Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
Göngudagur fjölskyldunnar í dag:
Gengið á Esju og farið í Viðey
Göngudagur fjölskyldunnar er
í dag. Ungmennafélag Islands og
Bandalag íslenskra skáta standa
fyrir Göngudeginum. Gengið
verður um allt land og fara hér
á eftir upplýsingar um ferðir á
nokkrum stöðum.
Reykvíkingum býðst Viðeyjar-
ferð á Göngudaginn. Farið verður
kl. 14 frá Kornhlöðunni í Sunda-
höfn og verður Hafsteinn Sveinsson
leiðsögumaður. Bátsferðin kostar
300 kr. fyrir fullorðna og 100 kr.
fyrir börn.
Kópavogsbúar ganga á Esju og
verður lagt af stað frá Borgarholts-
braut 7 kl. 10. Gengið verður frá
skátaskálanum Þristi í Þverárdal
og geta göngumenn valið sér lengri
og styttri gönguleiðir; þá lengstu
upp á Esju. Göngustjóri verður Jón
Haukur Steingrímsson.
Frá Njarðvík verður farið á
Trölladyngju, Höskuldarvelli, Spá-
konuvatn, Grænavatn og Vigdísar-
velli. Mæting er kl. 10 við biðskýlið
í Njarðvík. Skátaflokkurinn Háð-
fuglar, Víkveijum, stjórnar
göngunni. ■
A Selfossi verða 2 göngur, kl.
13 hefst ganga íþróttafélags fatl-
aðra, við Sundhöllina. Gengið verð-
ur að Svarthóli, 5 km leið, þar sem
golfíþróttin verður kynnt göngu-
mönnum auk kennileita á leiðinni.
Göngudagur
fjölskyldunnar
Ungmennafélag Selfoss efnir til
göngu að Ingólfsfjalli og að Ingólfs-
vörðu og verður lagt af stað frá
Tryggvaskála kl. 14.
Ungmennafélögin í Húnavatns-
sýslu eystri sameinast í eina göngu
frá bænum Ártúnum og leggja upp
kl. 14. Gengið verður á Tunguhnjúk
í Langadal og verða sætaferðir frá
Félagslundi, Blönduósi kl. 13.30.
Göngustjóri verður Jón Tryggva-
son.
í Vík verður gengið upp með
Víkurgili og Víkurá. Lagt verður
af stað kl. 11 og gengið í um 2
tíma. Göngustjóri er Margrét Guð-
jónsdóttir.
Umf. Dyrhólaey gengur
Hvammsgil. Lagt verður af stað kl.
Hitaveita Reykjavíkur:
70% tekna til framkvæmda
VEGNA fréttar um hækkun á
gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur
í blaðinu í gser, vill Eysteinn
Jónsson skrifsstofustjóri, taka
fram að;
„Rétt er frá greint að gengis-
lækkun hefur lítil áhrif á ijárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar hvað
viðkemur erlendum lánum. Hins-
vegar hefur gengislækkun að sjálf-
sögðu mikil áhrif á allt verðlag í
landinu. Vísitala byggingarkostn-
aðar hækkar til dæmis verulega og
öll hækkun byggingarvísitölu hefur
bein áhrif á fjárhagsáætlun Hita-
veitu Reykjavíkur. Rúmlega 70%
af öllum tekjum veitunar árið 1988
fer til nýframkvæmda, aðallega til
Nesjavallavirkjunar."
14 frá bænum Götu, göngustjóri
er Jón Hjaltason.
í Bíldudal verður 2 tíma fjöl-
skylduganga fram Bíldudal út að
Haganesi og þaðan haldið um
Otradal. Lagt verður af stað frá
blokkinni kl. 14.
I Fellahreppi verður gengið að
Urriðavatni og er göngustjóri
Gunnar Vignisson. I Hvolhreppi sér
umf. Baldur um gönguna, göngu:
stjóri er Guðlaug Oddgeirsdóttir. I
Gnúpveijahreppi stendur ung-
mennafélagið fyrir göngu, göngu-
stjóri er Guðný Guðnadóttir. Umf.
