Morgunblaðið - 25.06.1988, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
J
Heimur Lenu Cronqvist
/ /iJÍtl
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Ekki fer hjá því, að hver sá, er
á annað borð hefur tilfinningu
fyrir málaralist, verði fyrir mikl-
um áhrifum af myndum sænsku
listakonunnar Lenu Cronqvist í
kjallarasölum Norræna hússins.
Maður spyr sjálfan sig, er inn
kemur — hvað er eiginlega að
ske, þýðir þetta uppstokkun við-
horfa til norrænnar samtímalist-
ar, og hver er þessi Lena Cronq-
vist?
Víst þekki ég til hennar og
þykist hafa séð myndir hennar í
tímaritum um myndlist og jafnvel
á einhverjum samsýningum, en
að manneskjan væri jafn sér-
kennilegur og firnasterkur málari
og ágætur grafík-listamaður og
raun er á, hafði ég ekki gert mér
grein fyrir áður, enda aldrei séð
viðlíkt samsafn mynda hennar.
Það er auðséð á málverkum
Lenu, að hún er náttúrubarn í list-
inni, málar af þörf til tjáningar
og af mikilli nautn. Myndefnið
sækir hún í nánasta umhverfi sitt
— í líf sitt og tilveru og tjáir sig
kröftuglega og hiklaust. Bak-
grunnurinn er hins vegar sjálf
heimslistin, gjaman list miðatda
og endurreisnartímabilsins. Og
eins og fleiri norrænir málarar,
sem hafa náð frægð, er ekki allt
kórrétt í myndbyggingunni né
teikningunni, en það er hin magn-
aða heildartjáning, sem gerir út-
slagið og heldur athyglinni fastri.
Og jafnframt þetta alveg sérstaka
í norrænni list, sem listsagnfræð-
ingar og fleiri utan Norðurlanda
þykjast hafa uppgötvað — eitt-
hvað mjög stemmningarríkt og
sértækt — dularfullt ljósflæði
skammdegisins og magnað lita-
spil vorsins og hins stutta sum-
ars, ótrúlegt litaskrúð haustsins
ásamt hinni tæru birtu heiðríkra
vetrardaga. Norðurlönd búa við
árstíðir skarpra andstæðna, sem
hljóta að hafa áhrif á íbúana og
persónugerð þeirra. Allt kemur
þetta fram í norrænni málaralist
og ekki síður óhlutlægri en hlut-
lægri. í myndum Lenu Cronqvist
verður hvunndagurinn að ævin-
týri, almúgakonan að maddonnu
og í einni myndinni, sem hefur
fengið nafnið „Móðirin“, heldur
hún sjálf á mömmu sinni, gamalli
konu í líki tuskubrúðu, á meðan
hún sjálf er líkust maddonnu eða
hefðarkonu á málverki van Eycks
eða annarra miðalda- eða endur-
reisnarmálara. Hér hafa orðið eins
konar tímahvörf og víxlverkanir
og myndin er mjög áhrifamikil í
tjáríkri samsvörun sinni, „symme-
tríu“. Menn taki eftir þessari miðj-
usamsvörun, sem leikir sem lærð-
ir hafa iðulega misskilið hér á
landi og talið galla á myndbygg-
ingu. En slík samsvörun getur
nefnilega haft jafn gildan tilgang
og spennan, sem mögnuð er upp
af togstreitu misstórra flata og
forma á myndfletinum svo og lína,
er sker myndflötinn.
Hér skiptir að sjálfsögðu meg-
inmáli hveiju viðkomandi lista-
maður vill koma til skila en ekk-
ert miðstýrt allsherjarmat.
Það er erfítt að marka Lenu
Cronqvist bás í listasögunni, því
svo margþætt og sérstæð er list
hennar. Hér blandast ýmis stíl-
brigði í sömu myndinni, en mikil-
vægast er, að þegar best lætur,
nær hún svo öflugum heildaráhrif-
um, að áhorfandinn gleymir þessu
eða meðtekur það sem sjálfsagðan
hlut. „Svona á þetta einmitt að
vera og hvernig gat það orðið
öðruvísi?"
