Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAI 1988 33 Á fundi með forystumönnum Verkamannasambandsins i forsætísráðuneytínu. Morgunbiaðið/Ámi Sœberg Útflutningsátak við Ráðhústorgið Gluggaútstilling í hjarta Kaupmannahafnar Jónshúsi, Kaupmannahöfn. Við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn er nú sýning Útflutningsráðs íslands, Reykjavíkurborgar og nokkurra íslezkra fyrirtækja. Mun nafn íslenzku höfuðborgarinnar með risastóru letri blasa við sjónum þeirra, sem koma af Strikinu og ganga um torgið í allt sumar. Er nær kemur hinum 60 metra langa gluggavegg í Standard Chartered Bank getur að líta smekklegar útstillingar Flugleiða, Eimskipafélags- ins, Sambandsskipa, Sölustofnunar lagmetis, Lýsis hf. og Álafoss auk Útflutningsráðs Islands. að Samband íslenskra samvinnufé- laga fékk ekki Útvegsbankann, Þor- steinn hafi komið í veg fyrir opin- bera heimsókn forseta íslands til Sovétríkjanna í vetur á sama tíma og NATO-fundur var, en utanríkis- ráðherra átti að fylgja forsetanum; Steingrímur hafi ekki fyrirgefið hon- um það þegar hann sendi Alþingi heim í janúar í fyrra þegar hann kom frá París og Steingrímur hafði látið kalla þingið saman til þess að sam- þykkja lög á sjómenn, en hvorki Steingrímur né nokkur ráðherra sjálfstæðismanna höfðu látið hann vita af því að kalla ætti þingið sam- an fyrr en venja var. PLO-málið er nefnt en hins vegar hefur Þorsteinn ekki alltaf hrósað sigri og Steingrím- ur mun hafa glaðst mikið þegar Þorsteinn varð að hætta við Banda- ríkjaheimsóknina. Þegar gengið hafði verið fellt og ríkisstjómin ákvað að hafa samráð við landssambönd launþega um hlið- arráðstafanir, var ákveðið að ræða málin fyrst við þau sambönd sem þegar höfðu samið en síðan hin. En Ásmundur Stefánsson kom því þannig fyrir að allir komu saman undir hans forystu og ekki náðist samstaða um að verja samninga lág- launafólks. Ýmsir forystumenn inn- an verkalýðsfélaganna segja það rothögg á ASÍ að treysta sér ekki til þess með ríkisstjóminni að veija nýgerða samninga fískvinnslufólks og lágtekjuhópa og því sé ekki mik- ið eftir af Alþýðusambandinu. Þetta mál er ákaflega mikið hitamál innan verkalýðssamtakanna, svo mikið að sumir forystumenn talast varla við. Þeir sem em hvað heitastir segja að þeim lítist vel á tilboð Þorsteins og verkalýðshreyfíngin verði að hreinsa sig af því að iðnaðarmenn, flugmenn og ýmsir fleiri hópar fái alltaf frelsi til þess að semja um hærri laun en aðrir. Til em talsmenn launþega sem segja blákalt að það sé geggjun að fara þessa leið sem fomsta ASÍ gerði á sama tíma og forsætisráðherra býður peninga til þeirra lægst launuðu. Með þessu móti hafí forsætisráðherra hins veg- ar öll spilin á hendi, því hann geti stjómað þannig í þessari stöðu að þeir sem hafa um 200 kr. á tímann fái meiri hækkun hlutfallslega en þeir sem hafa margfalt meira. „Það er ekki samstaða um þetta innan ASÍ eða Verkamannasambandsins," sagði verkalýðsleiðtogi, „en Verka- mannasambandið var þó hlynnt leið Þorsteins. Hann bauð að ræða þessi mál til hlítar, en þó með þeim