Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 Fundur viðskiptaráðherra í Bainerd: Ekkert samkomulag um landbúnaðamiðurgreiðslur ívar Guðmundsson fréttaritari Morgunblaðsins, Washington. Reuter Rómversk veggjabrot frá 753f.Kr. Fomleifafræðingar hafa fundið veggjabrot í upprefti á Palatín-hæð í Róm sem þeir telja að séu frá því borgin var stofnuð. Telja þeir sem að greftinum vinna að veggimir séu frá því 753 fyrir Krist þegar sagan segir að Rómúlus hafí byggt borgarvirki á þeim stað sem hann og tvíburabróðir hans, Remus, voru fóstraðir af úlfynju. Hingað til hafa sagnfræðingar litið á söguna af Rómúlusi sem þjóðsögu, en upp- gröfturinn á eftir að breyta því áliti að sögn forráðamanna uppgraftar- ins á Palatín-hæð. Viðskiptaráðherrum vestrænu stórveldanna, sem héldu fund í bænum Brainerd í Minnesota Norður-írland: IRA skaut niður breska herþyrlu Belfast. Reuter. TALSMENN írska lýðveldis- hersins, IRA, sögðu í gær, að liðsmenn hans hefðu skotið nið- ur breska herþyrlu með vél- byssu. Orðrómur var á kreiki um að IRA-mennirnir hefðu notað flugskeyti en svo reyndist ekki vera. Lynx-þyrlan, sem er notuð til liðs- og birgðaflutninga, nauðlenti á fímmtudag eftir að skotið hafði verið á stélhluta vélarinnar og særðist einn flugliðanna lítilshátt- ar. Þyrlan var strax tekin í sundur og flutt burt til rannsóknar. Þetta er í fyrsta sem bresk her- þyrla er skotin niður yfír Norður- Irlandi. Fyrir nokkrum ámm var skotið á tvær Wessex-þyrlur, sem eru miklu stærri en Lynx-þyrlan, en þær þurftu ekki að lenda af þeim sökum. Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞRJÁTÍU manns voru handtekin í fyrrakvöld þegar til mikilla átaka kom milli lögreglunnar og mótmælenda í miðborg Óslóar. Evrópubandalagið: Samið um landbúnað- armálin Luxemborg. Reuter. AÐILDARRÍKI Evrópubanda- lagsins náðu í gær samkomulagi um landbúnaðarverðið og um framlög til bænda. Kom sam- komulagið nokkuð á óvart enda hefur staðið i stappi um þessi mál í nokkra mánuði. Grikkir hafa verið einna þverast- ir í viðræðunum um landbúnaðar- málin en þegar ákveðið var að verða við nokkrum kröfum þeirra féll allt í ljúfa löð. Með samkomulaginu er frystur sá hluti verðsins, sem 10 milljón bændur í Evrópubandalag- slöndunum fá frá ríkinu, og á það að verða til að lækka framlögin í raun og leiða til minni birgðasöfn- unar. Tilhliðrunin við Grikki kostar EB nokkuð á fjórða milljarð ísl. kr. en þeir peningar eiga að leggjast til vegna annars niðurskurðar á land- búnaðarfjárlögunum. Heildarfram- lögin til landbúnaðarins verða því áfram um 1.520 milljarðar ísl. kr. á ári. Hafði fólkið safnast saman til að andmæla verulegum niðurskurði á fjárlögum borgarinnar. Fjárhagur Óslóarborgar er ekki sem bestur um þessar mundir og ákvað borgarstjómin að skera fjár- lögin niður um rúma fimm milljarða ísl. kr. Bitnar niðurskurðurinn ekki síst á framlögum til félagslegrar aðstoðar, til skólanna og almenn- ingssamgangna. Hefur áður verið efnt til mótmæla vegna samdráttar- ins og stundum komið til heiftar- legra slagsmála. Meðal mótmæl- endanna hefur borið mikið á fólki, sem stundar kaffíhúsið Blitz en það reka atvinnuleysingjar og pönkarar. Þegar fyrst var skýrt frá niður- skurðinum reyndu 100 manns frá Blitz að ryðjast inn í Ráðhúsið í Ósló en þá fór þar fram veisla til heiðurs Margréti Danadrottningu. Kostaði veislan sú nærri fímm millj- ónir fsl. kr. Búist hafði verið ólátum í borg- inni í fyrrakvöld og þau létu heldur ekki á sér standa. Voru 30 hand- teknir eins og fyrr sagði og þar á meðal Erling Folkvord, sem situr í borgarstjóm fyrir kommúnista- flokkinn Rauða kosningabandalag- ið. Var hann sektaður um 35.000 kr. ísl. Willy Haugli, lögreglustjóri Ósló- ar, hefur neitað ásökunum um, að lögreglan sé óþarflega harðhent og segir, að flestir mótmælendanna séu „óþjóðalýður og skríll“. Hefur hann heitið því, að kyrrð og friður verði í borginni á næstunni. Útgjöld borgarsjóðsins hafa auk- ist hröðum skrefum síðustu árin en það sama verður ekki sagt um tekj- umar. 1983 voru útgjöldin 13 millj- arðar nkr. en eru nú 19 milljarðar. núna í vikunni, tókst ekki kom- ast að samkomulagi um sameig- inlega stefnu um niðurgreiðslur landbúnaðarvara, sem