En myndirnar eru vissulega
innsæjar á umhverfíð, málaðar af
óheftum tjáningarþótti, og geta í
þá veru og myndefnavali stundum
leitt hugann að Munch og í ein-
staka tilviki að nýja málverkinu.
Sjátf skilgreinir Lena list sína á
einfaldan en sláandi hátt: „Mynd-
ir eru myndir, ekki raunveruleiki.
Mynd er ekki hlutlægur veruleiki
heldur mynd af einhverju." Þessi
eina setning segir meira en marg-
ar blaðsíður af hugleiðingum ann-
arra um list hennar, hátimbraðar
og bókmenntalegar, þótt fróðleg-
ar séu.
Eg meðtók sýninguna strax við
skoðun hennar og löngu áður en
ég tók að glugga í veglega sýning-
arskrána og hina ágætu ritgerðir
í henni eftir Ninu Weibull, Maj-
Britt Wadell og Göran Tunström.
Myndir Lenu bera vott um hrif-
næma sál og miklar geðsveiflur
enda hefur hún átt við ýmsar
hremmingar að stríða, m.a. dvalið
á geðsjúkrahúsi eftir barnsburð.
Einnig bera þær vott um að hún
máli það, sem hún er upptekin af
í umhverfi sínu hveiju sinni — hún
er þannig ekki málari, sem er svo
rígskorðaður í ákveðnum
stílbrögðum og tækni, að hann
málar svo til sömu myndirnar,
hvar sem hann er staddur. Nei,
umhverfið hefur einmitt gríðar-
lega mikið að segja í list Lenu
Cronqvist sem og hugmyndir, sem
hún fær stundum skyndilega og
óvænt. Myndefnið verður þá til-
efni til þess að hún breytir um
tækni, skiptir um ham líkt og
kameljón svo sem sér stað í mynd-
unum frá Paracas í Perú, en fljót-
lega má þó greina, að það er sami
listamaðurinn á bak við pensil-
drættina.
Lena fær sem sagt hugmynd-
imar, en leitar þeirra ekki, sem
er einmitt skilgreiningin á frægri
setningu Picassos: „Ég leita ekki,
ég fínn.“
Bæði formrænt sem litrænt
svið Lenu telst vera mjög breitt
og skiptandi, eftir því hvað hún
er að mála og hvar hún er stödd,
sem er aðalsmerki góðs málara
og ber vott um djúpa innlifunar-
hæfíleika. Til að magna upp
stemmningu hefur Lena ekki látið
sér nægja að koma með myndirn-
ar einar, heldur hefur hún sett
upp aflangt dúkað borð, skreytt
kristalsdóti, auk bakhárra rauðra
plussstóla, sem sjást svo í for-
grunni myndarinnar „Kristals-
krónan", sem er mögnuð í sam-
setningu sinni. Trúlega er hér um
leifamar af viðkomandi kristals-
krónu að ræða og eru þær listi-
lega saumaðar í dúkinn auk þess
sem fjöðrum og fuglshaus bregður
fyrir.
Veigurinn í málvekum Lenu
Cronqvist er, hve lifandi og mögn-
uð þau em og hve sannur málari
það er, sem heldur á pentskúfn-
um. Hún hefur yfír góðri tækni
að ráða á breiðu sviði, sem hún
notar á allsérstæðan hátt og alls
ekki sem markmið í sjálfu sér —
einungis sem meðal til tjáningar.
Sýningin á verkum Lenu Cron-
qvist er sérstakt og veglegt fram-
lag Norræna hússins til Listahát-
íðar og rós í hnappagat allra
þeirra, er hér lögðu hönd að.
Sýningin staðfestir, að norræn
myndlist er miklu meira og sér-
tækara en álitið hefur verið af
mörgum fagmanninum innan
landanna sjálfra og er löngu kom-
inn tími til að rækta og hlú að
þessum sérkennum. Auk þess að
skiptast niiklu meir á sýningum
einstaklinga innbyrðis og halda
norrænni list fram utan landanna.
mBUBBT
Nokkur orð til Péturs Péturssonar
Eitthvað þykir mér það vafa-
samur heiður, að til skrifa minna
er vísað í greinarkorni þínu í
Mbl. 17. júní, er hafði fyrirsögnina
„Er til of mikils mælst að íslenzk-
ir valdsmenn tali eigin þjóðt-
ungu“.