skilyrð- um og á þeim forsendum að sam- ræmi væri á milli þeirra sem búið væri að semja við og þeirra sem eftir væru, þannig að þeir hálaunuðu sem eftir væru fengju ekki meira en hinir. Þessu neitaði ASÍ,“ sagði verkalýðsleiðtoginn, „og það er alveg ljóst að það var ekkert bann af hálfu Þorsteins Pálssonar um að ræða hina ýmsu þætti kjara- og efnahagsmál- anna. Hins vegar má segja að yfir- lýsing Steingríms Hermannssonar á fyrsta samráðsfundinum um það að launin væru ekki vandamál heldur almenn óráðsía í þjóðfélaginu, kom eins og köld gusa yfír fundinn og eyðilagði hann, þvl þessi yfírlýsing af hálfu ráðherra var í senn óeðlileg og ótímabær á þessu stigi málsins. Enginn hinna ráðherranna gat mót- mælt þessu, hvorki af pólitískum ástæðum né vegna samningsstöðu af hálfu ríkisstjómarinnar. Menn verða að virða eðlilegar leikreglur á svona stundum." Of margir stjórnarsinnar í stjórnarandstöðu Einn af forystumönnum Fram- sóknarflokksins sagði, að það væri nauðsynlegt fyrir ríkisstjómina að hætta þessu basli og reyna að marka stefnu sem menn væm tilbúnir til þess að fara eftir. Hann sagði ljóst að í sumum málum léki Steingrímur of mikinn einleik, en framsóknar- menn væm oft óánægðir með það hvað forsætisráðherra svaraði glannalega yfirlýsingum frá Steingrími. Forsætisráðherra verður að þola spörk, sagði þingmaðurinn. Þessi sami maður sagði að sér hefði líkað vel við Þorstein Pálsson þegar hann kom fram með ákveðnar tillög- ur fímmtudaginn eftir óvænta svarta miðvikudaginn og setti eins sólar- hrings frest til þess að afgreiða málin. Hann sagði að framsóknar- menn væm hins vegar óhressir með Alþýðuflokkinn, því það væri erfítt að ræða við Jónana. Þeir hömmðu á því að fjárlög væm fjárlög og þeim ætti ekki að hnika, en þannig gengi þjóðfélagið ekki fyrir sig og það gætu komið upp mál sem krefð- ust þess að á þeim yrði tekið þótt íjárlög gerðu ekki ráð fyrir því. Hann sagði að framsóknarmenn væm reyndar oft gagnrýndir fyrir að vera of sveigjanlegir. Þessi við- mælandi kvaðst hafa meiri áhyggjur af því að innan allra stjómarflokk- anna væm of margir sem væm í rauninni í stjómarandstöðu. Það væri að vísu erfítt að reikna með slíku sem eðlilegu af formanni Fram- sóknarflokksins, en Steingrimur nýtti sér það á þennan hátt að vera vinsæll og teldi sig því hafa sérstöðu að þessu leyti, auk þess sem uppá- komumar væm stundum til þess að minna á Framsóknarflokkinn sem færi ekki með neitt efnahagsmála- ráðuneyti í þessarí ríkisstjóm og væri því í hættu að gleymast. Þáttur SÍS í vanda ríkisstjórnarinnar „Ég held að þáttur SÍS í vandræð- um ríkisstjómarinnar sé mun meiri, en við gemm okkur grein fyrir," sagði Alþýðuflokksmaður um stöðu mála, „SÍS er í raun og vem meira og minna gjaldþrota. 011 áhugamál Framsóknarflokksins í efnahags- málum snúast um það að koma SÍS út úr þeim vandræðum sem fyrir- tækið er í. Af þessu ræðst framkoma Framsóknarflokksins í ríkisstjóm- inni, því flokkurinn er fyrst og fremst pólitískt hagsmunaafl fyrir SÍS.