Morgunblaðið - 08.05.1988, Side 7

Morgunblaðið - 08.05.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 7 í verkfalli verslunarmanna var skrifstofa okkar lokuð í 6 daga. Af þeirri ástæðu bætum við sex dögum við áður auglýstan frest til þess að tryggja sér utanlandsferðir á aðildarfélagsverði. Aðildarfélagsverð, „bláa verðið" gildir því fyrir alla aðildarfélaga sem staðfesta ferðapöntun sína þriðjudaginn 17. maí eða fyrr. ■•••. . • . Allir sem staðfesta ferðapöntun sína á mánudag og þriðjudag eiga möguleika í seinni umferð SL-af mælisleiksins. Fimm fjölskyldur til viðbótar fá þá utanlandsferðina sína fyrir 10 krónur á hvern farþega! Dagana 28.-30. maí (2 nætur) efnum við til hópferðar á úrslitaleikinn í Belgísku bikarkeppninni. Þá mætir Arnór Guðjohnsen ásamt félögum sínum í Anderlecht gömlum félögum Ásgeirs Sigurvinssonar í Standard Liege. Leikurinn ferfram á Heysel-leikvanginum í Brussel. Innifalið í þessari snaggaralegu hópferð erflug Keflavík-Amsterdam-Keflavík, akstur til og frá Antwerpen, stúkumiði á leikinn á laugardag og akstur til og frá leikvelli, þríréttuð veislumáltíð með öllu tilheyrandi á sunnudagskvöldinu (sigri fagnað?) og að sjálfsögðu gisting með morgunverði á góðu hóteli í hjarta Antwerpen. Kristján Bernbourg er fararstjóri og Arnór Guðjohnsen heilsar upp á hópinn að leik loknum. Verð aðeins kr. 22.500,- miöaö við gistingu í 2ja manna herbergi. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Sími 91-69-10-10 Hótel Sögu viö Hagatorg ■ 91 -62-22-77. Akureyri: Skipagötu 14 ■ 96-2-72 00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.