Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 ÞEIR SEM TAPA ENDANLEGA Fæðingum hefur fjölgað á íslandi að undanfömu samkvæmt fréttum sem af og til hafa birst í fjölmiðlum. Þetta telja flestir góðar fréttir. Um tíma leit út fyrir að Islendingum færi fækkandi og ekki yrði hjá því komist að fá fólk utanlands frá til þess að vinna hér ýmis verk er fram liðu stundir. í okkar fámenna þjóðfélagi skiptir miklu að sem allra flestir geti orðið nýtir þjóðfélagsþegnar. Þegar fáar hendur eru um mörg verk þá er mikilvægt að þær hendur séu vel þjálfaðar og stjómist af vel upplýstum heila. I fámenni er einnig mikilvægt að samvinna sé góð og fólk kunni að umgangst hvert annað af tillitsemi og hlýju. Til þess að allt þetta megi heppnast þarf uppeldi bama að vera hnitmiðað. En hvemig skyldi hið íslenska þjóðfélag búa að þeim bömum sem em nú sem óðast að líta dagsins Ijós, lifa sín bemskuár eða em milli tektar og tvítugs. Ekkert stendur í stað og síst af öllu hið íslenska þjóð- félag. Hér hafa orðið stórstígar breytingar alla þessa öld svo menn hafa orðið að hafa sig alla við að fylgjast með þeirri þróun. Á þessum tíma hefur þjóðfélag okkar breyst úr hægfara bændasamfélagi þar sem mikil áhersia var lögð á vinnusemi, nýtni, sparsemi og heiðarleika í samfélag þar sem hraðinn og tæknin skipta mestu máli. í ölduróti þessara breytinga hafa mörg hin gömlu þrautreyndu sjónarmið glatast og það sem við hefur tekið ekki alltaf verið af hinu góða. Eitt af því sem hefur breyst er ábyrgð samfélagsins á börnum. Hér áður fyrr má segja að ábyrgð á bömum hvfldi af fullum þunga á fjölskyldu þeirra og heimili. Ef heimilið leystist upp tók að vísu hið opinbera við, það er að segja hrepp- urinn, sem ráðstafaði þá bömunum sem niðursetningum inn á önnur heimili gegn meðlagi. Öll menntun og umönnun bama hvfldi áður á fjölskyldu og heimilum og til lækna var ekki leitað nema [ lífsnauðsyn. Nú er öldin önnur. Ábyrgð sam- félagsins á bömum er orðin mikil. Smám saman hefur öll ábyrgð vegna menntunar bama færst yfir á samfélagið, heilbrigðistþjónustan hefur hönd í bagga með uppeldi bama frá fæðingu þeirra, og dag- vistarstofnanir hafa í ýmsu leyst fjölskylduna af hólmi. Mörg börn ganga sjálfala á daginn Á sl. tuttugu árum hafa konur þyrpst út á vinnumarkaðinn en karl- amir hafa ekki að sama skapi verið fljótir að læra að taka til hendinni við heimilisverkin og bamauppeldið, Þess vegna hvflir nú oft tvöfalt vinnuálag á konum. Úti á vinnu- markaðinum eru gerðar sömu kröf- ur til kvenna og karla sem er að mörgu leyti eðlilegt. Það er hins vegar augljóst að leggi konur mikið uppúr frama á vinnustað þá kemur það niður á því að þeim gefst að jafnaði lítill tími að sinna bömum sínum. Hin skyndilega og mikla þátttaka kvenna í atvinnumálum þjóðarinnar kom hinu opinbera í opna skjöldu á sínum tíma. Yfír- vöidum hefur gengið illa að halda í við þessa þróun og þess vegna eru hér enn alltof fáar dagvistarstofn- anir. Samkvæmt könnunum ganga um fjórðungur bama 7 ára og yngri og rösklega helmingur bama 7 til 12 ára að meira eða minna leyti sjálfala á daginn meðan forráða- menn þeirra eru í vinnu utan heimil- is. Þetta þykir mörgum ekki gott ástand. Af þessu leiðir m.a. að þessi böm neyðast til að „ala sig að miklu leyti upp sjálf" ef svo má segja og svo hitt að fæði bama sem þannig aðstæður hafa er oft stórlega ábóta- vant, máltíðir hafa riðlast og bömin lifa of mikið á sætmeti og lélegum mat. Þama þyrfti samfélagið að grípa í taumana og annað hvort að styðja betur við bakið á fjölskyld- unni svo færri vinnustunda utan heimilis væri þörf, lengja skólatíma og koma á fullkomnum skólamáltí- ðum eða þá að hafa til reiðu fleiri dagvistarstofnanir og tómstunda- heimili þar sem bömin gætu átt samanstað og sinnt sínum áhuga- málum, meðan forráðamenn þeirra sinna vinnu í þágu samfélagsins. Fólk á íslandi vinnur mjög langan vinnudag, mun lengri en gerist í nágrannalöndum okkar. Þetta leiðir oft til þess að fólk verður þreytt og lundleitt, samkomulag versnar á heimilum og fyrir þetta mega böm- in blæða. Það er ekki aðeins að samverustundum þeirra með foreld- rum fækki heldur verða þær stund- ir í æ ríkari mæli merktar af alls kyns armæðu sem er fylgifiskur of mikils álags. Þreytt fólk missir miklu frekar stjóm á skapsmunum sínum, það verður heilsulausara og því hættir einnig fremur til þess að leita í fang Bakkusar. Þetta allt að viðbættum efnahagsvandræðum telja menn að eigi mikla sök á því að hjónaskilnaðir hafa aukist mikið í seinni tíð. Böm fráskildra foreldra eiga að ýmsu leyti mun örðugra uppdráttar en önnur böm. Ósam- komulag foreldra veldur bömunum sálarkvölum og stríðið er oft ekki á enda þó fólk