I grein þinni stendur m.a.:
„Myndlistardómari Morgunblaðs-
ins er ekki einn um það að grípa
til erlendra orða í skrifum sínum.
Þess verður nær daglega vart að
eigi sé hægt að lýsa söknuði og
trega, þrá sinni og draumum, án
þess að orðið „nostaIgia“ komi
frarn." Ekki vil ég sitja undir
þessu, því að þó að það komi fyr-
ir, að ég nota þetta orð, er það
vegna sérstakrar stemmningar,
sem ég finn fyrir af skoðun mynda
eða sýninga, enda geri ég jafnað-
arlega grein fyrir því, hvað er við
átt. Einnig reyni ég að þýða er-
lend orð, þar sem því verður við
komið, þannig að meiningin standi
óhögguð, en það er oft hægara
sagt en gert.
Þá vil ég upplýsa, að hér er
ekki um ómerkilega ensku- eða
dönskuslettu að ræða, heldur al-
þjóðlegt orðtak, sem margur
„glæpist" til að nota í skrifum
sínum um víða veröld til að lýsa
vissum hughrifum saknaðar,
heimþrá, elsku til hins liðna
o.s.frv. Orðið notar maður einung-
is í vissum tilvikum en hin al-
mennu orð miklu oftar enda fer
það eftir hvað við á hveiju sinni.
Sumu er erfitt að lýsa rétt á
íslensku, þegar um hugtök er
varða myndlist ræðir, t.d. vantar
okkur nokkur orð yfir „grafík“ —
hér gengur naumast að nota orðið
rítlist, svo sem lærðir stungu eitt
sinn upp á með vísun á skreyting-
ar, sem grafnar voru í sverðhjöltu
til og skildi til forna, og „svart-
list“ gengur ekki heldur, því að
grafík er einnig til í lit og orðið,
sem er komið úr grísku (grafein),
þýðir að skrifa, rita.
En svo má ekki gleyma, að
íslenzk orð geta verið erfið og
misvísandi, t.d. orðið nytjalist,
sem ég reyni að forðast, þótt ég
efist ekki um að sé jafn rétt og
viðeigandi og rítlist yfir yfir
grafík. Okkur var bannað að nota
orðið brúka í skóla, því að það
væri afleit dönskusletta, en Danir
eiga það ágæta orð „brugskunst"
yfír list notagildis, — list hagnýt-
is. En nú er komið upp úr kafinu,
að orðið að brúka finnst í forn-í
slenzku og ætti því að vera frum-
norrænt orð, en ekki sérdanskt.
Því hef ég undanfarið talið óhætt
að notast við orðið brúkslist á
stundum. En einnig nota ég orðið
hagnýt myndlist eða hlutir nota-
gildis svo og listiðnaður, eftir því
sem við á hveiju sinni.
Hér er um örlitla vísbendingu
að ræða, sem gefur kannski
svolítla innsýn inn í störf listrýnis
og þann vanda, sem hann á tíðum
við að stríða til að gera sig vel
skiljanlegan á almennu máli. Tel
ég allt á fullu hjá mér við að
skrifa á frambærilegu íslenzku
máli, með sem allra fæstum er-
lendum orðum eða hugtökum, án
þess að ég reyni að yfirfæra þau
á móðurmálið innan sviga.
Þá vil ég vinsamlega benda á
að orðið „listdómari“ er vont orð
og misvísandi yfir störf þeirra, er
leitast við að halda upp rökræðu
um listir. Gagnrýnandi er hér
skárra, en listrýnir enn skilmerki-
legra. síst tel ég mig dómara,
þótt ég skrifi listdóma, sem er
rétt orð, en gefur þó ekki tilefni
til alhæfingar starfsheitisins. Ekki
er t.d. hægt að telja alla dómara.
þótt þeir segi álit sitt opinberlega.