Banda- ríkin og Kanada hafa hvatt Evr- ópubandalagið og Japan að gera. Það fór því á sömu leið og á leið- togaráðstefnunni í Toronto um síðustu helgi. Landbúnaðar-nið- urgreiðslustefnan er óleyst. Það er haft eftir Clayton K. Ye- utter, viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna, að niðurgreiðslumálið hafi ekki verið opinberlega á dagskrá á Brainerd-fundinum, en hafi hins- vegar verið ítarlega reifað á bak við tjöldin. í þeim umræðum hafi komið greinilega í ljós bilið milli Bandaríkjastjórnar og Kanada ann- arsvegar og Evrópubandalagsins og Japans hinsvegar, og því sé ekkert útlit fyrir samkomulag að sinni. Yeutter viðskiptaráðherra lét svo ummælt, að næsta skrefið í þessu máli yrði tekið á GATT-fundi (Al- þjóðlegar viðræður um viðskipta- og tollamál), sem haldinn verður í Montreal 5. desember næst kom- andi. Þingmenn úr landbúnaðar- nefnd Bandaríkjaþings munu sitja þennan GATT-fund og verði nefnd- armenn fyrir vonbrigðum á þeim fundi sé ekki ólíklegt, að Banda- ríkjaþing taki til sinna ráða í þessu máli, sagði Yeutter viðskiptaráð- herra. Alþjóða vinnumálastofnunin: Hvatt til frjálsrar verslunar með landbúnaðarafurðir Osló: Af log í Osló vegna nið- urskurðar borgarinnar Genf, Reuter. ALÞJÓÐA vinnumálastofnun- in , ILO, hvatti í fyrradag vest- ræn iðnríki og kommúnistaríkin til að aflétta innflutningshömlum á landbúnaðarafurðum frá þriðja heiminum. Þetta kom fram í lokayfirlýsingu ársþings stofn- unarinnar sem staðið hefur í þijár vikur í Genf. ILO leggur til að iðnríkin leggi meiri áherslu á atvinnuþróun í sveitahéruðum ríkjanna. Enn frem- ur segir í yfírlýsingunni að innflutn- ingshömlur iðnríkjanna eigi að miklu leyti sök á hratt lækkandi tekjum þriðja heims ríkjanna og vaxandi atvinnuleysi þar. Vestræn ríki eiga að stefna að því að minnka offramleiðslu sína á matvælum og opna markað sinn fyrir framleiðslu- vörum þriðja heimsins, segir í yfír- lýsingunni. ILO ráðleggur einnig kommún- istaríkjunum að flytja inn meira af matvælum frá þriðja heiminum en einnig verði þau að auka framleiðni í eigin landbúnaði. Þriðja heims ríkjum er ráðlagt að styðja við bakið á litlum og meðalstórum búum og fyrirtækjum sem fullvinna afurðir landbúnaðar- ins; þannig sé hægt að fjölga störf- um. í sumum tilvikum geti það hraðað þróuninni að skipta stórjörð- um í þágu smábænda. Slíkt megi þó aðeins gera á löglegan hátt og bæta verði stórjarðeigendum tjónið. Reuter Lögregla heldur mótmælendum í skefjum. Gyðingar í Austurríki hafa gagnrýnt páfa fyrir að hitta Kurt Waldheim forseta Austurríkis. Páfinn í Austurríki: Fordæmir andgyðinglegan áróður Vín, Mauthausen. Reuter. JÓHANNES Páll páfi annar dvel- ur nú í Austurríki þar sem hann hefur heimsótt útrýmingarbúðir nasista frá því í síðari heimsstyrj- öldinni og hitt austurríska ráða- menn og fulltrúa austurriskra gyðinga. Á fundi sínum með gyðingunum varð páfa tíðrætt um gyðingaof- sóknir nasista. „Þjáningar þessa fólks settu spor í sál mína,“ sagði páfi sem sjálfur hjálpaði pólskum gyðingum að flýja í stríðinu. „Það væri óréttlætanlegt og ósatt að kenna kristindómnum um ofsókn- imar,“ bætti hann við. Gyðingar í Austurríki mótmæltu því að páfí skyldi hitta Kurt Waldheim, sem sakaður hefur verið um stríðsglæpi. Páfí fordæmdi andgyðinglegan áróður, en sagði jafnframt að Pal- estínumenn ættu jafnan rétt og ísraelsmenn á föðurlandi. Leiðtogi austurrískra gyðinga, Paul Grosz, reyndi að fá páfa til að samþykkja að ísraelsmenn fengju að hafa sendiherra í Vatikaninu. Páfí sagði á fundi sínum með gyðingunum að friður fyrir botni Miðjarðarhafs væri skilyrði þess að tekið yrði upp samband við ísrael. „Við verðum að krefjast þess að bæði gyðingar í ísrael og Palestínu- menn fái að njóta sömu réttinda," sagði hann. Eftir fundinn með páfa lýstu leiðtogar gyðinga því yfir að þeir væm ánægðir með fundinn. „Hann reyndi ekki að forðast að tala um viðkvæm mál eins og ástandið í ísrael," sagði Chaim Eis- enberg rabbíi. Síðdegis í gær heimsótti páfi út- rýmingarbúðirnar í Mauthausen. Talið er að meira en 100.000 manns hafi verið líflátnir í búðunum í gas- klefum eða látist úr hungri og vos- búð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.