Morgunblaðið - 25.06.1988, Síða 29

Morgunblaðið - 25.06.1988, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 29 Ráðstefna matvörukaupmanna: Stærri verslanir á sífellt færri hendur Sama þróunin 1 matvöruverslun á Norðurlöndunum NORRÆN ráðstefna matvöru- kaupmanna var haldin að Hótel Ork 20. júni siðastliðinn. Kom þar fram að þróun í matvöru- verslun hefur verið svipuð á Norðurlöndunum. Smærri versl- anir eru óðum að hverfa og við taka fáir en sífellt stærri stór- markaðir. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Skýrðu þeir frá efna- hagsástandi og stöðu matvöruversl- unar í sínu heimalandi og hver þjóð hafði einnig framsögu um eitt ákveðið efni. Af íslands hálfu var fjallað um verðkannanir hins opinbera hér á landi. Að sögn Magnúsar Finnsson- ar, framkvæmdastjóra Kaup- mannasamtakanna, kom í ljós að verðkönnunum er hvergi hagað á sama hátt og hér. Á hinum Norður- löndunum eru strangar reglur um þessi mál og verð er ekki borið saman í ólíkum tegundum verslana. Fulltrúar Dana fjölluðu um aukn- ar kröfur hins opinbera um um- hverfi og aðbúnað starfsfólks. Preben Hoyen formaður samtaka matvörukaupmanna i Danmörku sagði að ný lög um aðbúnað og umhverfi hefðu valdið vandamálum þar í landi. Sem dæmi má nefna lög um rými á hveijum kassa, lýsingu og álag. Lögin þykja að hans sögn ströng og verslunareigendum veit- ist erfitt að fylgja þeim. Svíar sögðu frá reglum um sértil- boð og kom fram að þar í landi má ekki auglýsa tilboð nema þau standi í ákveðinn tíma. I erindi Finna var fjallað um verðstríð.þar í landi og mikla fækk- un verslana í framhaldi af því. Hans Saure formaður samtaka i Morgunblaðið/Bjami F.v. Guðjón Oddsson, Hans Saure frá Noregi og Preben Hoyen frá Danmörku, allir formenn samtaka matvörukaupmanna í sínu heimal- andi. Lengst t.h. er Magnús Finnsson framkvæmdastjóri samtakanna hér á landi. matvörukaupmanna í Noregi skýrði frá gífurlegri fækkun verslana þar. Árið 1976 voru verslanir um tíu þúsund en tíu árum seinna hafði þeim fækkað í um sjö þúsund. Helstu aðgerðir Norðmanna gegn þessari þróun eru opinberar styrkveitingar til að halda smærri verslununum, sérstaklega þegar verslunin er sú síðasta í ákveðnum þéttbýliskjarna. Framsöguerindi Norðmanna fjallaði um þá venju heildsala, að taka ákveðna þóknun fyrir pantanir og baráttu kaupmannasamtakanna gegn þessu. Guðjón Oddsson formaður Kaup- mannasamtakanna sagði það athyglisvert að á öllum Norðurlönd- unum væri þróunin sú sama. Versl- unum fækkar og þær sem eftir eru stækka. I Reykjavík eru 70% velt- unnar hjá 6 fyrirtækjum með 19 verslanir og frá árinu 1975 hafa fimm búðir á ári verið lagðar niður. Vandamál í sambandi við opnun- artíma eru svipuð og hérlendis en vaktakerfi starfsmanna í verslunum tíðkast hvergi. Að sögn Guðjóns eru í Noregi lög um að kreditkortaeigendur skuli bera kostnað af þeim sjálfir. Greiða þeir 3—8 af hundraði hærra verð en þeir sem staðgreiða. Notkun kortanna þar er mun minni en hér- lendis. Heildsalar með matvöru eru að sögn Guðjóns mun fleiri á íslandi en annars staðar, til dæmis eru innan við tíu heildsölufyrirtæki í flestum nágrannalöndunum en hátt á annað hundrað hér. Ráðstefnugestir skoðuðu nokkr- ar verslanir í Reykjavík og þótti aðbúnaður mjög til fyrirmyndar. Kjarnorkuúrgangur: Vinnslustöðvar verði ekki byggðar valdi þær mengun Ályktun Lissabonfundar um varnir gegn mengun sjávar SAMKOMULAG náðist milli ís- lendinga og Frakka um nýja til- lögu varðandi byggingu endur- vinnslustöðva kjarnaúrgangs, á 10. ársfundi Parísarsamningsins um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum, sem haldinn var í Lissabon 15. til 17. júní. Rætt var um losun næringarsalta í sjó í framhaldi af vexti þörunga við strendur Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Þá var fjallað um mengun af völdum þungmálma eins og kvikasilfurs og kadmiums, og PCB. Öll aðildarlönd Parísarsamnings- ins nema Frakkland samþykktu í fyrra tillögu íslendinga um varnir gegn mengun vegna kjarnaúrgangs, en að sögn Magnúsar Jóhannesson- ar, siglingamálastjóra, se_m sat árs- fundinn 'ásamt Gunnari Ágústssyni, deildarstjóra, náðist nú samkomuiag við Frakka um tillögu sem samþykkt var samhljóða. í henni felst að samn- ingsríki skuldbinda sig til að stækka ekki eða byggja nýjar endurvinnslu- stöðvar nema á undan fari athugun á mengunarhættu og ríki geti sýnt fram á að starfsemi stöðvanna valdi ekki mengun á hafsvæðum samn- ingsins. Magnús segir að með sam- þykktinni hafi verið viðurkennt að auk heilsufars þeirra sem neyta fisk- afurða þurfi að taka tillit til fisk- veiða. Jafnframt