Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 1
76 SIÐUR B OG LESBOK 142. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 Prentsmiðja Morgfunblaðsins Dollar hækkar um heim allan New York, London. Reuter. Bandaríkjadollar hækkaði gagnvart helztu gjaldmiðlum á gjaldeyrismarkaði um heim all- an í gær. Var jafnvel búist við að hann ætti eftir að styrkjast enn frekar. Um tíma var gengi dollars 1,8205 þýzk mörk miðað við 1,7850 mörk í fyrradag og hafði gengi hans ekki verið hærra frá því í fyrrahaust. Vestur-þýzki seðlabankinn reyndi að stemma stigu við hækkun dollars með því að losa sig við dollara en það hafði lítil áhrif. Hins vegar lækkaði gengi dollars smávegis er út spurðist að bandaríski seðlabank- inn hygðist gera ráðstafanir til að stöðva hækkun hans. Fregnin reyndist hugarburður en dollarinn hafði lækkað í 1,8150 mörk og 130,40 jen er það fékkst staðfest. Var það lokagengi hans gagnvart þessum gjaldmiðlum í gær. Lítilsháttar verðlækkun varð á hlutabréfum á verðbréfamarkaði í London og í kauphöllinni í Wall Street í New York stóð Dow Jones hlutabréfavísitalan í 2144 stigum. Kurt Waldheim, forseti Austurríkis, tekur við náðarmeðali frá Jóhannesi Páli páfa öðr- um við útimessu í borginni Trausdorf í Aust- urríki í gær. Eftir messu heimsótti páfi Maut- hausen-fangabúðir nasista skammt frá Linz. Við það tækifæri fordæmdi hann „sjúka hug- myndafræði" nasista og bað menn að biðja fyrir böðlum þeirra, sem voru líflátnir í búð- unum. Sjá ennfremur „Fordæmir... “ á bls. 32. Tekið viðafláti Reuter Varaforseta- efni demókrata: Hafnar Jackson tilboði Dukakis? Boston, Reuter. JESSE Jackson mundi hafna útnefningu sem varaforsetaefni demókrata ef Michael Dukakis, ríkisstjóri í Massachusetts, byði honum að fara fram með sér við bandarisku forsetakosning- arnar í haust, að sögn blaðsins Boston Globe. Blaðið sagðist hafa rætt við marga ónafngreinda ráðgjafa Jacksons og hefðu þeir sagt að hann hefði sagt þeim í einkasam- tölum að hann teldi sig fórna pólitísku sjálfstæði ef hann tæki boði um að vera varaforsetaefni og þar með áhrifum. Jackson hefur oft látið í veðri vaka að hann hefði öðlast rétt til þess að verða útnefndur varafor- setaefni í ljósi frammistöðu sinnar í forkosningunum. Á blaðamanna- fundi í fyrradag sagðist hann hafa gert upp hug sinn til framboðs en sagðist ekki vilja skýra frá afstöðu sinni. w Reuter Kaltbað Skipveijar á bandaríska birgða- og viðgerðaskipinu Frank Cabie sprauta á fleytur grænfriðunga, sem efndu til mótmæla í flotastöðinni í La Maddalena á norðurhluta Sikileyjar í gær. Sjá „Grænfriðungar..." á bls. 30. Noregur; Er enn einþörunga- plága í uppsiglingu? Að þessu sinni í vötnum og vatnsbólum Miklar rannsóknir fara nú fram I að sjálfsögðu vita hvemig á fjölg- á þessum þörungum og vilja menn | un þeirra stendur. Bandaríkin; Byltingarkennt stær ðfræðif orrit í NOREGI óttast menn, að ný þörungaplága sé í uppsiglingu og að þessu sinni í vötnum og vatnsbólum á landi. Valda því eitraðir, blágrænir þörungar. Hafa húsdýr drepist af því að drekka vatnið og menn veikst af þvi einu að baða sig í því. Er þetta vaxandi vandamál í allri Evrópu að þvi er segir í Poplærvitenskapelig Magasin, sem norska háskólaforlagið gefur út. Mönnum era kunnar 2.000 teg- undir blágrænna þöranga en að- eins fáar þeirra era eitraðar. Samt era mörg dæmi um eitrun af þeirra völdum í Noregi og það fyrsta frá árinu 1974 þegar mest- allur fiskur í Fröylandsvatninu á Rogalandi drapst. 1978 drápust nautgripir eftir að hafa drakkið úr þessu sama vatni og nú hefur fundist mikið af eitruðum, blá- grænum þörangum í Akersvatn- inu á Vestfold, sem er notað til drykkjar, og í Hjörungdalsvatninu á Mæri. Santa Clara, Kaliforniu. Reutor. UNGUR Bandaríkj amaður af enskum ættum hefur búið til tölvuforrit, sem gerir stærðfræð- ingum kleift að ljúka á 20 sekúnd- um við úrlausnarefni, sem áður tók þá margar vikur við skjáinn. Segja tölvusérfræðingar, að Mat- hematica-forrit Stephens Wol- frams muni valda byltingu i vísinda- og stærðfræðinámi. „Þetta er í einu orði sagt stórkost- legt,“ sagði tölvufræðingurinn Bob Korsan. „Stærðfræðistúdent á síðari stigum námsins getur gengið út úr lokaprófinu eftir nokkrar mínútur í stað klukkustunda áður.“ Forritið leysir menn undan þeirri kvöð að mata tölvuna á fjöldanum öllum af stærðfræðiformúlum en eft- ir sem áður verða þeir að kunna skil á kenningunum. „Forritið tekur ein- faldlega að sér leiðinlegustu verkin," sagði Korsan. Stephen Wolfram, höfundur Mat- hematica, er 28 ára gamall og fæst við tölvuvísindi í háskólanum í Illino- is. Nam hann áður við Oxford- háskóla en síðar við Tækniháskólann í Pasadena í Kalifomíu. Móðir hans er heimspekimenntuð frá Oxford en faðir hans er kaupsýslumaður og fæst jafnframt við skáldsagnagerð. Wolfram varð doktor í eðlisfræði aðeins tvítugur að aldri og hann er yngstur þeirra, sem fengið hafa styrk MacArthur-sjóðsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.