Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 60
NÝTT FRÁ KODAK Kcrcraic RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST SYKURL AUST \\ ■ ^ ÍM % WRIGLEY’S SUNNUDAGUR 8. MAI 1988 VERÐ I LAUSASOLU 60 KR. Kaupfélag Hvammsfjarðar: 25mannssagt upp störfum Rúmlega 20 milljóna króna tap í fyrra RÚMLEGA tuttugu milljón króna tap varð á rekstri Kaupfélags Hvammsfjarðar í Búðardal á síðasta ári. Að sögn Ólafs Sveinssonar, kaupfélagsstjóra, verður að grípa til mikils samdráttar í rekstrinum og segja upp 25 manns, jafnframt því sem hætt verður rekstri á tré- smiðju fyrirtækisins og tveimur verslunum þess í Stykkishólmi. „Þetta heldur ekki lengur áfram í sama farinu,“ sagði Ólafur Sveins- son. „Það er fyrst og fremst fjár- magnskostnaður og Qármögnun sauðflárafurða, sem fer með okkur fjandans til. Fjármagnskostnaðurinn greiðir okkur hreint og klárt rot- högg.“ Ólafur sagði að töluverðan hluta vandans mætti rekja til van- efnda ríkisstjómarinnar á fjármögn- un búvörulaganna frá 1985. Að sögn kaupfélagsstjórans var rekstri matvöruverslunar KHV í Stykkishólmi hætt um áramót, og fyrirsjáanlegt er að loka verður byggingavörudeild félagsins þar. Þá verður rekstri trésmiðju félagsins hætt og fimmtán starfsmönnum hennar sagt upp. Samdráttur verður einnig í skrifstofuhaldi. Alls kostar ^jgsi samdráttur um 25 manns at- vinnuna. „Það er athyglisvert núna þegar verið er að gera merkisúttekt á byggðastofnun að athuga hvaða áhrif svona lagað hefur á byggðar- lagið," sagði Olafur. „Við lokun tré- Tjörnin; Endumýjun austurbakk- ans vel á veg komin ENDURNÝJUN á austur- bakka Tjarnarinnar í Reykjavík er nú vel á veg komin. Búið er að hlaða myndarlegan steinkant með- fram Fríkirkjuvegi og hefur það verið tímafrekt verk og vandasamt. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndin var tekin á föstudag, en þá var lagning stéttar með- fram bakkanum langt komin. I framtíðinni verður hægt að ganga meðfram Tjörninni miklu nær vatnsborðinu en áð- ur var og gefst því betra tæki- færi að fylgjast með fuglalífínu úr nálægð. Enn er svo eftir að leggja stétt ofan við kantinn, meðfram Fríkirlquveginum. smiðjunnar verða kannski 30-40 manns án fyrirvinnu. Þarna er um að ræða böm, sem ganga í fámennan skóla, fólk sem þarf að leita sér lækn- inga og skipta við þær fáu og veiku stofnanir, sem hér eru. Svona sam- dráttur hefur enn áhrif á vanda okk- ar, því að viðskiptin minnka auðvitað ef þetta fólk missir vinnuna. Fjöl- miðlar segja á hveijum degi frá greiðsluerfíðleikum eða gjaldþroti fyrirtækja í framleiðslugreinunum, og það er erfítt að sjá hvemig á að halda uppi allri þjónustunni án fram- leiðslunnar." Ferjuflugvél náði naum- lega landi Flugmálastjórn barst beiðni um aðstoð frá flugmanni eins hreyfils Cessna 182, sem var í feijuflugi frá Nassarsuaq á leið til Reykjavíkur, laust fyrir klukkan 3 aðfaranótt laugar- dagsins. Flugmaðurinn var einn í vélinni og óttaðist að eldsneyti dygði sér ekki til lendingar. Flugvél flugmála- stjómar flaug til móts við vélina og þyrlur landhelgisgæslunnar og vamarliðsins fóru í loftið. Ekki kom til kasta þyrlanna, því að flugvélin náði til lands á Keflavíkurflugvelli, með tóma tanka og „flaug á bensín- lyktinni" eins og varðstjóri í flug- stjóm komst að orði. Morgunblaðið/RAX Rigningfram eftir vikunni RIGNING var um stærstan hluta jandsins í gær og spáir Veðurstofan viðvarandi úrkomu. Þessum vorrign- ingum fylgja hlýindi og leysingar. Á Norðurlandi hefur hitinn verið um eða yfir 10 stig undanfama daga. Spáð var að upp stytti eftir hádegi í gær en fleiri lægðir vom í aðsigi. „Það má búast við rigningu út vikuna að minnsta kosti. Þetta verður svona bleyta af öllum sortum,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur. Hann benti þó á að maí væri annar þurrasti mánuður ársins. Á ámnum 1931-1960 mældist úrkoma í þessum mánuði að meðaltali 42 millimetrar. Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum í sumar: Erfiðara að manna spít- alana en nokkru sinni áður Þriðjungi fleiri sjúkrarúm rýmd á ríkisspítölunum en í fyrra FORSTÖÐUMENN sjúkrahúsa telja að grípa verði til víðtækari lok- ana sjúkradeilda í sumar en nokkru sinni áður vegna skorts á starfs- fólki til afleysinga. Á ríkisspítölunum einum þyrfti að ráða á annað hundrað hjúkrunarfræðinga til þess að anna þörfinni. Langt er frá að því marki verði náð, að sögn Péturs Jónssonar aðstoðarforstjóra. Á Landspítalanum verður fimm sjúkradeildum lokað og þriðjungi fleiri sjúkrarúm rýmd en í fyrra. Á Borgarspítalanum verður ekki hægt að manna stöður sem svara til 600 vinnuvikna í sumar. Samvinnunefnd sjúkrahúsa hefur sent heilbrigðisyfirvöldum bréf þar sem varað er við aðsteðjandi vanda. Guðmundur Bjamason heilbrigðis- ráðherra hefur dvalið erlendis und- anfama daga. Sagðist hann í sam- tali við blaðið á föstudagskvöld því ekki hafa tekið bréfið til formlegrar umflöllunar. „Það verður að segjast eins og er að við höfum ekki á takteinum neinar lausnir á þessum vanda. í vor hafa átt sér stað óformlegar viðræður við hjúkrunarfræðinga um ýmsar hugmyndir þeirra sem við viljum styðja. Ég vonast til að geta unnið að þessum verkefnum af meiri krafti þegar um hægist eftir þingslit," sagði Guðmundur. „Samkvæmt könnun sem land- læknisembættið lét gera þyrfti að útskrifa um 100 hjúkrunarfræðinga til þess að ná jafnvægi milli fram- boðs og eftirspumar um næstu ára- mót. í vor verða útskrifaðir um 60 nemendur og sennilega ekki nema 40 næsta vor. Með þessu móti færist takmarkið alltaf §ær og við náum aldrei jafnvægi," sagði Pétur Jónsson. Að mati Péturs em ástæður vandans ekki aðeins óánægja með kjör menntaðs hjúkmnarfólks, held- ur einnig auknar kröfur og lengri námstími eftir að öll kennsla var færð í Háskóla íslands. „Frá okkar sjónarhóli séð var það röng ráðstöf- un að leggja Hjúkrunarskóla ís- lands niður. Tengsl nemenda við spítalana hafa einnig minnkað og þeir leita í önnur störf en beina aðhlynningu sjúklinga,“ sagði hann. Meðal þeirra hugmynda sem reif- aðar hafa verið til þess að nýta betur starfskrafta hjúkmnarfræð- inga eru breytingar á starfssviði þeiira. Pétur nefndi sem dæmi að létta mætti skriffinnsku af hjúkr- unarfræðingum á deildum með því að bæta við aðstoðarfólki. Þá mætti fela lyfjafræðingum í apótekum spítalanna skömmtun lyfja til sjúkl- inga. Á Landspítalanum verður miðað við að sinna bráðatilfellum í sumar, en lokanir bitna á þeim sjúklingum sem ekki em í bráðri hættu. Sömu sögu er að segja á Borgarspítalan- um, að sögn Sigurlínar Gunnars- dóttur hjúkmnarforstjóra. Gripið verður til tímabundinna lokana á tólf deildum spítalans. Þrátt fyrir það er ekki búið að manna stöður sem svara 600 vinnuvikum hjúkmn- arfræðinga og sjúkraliða. Halldór Jónsson framkvæmda- stjóri Sjúkrahússins á Akureyri sagði að óhjákvæmilegt yrði að rýma fjölda sjúkrarúma í sumar. Ekki væri enn ljóst hversu mikill skorturinn yrði og hvar hann kæmi harðast niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.