Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
31
/
Kaledónía:
Kanökum boðið tíma-
bundið sjálfstæði
París, Reuter.
NÝ stjórn sósíalista í Frakkl-
andi hefur boðið kanökum í
Nýju-Kaledóníu timabundna
sjálfstjórn. Með tilboðinu vill
stjórnin í París freista þess að
koma á friði í þessari fjarlægu
nýlendu sinni.
Á fimmtudag boðaði forsætis-
ráðherra stjórnarinnar, Michel
Rocard, til fundar með fulltrúm
aðskilnaðarsinna og þeirra sem
halda vilja ríkissambandinu við
Frakkland. Á fundinum kynnti
Rochard tillögur stjórnarinnar sem
felast í því að eyjunum verði að
ári liðnu skipt í þrjú sjálfstæð
áhrifasvæði. Þetta fyrirkomulag
vill stjómin svo að reynt verði um
tíma eða þar til kosið verður um
sjálfstæði landsins árið 1998.
Þegar kosið var um sjálfstæði
landsins í fyrra völdu íbúamir með
yfírgnæfandi meirihluta atkvæða
að halda sambandinu við Frakka.
og vonast til að þær verðir til að
koma á ró í Kaledóníu.
Skakki turn-
inn í Pisa
hallast enn
Pisa, Reuter.
SKAKKI turninn í Pisa hallar æ
meir með hveiju árinu sem líður.
Mælingar em gerðar af háskóla
borgarinnar 21. júní á hveiju ári
og frá því í fyrra hafði hallinn auk-
ist um 1,29 millimetra. Gæslumaður
tumsins áætlar að ef þessi þróun
haldi áfram muni tuminn velta um
koll eftir hundrað ár. Orsökin fyrir
hallanum er landsig en sérfræðing-
ar leita nú ráða til að styrkja undir-
stöður hans. Skakki tuminn i Pisa
er 56 metra hár klukkutum sem
stendur við grasi vaxið torg í miðbæ
Pisa.
Vaxtarskeið engisprettu
Á myndinni má sjá hin ýmsu vaxtarskeið engisprettu og stærð hennar frá einu hamstigi til ann-
ars. Lengst til hægri er liðfætlan fullþroska. Gífurlegur engisprettufaraldur veldur miklum usla
í Norður-Afríku um þessar mundir. Stefna risastór engisprettuský suður yfir Sahara og einnig
hafa þau breiðst til Saudi-Arabíu.
Kaledónísku fulltrúamir vildu
lítið láta hafa eftir sér á fimmtu-
dag eftir 90 mínútna langan fund
með Rochard.„Það særðist eng-
inn“ sagði Jacgues Lafleur, fulltrúi
sambandssinna, við blaðamenn
eftir fundinn. „Ekki svo slæmt,
ekki svo slæmt“ sagði Jean-Marie
Tijibaou, fulltrúi aðskilnaðarsinna.
Næsti fundur Rochard með þeim
Lafleur og Tijibaou verður á
þriðjudag en þangað til munu full-
trúamir íhuga tilboð forsætisráð-
herrans. Yfírvöld í Ástralíu og
á Nýja Sjálandi, sem mikið hafa
gagnrýnt afskiptaleysi Frakka í
Kaledóníu, hafa lýst ánægju sinni
yfír samningaumleitunum í París
Kanadísk rannsókn:
Heilsufar háð erfðum
ekki síður en umhverfi
Björgunarmenn fylgjast með enn einni skriðunni, en þræ hafa tafið björgunarstörf mjög. Kcutcr
Skriðuföllin 1 Tyrklandi:
Grjóthrun tefur
bj örgunarstörf
Catak, Tyrklandi. Reuter.
GRJÓTHRUN tafði í gær björgunarstörf í tyrk-
neska þorpinu Catak og eru flestir orðnir úrkula
vonar um að finna megi fólk á lífi undir skriðun-
um, sem færðu þorpið á kaf að nokkru leyti.
Varaborgarstjórinn í Svartahafsbænum Trabzon,
Erkan Isilgan, sagði, að allt að 75 manns hefðu farist
á fímmtudag en vísaði á bug getgátum Rauða hálf-
mánans, Rauða krossins tyrkneska, um að 300 manns
hefðu týnt lífi.
Grjóthrunið olli því, að björgunarmenn urðu að flýja
þorpið og er ekki ráðlegt að vera þar eftir myrkur.
