Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 , 46 Þorbjörg Danfelsdóttir Eins og fram hefur komið í Qölmiðlum að undanfömu og minnt hefur verið á með ýmsum hætti, stendur nú yfir samnorr- ænt tækniár. Af því tilefni hafa ýmsar tækni- og þjónustustofn- anir landsins boðið almenningi að kynnast starfsemi sinni og rekstri. Á bænadegi þjóðkirlgunnar þann 8. þ.m. mæltist biskup ís- lands til þess að söfnuðir landsins „sameinuðust í trú og bæn um, að mönnum auðnaðist að nota nútímatækni og vísindi mannkyns og öllu lífi til vemdar, réttlætis og farsældar". Mér þykir afstaða kirkjunnar til nútíma tækniþróunar ákaflega áhugavert umhugsunarefni og það hvernig kristin trú og kristin siðfræði eiga samleið með síauk- inni tæknivæðingu á öllum svið- um. Hugmyndin um að taka þetta efhi til íhugunar á „Drottins degi“ vaknaði við messu í Laugames- Kristin trúarviðhorf gagnvart nútíma tækni því að spyija okkun Á hvem hátt vi|jum við notfæra okkur tæknina og hvaða möguleika hennar viljum við láta ónýtta? Hvenær er tæknin til góðs og hvenær tekur hún að leiða til mótsagnar og spennu innan sam- félagsins eða árekstra milli manns og náttúm? Tæknin sem slík þarf ekki að hafa skaðlegar afleiðingar, það er fýrst og fremst um spumingar um hagnýtingu að ræða og það er ætíð pólitísk ákvörðun, sem við tökum sjálf þátt í að móta, er ræður úrslitum um það hvem- ig tækninni er beitt. — Þar er ekki um neina sjálfvirkni að ræða. Við getum tekið einfalt dæmi. Innan hins ótæknivædda bænda- samfélags, sem var við lýði hér á landi allt fram á fyrsta áratug þessarar aldar, tók það í raun allan þann tíma, sem ekki var nauðsynlegur til hvíldar, að full- nægja fmmþörfum, það er að sjá sér og sínum farborða. Svo er tækninni fyrir að þakka, að þess- um málum er allt öðm vísu farið á okkar dögum. Síaukin vélvæð- tækninnar og að maðurinn geti haft áhrif á þróun tækninnar í framtíðinni. Það felst í raun í þeim gmnnskilningi sem ég nefndi áðan, að tæknin sé tæki til að ná ákveðnum markmiðum og þau markmið setur maðurinn sér sjálfur. Þau em ekki skömmt- uð utanfrá, óháð vilja mannsins. Þar stöndum við frammi fyrir sjálfsákvörðunarrétti mannsins og ábyrgð hans gagnvart sjálfum sér, Guði og þeim lífheimi, sem við emm hluti af. Ef ég hverf nú til ofur ein- faldrar spumingar, burtséð frá Ole Thyssen og hans böl- sýnu rökfærslu, og segi sem svo: Ef Guð er aimáttugur og algóður, er þá möguleiki að maðurinn með sinu hugviti, sem hlýtur að vera takmark- aðra en Guðs, geti ónýtt sköp- unarverk Guðs og tekið þannig fram fyrir hendur hans? Verðum við ekki að líta svo á, að kjamorkusprengjan hafí fært okkur heim sanninn um það, að möguleikar mannsins á þessu sviði séu ótæmandi? Kjamorku- kirkju, föstudagskvöldið 13. maí. Það var við svokallaða klassíska messu á vegum áhugafólks um kyrrðardaga, þar sem sr. Hjalti Hugason prédikaði. í upphafi prédikunar sinnar minnti hann á yfírskrift bænadagsins og vitnaði jafnframt til greinar eftir dansk- an heimspeking og rithöfúnd, Ole Thyssen. Greinin nefnist Heimur tækninnar og birtist í tímaritinu Vár lösen 1/88. í henni segir m.a. að til viðbótar hinum nátt- úrulega heimi, hinum fíókna en vel skipulagða heimi, sem Grikkir nefndu Kosmos, hafí maðurinn gert nýjan heim sem sé náttú- runni ekki eiginlegur, hann hafí ummyndað náttúruna og fellt hana í skorður sem lúti