Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 27
I
Kórmeðlimir
eru hver öðrum
skemmtilegri
„Ég er nýr hér í kórnum, byij-
aði í haust sem leið,“ sagði Björn
Jónsson tenór.
„Ég hef aldri sungið í kór áður
en mig hefur oft langað til þess.
Ég hugsa að það séu gerðar minnst-
ar tæknilegar kröfur til tenóra
vegna þess að framboð af þeim er
ekki mikið. Sennilega er erfíðast
fyrir kvenfólk að komast inn í kór-
inn en auðveldast fyrir tenóra.
Söngurinn er vissulega afar
skemmtilegt tómstundagaman og
ekki tímafrekt. Við æfum tvisvar í
viku, tæpa tvo tíma í senn og hver
kórmeðlimur þarf aðeins að syngja
í messu á fímm vikna fresti. Þar
að auki er fjáröflun lítil og liggur
ekki þungt á kórmeðlimum.
Félagslíf innan kórsins er gífur-
lega öflugt því kórfélagar eru mjög
virkir og hver öðrum skemmtilegri.
Hinar árlegu æfingabúðir hafa mik-
ið félagslegt gildi því þær þjappa
fólki saman og auðvelda því að
kynnast innbyrðis. Margir taka
■ Björn Jónsson.
maka sína og böm með, enda starf-
ar sérstakt makavinafélag innan
kórsins.
í heild má segja að það sé mjög
þroskandi að starfa með þessum
kór, en jafnframt gefandi miðað við
litla tímasókn."
Skipuleggjum
starfið tvö ár
fram í tímann
Halldór Torfason er formaður
Kórs Langholtskirkju. Hann byij-
aði i kórnum 1974 og hefur starf-
að með síðan, að undanskildu fjög-
urra ára timabili er hann dvaldi
erlendis.
„Ég komst fljótt að því sem for-
maður að það er ótrúlega margt sem
fylgir starfínu og töluvert meira en
ég gerði mér grein fyrir í upphafí.
Kórinn telur um 60 manns og við
höldum marga tónleika á ári hveiju.
Við höldum uppi reglulegum bréfa-
skriftum við erlenda aðila og fáum
stundum tilboð um tónleikaferðir er-
lendis. Til dæmis er ákveðið að fara
í tónleikaferð til Bretlands árið 1990.
Skipulagsvinna er talsverð og við
■ Halldór Torfason.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988
reynum alltaf að gera grófar áætlan-
ir tvö ár fram í tímann. Við erum
líka alltaf í plötuútgáfu og gáfum
síðast út á geisladiski Jóhannesar-
passíu Bachs, rétt fyrir jólin. Loks
er fjáröflun mikilvægur hluti af kór-
starfínu. Stórir tónleikar eru dýrir
og oft vantar upp á að þeir standi
undir sér, jafnvel þó þeir séu vel
sóttir. Þegar þetta kemur fyrir þarf
kórsjóður að standa undir kostnaðin-
um og það er gert með vinnuframlög-
um kórfélaga.
Þessar æfíngabúðir hafa tekist
ákaflega vel, raunar svo vel að ég
man varla eftir þeim betri. Stemmn-
ingin er mjög góð, samheldni í há-
marki og margir vilja halda áfram
að æfa þó að stjómandanum þyki
nóg komið.
Eg hef mikla ánægju af því að
syngja með þessum kór. Við erum
stöðugt að flytja skemmtileg verk,
við höfum góðan og drífandi stjóm-
anda og síðast en ekki síst er kórinn
fullur af skemmtilegu og samheldnu
fólki."
Búið að vera
frábœrt í vetur
„Ég byijaði i Kór Langholts-
kirkju í september síðastliðnum
en starfa auk þess 4. árið í röð
með Kór Menntaskólans við Sund,
þó tvö ár séu liðin frá útskrift,"
sagði Einar Clausen.
„Ég er ekki alveg ókunnugur Jóni
Stefánssyni því að fyrir nokkrum
ámm söng ég í kór Árbæjarskóla
undir hans stjóm.
Systir mín hefur starfað með Kór
Langholtskiiju í nokkur ár og hún
hvatti mig mjög til að koma. Eg var
ekki mjög spenntur fyrir því í byijun
því kórinn hafði í mínum augum viss-
an ljóma yfír sér og ég hélt einfald-
lega að ég væri ekki nógu góður.
Ég sló samt til og veit nú að á stutt-
um tíma hefur kórinn gert mig betri.
Þetta er búið að vera frábært í
vetur. Við höfum æft og flutt klassísk
gömul verk sem hafa vaxið manni
mjög i augum við fyrstu sýn. En það
er eins og kórinn læri mest og vinni
best undir miklu álagi.
Verk Gunnars Reynis er ólíkt því
sem ég hef áður sungið með þessum
kór. Að umfangi undanskildu svipar
því þó nokkuð til þeirra verka sem
kór MS hefur fengist við, til dæmis
kaflar með tali eingöngu. Mér fínnst
sérlega gaman að syngja þetta verk
því þó það sé oft nýstárlegt og
óvenjulegt þá vantar ekki í það
áhrifamiklar styrkleikabreytingar og
safaríka hljóma."
27
■ Einar Clausen.
gPORTg
MASON
10(3% ull
kr. 3.350
NEWBON
kr. 2.050.-
CAPPS
kr. 1.860
||W| glæsibæ
U I f Ur F Sími 82922
I