Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
Prestastefna íslands 1988:
Brýnt að lög um
f ósturey ðingar
verði endurskoðuð
Prestastefna íslands, sem lauk
í Langholtskirkju í gær, tók undir
ályktun kirkjuþings 1987 varðeuidi
lög um fóstureyðingar. í sam-
þykktinni segir að Prestastefnan
telji sérstaklega brýnt að lög um
fóstureyðingar verði endurskoðuð
með tilliti til þess að framkvæmd
lagagreinar um fóstureyðingar af
félagslegum ástæðum hefur
reynst önnur en til var ætlast er
lögin voru sett.
Þá var á Prestastefnunni gerð
samþykkt í sex liðum um ferming-
una. Leggur Prestastefnan áherslu á
að fermingarstörfín séu fólgin í sam-
starfí heimilis og safnaðar og hvetur
til þess að þáttur foreldra í ferming-
arstörfum verði efldur. Prestastefn-
an samþykkir einnig að við gerð
heildamámskrár kirkjunnar verði
fyrst unnin námskrá um fermingar-
fræðsluna.
Stefnt er að að í námskrá um
fermingarfræðsluna komi fram meg-
inmarkmið, kjami viðfangsefna er
skiptist á milli fræðslu- og samfé-
lagsstunda, tilbeiðslu og þjónustu-
verkefna, stundaflöldi í fermingar-
fræðslu og helstu námsgögn. Þá var
samþykkt að árlega verði haldið
námskeið fyrir fermingarfræðara og
hugað verði að nýjungum í ferming-
arstarfi til dæmis með því að koma
á samstarfshópi, ráða sérhæft starfs-
fólk, stofna safnaðarskóla og skipu-
leggja sumamámskeið.
Sjá viðtöl á bls. 7
Tillögnr Bandaríkjamanna í GATT:
Tilgangurinn að
fá fram viðbrögð
í GATT-viðræðunum á síðasta ári
lögðu Norðurlöndin fram nokkrar
tillögur, sem meðal annars fólu í
sér að vissar takmarkanir yrðu
gerðar á ríkisstyrkjum til land-
búnaðar og frelsi í innflutningi
landbúnaðarvara yrði aukið. Þess-
ar tillögur hafa meðal annars ver-
ið samþykktar af íslenska land-
búnaðarráðuneytinu að sögn Ól-
afs Sigurðssonar hjá viðskipta-
deild utanrikisráðuneytisins.
Hann sagðist þó ekki hafa séð
skýrslu Bandaríkjamanna um við-
ræðumar og sér kæmu dagsetn-
ingar, sem þar væru nefndar,
spánskt fyrír sjónir.
„GATT-samningurinn heimilar
hins vegar að settar séu ákveðnar
reglur um innflutning landbúnaðar-
vara til að vemda heilsu manna,
dýra eða jurta, og það hefur verið
lögð áhersla á það af okkar hálfu
að halda því ákvæði í samningnum,"
sagði Ólafur.
„Bandaríkjamenn lögðu fram til-
lögu um afnám nánast allra hindrana
í viðskiptum með landbúnaðarvörur
á tíu árum. Það má segja að aðaltil-
gangur tillögunnar hafi verið að fá
fram viðbrögð aðildarríkjanna við
henni, en ég held að Bandaríkjamenn
hafí ef til vill gert sér grein fyrir því
að hún var óraunhæf," sagði Olafur.
^ Sjá bls. 39
íuurguiujicUJKj/ rt.rm oæuerjf
Þéttsetin Laugardalshöll hjá Cohen
LaugardalshöUin var þétt setin fólki og
nokkur hundruð höfðu að auki keypt sér stæði
á tónleikum kanadíska tónlistarmannsins Leon-
ards Cohen i gærkvöldi. Áhorfendur voru
nokkuð eldrí en vant er á popptónleikum og
virtust þekkja flest lögin sem Cohen flutti.
Cohen hóf tónleikana á einu sinna þekktustu
laga, Susanne, og í kjölfarið fylgdi meðal ann-
ars lagið „First we take Manhattan".
Síðasta hækkun á almennu fiskverði:
Ríkisstjórnin gaf fyrir-
heit um 3% gengissig
„VIÐ ákvörðun um hækkun al-
menns fiskverðs um síðustu
mánaðamót, gaf ríkisstjóminn
fulltrúum fiskvinnslunnar í
yfimefnd Verðlagsráðs fyrir-
heit um að heimild Seðlabank-
ans til 3% gengissigs yrði nýtt.
Nú kemur skyndilega í ljós að
slíkt gengissig er ekkert á dag-
skrá bankans. Hins vegar tala
menn aðeins um hagræðingu
innan fiskvinnslunnar eins og
hún geti bætt gjaldeyristekj-
utap vegna lækkandi afurða-
verðs. Þetta tekjutap hjá húsum
innan SH samsvarar verði allra
íbúðarhúsa í 1.000 manna sjáv-
arþorpi og munar um minna,“
sagði Jón Ingvarsson, formaður
stjórnar Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, i samtali við
Morgunblaðið.
