Morgunblaðið - 25.06.1988, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
Frá Þórsmörk.
Velkomin í Varðarferð
eftir Höskuld
Jónsson
Sumarferð Varðar er að þessu
sinni laugardaginn 2. júlí. För er
heitið í Þórsmörk. Lagt verður af
stað frá Valhöll kl. 8 og er þýðing-
armikið að þátttakendur mæti fyr-
ir brottfarartíma þar sem nokkra
stund tekur að koma fólki fyrir í
bifreiðunum.
Um mörg undanfarin ár hefur
Vörður hvatt menn til sumraferð-
ar. Ferðir Varðar hafa jafnan ver-
ið vel sóttar enda mátt ganga að
því vísu að þær væru vel skipulagð-
ar og lægju um landsvæði sem
aldrei væru of oft litin augum.
Ferð úr Reykjavík í Þórsmörk gef-
ur gullið tækifæri til upprifjunar
ömefna í fögrum fjallahring og
sköpunarsögu landsins. Hér getur
að líta mögnuðustu eldfjöll Islands
og mestu hraun. Jarðhitasvæði og
sjávarberg langt inni í landi. Við
förum um sveitir „bleikra akra“
og fagurra hlíða og áfangastaður
okkar er Þórsmörk, bústaður
sólskríkjunnar hans Þorsteins Erl-
ingssonar og vettvangur ævintýra
hennar Maríu hans Sigurðar Þór-
arinssonar.
Eins og áður sagði leggjum við
af stað kl. 8 frá Valhöll og höldum
sem leið liggur austur fyrir fja.ll.
Um leið og farið er fram hjá Hvera-
gerði er rétt að riija upp nokkur
atriði úr sögu þessa byggðarlags
frá því þar risu mannvirki fyrir
tæpum 90 árum og geta þess
brautryðjendastarfs sem þarna
hefur verið unnið við ylrækt. Þegar
kemur austur að Ingólfsfjalli er
rétt að lita til fjallsins og skoða
malamámur sem þar hafa lengi
verið. Á kafla hefur allt laust hru-
nið frá bergi og við blasa sjávar-
hamrar uppi í fjallshlíðinni. Þetta
segir sína sögu. Við ökum um
Selfoss þar sem snyrtimennskan
virðist ná inn í hvert hom og garð-
ar svo grónir að götur íbúðar-
hverfanna fá á sig suðrænan svip.
Hér gefst tækifæri til að fjalla um
„Munið að vera vel búin
og hafa með ykkur
regnföt jafnvel þótt
veðurútlit kunni að
vera gott. Hafið með
ykkur nesti og munið
að við skiljum aldrei
rusl eftir á áningarstöð-
um, ekki einu sinni
vindlingastubba, tappa
eða dósaflipa.“
Mjólkurbú Flóamanna, merkisfyr-
irtæki á sviði landbúnaðar og iðn-
aðar. Og nokkru austar förum við
yfir einn áveituskurð Flóaáveit-
unnar og rifjum upp sögu þess
ótrúlega stórvirkis sem unnið var
í Flóa og á Skeiðum fyrir manns-
aldri. Af og til sjáum við hraunnib-
bur standa upp úr sverði og sum-
staðar hraunfláka. Þetta er Þjórs-
árhraunið er rann skömmu eftir lok
ísaldar. Upptök þess voru inn við
Veiðivötn en rennsli þess náði til
sjávar. Þetta er talið mesta hraun
jarðar sem runnið hefur í einu gosi.
Þjórsá fylgir austurjaðri Þjórs-
árhraunsins. Nú tekur Rangár-
vallasýsla við, vettvangur stórat-
burða Njáls sögu og vettvangur
margra alda stríðs þrautseigra
íbúa við sandstorma og stórfljót.
Hella er áningarstaður. Hver og
einn þátttakandi nestar sig sjálfur
að heiman en við ætlum að setjast
saman að kaffidrykkju á sléttlendi
skammt fyrir neðan veg. Við velj-
um þarna aðeins í 20 mínútur og
getum svona milli sopanna virt
fyrir okkur bæjarstæðið á Ægiss-
íðu sem er handan árinnar. Þar
eru hellar gerðir af mönnum og
hinir forvitnilegustu. Um leið og
við kveðjum Hellu rifjum við upp
sögu þorpsins.
Leiðin milli Hellu og Hvolsvaliar
liggur að mestu um grónar grund-
ir. Fyrir fáum áratugum mátti
stundum líta sandskafla á þessari
leið jafnvel svo mikla að vegur
varð ófær. Nú birtast býlin úr
Njálssögu hvert af öðru. Kirkju-
bær, Völlur, Stórólfshvoll og vegv-
ísar benda til Odda og í Landeyjar
til Bergþórshvols. Um sögu Hvol-
svallar ijöllum við þegar leið okkar
liggur í gegnum þorpið.
