Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
Bjarni Ólafsson skrifar frá Holstebro, Danmörku
Jótlandsskagi II
Mannlíf í myndum
Náttúruskoðun dregur marga
norður á Skagann. Hvítir sandar,
hólar, melgras og ýmis harðger
heiðagróður, fuglalíf og fegurð
víðáttunnar þar sem hafið sýnist
óendanlegt. Þeir sem heyrt hafa eða
lesið um fólkið sem bjó á Skaganum
á síðastliðinni öld og fram á okkar
öld, koma þó vafalaust fremur til
að forvitnast um sögu þessa fólks,
um lífsbaráttu þess og til að skoða
myndimar sem segja frá lífi þess.
Þetta er saga fátæks fólks, fólks
sem lét sér nægja nauman skammt.
Stöku sinnum rak eitthvað á fjör-
ur svo sem timbur og annað nýti-
legt til húsagerðar, dyraumbúnað,
bekki, stóla, jafnvel glugga. Að
ekki sé talað um matarglaðning frá
strönduðum skipum. Yfírvald á
staðnum hafði umsjón með reka og
strandgróssi og hélt uppboð þegar
með þurfti.
Á fyrri hluta síðustu aldar tó'c
að verða hægfara breyting þama
norðurfrá. Þangað taka að koma
listamenn, rithöfundar, skáld og
málarar. Ung hjón, Ane og Erik
Bröndum, kaupmaður og kráareig-
andi, tóku að reka gisti- og veit-
ingastað á Skaganum. Þau voru
foreldrar Önnu Ancher, sem talin
er meðal kunnustu Skagamálar-
anna 1859 til 1935. Michael Anc-
her, 1849 til 1927, var eiginmaður
Önnu. Hann fæddist á Borgundar-
hólmi en kom að loknu námi í Kaup-
mannahöfn, norður á Skaga 14.
júlí-1874 í fylgd með skólabróður
Bjarni Ólafsson
„Þeir sem heyrt hafa
eða lesið um fóikið sem
bjó á skaganum á
síðastliðinni öld og
fram á okkar öld, koma
þó vafalaust fremur til
að forvitnast um sögu
þessa fólks, um lífsbar-
áttu þess og til að skoða
myndirnar sem segja
frá lífi þess. Þetta er
saga fátæks fólks, fólks
sem lét sér nægja nau-
man skammt.“
og félaga, Karli Madsen, 1855 til
1938.
Þetta sumar vann 15 ára gömul
dóttir gestgjafahjónanna, Anna, við
að ganga um beina á veitingahús-
inu. Um haustið var Michael Anc-
her boðið til fermingarhátíðar
Önnu. Hann var sá eini af málurun-
um sem ekki var farinn. Michael
hélt ræðu í veislunni og óskaði frö-
ken Önnu allrar hugsanlegrar ham-
ingju og gæfu bæði í lífí og á lista-
brautinni. Vafalaust hefur hann á
þeirri stundu verið grunlaus um að
þarna var hann að árna konuefni
sínu allrar hugsanlegrar hamingju.
Karl Madsen var búinn að kenna
Önnu fyrstu skrefin á myndlistar-
brautinni. Karl var forstöðumaður
Listasafnsins þar, 1928 til 1938. Á
undan þessum málurum sóttu þang-
að myndefni, t.d. Martinus Rörbye,
sem kom þrítugur norður á Skaga
1833, hann dó 1848. Julius Exner
kom þangað 1867. Holger Drach-
mann, málari og skáld, 1846 til
1908, kom þangað fyrsta sinni
1871.
}Jm þetta leyti tekur að myndast
á Skaganum listamannanýlenda,
einkum á sumrin, en margir þeirra
settust þar að og bjuggu allt árið
á Skaganum.
Viggo Johansen, 1851 til 1935,
kom fyrst þangað í fylgd með vini
sínum Michael Ancher 1875. Hann
var mikill teiknari og eru margar
teikningar og málverk eftir hann á
Skagasafninu. Hann trúlofaðist
stúlku þarna, Mörtu Möller en hún
var systir unnustu Karls. Þær voru
Það varð hversdagslegt að sjá málara að störfum.
frænkur Önnu Ancher. Martha var
oft fyrirmynd á myndum manns
síns, bæði ein og ásamt börnum
þeirra.
Svona komu þeir hver eftir annan
listamennimir, sumir aðeins eitt
sumar, aðrir aftur og aftur, dan-
skir, norskir og sænskir. Georg
Brandes var þar einnig stundum.
í byijun júlímánaðar 1882 kom
þangað Peder Severin Kröyer, 1851
til 1909. Hann var vel menntaður
frá listaakademíunni í Kaupmanna-
höfn, Léon Bonnat í París og hafði
dvalið í Bretagne, Madrid, í Anda-
lúsíu, Flórens, Rómaborg og í róm-
önskum fjallabæjum. { Vínarborg
hitti hann Önnu og Michael Ancher
sem hvöttu hann til að fara norður
á Skaga. Það gerði P.S. Kröyer
sannarlega. Með festu og óvenju-
legri atorku málaði hann allt suma-
rið. Hann hélt áfram að mála á
Skaganum og settist þar að síðar.
