada tapaði Jóhann illa í afbrigðinu. í miðtaflinu fómaði Jusupov tveimur peðum til að ná fmm- kvæðinu og staða Jóhanns var um tíma mjög viðsjárverð. Bæði var riddari hans mjög illa settur úti á kanti og þar að auki átti Jusupov ýmsar lúmskar hótanir gegn kóngi Jóhanns. Þar að auki var Jóhann í tímahraki, en hann varð- ist vel og eftir að Jusupov hugs- aði mjög lengi um sinn 30. leik, jafnaðist tíminn. í tímahrakinu létti Jóhann á stöðu sinni með því að fóma skiptamun og varð stað- an nokkuð jaftiteflisleg. Þá gekk heppnin í lið með honum, Jusupov lék hrikalega slæmum afleik, hann sá hreinlega ekki að Jóhann setti á hrók með drottningu. Ju- supov hvorki valdað hrókinn, né vék honum undan og varð síðan að gefast upp. * Þetta var auðvitað heppnissig- ur hjá Jóhanni, en útsjónarsemi í tímahraki er einmitt ein af hans sterkustu hliðum, rétt eins og hjá Friðriki Ólafssyni. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Artur Jusupov Sikileyjarvöm I. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 - e5 6. Rdb5 - d6 7. Bg5 Gegn Korchnoi lék Jóhann hér 7. Rd5!? - Rxd5 8. exd5 - Re7 9. c4, en 7. Bg5 er algengara. 7. - a6 8. Ra3 — b5 9. Bxf6 — gxf6 10. Rd5 — Bg7 Hér er miklu algengara að leika 10. - f5. II. Bd3 - Re7 12. Rxe7 - Dxe7 13. c4 - f5 14.0-0 - 0-0 15. Dh5 Allt fram að þessu hafa kepp- endur fylgt skákinni Benedikt Jónasson-Haukur Angantýsson, Reykjavíkurskákmótinu 1984. Sú skák vakti mikla athygli á sínum tíma, bæði hér heima og erlendis fyrir það að hvítur var svo óhepp- inn að gefast upp í unninni stöðu: 15. De2 - bxc4 16. Rxc4 - Hb8 17. exf5 - d5 18. Re3 — Hd8 19. Bxa6 - Bxa6 20. Dxa6 - e4 21. Hadl - d4 22. Rc4 - e3 23. fxe3 - dxe3 24. Hxd8+ - Hxd8 25. f6 - e2 26. fxe7 - Bd4+ og í staðinn fyrir að gefa hefði hvítur getað unnið með því að leika 27. Re3! — Bxe3+ 28. Khl 15. - Hb8 Endurbót Jusupovs á skák tveggja Sovétmanna, Markov og Schipkov frá í fyrra, sem er f nýjasta hefti Informators. Þar varð staðan mjög tvísýn eftir 15. - Db7 16. exf5 - e4 17. Bc2 - He8 18. f3 e3! 1«. exf5 - e4 17. Hael - Bb7 18. He3 - bxc4 19. Bxc4 - d5 Ef hvítur hörfar nú með biskup- inn er svartur kominn með mjög 'virka og skemmtilega stöðu fyrir peðið. Jóhann þvingar því fram mikil uppskipti: 20. Bxd5 - Bxd5 21. f6 - Dxf6 22. Dxd5 - Hxb2 23. Hxe4 - Hd8 24. Dc4 - Dc3 25. Dxa6 - Dc5 Þrátt fyrir að staðan hafí ein- faldast mikið er samt sem áður ljóst að svartur hefur fullnægjandi bætur fyrir peðin sem hann hefur fómað. Riddarinn á a3 er mikill vandræðagripur og þar að auki hótar Jusupov nú 26. — Hxf2. 26. Hc4 - Df5 27. Da7 - He8 28. g3 - Hxa2 29. Da4 -Hb8 30. Da7 - He8 31. Da4 - Hel Þvingar Jóhann til að fórna skiptamun, en nú kemst riddarinn yfír í vömina á kóngsvæng og verður að manni að lokum. 32. Hc8+ - Bf8 33. Hxf8+ - Kxf8 34. Db4+ - He7 35. Rc4 - De4 36. Dc3 - Kg8 37. Re3 - De5 38. Dc4 Þessi staða er orðin mjög jafn- teflisleg, en í tímahrakinu leikur Jusupov af sér heilum hrók: 38. — He8?? 39. Dxa2 og svart- ur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.