Áfram er ferð haldið austur að
Markarfljótsbrú. Farið er yfir
Þverá, Áffall og Ála, skaðræðis-
vötn samkvæmt þeirri landafræði
sem ég lærði. Nú er Þveráin sviplít-
il bergvatnsá og hin vötnin vart
merkjanleg. Markarfljót stendur
undir nafni. Þeir stórkostlegu
vamargarðar sem settir voru fyrir
tæpum 60 árum halda enn og brú-
in yfir Markarfljót sem reist var
1934 hefur staðið af sér öll áföll.
Þegar komið er yfir brúna er beygt
til vinstri og stefnt til óbyggða.
Merkurbæirnir eru á hægri hönd
— Syðstamörk, Miðmörk og Stóra-
mörk. í Stórumörk fæddist Þor-
streinn Erlingsson, skáld og Bjarni
Jónsson, er síðar varð þekktur sem
Bjami frá Vogi. Skammt innanvið
Stómmörk er Nauthúsagil en það-
an tók Guðbjörg reyniviðarhrísluna
er síðar varð stolt hennar í trjá-
garðinum í Múlakoti.
Norðurhlíðar Eyjafjallajökuls
em á hægri hönd. Smám saman
taka þær á sig stórskorna mynd
sem væm þær handbragð trölla.
Við fömm yfir Jökullónið niður á
aurum og skömmu síðar yfir Stein-
holtsána sem einnig er jökulvatn.
Hér blasa við björg á víð og dreif
svo sem hending hafi ráðið hvar
þau lentu. Þetta em menjar berg-
skriðs eða framhlaups er varð uppi
í fjallinu í Innstahaus, sem er
nokkm innar en Steinholtsáin.
Talið er að stærstu steinarnir vegi
um 200 tonn. Framhlaupið varð
15. janúar 1967. Framhlaupið var
í senn náttúmundur og náttúm-
hamfarir.
Brátt komum við að Krossá,
duttlungafullu vatnsfalli. Hinum
megin ár er Langidalur og við
okkur blasir sæluhús Ferðafélags
Islands. Við höldum yfir ána og
ætlum að tylla okkur í brekkuna
fyrir ofan skálann. Það er kominn
matartími. Hér mun forsætisráð-
herrann mæla til okkar nokkur orð
um þjóðina og landið, störf og
stefnu. Og héðan lýsir aðalfarar-
stjórinn því helsta sem fyrir augu
ber, og hver veit nema einhver
stingi upp á því að ferðalangarnir
Orkulindir næstu aldar
Raunvlsindi
Egill Egilsson
Varlega áætlað má telja að
orkunotkun mannkyns þrefaldist
fram til miðrar næstu aldar. Sem
stendur er notað jafngildi um tíu
þúsund milljóna tunna af olíu á
ári. Það einkennir orkunotkunina
að hún eykst hratt í þróunarlönd-
unum en hægar í hinum þróuðu
löndum. Lítum nánar á einstaka
þætti orkuvinnslunnar. Upplýsing-
amar hér byggjast á tilvísunum í
greinarlok.
Olía og skyld efni
Allar líkur eru á að þáttur olíu
hafi minnkað eða nánast liðið und-
ir lok að öld liðinni. Birgðir eru
a.m.k. svo takmarkaðar, eða erfið-
ar í vinnslu, að líklega fer að draga
úr heildamotkun olíu upp úr 2010,
en þáttur hennar verði orðinn sár-
alítill um 2050.
Skyld efni eru olíuflögur og
tjömsandur, sem má vinna úr olíu.
Áf þessum efnum em til miklar
birgðir en um fyrirsjáanlega
framtíð er vinnsla þeirra of kostn-
aðarsöm til að þau komi til skjal-
anna á næstunni. Nýting þeirra
fer mjög eftir því hvaða leiðir aðr-
ar verða valdar í orkuvinnslu, t.d.
því hvort menn reiða sig almennt
á kjamorku í miklu meiri mæli en
hingað til og þá með nýjum að-
ferðum. Sjá kaflann um kjamork-
una.
Kol og gas
Birgðir kola em vemlegar og
margfalt meiri olíubirgðunum.
Gera má ráð fyrir æ meiri raforku-
framleiðslu úr kolum næstu
hundrað árin. Hafa ber í huga að
núverandi vinnsluaðferð veldur
brennisteinsmengun andrúms-
loftsins (súrt regn). Samkvæmt
neðangreindum heimildum á orku-
framleiðslan eftir að u.þ.b. þre-
faldast á næstu öld. Það er varla
gerlegt nema komið sé í veg fyrir
þá mengun. Slíkt er tæknilega
gerlegt og býður auk þess upp á
vinnslu brennisteins.
í tengslum við þegar téðar orku-
lindir er um að ræða vemlega
orkuvinnslu úr gasi. Sú vinnsla á
eftir að aukast nokkuð frá því sem
nú er, en úr henni mun fara að
draga um leið og dregur úr olíu-
vinnslunni. Þó varir sú vinnsla
allmiklu lengur en orkuvinnsla úr
olíu.