Hrafnkell Freysgoði á Eskifirði
verður með göngu, sem Björgvin
Þórðarson í Selnesi stjómar.
íþróttafélagið Leiftur á Ólafsfirði
gengur inn Kálsárdal, göngustjórar
verða Magnús Stefánssop og Svein-
björn Árnason á Kálsá. íþrf. Grett-
ir á Flateyri efnir til göngu, og
verður Ragna Óladóttir göngu-
stjóri. Umf. Efling í Mývatnssveit
verður með göngu sem Sverrir
Haraldsson, Hólum Reykjadal,
stjómar. Göngu umf. Súlunnar á
Stöðvarfirði stjórnar Kjartan Guð-
jónsson. Unmennafélögin á Höfn í
Hornafirði verða með sameiginlega
göngu sem Regína Hreinsdóttir
skipuleggur. Umf. Ármann, Kirkju-
bæjarklaustri verður með göngu,
göngustjóri er Valgeir Ingi. Jón
Sigurðsson verður göngustjóri hjá
umf. Neista Djúpavogi. Umf.
Skeiðamanna verður með göngu
sem Kjartan Ágústsson stýrir.
Umf. Hjalti í Skagafirði leggur upp
frá Garðaholti í Hjaltadal og geng-
ur yfir að Hríshól að Asgarðs-
brekku. Göngustjórar verða Sigur-
björn Garðarsson ,og Pálmi Ragn-
arsson.Ingimar JónsSon skipulegg-
ur Göngudaginn á Dalvík.
í Hveragerði verður Göngudagur
á sunnudag. Gengið verður inn
Reykjadal og verður lagt af stað
frá Iþróttahúsinu kl. 13. Göngu-
stjóri verður Ingibergur Siguijóns-
son.
Áhugafólk og leikarar standa að leiksmiðju á Arnarstapa dagana
1.—15. júlí nk.
Leiksmiðja á Arnarstapa
LEIKSMIÐJA á Arnarstapa verð-
ur haldin dagana 1.—15. júlí og
24.júlí til 7.ágúst. Þetta er 4. suma-
rið sem áhugafólk og leikarar
standa að þvi að fá hingað til lands
Kevin Khulke, leiksfjóra og leik-
listarkennara við New York Uni-
versity, þar sem hann kennir við
tilraunar-leildistardeild (experi-
mental wing).
Guðmundur Bogason mun kenna
leikræna bardagalist og hreyfilist,
en bæði þessi form auka líkams-
styrk, nákvæmni og færni í hreyfing-
Athygli Kevins mun beinast að
vinnuformi sem styrkir skapandi eig-
inleika leikarans og gefur honum
aðgang að þeim krafti sem hann býr
yfir, tengir rödd og líkama, eykur
einbeitingu og brýtur upp vanaform
gegnum spuna og „impuls“vinnu.
Með þennan grunn verður síðan unn-
ið með texta úr klassískum verkum.
Skráning á þátttakendum stendur
nú yfir og er fjöldi takmarkaður við
16. Nánari upplýsingar er að fá hjá
Önnu E. Borg.
(Fréttatilkynning)
Kjör í stjórn deildar fiskvinnslufólks:
Verið er að kalla ^
klofning yfir VMSÍ
- segir sljórn Árvakurs á Eskifirði
í SKÝRSLU sljómar verkamanna-
félagsins Árvakurs á Eskifirði
kemur fram hörð gagnrýni á
kosningu í stjóm deildar fisk-
vinnslufólks á aukaþingi VMSÍ,
25 fyrirlestrar í Coloradoháskóla:
Landnám Islendinga einhver falleg-
asti atburður sem átti sér stað
- segir Hermann Pálsson prófessor
HERMANN Pálsson, prófessor í
íslensku við Edinborgarháskóla,
er á förum til Colorado í Banda-
ríkjunum þar sem hann mun
flytja 25 fyrirlestra við háskól-
ann þar. Að sögn Hermanns mun
hann í fyrirlestrum sínum meðal
annars fjalla um íslendingasög-
ur, fornaldasögur, konungasög-
ur, víkingana og íslendinga al-
mennt „og ekki aðeins almennt
heldur einnig á sérstakan hátt,
það er hvernig Islendingar vom
öðmvísi en aðrir,“ sagði Her-
mann í samtali við Morgunblaðið.