Varla æskir Pétur Pétursson
þulur eftir starfsheitinu móður-
máls- eða málblómadómari þótt
hann sé skeleggur málsvari þjóð-
tungunnar á opinberum vettvangi
og vinni hér gott verk. Hann er
þó að dæma, gagnrýna aðra, fyr-
ir beitingu málsins .. .
Svar við athugasemd formanns Þörungaverksmiðjunnar
- eftir Svein Guð-
mundsson íMiðhúsum
Morgunblaðið birti á föstudaginn
frétt um aðalfund Þörungaverk-
smiðjunnar eftir undirritaðan. í
þriðjudagsblaðinu gerir formaður
verksmiðjunnar athugasemdir við
þá frétt og eru hér svör við þeim
athugasemdum.
Fyrsta. Formaður segir að öllum
sé frjálst að koma með tillögur um
menn í stjórn fyrirtækisins. Rétt
er það, en þegar meirihluti hlut-
hafa, þ.e. Reykhólahreppur, Kaup-
félagið og Byggðasjóður, eru búnir
að koma sér saman um það hveijir
eigi að vera í stjóm er það von-
laust fyrir lítinn minnihluta að koma
með tillögur um aðra menn, slíkt
væri sýndarmennska og skrípaleik-
ur.
Annað. Mín skoðun hefur ætíð
verið að það væri styrkur að hafa
hina mörgu smáu með sér á meðan
Þörungavinnslan var við lýði og
meirihluti hlutafjár í eigu ríkisins,
þá var alltaf einn maður í stjórn
fyrirtækisins sem fulltrúi smærri
hluthafa, en það var Ólafur E.
Ólafsson fyrrverandi kaupfélags-
stjóri. Á þeim tíma var undirritaður
allvel kunnugur Þörungavinnslunni
og þorir hann að fullyrða að Ólafur
bar hag hinna smáu fyrir bijósti
og gerði fyrirtækinu mikið gagn
og hefði stjómin betur hlustað
meira á hann.
Þriðja. Formaður segir að farið
hafí verið að lögum um aðalfund.
Rétt er það, að fundarstjóri sagði
að fundurinn væri löglega boðaður,
hins vegar sem hluthafi hef ég aldr-
ei séð lög félagsins og hef ég þó
setið flesta aðalfundi beggja fyrir-
tækja frá upphafi. I fundarboði var
þess ekki getið að allar tillögur
skuli berast stjóm fyrir ákveðinn
tíma. Ég hefði aldrei greitt atkvæði
með þessari grein, sem hlýtur að
eiga uppmna sinn hinum megin við
járntjald. I fundarboði var þess
heldur ekki getið að 40% hlutafjár-
aukning hefði verið gerð. Einnig
voru reikningar verksmiðjunnar í
fárra höndum, en þess var ekki
getið í fundarboði að hægt væri að
fá þá á skrifstofu verksmiðjunnar.
Fjórða. Ingi skilur vart hvað átt
er við með orðinu lítill hluthafi. Því
miður treysti ég mér ekki til þess
að auka við skilning hans, en ef
það gæti gefíð örlitla glætu þá em
það hinir mörgu hluthafar sem eiga
frá 10-100 þúsund krónur, ekkert
stórveldi, en aftur á móti er
Byggðasjóður, með 1,7 milljónir
króna, stór hluthafi í fyrirtækinu.
Fimmta. Ég hef farið yfir loka-
þátt fréttar minnar um óánægju
starfsfólks í Þömngaverksmiðjunni
og kannað fleiri heimildir og ekkert
þar er ofsagt heldur vansagt. Kröf-
ur vom lagðar fram 1. maí en ríkis-
stjómin var þá ekki komin inn í
spilið. Ég fullyrði að kaup og kjör
starfsfólks hafí ekki verið afgerandi
þáttur í taprekstri þessara tveggja
fyrirtækja.
Að endingu. Ég legg hlutlægt
mat á fréttir en ekki huglægt,
stundum líkar mönnum fréttir illa
og þeir um það, fréttaritari stendur
við sína frétt.
Höfundur er fréttaritari Morgun-
blaðsins í Reykhólasveit.
. p N ^
CD CO tn 00 Góðan daginn!