Átti að reyna að grafa upp veitingahús, sem skriðan
færði á kaf, en þó er talið víst, að þar geti enginn
verið á lífí. Ekki er alveg vitað hve margt fólk var í
Stækka5
SOVETRIKIN
svæði
Stórrignmgar
valdaskriöu-
föllum
Svartahaf
Istartbul
r Trabzon
Ankara* Catak
TYRKLAND
SÝRLAND r IRAK
Morgunblaöift/ AM
veitingahúsinu þegar hörmungamar dundu yfir en
heyrst hefur að þar hafí verið allt að 100 manns.
Vancouver, Kanada. Reuter.
ERFÐIR skipta jafnmiklu og um-
hverfi þegar finna á út hvetjir
muni fá sjúkdóma og hvenær þeir
muni fá þá, segir Patricia Baird,
prófessor við háskólann i Bresku
Kólumbíu.
Baird sagði í viðtali við Reuter á
miðvikudag, að niðurstöður hennar
bentu til þess, að unnt væri að draga
mjög.úr sjúkdómahættu með því að
erfðagreina fólk á ungum aldri.
Þannig mætti finna þá, sem við-
kvæmastir væru fyrir hveijum sjúk-
dómi, allt frá heymæði til hjarta-
kvilla.
„Ef okkur tækist að fínna sumt
af því fólki, sem hætt er við ákveðn-
um sjúkdómum vegna erfða, meðan
það er enn á æskuskeiði, gæfíst okk-
ur færi á að grípa til fyrirbyggjandi
aðgerða."
Gallaðir arfberar gefa rangar fyr-
irskipanir, svo að af geta hlotist
fæðingargallar eða truflanir á
líkamsstarfseminni.
Baird, sem er yfírmaður erfða-
rannsóknadeildar háskólans, rann-
sakaði ásamt aðstoðarmönnum
sínum heilsufarsskýrslur rúmlega
einnar milljónar ungmenna frá 60
heilsugæslustofnunum, og tók rann-
sóknin þijú ár. Niðurstöðumar birt-
ust í maíhefti American Joumal of
Human Genetics, en voru kynntar
almenningi á miðvikudag.
Baird og félagar hennar sýndu
fram á, að vísbendingar um erfða-
galla fínnast hjá um 8% fólks innan
25 ára aldurs og 5,3% hafa þá þegar
fengið sjúkdóma, sem ótvírætt verða
raktir til erfðaþátta.
„Flestir halda, að erfðasjúkdómar
séu mjög sjaldgæfir,“ segir Baird.
„Niðurstöður okkar sýna, að fólk fær
að kenna á þeim — og þar með heil-
brigðiskerfíð — jafnvel áður en það
nær 25 ára aldri."
Baird staðhæfir, að það stafi fyrst
og fremst af erfðum, en ekki um-
hverfisþáttum, hver fær hvaða sjúk-
dóm og hvenær. Hún segir, að þeir,
sem séu viðkvæmir fyrir vissum sjúk-
dómum vegna erfða, veikist eftir að
„fituríkt fæði okkar Vesturlandabúa,
reykingar og umhverfísmengun hafa
lagt sitt af mörkum".
Þeir, sem hafa arfgengt næmi
fyrir hjartasjúkdómum mundu ekki
fá hjartaáfall, ef næmið væri upp-
götvað nógu snemma og viðkomandi
einstaklingum ráðlagt rétt matar-
æði, sagði Baird.
Hún sagði, að þetta væri um-
fangsmesta rannsókn af þessu tæi
til þessa. Næst ætlar hún að snúa
sér að eldri kynslóðinni.
„Þessi rannsókn náði til fólks inn-
an 25 ára aldurs, en búast má við,
að hjá eldri kynslóðinni séu erfðagall-
amir, sem fram koma, þegar aldur-
inn færist yfír, tvöfalt eða jafnvel
þrefalt fleiri," sagði Baird.
^ Reuter
Oður byssumaður
í borginni Marseilles í Frakklandi trylltist maður nokkur í gær
og hóf linnulausa skothrið á vegfarendur út um glugga á íbúð
sinni. Til allrar hamingju varð hann engum að bana en þrír veg-
farendur og lögregluþjónn slösuðust alvarlega. Lögreglan réðist
inn í íbúð mannsins og tókst að yfirbuga hann eftir nokkurn tíma.
Ekki er vitað um tilefni æðis þess, sem rann á manninn.