„íslendingar varðveitt tungu
sína, sem er þó yngsta þjóðtunga
Evrópu. Það eru ekki allir sem átta
sig á því," sagði Hermann. _,,Hvar
sem þú ferð um Evrópu, frá Irlandi
og austur í Úralfjöll þá finnur þú
enga þjóðtungu eins unga og
íslenskuna. Annað atriði, sem menn
gleyma oft, og ég hef verið að préd-
ika um í mörg ár, er að ef þú lítur
á sögu álfunnar, alveg frá áttundu
öld og fram til 1500, þá var land-
nám Islendinga einhver fallegasti
atburður sem átti sér stað og sá
atburður sem bar af öllu öðru sem
gerðist á þessum tíma í Evrópu.
Menn tala mikið um víkingana og
að þeir hafi verið vandræða fólk
og menn rugla íslendingum saman
við víkinga. En íslenska stefnan á
þessum tíma var þveröfug við
stefnu víkinganna. Víkingar ruddu
sér til rúms og valda þar sem aðrir
voru fyrir, annað hvort með því að
ræna gripum og fjármunum fólks
eða að þeir tóku af því landið. Þeir
sem fóru til íslands höfðu allt aðrar
hugmyndir og settu á stofn nýtt
þjóðfélag án þess að hafa konung.
Þetta gerir íslendinga frábrugðna
öllum öðrum þjóðum í Evrópu.
Það er margt fleirá sem greinir
íslendinga frá öðrum þjóðum. Eitt
er að sjálfsögðu fjarlægðin frá öðr-
um löndum, en í Evrópu á tíundu
öld og frameftir bjuggu þjóðir hlið
við hlið og kannski aðeins ein ársp-
ræna sem greindi í sundur þjóðir,
sem höfðu mismunandi trú og
töluðu ólíkar tungur. í þriðja lagi
má nefna að Islendingar fóru
snemma að skrifa sögur um sjálfa
sig, ekki um konunga heldur um
venjulegt fólk og það átti sér hvergi
stað annars staðar. Ástæðan til
þess er fyrst og fremst sú að á ís-
landi lenti þjóðin að sumu leyti í
einangrun, en að öðru leyti í öryggi
frá utanaðkomandi árásum vegna
þessarar einangrunar. I Vatns-
dælasögu er það talið einn höfuð-
kostur landsins hvað það er langt
í burtu frá „konungum og illræðis-
mönnum," eins og það er orðað.
Orðið illræðismenn gæti þama átt
Hermann Pálsson prófessor
við víkinga sem fóru með ránum
og rupli hingað og þangað. Konung-
ar, sem skeyttu engu um lög lands-
ins, voru einnig hættulegir þjóðinni.