Kjarnorkan
Um þennan þátt orkuvinnslu
ríkir mest óvissa. Skipta má þess-
ari orkuvinnslu í nokkra þætti:
a) Núverandi vinnsluaðferð,
sem nýtir fyrst og fremst úran
235. Það er aðeins örlítill hluti
þess úrans sem fyrirfínnst í náttú-
mnni. Um þessa vinnsluaðferð
stendur vemlegur styrr einkum
vegna tvenns: í fyrsta lagi er
rekstraröryggið umdeilt, ekki síst
vegna kjamorkuslysa í Banda-
ríkjunum 1979, en einkum í Rússl-
andi 1986. í öðm lagi er erfitt
(þ.e. dýrt) að losna við geislavirk
langæ úrgangsefni sem henni
fylgja. Birgðimar em og svo tak-
markaðar, að sjá má þær ganga
til þurrðar um fyrirsjáanlega
framtíð.
b) í eldiskjamakljúfum em úran
238 og þóríum ummynduð og gerð
vinnsluhæf. Þessi samsæta úrans
nemur meira en 99 prósentum
náttúmlegs úrans, svo að orku-
birgðimar em mjög miklar. Á hinn
bóginn er rekstraröryggi slíkra
kjamakljúfa minna en venjulegra
kjarnakljúfa sem heyra undir að-
ferð a). Og er þá þegar langt til
jafnað.
c) Kjamasamruni: Meðal stór-
veldanna er sífellt unnið að því
að framkalla kjarnasammna sömu
gerðar og gerist í vetnissprengj-
um, semsé að litlir kjamar (vetni
o.þ.h.) renni saman í stærri. Orku-
lindin er óþrjótandi ef til næst
(vatn jarðar). Tækniörðugleikar
em miklir. Halda þarf „eldsneyt-
inu“ við hitastig sem nemur tugum
milljóna gráða í ákveðinn tíma.
Hitastiginu er Ld. reynt að ná
með að láta fjölda orkuríkra leysi-
geisla skerast í efninu. í öðm lagi
er ógerlegt með venjulegum að-
ferðum að hemja efni við þetta
hitastig. Allt sem kemst í samband
við svo heitt efni gufar upp. Verið
er að reyna að hemja efnið inni í
sterku segulsviði, en segulsvið
gufar ekki upp.
Það er aðeins talin spuming um
tíma og ijármagn að leysa þessi
tækniatriði. Oft heyrist lauslega
spáð að sú lausn taki nokkra ára-
tugi, án þess að sú spá heyrist
byggð á nokkmm rökum.
Auk þessara orkulinda ber auð-
vitað að nefna vatnsorkuna. Hlut-
ur hennar mun enn um sinn fara
vaxandi, þótt nýtingarmöguieikar
séu takmarkaðir. Sólarorku, sjáv-
arföll og vindorku ber að taka til
athugunar einnig. Enn er ónefnd
vemleg orkulind sem er bundin
við hitabeltið og heittempraða bel-
tið. En einmitt á þeim slóðum er
líklegt að orkunotkun vaxi hvað
örast. Þessi orkulind felst í að
nýta hitamun yfirborðssjávar og
djúpsjávar aðeins um kílómetra
neðar. Þar er sjórinn um 20°C
kaldari en við yfirborð. Sé honum
dælt upp á yfirborð, felst í honum
(ásamt hinum heitari sjó) ótak-
mörkuð orkulind.
(Helstu heimildir: Energy Glob-
al Prospects 1985—2000.
Workshop on Altemative En-
ergy Strategies, McGraw-Hill
(1977).
Bent Elbæk: Verdens En-
ergibehov, Gamma, Niels Bohr
Instituttet (júní 1979).)
Garðabær:
Stefnt að
gerð golf-
vallar
BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ
vilja leigja Vetrarmýri í landi
Vífilsstaða af ríkinu, með það
fyrir augum að gera þar golf-
völl. Starfsmannaráð Ríkisspít-
alanna hefur einnig hug á að
nýta þetta svæði, en endanleg
ákvörðun um ráðstöfun þess
hefur ekki enn verið tekin.
Vetrarmýri er norðan Vífíls-
staða, austan nýju Reykjanes-
brautarinnar. Landið er undir
stjóm Heilbrigðisráðuneytisins og
er ætlunin að þar rísi spítalabygg-
ingar einhvern tíman í framtíð-
inni. Af þeim sökum leggur ráðu-
neytið mikla áherslu á að ekki
verði byggt þar á næstunni, heldur
verði landið nýtt sem útivistar-
svæði.
Golfklúbbur Garðabæjar hefur
um nokkurra ára skeið haft hug
á að gera golfvöll í Vetrarmýri,
og nýtur sú hugmynd stuðnings
bæjaryfírvaldanna. Starfsmannar-
áð Ríkisspítalanna hefur einnig
haft áhuga á því, að svæðið verði
nýtt sem útivistarsvæði fyrir
starfsfólk og sjúklinga spítalanna,
einkum Vífilstaða:
Bæjaryfirvöld í Garðabæ og