Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 14

Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 Tónlist ætti að vera hluti af almennu námi. Tónlistin er eitthvað miklu meira en það sem við heyrum RœtiviÖ BrynjuGuttormsdóttur píanókennara I blaðinu var nýlega sagt frá ráðstefnu tónlistarskólakennara. Ein af þeim sem talaði þar og var reyndar ein helsta driffjöðurin að baki ráðstefnunni var Brynja Guttormsdóttir píanókennari í Tónskóla Sigursveins. í fjölmiðlum er alltaf töluvert rætt um skólamál, kennslu og kennsluaðferðir, en það heyrist minna af vettvangi tónlistarskól- anna. Einhveijir hljóta þó að hugsa þangað á stundum, þvi það eru um átta þúsund nemendur í þeirn rúmlega sextíu tónlistarskólum, sem starfa vitt og breitt um landið. Það er því fróðlegt að huga ögn að því með hvaða hugarfari tónlistarkennari kemur að starfi sínu og til þess var Brynja heimsótt, en fyrst er fregnað eftir ráðstefnunni og þvi sem þar fór fram. Brynja Guttormsdóttir pianókennari: „Það er grátlegt að á unglings- árunum, þegar lífið hjá mörgum gengur einmitt út á tónlist, þá fá þau mörg enga tónlistarkennslu í grunnskólanum." „Rétt eins og öðrum veitir tónlist- arskólakennurum ekki af að koma saman og ræða sitt fag. 0g kannski enn frekar, vegna þess hve tónlist- arkennsla, það að vera einn með nemanda, er einangrað starf. Þetta er í fyrst skipti, sem kennarar úr ýmsum hljóðfærahópum koma sam- an og bera saman bækur sínar. Tónlistarskólar eru að mörgu leyti mjög sjálfstæðar stofnanir og ég held að það sé gott, vegna þess hve sköpunarþátturinn er ríkur í tónlistamámi. Við höfum ekkert í líkingu við grunnskólalögin á bak við okkur, einungis lög, sem eru fjárhagslegur grunnur skólastarfs- ins. Nú hefur ráðherra sýnt áhuga á lögum um tónlistarskóla í víðara samhengi. Þess vegna er ekki síst mikilvægt að við kennaramir kom- um saman og ræðum um hvers konar tónlistarskóla við viljum vinna við. Ég er búin að ganga lengi með hugmyndina að svona ráð- stefnu í maganum. Hugmyndinni var vel tekið í stjóminni og við höfum unnið vel saman." Þú varst með erindi á ráð- stefnunni undir fyrirsögninni Hvers konar tónlistarskóla — fyrir hveija? Hvemig svaraðirðu þeirri spurningu? „Það er æskilegt, að við sem kennum við tónlistarskóla gemm okkur grein fyrir hvers konar skóla við viljum hafa, veltum fyrir okkur markmiðum skólanna. A ámnum 1982-1984 var námsstjóri starfandi fyrir tónlistarskólana og það fyrsta sem hann gerði var að samræma skólastarfíð. Það vom gefnar út námsskrár og náminu skipt í átta stig. Eftir þvi hefur verið starfað í nokkur ár, svo nú er kominn tími til að huga að stigakerfinu, athuga kosti þess og galla. Mér sýnist stigakerfið vera nem- endum góður gmnnur, sem nýtist þeim vel, ef þeir ætla að að verða atvinnutónlistarmenn. En stað- reyndin er sú, að yfir 80% nemenda em á fyrstu þremur stigunum, hætta áður en fjórða stigi er náð. Mér finnst ekkert óeðlilegt að marg- ir hætti. Tónlistamámið er kröfu- hart og einrænt nám, en það er dapurlegt hve margir hætta alveg að spila, snerta ekki á hljóðfærinu sínu framar. Það er því ekki að undra, þó spurt sé, hvort við gefum þessum nemendum nægjanlegt nesti til að þeir geti haldið áfram að spila sjálf- ir, eftir að formlegu námi lýkur. Það er líka spuming, hvort þeir fá nægilega þekkingu á þessum fyrstu stigum til að örva tónlistaráhuga, svo þeir skili sér inn á tónleika. Það mætti ömgglega huga meira að þessum nemendum, kennsla þeirra mætti vera markvissari, nýta til dæmis hópkennsluna til að örva þá til að hlusta á tónlist. Þegar áhugi nemanda fer að daprast verður að taka á því. Til dæmis að auka áherslu á sjálfstæð vinnubrögð, svo þeir geti haldið áfram að spila sjálf, einnig eftir að þau hætta í námi. Líka að örva nemendur að koma