Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 37
síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Hallgrímur Pétursson Borghildur Thors, deildarþroskaþjálfi. Elskuleg bróðurdóttir mín Hrefna Björg er látin aðeins þriggja ára gömul. Minningin um hana er fögur. Hrefna var yndislegt bam fallegt og vel skapað, en hún barð- ist við mikinn sjúkdóm sem var ótútreiknanlegur og lítt skiljanleg- ur. Hrefna dvaldi því langdvölum á sjúkrahúsi. En í desember sl. út- skrifaðist hún og flutti heim til for- eldra sinna og systur í nýtt hús- næði í Grafarvognum. Hrefna var núna síðustu mánuði nokkuð betri til heilsunnar og allt virtist vera bjartara. Þess vegna kemur fréttin um andlát hennar eins og reiðar- slag. Elsku Gunna, Haukur og Vera Björt, missirinn er sár en vegir drottins eru órannsakanlegir. Eg votta ykkur samúð mína og megi Guð styrkja ykkur í sorginni, sömu- leiðis sendi ég samúðarkveðjur til allra ættingja og vina. Guð blessi elsku Hrefnu Björg. Kristín frænka Rétt fyrir jólin 1984 fæddist lítill sólargeisli inn í líf okkar sem var skírður Hrefna Björg. Hún virtist að öllu leyti falleg og vel sköpuð, en fljótlega kom í ljós að eitthvað var að, hvað það var vissi enginn. Milli jóla og nýárs var hún komin á sjúkrahús, og þar dvaldist Hrefna litla mikinn part af sinni stuttu ævi. Hún reyndist krampaveik og foreldrar hennar héldu til hjá henni öllum stundum, umhyggja þeirra fyrir þessari litlu dóttur sinni var aðdáunarverð. Hrefna Björg gaf foreldrum sínum og öllum sem stóðu henni nærri mikið og við elsk- uðum öll þetta litla barn. Elsku Gunna og Haukur, við vit- um hvað sorg ykkar er mikil og biðjum góðan Guð að gefa ykkur stytk og við biðjum líka góðan Guð MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 37 að varðveita Veru Björt tveggja ára stúlkuna ykkar sem ekki skilur hvers vegna Hrefna systir er farin. Kæri Vilhjálmur og Sísí, við send- um ykkur og öllum ættingjum inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi Hrefnu Björg. Sofðu unga ástin mín, úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. (Jóh. Siguijónsson) Lilla amma og Eyfi afi. Þegar undir skörðum mána kulið feykir dánu laufi mun ég eiga þig að rósu. Þegar tregans fingurgómar styðja þungt á strenginn rauða mun ég eiga þig að brosi. (Stefán Hörður Grímsson) Við munum geyma minningu Hrefnu Bjargar í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku Haukur, Gunnar og Vera Björt, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. María, Gurrý, Lalla, Gunna. Sóley, Ásta Sigrún, Rosa, Hrefna. Vertu sæl’ vor litla, hvíta lilja, iögð í jörð með himnafóður vilja, leyst frá lífi nauða; ljúf og björt í dauða lézt þú eftir litla rúmið auða. Vertu sæl’ vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu’ að stríða. Upp til sælu sala saklaust bam án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (Matthías Jochumsson) Elsku Guðrún, Haukur og Vera Björt, Guð gefi ykkur styrk í sorg- inni. Megi hún lifa í ininningunni. Starfsfólk Álfalandi 6 Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Legsteinar Framteiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjíif um gerð og val legsteina. S.HELGASONHF STEINSNIHUA SNEMMUVEGI 48 SÍMI 76677 CHICAGO 3xíviku FLUGLEIÐIRSSr -fyrir þig- * Konur sem reka lítil fyrirtæki eða hyggjast stofna fyrirtæki: Námskeiðið Stofnun og rekstur fyrir- tækiaverður haldið 16.-21. maí. Meðal efnis: Frumkvöðullinn, stofnáætlun, markaðsmál, fjármál, form fyrirtækjaog bókhald. Námskeiðið fer fram í kennslusal Iðntæknistofnunar í Keldnaholti. Þátttaka tilkynnist í síma 687000. nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS rekstrartæknideild. SUMARHATIÐ 1VOLVOSALNUM 7-8fí/ÍAI 1988 ATH! KYNNTU ÞfiR HÁTÍÐARVCRÐ Á SÝNINGUNNl. VOLVO-AUKAHLUTIR VES9A ESNNIG A SUMARVER0I UM HELGINA. o , I NYI Fló VÖRUBÍLUNN VERÐUR TIL SÝNIS ÁSAMT FLEIRI VÖRUBÍLUM KOMDU MEÐ FJÖLSKYLDUNA í VOLVO- SAUNNÍ SKEiFUNNI. ÞÚ FÆRÐ KAFFI, KRAKKARNIR ÍS. SÝNINGiN VERÐUR OPIN: FRÁ 10—17 LAUGARDAG OG 13-17 SUNNUDAG □al • JZTJ W* C^feWr my SKEIFUNNI 15, SÍMI; 691610^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.