Þann 7. maí 1889 skrifar Kröyer
frá París: „Ung stúlka sem ég hefi
kynnst hér í vetur, hefur lofað að
verða konan mín. Hún er yndisleg-
asta og elskulegasta stúlka sem
gengur um á þessari jörð, já, ég
hlýt að vera eftirlæti hamingjunn-
ar.“
Eiginkona P.S. Kröyers var
María Triepcke, 1867 til 1940.
María var einnig myndlistarmaður.
Hún dáði myndir Severins mikið og
hætti að mestu að mála eftir að þau
giftu sig, 23. júlí 1899. Saga þeirra
varð lituð sorglegum skuggum. Þau
eignuðust eina dóttur, Vibeke f.
1895. En María varð ástfangin af
tónskáldinu Hugo Alfvén sem var
UM RÓSIR
I
í dag og næstu tvo laugar-
daga (þ.e. 2. og 9. júlí nk.)
verður í Blómi vikunnar fjallað
um RÓSIR. Kristján Jóhannes-
son í Garðabæ, sem skrifar
þessa pistla, á að baki mikla
reynslu í ræktun rósa innan-
húss og er fróður vel á því
sviði. Væntanlega munu leið-
beiningar Kristjáns hvetja les-
endur til að rækta þessa eðlu
jurt, sem einatt er nefnd
„drottning blómanna“.
1. í hugum flestra er ró_s
fagurt blóm og oft ilmandi. Á
okkar slóðum eru takmörk fyr-
ir árangri í ræktun þeirra utan-
húss, en í gróðurhúsi og jafn-
vel í köldum gróðurskála má
ná ágætum árangri í rósarækt-
un.
Höfundur hefur ekki mikla
reynslu af ræktun rósa utan-
húss — og miðast því það sem
hér er sett á blað við ræktun
þeirra í húsi. Gróðurhúsi ætti
að velja bjartan og skjólgóðan
stað. Jarðvegur á að vera
blanda af mómold, leir og sandi
— ásamt þó nokkru af gömlum
húsdýraáburði. Áður en moldin
er sett í húsið ætti að blanda
öllu vel saman og sigta hana
ef hún er kekkjótt. Moldin á
að vera létt og loftmikil, en
loða þó saman ef kreist er í
hnefa. Ræktun í gróðurhúsi
er dæmd til að mistakast ef
ekki er tryggt gott frárennsli.
Oftast er auðveldasta leiðin til
þess, að grafa niður á möl,
leggja nokkra jafnstóra steina
á mölina og þekja með gra-
storfi. Slíkur frágangur trygg-
ir að aldrei verður of blautt í
húsinu.
Terós. Troika.
Terós. Korlift.
Jarðvegur á að vera minnst
60 sm djúpur, því rætur rósa
leita djúpt. Ef húsið er upphit-
að þurfa veggir að vera ein-
angraðir niður fyrir frostmörk.
Besti tími til að planta rós-
um í gróðurhús og frostlausa
gróðurskála er í desember, jan-
úar og febrúar. Gallinn er þó
sá, að rósir eru ekki fáanlegar
hér á landi á þessum tíma,
nema þær séu sérstaklega
pantaðar. En hvenær sem þær
eru nú settar niður þarf að
vanda vel til þess verks. Hafi
rótin þornað er gott að leggja
hana í leirblandið vatn. Ræ-
tumar á að klippa til, þannig
að þær verði nokkurnveginn
jafnlangar og rúmist vel í hol-
unni án þess að beygja þær.
Ef rósin er grædd á rót af
annari rós — sem oftast er —
á ágræðslustaðurinn að vera
við yfirborð jarðvegs, því frá
honum er rósinni eðlilegast að
endurnýjast síðsumars, með
einum eða fleiri nýjum sprot-
um. Á vetram má hlífa
ágræðslustaðnum og hreykja
mold að rósinni. Ef rósir era
ræktaðar utanhúss þarf að
planta það djúpt að ágræðslu-
staðurinn verði 10 sm undir
yfirborði.
Til að rósir nái góðum
þroska og verði gróskumiklar,
er betra að sjá svo um að þær
þroski ekki mjög mörg blóm á
fyrsta ári. Best er að láta sér
nægja að sjá aðeins blómlit
þeirra, en fjarlægja annars alla
blómknúppa. Þetta á fyrst og
fremst við um rósir, sem settar
era niður í maí og júní, — eins
og algengast er hér á landi.
Rósir, sem settar era niður í
desember, geta að skaðlausu
borið blóm á næsta sumri.
Fvrh.