akilji heldur er því viðhaldið í formi rifrildis um for- ræði eða umgengni. Kannanir hafa sýnt að böm sem koma frá sundruð- um heimilum eða heimilum þar sem óregla og drykkjuskapur ríkir hætta miklu frekar námi snemma en önn- ur böm og þeim er einnig hættara við að lenda í klóm drykkju og eitur- lyfja en bömum sem koma frá heim- ilum þar sem betra samkomulag og minni óregla ríkir. Þetta þarf ekki að hafa með efnahag að gera. Átakanleg andleg fátækt Undirrót alls kyns vandræða í þessum efnum er oft of mikið vinnuálag. En hvers vegna skyldi fólk vinna svona mikið hér á landi. Menn eru sammála um að erfiðleik- ar vegna húsnæðiskaupa eigi þar stóran hlut að máli. Margt fólk er líka fremur illa launað og verður því að vinna mikið ef það á að standa sig i því lífsgæðakapphlaupi sem tröllriðið hefur þessu þjóðfélagi á seinni árum. Þeir sem endanlega tapa í þessu máli eru bömin sem sjá æ minna af foreldrum sínum. Þessi mikla vinna, og þreyta sem henni fylgir, hefur orðið til þess að það virðist áleitin hætta að fólk skáki bömum sínum fyrir framan sjónvarp og láti þau gleyma sér í heimi tejknimynda og spennu- mynda. Áhrif þessa þykjast þeir merlq'a sem stunda kennslu. Kenn- arar segja að böm sem nú eru að koma í skóla kunni Iftið að hlusta og þekki illa aga. Tisýndar virðist vel fyrir þessum bömum séð en við nánari kynni kemur í ljós átakanleg andleg fátækt sem m.a. birtist í lélegum málþroska og stafar af því að lítið hefur verið við þau talað og um þau sinnt andlega. Tengsl bama við foreldra sína virðast oft lauslegri nú en áður var og stundum veldur þetta harmleikjum þegar bömin komast á unglingsárin. Oft stafar þetta af því að foreldrum er ekki ljóst hvað til þarf til þess að samskipti þeirra og bama þeirra séu nægilega styrk. Þama gæti sam- félagið komið inn í og séð til þess að unglingum verði kennt meira um uppeldismál og það hvemig æski- legt sé að samskipti manna fari fram. Konur eru komnar til að vera á vinnumarkaðinum, það er allra manna mál. Við þessari staðreynd þarf að bregðast með því að sjá bömum fyrir viðundandi athvarfi meðan forráðamenn þeirra vinna úti í samfélaginu. Til þessa mætti ef til vill nýta húsnæði sem nú er lítið notað t.d. safnaðarheimili og fl. En það er ekki nóg að koma á ýmis konar dagvistarstofnunum. Það þarf gera þær sveigjanlegri þannig að fólki sem t.d. vinnur vaktavinnu nýtist gæsla bamanna betur en nú er. Það er verið að vinna að því t.d. á Akureyri að nýta betur en nú gert hin ýmsu form dagvist- unar sem samfélagið býður fram. í þessum efnum má eflaust gera miklu meira en í dag er gert víðast hvar. Ábyrgð samfélagsins birtist okkur líka í afskiptum þess af efna- hagsmálum íjölskyldunnar og í gegnum þau mætti ugglaust stýra málum fjölskyldunnar í betra horf ef meira væri um það hugsað. Hið nýja skattakerfí verður líklega til þess að fólk dregur við sig yfirvinnu vegna þess hve lítið því finnst það fá í hendur þegar skattar hafa ver- ið frádregnir. Þetta er að mörgu leyti af hinu góða en verður jafn- framt til þess að fólk hefur minna handa á milli. Samfélagið virðist þurfa að aðstoða meira en nú er gert þá sem eiga mörg böm og svo þá sem eru einstæðir og eiga ekki húsnæði. Síðast en ekki síst birtist okkur ábyrgð samfélagsins á bömum í því hvemig fólk í landinu hugsar til bama sem það ber ekki beina ábyrgð á. Það virðist stundum vera misbrestur á því að fólk láti sér annt um bömin í kringum sig. En það má ekki gerast að fólk verði svo innilokað í sínum eigin heimi að það láti sér sjást yfir erfiðleika þeirra sem lítils mega sín. Borgur- um þessa lands ber að láta yfirvöld vita verði þeir þess áskynja að böm sæti illri umhirðu eða verði fyrir misþyrmingum. Þetta ættu menn að hafa hugfast og ekki láta það bregast að gera vart við ef þeir vita af slíku. Bömin em framtíðin og það er miklu afdrifaríkara ef þau verða fyrir skakkaföllum heldur en þó stolt og tilfínningar hinna full- orðnu særist. Bömin eru minni- máttar og geta lítið gert í sínum málum, þeim ber því að hjálpa á allar lundir. Hverri fullorðinni manneskju ætti að vera ljóst að hún þarf að standa ábyrg fyrir sínum gjörðum, hugsi fólk ekki um böm sín eins og vera ber verður það líka að taka afleiðingunum af þeirri breytni sinni. TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR (Við ritun greinar þessarar var stuðst við upplýsingar frá Áslaugu Friðriksdóttur skóla- stjóra, Gyðu Sigvaldadóttur forstöðukonu, Jóni Bjömssyni félagsmálastjóra og Ólafi Ólafssyni landlœkni. Greinin er samin að til- hlutan nefndar sem annast undirbúning fyrir norrœnt bamavemdarþing sem haldið verður á íslandi í sumar.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.