Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 23 Lífsspekingurinn og skóarinn Bonatzi. Við sjáum blinda Kristian sitja úti í sólinni. 5 árum yngri en hún. Þetta leiddi til skilnaðar eftir margar tilraunir P.S. Kröyers til að komast hjá skiln- aði. Sjálfur var hann orðinn sjúkur maður, þjáðist oft af miklu þung- lyndi og geðsveiflum, en hélt samt áfram að mála. Síðar, þegar Alfvén var horfinn frá Maríu, taldi hún það hafa verið hina mestu ógæfu í lífi sínu er hún skildi við sinn góða mann vegna ástar til Alfvéns. Hún eignaðist einnig eina dóttur með Hugo Alfvén er hlaut nafnið Margita, f. 1905. Margita varð mikil stoð fyrir móður sína á efri árum hennar og einstæð- ingsskap. Nokkrar myndir eru til eftir Maríu Triepcke en það nafn bar hún áður en hún gifíst P.S. Kröyer. Myndir hennar eru fallegar og benda til góðra hæfíleika hennar sem myndlistarmanns. Maria var fögur kona og eru til margar mynd- ir af fólkinu á Skaganum, vinum sínum, málurum og rithöfundum. Kunnastar munu vera myndimar frá ströndinni og af Maríu, hádegis- verður málaranna, Jónsmessu- skemmtunin við bálið og garðmynd, þar sem María situr í blómagarði. Hvað myndirnar segja Myndir allra þessara mála tala skýru máli og segja okkur sögu hins daglega lífs meðal fólksins sem var á Skaganum frá 1833 og fram yfír 1920. Túlkun þeirra er misjöfn, svo sem eðlilegt er. Ég nefni t.d. að hjónin Michael og Anna Ancher sóttu myndefni ekki langt en máluðu og teiknuðu af raunsæi, alvörustundir daglegs lífs, er var svo að segja við næsta fótmál. P.S. Kröyer sá aftur á móti fremur hinar björtu hliðar hversdagslífsins. Myndefnið Margir nota þeir sama fólkið sem fyrirmyndir. Oft fólk sem heldur mikið kyrru fyrir, hefur lítið fyrir stafni. Én einnig starfandi kraftm- ikla sjómenn og konumar að störf- um og böm við leiki. Blindur maður kemur við sögu. Hann hét Kristian og var í daglegu tali nefndur „Blindi Kristian". Við fáum að sjá þennan blinda mann sitja í dyragætt og sólin send- ir geisla sína inn um dyrnar. Við sjáum hann sitjandi á rúmstokki við að gæta ungbams í vöggu, þar sem hann heldur um stuðul vögg- unnar, eins og til þess að skynja hvar bamið er. Við sjáum hann sitjandi úti í sól- skini í sandinum og við hlið hans situr ung stúlka, sem Tina hét. Hún vindur hnykil af hesputré. Á ann- arri mynd sjáum við Tinu í rökkri eldhúss við eldstæði og á hinni þriðju er Tina rúmliggjandi, veik, flórðu „Tina að hekla". Lífsspeking- urinn og skósmiðurinn Bonatzi kemur við sögu. Hann hafði víða farið um dagana, en þegar við erum kynnt fyrir honum þama á Skagan- um, er hann sestur að fyrir fullt og allt, rúinn veraldarauði, klæddur lörfum á mynd Michaels. Hreysið hans var notað sem bálköstur á Jónsmessukvöldi, er eigandinn var látinn. Elisa — ein mynd eftir Micahel heitir „Káta Elisa“, máluð 1904. En hvemig vegnaði Elisu? Mynd eftir sama málara frá árinu 1910 ber nafnið „Bijálaða Elisa“. Við fáum að sjá „Kristniboðs- samkomu" haldnar út undir bemm himni, skírnarathöfn í kirkjunni o.s.frv. Ennfremur emm við kynnt fyrir heimilisfólki málaranna og ýmsum sjómönnum kynnumst við með nafni: „Niels Gaihede" og „Lars Gaihede tálgar spýtu“. Þeir em báðir sjómenn og „Lena og Lars reyta máfa“. Ane Bröndum sjáum við sem gamla konu lesa úr Biblí- unni og bamabami hennar Helgu kynnumst við á ýmsum myndum, „Kvöldbæn", „Hundunum gefíð" og svo kynnumst við henni sem mál- ara. Viggo Johansen leiðir okkur inn á heimili bamafjölskyldunnar. Kon- an hans Martha, er uppáhalds fyrir- myndin, alltaf starfandi, stundum situr hún með handavinnu eða hún hagræðir blómum eða þá að hún er að baða bömin þeirra o.s.frv. Allmikið hefur verið ritað um málarana og verk þeirra, um fyrir- myndimar og líf fólksins á Skagan- um. í þriðju og síðustu grein minni í þessum flokki mun ég segja lítið eitt frá þorpinu, húsunum sem þetta fólk bjó í o.s.frv. Höfundur er smíðakennari. . Sértilboð dagsins: T.d. 3 barnabuxur kr. 1.000 3 kvenbuxur kr. 1.200 8 pör af barnasokkum kr. 200, Borðmottur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.