ekki nátt- úrulegum lögmálum. Þennan heim kallar Thyssen Tæknikosm- 08. Þessi tilvitnun sr. Hjalta varð til þess að mér kom í hug að kynna mér þessa grein Ole Thyss- en nánar og síðan að fá sr. Hjalta til að ræða við mig um hana og heyra hans sjónarmið á sambandi kristinnar trúar og tækninnar sem við búum við í dag. Hann tók fúslega undir bóh mfna og báðum fannst okkur þetta spennandi — og mér næst- Ufn óviðráðanlegt umræðuefní. Ég býrjaði því á að spyija sr. Hjalta spumingar sem ég veit að margur leikmaður veltir fyrir sér. Er tæknin farin að ráða yfir ntanninum, eða hefur maður- inn ennþá stjóm á tækniþróun- Ínni? Maðurinn er vissulega kominn á krossgötur hvað tækniþróun varðar. Hann stendur frammi fyr- Íí* þróun sem ekki er hægt að sjá fyrir hvert muni leiða og hann verður að giíma við siðfræðilegar spumingar sem hann hefúr aldrei áður apurt. Hér á ég við spuming- ar um hagnýtinguna og afleiðing- ar tækninnar. Þegar áhrifa tækn- innar er tekið að gæta úti í geimn- um og inn í innstu kjama lífsins, er hún vissulega komin á hættu- Dr. Hjalti Hugason legt stig. Það má þó ekki fyr- dæma tæknina og það ber að varast að líta á hana sem af hinu illa eins og maður verður oft var við. Þvert á móti ber að Ifta á hana sem tækl til að ná ákveðnum markmiðum. Ót frá guðfræðileg- um fbrsendum má Ifta á tæknina sem viðleitni mannsíns til að breyta eftir boði skaparans um að gera sér jörðina undirgeftia, eins og lesa má í 1. Mósebók. Við ættum kannske að staldra við og íhuga aðeins hvað hugtakið tækni felur í sér. Oft hættir mönnum til að út- skýra hugtakið tækni allt of þröngt, þannig að það nái aðeins yfír vélræna hluti, en það er hægt að skýra hugtakið á miklu víðtækari hátt og láta það ná yfír alla viðleitni okkar til að gera okkur þennan heim byggilegan. Ole Thyssen heidur þvf fram að ekkert svið mannlegs lífs sé ósnortið af tækninni. Hann nefnir 4 meginsvið, sem hvert um sig feli í sér ákveðna þætti mannlffsins og samanlagt nái þau yfir allt er snertir mann- iegt Iff og enginn komist hjá að verða fyrir áhrifum hennar, annaðhvort til þroska eða tjóns. Hann segir líka að drif- kraftur lffsins búi ekki lengur f náttúrunni, heldur f tækninni og hún sé jafnvel orðin ógnun við mannlegt Iffsform, eða mennskuna sjálfa. Þrátt fyrir að tæknikosmos sé manngerður heimur, þ.e. tilbúin af manninum, er hann ekki tilbú- inn eftir ákveðnu skipulagi eða fyrirfram mótuðum hugmyndum, heldur hefur hann orðið til vegna samverkandi þróunar á ýmsum sviðum í tfmans rás. Þess vegna líkjast lögmál tækniheimsins um margt lögmálum náttúrunnar sem maðurinn getur ekki breytt, heldur verður að beygja sig und- ir. Maðurinn getur því ekki stjóm- að tækninni einhliða, heldur gerir tæknin kröfur til mannsins, skap- ar hjá honum ákveðnar þarfir og stýrir honum f mjog ríkum mæli, bæði sem einstaklingi og félags- veru. Þrátt fyrir þessa sjálfvirkni tækniheimsins og herraveldi tækninnar yfír manninum, þá er það alveg Ijóst að maðurinn hefur einstöku hlutverki að gegna f tækniheimihum og það er efnmitt þar 8em kristin siðfræði kemur inn í myndina. Erindi hennar á þessu sviði eins og öllum öðrum sviðum er að kalla manninn til ábyrgðar. Við komumst aldrei hjá ing og sjálfvirkni létta mönnum störfin og spara tíma. Við stönd- um síðan frammi fyrir spuming- unni: Hvemig viljum við nota þann tíma, sem á