Fimmta kæran frá Tjarnargötubúum:
Kannað verði hvort hugmynd
um bílageymslu sé lögleg
NOKKRIR af íbúum Tjarnar-
götu sendu félagsmálaráðherra
í gær bréf þar sem byggingar-
leyfi ráðhúss Reykjavíkur er
kært. Kæran byggir að miklum
hluta á atriðum úr fjómm fyrri
kæmm frá Tjaraargötubúum,
en nú er þess einnig krafist að
ráðuneytið kanni hvort tillaga
borgarstjóra um að láta fjar-
lægja húsin númer lOe og 12
við Tjamargötu og reisa þar
bílageymslu í stað stæðanna,
sem hætt var við í ráðhúskjall-
aranum, sé í samræmi við lög.
Félagsmálaráðherra segir að
þetta geti tafið afgreiðslu ann-
arra kæra vegna ráðhússins,
sem ráðuneytið hefur til um-
fjöllunar.
í bréfi Tjamargötubúa eru rakt-
ar útvarpsfréttir um tillögu borg-
arstjóra um byggingu blla-
geymsluhúss við Tjarnargötu og í
frambaldi af því er þess krafist
að kannað verði hvort hugmynd
þessi sé í samræmi við skipulags-
lög. „Hvorki aðal- né deiliskipulag
gerir ráð fyrir bílageymsluhúsi án
þess að kynna mál fyrir íbúum eða
stjóm sveitarfélagsins. Er nóg að
framkvæmdastjóri sveitarfélags-
ins, sem að vísu er jafnframt borg-
arfulltrúi, ákveði þetta?“ spyrja
Tjarnargötubúar.
„Ég hef aldrei heyrt um það
áður að menn kæri hugmynd eða
tillögu," sagði Davíð Oddsson
borgarstjóri í samtali við Morgun-
blaðið. „Þetta er alveg nýtt í sög-
unni.“
„Samkvæmt skipulagslögum er
ráðherra skylt að senda kærur sem
berast til umsagnar skipulags-
stjómar og byggingamefndar,"
sagði Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra. „Ef það reynist
nauðsynlegt eru allar líkur á að
það seinki niðurstöðum um aðrar
kærur, sem ella hefðu legið fyrir
í byijun næstu viku.“
Morgunblaðið innti Jón álits á
ummælum Þorsteins Pálssonar,
forsætisráðherra og Geirs Hall-
grímssonar, seðlabankastjóra, í
Morgunblaðinu í gær þess efnis
að fískvinnslan yrði að auka hag-
ræðingu í rekstri og gengissig
væri ekki á dagskrá.
„Það eru kaldar kveðjur, sem
forsætisráðherra og seðlabanka-
stjóri senda fiskvinnslunni í Morg-
unblaðinu, að telja það íhugunar-
efni hvort nægilega vel sé staðið
að rekstri frystingarinnar," sagði
Jón. „Tilefnið virðist að viðskipta-
kjör þjóðarinnar hafí rýmað mjög
verulega vegna söluerfíðleika og
mikilla verðlækkana á frystum
sjávarafurðum á undanfömum
vikum og mánuðum. Til glöggvun-
ar má geta þess að frystar sjávar-
afurðir eru um 40% af öllum vöru-
útflutningi landsmanna, þannig
að þjóðin á meira undir fískvinnsl-
unni komið en nokkurri annarri
atvinnugrein hér á landi.
Verðhmnið jafngildir, miðað við
ársframleiðslu hraðfrystihúsa inn-
an vébanda Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, því að allt íbúðar-
húsnæði í eitt þúsund manna sjáv-
arþorpi tapist. Þegar þjóðarbúið
verður fyrir áfalli af þessari
stærðargráðu, hlýtur það að varða
hvert mannsbam í landinu og
áhrif þess ættu jafnvel að ná inn
fyrir múra Seðlabankans. Það
verður varla um það deilt, að það
er meðal annars hlutverk stjóm-
valda að búa útflutningsatvinnu-
vegunum þau skilyrði, að þeir séu
helzt ekki lakar settir en sambæri-
legur atvinnurekstur í samkeppn-
is- og viðskiptalöndum okkar.
Til foma tíðkaðist það sumstað-
ar að boðberar válegra tíðinda
vom slegnir af, en hér á landi
bregðast nú forsætisráðherra og
seðlabankastjóri við þeim válegu
tíðindum vegna stöðugra verð-
lækkana á okkar helztu fískmörk-
uðum með því að segja að físk-
vinnslan verði að hagræða í
rekstrinum og koma þannig í veg
fyrir frekara tap. Ef til vill er það
hagræðing í rekstri í þeirra skiln-
ingi að segja öllu starfsfólki frysti-
húsanna upp og hætta rekstri.
Um síðastliðin mánaðamót
beitti ríkisstjómin sér fyrir því,
að almennt fískverð til útgerðar
og sjómanna hækkaði um 5%. í
því sambandi ákvað ríkisstjómin
og gaf fulltrúum fískvinnslunnar
í yfimefnd Verðlagsráðs fyrirheit
um að sú heimild, er ríkisstjómin
hefði gefið Seðlabankanum um
3% gengisbreytingu, skyldi notuð
til að mæta fiskverðshækkuninni.
Nú bregður svo við að seðlabanka-
stjórinn segir að það sé ekki á
dagskrá að nota þá heimild. Það
verður fróðlegt að fylgjast með
málum næstu daga, hvort Seðla-
banki íslands verður látinn kom-
ast upp með að virða að vettugi
ákvarðanir og fyrirheit ríkis-
stjómarinnar," sagði Jón Ingvars-
son.