“ Þessi viðmælandi sagði að það væri öllum ljóst sem vildu vita að Steingrímur Hermannsson væri enn- þá gijótfúll yfir því að vera ekki forsætisráðherra og teldi sig miklu hæfari til þess en nokkum annan mann, sérstaklega vegna góðs ár- angurs í efnahagsmálum í síðustu ríkisstjóm, en það yrði hins vegar að segjast eins og væri að sá árang- ur sem þar hefði náðst væri ekki síst fyrir atbeina Þorsteins Pálssonar þótt bætt ytri skilyrði hafi ráðið mestu. Þessi Alþýðuflokksmaður sagðist telja að Steingrímur hefði ekki skil- ið það almennilega að hann væri ekki lengur í forsætisráðuneytinu, en í þessu lausa lofti einléki hann á sviði utanríkismála og efnahags- mála. Gallinn væri sá að fólk væri orðið svo vant því að hann segði eitt í dag og annað á morgun og talaði þvert á það sem menn væru að gera, að það væri farið að viður- kenna þessi vinnubrögð og segði einfaldlega að Steingrímur væri svo einlægur og hreinskiptinn. Óeðlilega stórt hlut- verk fjölmiðla „Steingrímur hefur gert Þorsteini Pálssyni óhemjuerfítt fyrir í forystu- hlutverkinu, mun erfíðara en menn gera sér grein fyrir," segir viðmæl- andi í forystusveit Alþýðuflokksins. Og það er einnig erfitt fyrir Þor- stein að Alþýðuflokkurinn skuli fara með fjármálaráðuneytið, því hann hefur nú það hlutverk að hrinda í framkvæmd sumum stóru málunum sem Þorsteinn hafði komið fram í síðustu ríkisstjóm, t.a.m. skattamál- unum, en þessi hlutverkaskipan valdi því að Þorsteinn komi minna en ella við sögu í almennum umræðum. Alþýðuflokksmaðurinn sagðist telja að ólík afstaða manna innan ríkis- stjómarinnar til nýbreytni á íslensk- um peningamarkaði ætti eftir að verða banabiti þessarar ríkisstjóm- ar. Nú væri að kljást við verkalýðs- forystu sem væri öll í pörtum á sama tíma og búið væri að eyða mun meira en mesta góðæri á íslandi hefði fært í búið, en verstur væri skorturinn á gagnkvæmu trausti milli ráðherra. Fjölmiðlar færðu sér þessa veikleika í nyt og léku þannig óeðlilega stórt hlutverk i stjóm- málum landsins. Þorsteinn hefði ver- ið fullþolinmóður og eftirgefanlegur þegar samstarfsmennimir í ríkis- stjóm hefðu hlaupið með vandamálin í fjölmiðlana. Það væri grundvallar- regla í stjómmálum að taka ákvörð- un fljótt í erfíðri stöðu, en ekki teygja lopann í fjölmiðlum. Líklega mætti þó rekja mestu erfiðleika Þor- steins til þingflokks sjálfstæðis- manna, þar væm of margir einleik- arar. Ollu máli skipti fyrir mann í stöðu Þorsteins að fínna styrkan stuðning samheija. Gagnkvæmt traust forystu- manna þríflokkanna Eftir erfítt flug síðustu daga hef- ur ríkisstjórnin náð lendingu á stuttri braut. Þorsteinn Pálsson krafðist afgreiðslu mála strax, ella væri grundvöllur stjómarsamstarfsins brostinn. Það varð í erfíðri stöðu. En enginn sér þó fyrir endann á stjómarsamstarfínu. Það fer ekki síst eftir því hvort forystumenn þríflokkanna hafa þroska til að vinna saman og bera gæfu til að rækta það gagnkvæma traust sem er for- senda slíks samstarfs. Upphaflega var Flugleiðum í Kaupmannahöfn boðin þessi góða aðstaða til auglýsinga og sneru ráða- menn þeirra sér til Bjöms Guð- mundssonar viðskiptafulltrúa