Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 11 Blöðrudagur ITC Lítum til lofts og leyfum blöðrum að blakta Í tilefni af 50 ára afmæli ITC 25. júní munu félagar ITC á íslandi safnast saman víðs vegar um landið og sleppa blöðrum upp í loftið. Fé- lagar um heim allan munu koma saman á sínum heimaslóðum og sleppa blöðrum. Með þessu vilja þeir fagna 50 ára afmæli samtak- anna um leið og þeir vilja minna alheim á markmið sín, heit og stefnu, sem er: „Við í ITC heitum því að afla okkur þjálfunar ti for- ystu og bæta tjáningu okkar í orði, í þeirri von, að með bættum sam- skiptum takist okkur að efla skiln- ing manna á meðal um víða veröld.“ Stefna samtakanna er: Þroski fijálsrar og opinskárrar umræðu, án fordóma um nokkurt málefni, hvort sem er stjómmálalegs, félags- legs, hagfræðilegs, kynþáttalegs eða trúarlegs eðlis. Kjörorð samtak- anna er. Sýnum hug okkar til móð- urmálsins með því að rækta málfar- ið og styrkja tungutakið. Hvað er ITC? ITC er skammstöf- un fyrir orðin „Intemational Train- ing in Communication", en það er alþjóðlegur félagsskapur, stofnaður í Bandaríkjunum 1938, af Emestine White. Á þeim tíma fannst henni nauðsynlegt að bæta hæfileika kvenna til eðlilegra samskipta, og læra að tjá sig viturlega, til þess að vera í forystu á heimilinu, í sveit- arfélaginu og í þjóðfélaginu._ Þessi samtök hafa starfað hér á íslandi í 15 ár, undir nafninu „Málfreyjur", en þar sem samtökin em nú einnig opin karlmönnum hefur nafninu verið breytt og verður skammstöf- unin ITC notuð framvegis. Við viljum minna á það sem Em- estine White sagði: Heimur batn- andi fer fyrir þá sem vilja það, og stíga skref til að svo megi verða. Deildir á Stór-Reykjavíkursvæð- inu munu safnast saman á Arnar- hóli kl. 13.30 í dag, laugardag. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Ól.K.M. Frá brautskráningu kennaraefna í Háteigskirkju. Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskólans afhendir einum nemanda prófskírteini en í ræðustól er Ólafur Proppé, kennslustjóri. Kennaraháskóli íslands: Grunnur tek- inn að nýju barnaheimili HAFIST verður handa í sumar um byggingu nýs barnaheimilis á Si- glufirði. Eins og sagt hefur verið frá í blaðinu var barnaheimilinu, sem nú er í hálfrar aldar gömlu steinhúsi, nýlega lokað í nokkra daga vegna skordýrafaraldurs. Að sögn bæjarstjórans á Siglu- firði, ísaks Ólafssonar, verður tekinn gmnnur og plata að nýju bamaheim- ili í sumar og hafa teikningar húss- ins verið samþykktar af byggingar- og skipulagsnefnd bæjarins. Það mun rísa við Hvanneyrarbraut, á austanverðu Bretatúni skammt frá gamla bamaheimilinu, og verður að líkindum tekið í notkun eftir tvö til þrjú ár. Fyrstu nemendurnir ljúka námi í sérkennslufræðum BRAUTSKRANING kennara í grunn- og framhaldsnámi við Kennaraháskólann fór fram i Háteigskirkju 11. júní síðastliðinn. Að þessu sinni brautskráðust 86 Minjar og saga: Magnús Magnússon flytur er- indi um Jórvíkurævintýrið FÉLAGIÐ MINJAR og saga var stofnað hinn 3. maí sl. Það er félag áhugamanna um varðveislu og rannsóknir menningarminja og mun leitast við að styðja Þjóðminjasafnið í því mikla starfi sem fyrir höndum er við endurskipulagningu og viðreisn þess. Fyrsti almenni fundur i félaginu var haldinn 26. mai sl. í Þjóðminjasafni og var efni hans endurbygging Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju. Næsti fundur verður haldinn sunnudaginn 26. júní 1988 kl. 17 í Norræna húsinu. Þar mun rithöf- undurinn og sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon halda erindi um Jórvíkurævintýrið eða eins og hann nefnir það: The York Experi- ence. Á tímabilinu 1976—1981 grófu fomleifafræðingar úr jörðu hluta af víkingaaldarbænum