saman og spila. Það er gert, en mætti vera mark- vissara. Nemendumir verða að vera vel læsir á nótur og hafa góða stfltilfínningu, til að geta unnið sjálfstætt og þetta þarf að örva. Éinnig að koma þeim upp á lagið að spila eftir e'yranu og leika af fíngmm fram þannig gætu þeir áfram verið virkir þátttakendur í tónlist, þó þeir hætti í tónlistarskól- um. í þessu samhengi er endur- menntun tónlistarskólakennara brýnt mál. Hingað til hefur hún verið kostuð af samtökum okkar, þátttakendum og áhugasömum skólum. Vonandi kemst betri skipan á með Tónlistarháskóla íslands. Hugmyndin að baki ráðstefnunnar var einmitt að fá tónlistarkennara til að hugleiða þessi mál í samein- ingu, ekki aðeins að hver hugsaði fyrir sig.“ Nú er tónlistarnám að vissu leyti lokaður og verndaður heim- ur, þar sem nemandinn hefur alltaf kennarann við hlið sér er viss hætta á að kennarinn verði nemandanum of mikil fyrir- mynd, eða hvað? „Nemandanum er oft ekki ljóst til hvers kennarinn ætlast. Kennar- inn verður að miðla nemandanum þekkingu, en líka að örva sjálfstæði hans. Góð þekking og innsýn í tón- listina auðveldar nemandanum að fínna sér sínar leiðir og um leið skynjar hann það frelsi, sem býr í tónlistinni. Sambandið er vissulega náið og það getur verið af hinu góða. For- eldrar nemandans hafa oft ekki mikla innsýn í námið, svo tónlistar- kennari verður nokkurs konar tón- listarforeldri nemandans og uppal- andi hans. Það er yndislegt að geta veitt bömum og unglingum þekk- ingu á þessu lífsafli, sem býr í tón- list. Tónlistin ætti að vera eðlilegur hluti í almennu námi, hluti af lífínu, því hún eflir það jákvæða í bömum jafnt og fullorðnum. Þess vegna er mikilvægt að fá þau til að spila ekki bara nótur, heldur skapa. Ég er sannfærð um að allir geta spilað músíkalskt, því tónlistin túlkar til- fínningar og allir hafa sinn skerf af þeim. En nemendur eru að sjálf- sögðu með alls konar hömlur, sem þarf að ná brott. Ef einn kennari getur það ekki, þá tekst öðrum það kannski. Þegar lengra kemur þá skiptir svo miklu máli að kennarinn troði ekki sínum karakter inn á nemand- ann, heldur efli hann og styrki í eigin sköpun. Auðvitað þarf að leggja góðan gmnn, glæða stíltil- fínningu, en það eru mörk milli þess og sköpunarinnar. Hættan er sú að kennarinn verði of dómharð- ur, að í stað þess að hlusta eftir einhveiju lífí í leiknum, leiti hann aðeins eftir því sem hann vill heyra og því sem hann myndi gera. Það sem gerir kennsluna meðal annars svo heillandi er að þar er engin ein rétt lausn. Takmarkið er að nemandinn spili af eigin lífí og sál. Það styrkir sjálfstraust þeirra mjög mikið, þegar þeir fínna að þama geta þeir fundið eigin leiðir og um leið þora þeir frekar að fylgja eigin sannfæringu eftir í tónlist- inni.“ Hvemig vinnur tónlistarkenn- ari með nemandann? „Það er ekki til neitt eitt svar við því. Mér fínnst eðlilegt að ganga út frá sterkum hæfíleikum í fari nemandans og reyna svo að víkka svið hans. Það skiptir miklu máli að hann þekki sínar sterku hliðar, en viti líka, hverju hann þarf að leggja sig eftir, gleymi ekki veiku hliðunum. Hjá fínlegri stelpu væri þá reynt að styrkja þá eiginleika en færa þá svo út. Hjá nemanda með ríflegan poppáhuga er hægt að þjálfa tón- eyrað og takttilfínningu og víkka svo tónlistaráhugann smám saman. Það þýðir ekkert að ætla að svipta þeim strax yfír í eitthvað annað. Annars er tónlist svo dularfullt og áhrifamikið afl. Gott að fá tæki- færi til að njóta hennar sem fyrst, ekki síst í þjóðfélagi eins og okkar, þar sem á að hemja allar tilfínning- ar og vera sterkur. Þá er dýrmætt að kynnast lifandi afli tónlistarinn- ar. Heymarlaust fólk getur tárast yfír fallegri tónlist, svo hún er eitt- hvað miklu meira en það sem við heyrum. Einhverjar sveiflur, sem hafa þessi áhrif og við eram svo smá gagnvart þessu afli. Þegar krakkar eru komnir lengra í námi, skiptir máli að gæta þess að afl tóniistarinnar geti flætt óhindrað frá þeim, að það séu eng- ar stíflur. Til þess þarf að vera gott samstarf milli kennara og nem- anda, virðing á báða bóga. Annars gengur dæmið ekki upp.