Út- flutningaráðs fslands, sem starfar í Sendiráði íslands við Dantes Plads. Stendur því útflutningsráðið fyrir sýningunni í gluggum Standard Chartered Bank. Vom gluggamir skreyttir í maíbyijun af tveimur íslenzkum gluggaskreytingarmönn- um, Gunnhildi Þórarinsdóttur, sem kom að heiman, og Brynju Hauks- dóttur, sem hér er búsett. Munu handaverk þeirra verða til sýnis í 5 mánuði með smábreytingum inn á milli. Standard Chartered Bank er breskur fjárfestingabanki með mið- stöð í London og hefur haft útibú í Kaupmannahöfn síðan 1976, nú með 45 starfsmönnum. Bankinn starfar í 60 löndum og sagði Jens Lillelund Jörgensen bankastjóri í móttöku, sem haldin var 14. maí vegna íslenzku gluggaskreytinganna, að bankinn hafí einnig starfsemi á ís- landi í sambandi við inn- og útflutn- ing. Vill hann láta þess getið, að hann er mjög ánægður með hve fljótt tókst að koma sýningunni á laggim- ar og hrósaði starfsfólki sendiráðs- ins, einkum Bimi Guðmundssyní. Aður hafa verið sýningar frá þremur þjóðlöndum í húsnæði bankans, en Islendingamir hefðu verið mun fljót- ari en aðrar þjóðir að bregðast við, sagði bankastjórinn ennfremur. Flugleiðir hafa tvo sýningar- glugga, annan um ferðir til Banda- rílqanna, en hinn um ísland. Um- boðsmenn Eimskipafélagsins em sem áður DFDS, en umboðsskrif- stofa Sambandsskipa hefur skipt um nafn. Hét hún áður Alfragt, en hef- ur nú verið sameinuð EAC; sem á dönsku er skammstafað ÖK, Det Östasiatiske Kompagni. Fulltrúi Siglufirði. DÝPKUNARFÉLAG Siglu- fjarðar hf. hefur feskt kaup á nýju dýpkunarskipi og er það væntanlegt til landsins frá Nor- egi upp úr mánaðarmótum. Nýja skipið er sandsuguskip og verður fyrsta verkefni þess í höfninni á Stöðvarfirði. EIAC, Leif Niemeyer, lofaði góðri þjónustu, þótt ekki starfí íslendingur hjá fyrirtækinu nú. Sölustofnun lag- metis, Lysi hf. og Álafoss sýna fram- leiðsluvörumar og íslenzkar lands- lagsmyndir prýða alla gluggana. Útflutningsráð er með upplýsingar um útflutning íslendinga og vömút- stillingar á tæknivömm fyrir sjávar- útveginn. Reykjavík sýnir myndir úr borginni auk stórletraða nafnsins. Útflutningsráð íslands, sem stofnað var 1. október 1986, hefur nú 3 viðskiptafulltrúa erlendis, Bjöm Guðmundsson hér í Kaupmanna- höfn, Úlf Sigurmundsson í New York og Tómas Óla Jónsson í Frank- furt. I stjóm ráðsins eiga fulltrúar hinna ýmsu útflutningsaðila sæti, auk fulltrúa utanríkis-, viðskipta-, sjávarútvegs-, landbúnaðar-, og samgönguráðuneytis íslands._ - G.L.Ásg. Morgunblaðið/Guðrún L Ásgeirsdóttir Björn Guðmundsson viðskipta- fuiltrúi og Jens Lillelund Jörg- ensen bankastjóri. Hitt skip Dýpkunarfélagsins, Grettir, hefíir nú lokið störfum í Siglufjarðarhöfn í bili og farið til starfa í höfninni á Skagaströnd. Mikil verkefni bíða beggja ski- panna í sumar og margir á biðlista. m.j. Morgunblaðið/Sveinn Markússon Gluggaútstilling á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn þar sem ísland er kynnt af ýmsum aðilum. Siglufjörður: Dýpkunarf élagið kaupir sandsuguskip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.