þennan hátt hefur skapast? Notum við hann til að vinna meira, auka fram- leiðsluna og skapa okkur auknar tekjur eða notum við tímann til að vera með bömunum okkar, menntast, njóta lista eða um- gangast náttúmna? Ef við látum tæknina, hagvöxtinn og þensluna ráða ferðinni, hljótum við að velja fyrrnefnda möguleikann. Við eig- um þó einnig hinn kostinn, sem án efa fullnægir mun fleiri mann- legum þörfum, en skilar hins veg- ar ekki hámarks arði. Það er á þennan hátt, sem tæknin býður upp á ýmsa áður óþekkta kosti og gefur manninum kost á að ráða ferðinni. Þú ert bjartsýnni en t.d. Ole Thyssen og ég, og vilt meina að maðurinn sé ennþá herra yfir tækninni en ekki öfugt? Það strfðir móti allri kristinni sköpunarþrá og mannskilningi að telja manninn ofUrseldan tækn- inni og halda, að tæknin sé orðin herra mannsins. Þá væri til- gangslaust að kalla manninn til ábyrgðar, framtíðih væri á á eng- an hátt í hondum hans. Það fínnst mér bera vott um bölsýni. Ég lít svo á að víxlverkun sé raunveru- lega til staðar milli mannsins og sprengja gerir okkur ekki aðeins kleift að útrýma mannkyninu, heldur að gera alla mennska til- veru á þessari jörð óhugsandi um alla framtíð. Ef við lítum svo á, að Guð komi til með að grípa inn í tæknivæðinguna á einhvem hátt og segi: „Hingað og ekki lengra," er ég hræddur um, að við höfum brotið broddinn af þeirri ábyrgð, sem felst í því að vera maður. Þessi afstaða gæti líka haft skaðvænleg áhrif á hug- myndir okkar um Guð. Það væri þá væntanlega hann sem væri orsök alls, bæði ills og góðs. Ef hann kæmi hinu illa ekki beinlín- is til vegar, léti hann í það minnsta vera að stöðva það og á þvf er aðeins stigsmunur. Ef við lítum svo á, að Guð setti tækni- væðingunni skorður held ég að við hugsuðum okkur bæði Guð og manninn einhvern veginn allt öðru vísi, en við mætum þeim í frásögum Biblíunnar. Ég er bjartsýnn á líf mannsins í tækniheiminum og vil leggja áherslu á að við búum yfír mögu- teikum sem engin kynslóð hefur getað látið sig dreyma um. Við höfum moguleika á að nota tækn- ina okkur og afkohiendum okkar til góðs. Til að svo megi verða, verður hver einstaklingur að horf- ast í augu við að þurfa að taka ábyrga afstöðu, að gæta þess að notfæra sér ekíri tæknina öðrum til tjóns eða á þann hátt að það leiði til árekstra við umhverfið. Það er þó ekki nóg að taka per- sónulega ákvörðun. Við verðum líka að leggja okkar af mörkum til að ábyrgar pólitískar ákvarð- anir verði teknar. Forsenda þess að tæknin leiði okkur ekki í ógöngur er sú að við upplifum okkur ekki sem áhrifalaus peð á taflborði, heldur sem sjálfstæða einstaklinga með sjálfstæða ábyrgð frammi fyrir Guði og sköpunarverki hans. Ef við gerum það ekki erum við kom- in inn á hættulega bráut, þá, að tæknin hafi raunverulega völdin. Biblíulestur vikunnar 29. Þrenningarhátíð — trfnitatis. Jóh. 15.12—17. 30. I. Þess. 4.13—18. Endurkoma Drottins. 31.1. Þess. 5,1—11. Áminnið hver annan og uppbyggið hver annan. JÚNl 1. I. Þess. 5,12-28. Trúr er sá, sem yður kallar, hann mun koma þessu til leiðar. 2. II. Þess. 1,1—12. Drottinn Jesús opinberast af himni og mun dæma lifendur og dauða. 3. II. Þess. 2,1-12. Áður en dagur Jesú kemur, verður fráhvarf og Antikristurinn mun birtast. 4. II. Þess. 2,13—3,5. Standið stöðugir í postullegri trú. \r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.