Þegar Islendingar áttuðu sig á
þessu, hve ólíkir þeir vom Norð-
mönnum og öðrum Evrópumönn-
um, á elleftu öld, þá fóru þeir hugsa
um hlutina alveg frá rótum. Þannig
spretta upp, ekki aðeins Landnáma-
bók, sem er fæðingarvottorð heillar
þjóðar, heldur einnig íslendingasög-
urnar. Helsti munurinn á til dæmis
Njálu og Heimskringlu, sem bæði
eru stórkostleg verk, er sá að í
Heimskringlu er þessi mikla áhersla
lögð á konungdóm, konungshug-
sjón og konungsvald. Ekki það að
Snorri sjálfur væri aðdáandi þess,
heldur var óhjákvæmilegt að taka
þetta til greina til að skýra sögu
Noregs. í Njálu hins vegar er fólk,
bæði gott og illt, án tillits til stétta-
skiptingar. Hún fjallar um venjulegt
fólk og um leið um mannkynið í
heild og almenn gildi fyrir mann-
inn. Góður rithöfundur sem skrifar
um Noregskonunga verður að lúta
öðrum lögmálum en góður rithöf-
undur sem skrifar um íslendinga.
Þó get ég vel trúað því að Snorri
hafi skrifað Egilssögu, og hafi svo
verið er hann þar með hugmyndir
andsnúnar konungsvaldinu. Menn
gátu velt fyrir sér andstæðum hug-
myndum om þessa hluti. Vel gefið
fólk getur yfirleitt litið á hlutina frá
ólíkum sjónarhólum.
Þetta er aðeins brot af því sem
ég mun tala um í þessum fyrirlestr-
um, en í heild nefni ég fyrirlestrana
„íslenskar fomsögur og heimur
víkinga". Ég mun fjalja nokkuð
nákvæmlega um ýmsar íslendinga-
sögur, meðal annars Njálu, Hrafn-
kelssögu, Grettlu og Laxdælu svo
nokkrar séu nefndar og svo, eins
og áður er getið, mun ég ræða um
heim víkinga og íslendinga al-
mennt,“ sagði Hermann Pálsson
prófessor.
sem haldið var í vor. Segir að með
þvi að kjósa ekki einn einasta full-
trúa, sem verið hefur í andstöðu
við forystu VMSÍ, í stjórn deildar-
innar, sé verið að kalla klofning
yfir Verkamannasambandið.
Ennfremur segir að það sé vand-
séð til hvers félög, sem engra áhrifa
fá notið innan VMSÍ, borgi þangað
stórfé til þess að halda gangandi
starfsemi, sem oft á tíðum vinni gegn
samþykktum viðkomandi félaga.
Formaður Árvakurs, Hrafnkell A.
Jónsson, segir þó í skýrslunni að það
sé sín skoðun að Árvakur eigi um
sinn að starfa innan sambandsins og
reyna að hafa þar áhrif, þótt þær
aðferðir sem notaðar hafi verið af
forystu VMSÍ þreyti óneitanlega.
Þá er einnig í skýrslunni fram-
kvæmdastjóri VMSÍ gagnrýndur fyr-
ir að túlka í fjölmiðlum sjónarmið
meirihluta sambandsins. Hann eigi
að koma fram sem fulltrúi allra fé-
laga VMSÍ.
í skýrslunni segir að sundrung
verkalýðshreyfíngarinnar í kjara-
samningunum í vetur megi rekja til
þess hvemig staðið var að afgreiðslu
kjaramálaályktunar á formannafundi
VMSÍ í haust er leið, þegar fulltrúar
ellefu félaga af landsbyggðinni þar
á meðal Arvakurs gengu af fundi.
Rakið er hvemig viðræður og af-
greiðsla kjarasamninga gekk fyrir
sig í stómm dráttum og sagt að
Akureyrarsamningurinn hafí miðað
við allar aðstæður ekki verið neitt
neyðarbrauð. Taka verði tillit til þess
við mat á samningnum að breyting
á bónuskerfí fískvinnslufólks að fyr-
irmynd Alþýðusambands Vestijarða
hafí haft í för með sér meðaltals-
launahækkun, sem sé í kringum 10%.
Leiðrétting
Í frétt um kaup Reykjavíkur-
borgar á fjórum íbúðum við
Tjarnargötu, var ranglega farið
með númer hússins. Hið rétta er
Tjarnargata 10 c en ekki 10 b.
Er beðist velvirðingar á þessum
mistökum.