“ Hvað með tæknilega hlið kennslunnar? „Það er mikilvægt að byija strax á góðum og réttum hreyfíngum og til þess hefur hver sína aðferð. Mis- jafnt hvaða atriði hveijum kennara fínnst mikilvæg. Sjálf legg ég mesta áherslu á líkamlega og andlega slökun. Andlegt óöryggi bams speglast í hreyfíngum og öðra. Það er því nauðsynlegt að auka sjálfs- traust þess og öryggi, taka nemand- ann eins og hann er og gera raun- hæfar kröfur miðað við skapferli og líkamsbygginu. Ég legg ekki áherslu á að nemendur nái nauðsyn- legum atriðum í ákveðinni röð, ein- staklingsbundið er í hvaða röð hæfi- leikamir þroskast." Víkjum að píanóinu. Það eru uppi ýmsar kenningar hvenær er best að byija að læra á píanó. Hvað segir þú um það? „Alltaf, þegar nemandinn hefur áhuga og það er aldrei of seint að bjnja! Þeim sem stefnir á atvinnu- mennsku er best að byija sem fyrst. En þá verður kennslan líka að mið- ast við þroska bamsins. Ungir krakkar hafa mikla leikþörf og hún má ekki gleymast í kennslunni. Þegar rökhugsun tekur að gera vart við sig er svo hægt að höfða til hennar. Það þýðir ekkert að nefna ein- hveijar ákveðnar tölur, það fer eft- ir persónuleika nemandans og þroska og færni kennarans til að nýta sér hið leikræna. Þegar þetta fer saman er hægt að byija með mjög unga krakka." Hvað er að segja um stuðning foreldra, mikilvægi hans í tón- listarnámi barna? „Þáttur foreldranna er mjög mik- ilvægur, eiginlega ómetanlegur. Mestur hluti námsins fer fram heima, svo þar þarf að sjá til þess að nemandinn fái gott næði. Líka að hjálpa þeim að fínna sér tíma, svo þau geti æft sig afslappað, en þurfí ekki að ijúka í sund eða ann- að eftir nokkrar mínútur. Krakkar hafa ekki hæfileika til að skipu- leggja tíma sinn framan af og þá þurfa foreldramir að hjálpa þeim. Litlum krökkum fínnst gott að láta einhvern vera hjá sér meðan þeir æfa sig og það er mikilvægt að einhver gefi sér tíma til þess. Líka svo þeim verði eðlilegt að spila fyrir aðra. Það þarf að ýta undir öryggi og ánægju af að spila fyrir aðra og þar getur heimafólkið hjálp- að mjög til. Ég segi nemendum mínum oft, að fyrst sé að geta spil- að vel fyrir foreldrana, svo fyrir mig, þá á tónfundum fyrir félagana og loks á tónleikum, þar sem nem- andinn þekkir ekki alla. Það veður enginn beint úr spilatímum upp á svið, þetta verður að þróast." Nú er klassisk tónlist ekki beint það sem hæst ber i þjóð- félaginu og annars konar tónlist meira hampað. Hvemig gengur krökkum í tónlistaraámi að sætta sig við að þau séu að fást við hluti, sem liggja utan sjónarsviðs flestra félaga þeirra? „Framan af þarf vissulega að halda því að nemendunum að þau þurfí ekki að skammast sín fyrir tónlistariðkunina. En þegar fram í sækir, og þau fara að spila meira, þá fínna þau hvað tónlistin er gef- andi. Út á við skiptir máli að kennar- inn sé ekki of þröngsýnn, líti ekki niður á aðra tónlist. Poppið er nú einu sinni unglingatónlist. Það er grátlegt að á unglingsárunum, þeg- ar lífíð hjá mörgum gengur einmitt út á tónlist, þá fá þau mörg enga tónlistarkennslu í grannskólanum. Með kennslu væri nefnilega hægt að kenna þeim að skilgreina eigin tónlist og feta sig svo þaðan yfir í aðra tónlist. Sjálfsagt að hafa popp- ið sem grunn þar, en sýna þeim svo aðrar tegundir tónlistar og víkka þannig tónlistarsmekkinn. Þetta ættu að geta orðið einhveijir skemmtilegustu skólatímamir fyrir þau flest." Texti: Sigrún Daviðsdóttir I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.