var samþykkt tih laga, varðandi stöðvar sem þegar eru fyrir hendi, um að ávallt sé beytt fullkomnustu tækni sem völ er á til að minnka og uppræta eftir föngum losun geislavirkra úrgangsefna í sjó. Samþykkt var á fundinum ályktun um að draga verulega úr losun nær- ingarsalta köfnunarefnis og fosfórs á svæðum þar sem hætta er á meng- un. Tilefni ályktunarinnar var m.a. vöxtur þörunga í Norðursjó, Skager- ak og Kattegat í lok maí og byijun júní . Gert er ráð fyrir að losun á næringarsöltum í sjó á þessum svæð- um hafi minnkað um 50% fyrir 1995 frá því sem hún var 1985. Skipaður var vinnuhópur til að finna leiðir að markmiðinu og samræma aðgerðir ríkja. íslendingar og fleiri ríki höfðu þann fyrirvara á samþykki sínu að ekki væri þörf á að draga úr losun fosfór- og köfnunarefnasambanda við strendur landsins. Magnús Jó- hannesson sagði að þó þyrfti að fylgj- ast með þróun í fiskeldi hérlendis. Ef mikið magn næringarsalta væri losað frá fiskeldisstöðvum á sama strandsvæði gæti það valdið vand- ræðum. Þá sagði Magnús að ræða ætti við ýmis lönd í Austur-Evrópu Morgunblaðið/ppj Douglas DC-3 á leið til hátíðahaldanna í Berlín þar sem loftbrúarinn- . ar er minnst. Loftbrúarinnar til Berlínar minnst GÖMUL flugfvél af gerðinni Douglas DC-3, sem var á leið- inni yfir Atlantshaf til Banda- ríkjanna, lenti á Reykjavíkur- flugvelli fyrir skömmu. Það er svo sem ekkert merki- legt við það að flugvél af þessari gerð lendi hér, því slíkt gerist allt- af nokkrum sinnum á ári. Það sem vakti athygli var ástæða ferðar- innar, en vélin var á leiðinni til Vestur-Þýskalands þar sem hún mun taka þátt í hátíðahöldum í tilefni þess að fjörutíu ár eru nú liðin frá því að loftbrúin til Berlín- ar hófst. Það var í júní árið 1948 sem Sovétstjóm lokaði öllum að- komuleiðum Bandamanna til Berlínar á landi og eina leiðin til að sjá borginni fyrir lífsnauðsynj- um var í loftinu. Loftbrúin stóð yfir fram í september árið 1949 en alls fluttu flutningavélar Bandaríkjamanna og Breta um 2,3 milljón tonn af varningi til borgar- innar í rúmlega 277.500 ferðum. o INNLENT Doktorsvörn í rafmagnsverkfræði um að gerast aðilar að Parísarsamn- ingnum, þar sem mengun frá þeim gæti borist með ám út á hafsvæði sem samningurinn tekur til. ÞÓRÐUR Runólfsson raf- magnsverkfræðingur varði ný- lega doktorsritgerð sína við rafmagnsverkfræðideild há- skólans í Michigan í Banda- ríkjunum. Ritgerðin, sem nefn- ist „Aiming Control“, er á sviði fræðilegrar reglunartækni og fjallar um miðunarstýrinar á línulegum, líkindadreifðum kerfum. Þórður lauk B.S. prófi í raf- magnsverkfræði og stærðfræði við Wisconsin háskóla í Madison, vorið 1983, en hóf rannsóknir sínar á Ann Arbor, Michigan, haustið 1984. Hann hefur, auk doktorsrit- gerðarinnar, skrifað sex fræðileg- ar greinar sem birst hafa, eða munu birtast, í verkfræði— og stærðfræði tímaritum. Foreldrar Þórðar eru Runólfur Þórðarson og Hildur Halldórs- dóttir. Hann er kvæntur Önnu Þórður Runólfsson, doktor í raf- magnsverkfræði. Sigrúnardóttur, bókmenntafræð- ingi, og eiga þau eina dóttur. Stofnun Jóns Þorlákssonar: „Eign handa öllum“ Ritgerð um sölu ríkisfyrirtækja og einkavæðingu ÚT er komið ritið „Eign handa öllum“ eftir Steingrím Ara Ara- son hagfræðing og dr. Hannes Hólmstein Gissurarson stjórn- málafræðing. Þar er rætt um möguleikana á sölu ríkisfyrir- tækja, afnámi einokunar og ann- ars konar einkavæðingu hér á landi. Höfundar komast að þeirri niður- stöðu, að færa mætti fyrirtæki frá ríkinu til einkaaðila fyrir um það bil 40 milljarða. Þeir telja, að árlega kosti það um tvo milljarða í glötuð- um tækifærum að ríkið annist þenn- an rekstur. Á meðal þeirra fyrirtækja sem höfundar telja koma til greina að selja, eru ríkisbankamir þrír, Landsvirkjun, Póstur og sími, Áburðarverksmiðjan, ÁTVR, Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli og Brunabótafélagið, auk fleiri fyrir- tækja í eigu opinberra aðila. Höfundar telja það veigamestu röksemdirnar fyrir einkavæðingu, að þannig dreifist hagvaldið til fólksins, fyrirtækin verði betur rek- in og geti skilað meiri arði. Einnig geti ríkið með þessum hætti aflað Qár til endurskipulagningar eða til að greiða niður erlendar skuldir. Ritgerðin „Eign handa öllum“ er 1. hefti 4. árgangs rannsóknarrita Stofnunar Jóns Þorlákssonar. Stofnunin hefur starfað frá árs- bytjun 1983 og hefur dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson verið fram- kvæmdastjóri hennar frá upphafi. Ritið er 68 síður að lengd. Það er offsetfjölritað hjá Letri hf. í Kópavogi. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.