Jórvík, sem víkingar hertóku 866, og sem átti sitt blómaskeið á 10. öld og var ein mesta verslunarborg í Evrópu. Þar hefur verið endurbyggð eftirlík- ing af daglegu umhverfi og lífi manna og þar er ennfremur varð- veittur hluti af uppgreftrinum sjálf- um, sem eftirlíkingin byggir á og komið hefur verið fyrir fastasýn- ingu á um fimm hundrað markverð- ustu mununum, sem þar fundust. Ekki er að efa, að marga muni fysa að hlýða á Magnús Magnússon skýra frá því hvaða starfsemi fer fram í Jórvík og hvemig tekist hef- ur að gera víkingaaldarbæinn ljós- Magnús Magnússon lifandi fyrir nútímafólki. (Fréttatilkynning) kennarar með B.Ed.-prófi, 18 með B.A.-prófi í sérkennslufræðum, 26 með kennsluréttindi við fram- haldsskóla og 1 lauk réttindanámi grunnskólakennara samkvæmt lögum um embættisgengi. Um síðustu áramót hófst réttindanám fyrir leiðbeinendur í skólum og innrituðust 100 manns í námið. Það byggist á ákvæðum i lögum um lögverndun starfsheitis kenn- ara frá 1987. Stutt námskeið eru haldin í Kennaraháskólanum én að öðru leyti byggir námið á fjar- kennslu. Framhaldsnám í sérkennslu- fræðum hófst sem fastur þáttur í starfi skólans haustið 1985 og voru nú brautskráðir frá skólan- um fyrstu nemendumir með B.A.- próf í sérkennslufræðum. Sér- kennslunám hefur verið að hluta til á Austurlandi og byijar á Akur- eyri sumarið 1989. Nám fyrir verkmenntakennara í framhaldsskólum var starfrækt með svipuðu sniði og undanfarin ár, segir í frétt frá skólanum. Námið er ætlað starfandi kennurum og dreifist á tvö skólaár. Kennsla hefur farið fram í Reykjavík og á Akureyri, en næsta haust verður einnig hafin kennsla í Vestmannaeyjum. Þá segir í fréttinni að þessi tilhögun sé í samræmi við þá stefnu Kennaraháskólans, að vera miðstöð kennaramenntunar og reka áfanga og hlutanám úti á landi eftir því sem þörf krefur og aðstæður leyfa. í ræðu sinni við brautskráninguna gerði rektor, Jónas Pálsson, m.a. grein fyrir því nýmæli, sem tekið hefur verið upp, að boða alla umsækj- endur um skólavist til viðtals og sagði að slíkt hefði tíðkast lengi í grannl- öndum okkar. Með því gæfist nem- endum betri kostur á að glöggva sig á hverra kosta þeir eiga völ um nám og starf og þannig ykjust líkur á að val þeirra á starfsmenntun sé raun- hæft og leiði til farsældar. Að lokum gat rektor þess að hin nýja löggjöf um Kennaraháskólann sem samþykkt var á síðasta þingi, markaði tímamót í sögu skólans. Helstu nýmæli eru þau að Kennara- háskólinn fær heimild til að annast framhaldsmenntun fyrir kennara, einkum á sviði uppeldis- og kennslu- fræða, til hærri prófgráðu en B.Ed.- eða B.A.-gráðu. Þá er kveðið á um að aukna áherslu skuli leggja á símenntun og endurmenntun kenn- ara og ákvæði er um að lengja alr menna kennaranámið í íjögur ár úr þremur. Við skólaslitin bárust skólanum margar gjafír. Má þar nefna að 50 ára kennarar gáfu ágóða af heildar- útgáfu kvæða Freysteins Gunnars- sonar skólastjóra Kennaraskólans, og 40 ára kennarar gáfu vandaða bókagjöf. Við athöfnina söng kór skólans undir stjóm Jóns K. Einarssonar, söngstjóra. FRA STUÐNINGSMONNUM YIGDÍSAR FINNBOGADÓTTUR A kjördag, laugardaginn 25. júní, höfum við skrifstofur til aðstoðar kjósendum sem hér segir: Aðalskrifstofa Suðurlandsbraut 14. Kosningastjóm og kosningasjóður, sími 31236. Kjörskrá og upplýsingar um kjörstaði, sími 681200 (6 línur). Bílaskrifstofa, sími 38600 (5 línur) og 84060. Skrifstofa Garðastræti 17. Samband við kjördæmi utan Reykjavíkur. Kosningasjóður. Bílasknfstofa Símar 11651,17765,17823,17985,18829,18874. HAFIÐ SAMBAND VIÐ SEM FLESTA OG HVETJIÐ ÞÁ TIL AÐ KJÓSA MÆTUM ÖLL Á KJÖRSTAÐ X- Vigdís Finnbogadóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.