Morgunblaðið - 25.06.1988, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNÍ 1988
33
Víetnam:
Umbótasinni kosinn
f orsætisráðherra
Orðum prýddur aðalritarinn er
sagður hafa aukið brennivíns-
drykkjuna „vitandi vits“ til að
landsmenn gleymdu frekar vör-
uskortinum í landinu.
Sovétmenn
draga dár
aðminningu
Brezhnevs
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKIR embættis- og
menntamenn hafa síðustu daga
verið að minnast Leoníds heitins
Brezhnevs og skopast þeir óspart
að honum. Segja þeir, að stefna
hans í þjóðmálum hafi minnt á
„grátbroslegan gamanleik", að
hann hafi gerst sekur um glæpi
gegn sínu eigin fólki og dregið
sjálfan sig ofan í svaðið þaðan
sem minningin um hann eigi
aldrei afturkvæmt.
Sovéska dagblaðið Strojtelnaja
Gazeta birti á fimmtudag grein þar
sem fimm menn, þar á meðal fyrr-
um félagi í stjómmálaráðinu, minn-
ast stjómarára Brezhnevs. Segja
þeir, að aðalritarinn fyrrverandi
hafi ekki verið upp á marga fiska
f siðferðilegum efnum, leyft skrif-
finnsku og spillingu stalínstímans
að blómstra áfram og kunnað því
vel að vera ausinn alls kyns gjöfum.
Brezhnev ,jók brennivínsfram-
leiðsluna vitandi vits“ til að almenn-
ingur sætti sig frekar við annan
vöruskort „og þar var engin ævin-
týramennska á ferðinni, heldur
glæpur gegn þjóðinni", sagði hag-
fræðingurinn V. Belov og G. Kúnít-
syn, heimspekidoktor og prófessor
við Gorkí-stofnunina, sagði, að
Brezhnevs yrði „aldrei minnst með
virðingu“. Stefna hans í þjóðmálum
hefði verið líkust „skrípaleik eða
grátbroslegum gamanleik" og
fremur í ætt við stalínisma en lenín-
isma.
Mennirnir fimm, tveir mennta-
menn, hershöfðingi í hernum, fyrr-
um félagi í stjórnmálaráðinu og
aðstoðarríkissaksóknari Sovétríkj-
anna, sögðu, að á Brezhnevtíman-
um hefði upphefð manna eingöngu
farið eftir því hve duglegir þeir
voru að smjaðra fyrir aðalritaran-
um. „Mútur, baktjaldamakk og
þjófnaður eru ekki ný af nálinni en
í tíð Brezhnevs blómstraði þetta
sem aldrei fyrr,“ sagði Alexander
Katúsev aðstoðarríkissaksóknari og
bætti því við, að brátt hæfust réttar-
höld í máli Júrís Tsjúbanovs,
tengdasonar Brezhnevs, en hann
er sakaður um spillingu.
Petr Shelest, fyrrum leiðtogi
kommúnistaflokksins í Ukraínu og
félagi í stjórnmálaráðinu þar til
Brezhnev rak hann árið 1973,
sagði, að Brezhnev hefði farið fram
á það í tilefni af sextugsafmælinu
árið 1966, að hann yrði sæmdur
orðunni Hetja Sovétríkjanna. Er sú
orða annars einkum ætluð
stríðshetjum og geimförum. Nikolaj
Podgomí, þáverandi forseti, hringdi
í Shelest og skýrði honum frá ósk
Brezhnevs.
„Þetta er nú það, sem hann vill,
og það er eins gott fyrir þig að
samþykkja það líka því að hann er
búinn að sannfæra fjölda manna
um, að hann eigi hana skilda," sagði
Podgorní.
Bangkok. Reuter.
DO Muoi hét því í gær að grípa
til umbóta í Víetnam í anda
umbótastefnu sovézku stjórnar-
innar. Muoi var kjörinn forsæt-
isráðherra Víetnams af þingi
landsins í fyrradag.
Muoi er 71 árs Norður-Víetnami
og er þriðji valdamesti maður víet-
namska kommúnistaflokksins.
Strax eftir kjörið lýsti hann stuðn-
ingi við hugmyndir Nguyen Van
Linhs um lausn gífurlegs efna-
hagsvanda þjóðarinnar. Linh hefur
Míkhaíls Gorbatsjovs, leiðtoga
Sovétríkjanna. Honum hefur þó
ekki tekizt að stöðva hnignun víet-
namsks efnahagslífs.
Vestrænir stjómarerindrekar í
Bangkok í Thailandi sögðu í gær
að Muoi væri líklegur til að hreinsa
Do Muoi, nýkjörinn forsætisráð-
herra Vietnam. Hann hefur hei-
tið því að grípa til umbóta í anda
sovésku stjórnarinnar.
til í röðum embættismanna og
ryðja „vanhæfum“ mönnum úr
valdastöðum í flokknum. Þingið
tók hann fram yfír Vo Van Kiet,
starfandi forsætisráðherra, sem
sóttist eftir embættinu en þótti
ekki starfi sínu vaxinn.
Muoi fæddist skammt frá Hanoi
árið 1917. Hann tók þátt í barátt-
unni gegn frönsku nýlenduherrun-
um frá 14 ára aldri, var hand-
tekinn árið 1941 en tókst að flýja
úr fangelsi 1945. Hann var gerður
að verzlunarráðherra 1958 en
hvarf af sjónarsviðinu nokkmm
ámm seinna, vegna veikinda, að
því talið er. Hann komst aftur tii
áhrifa er hann var valinn aðstoðar-
forsætisráðherra 1969. Hann varð
félagi í stjórnmálaráði víetnamska
kommúnistaflokksins árið 1976.
ERLENT
Evrópukeppni landsliða:
1.200 manns handteknir
Bonn, Reuter.
LÖGREGLAN hefur hand-
tekið 1.200 knattspyrnubullur
meðan Evrópukeppni lands-
liða í knattspyrnu hefur staðið
í Vestur-Þýskalandi, að því er
Friedrich Zimmermann, inn-
anríkismálaráðherra Vestur-
Þýskalands, sagði í gær.
„Þetta virðist há tala, en taka
verður tillit til þess að rúmlega
900.000 áhorfendur hafa verið á
leikjunum,“ sagði Zimmermann.
Hann sagði að knattspymubull-
urnar, aðallega Vestur-Þjóðveij-
ar og Bretar, .hefðu ekki truflað
keppnina sjálfa og frekar frið-
samlegt hefði verið á völlunum.
Lögregluyfirvöld hafa lofað
miklum viðbúnaði vegna úrslita-
leiksins milli Hollendinga og Sov-
étmanna í Miinchen í dag.
^aVJaVHós nú
r
í
4
Saintpaulia nukr.ia*>-
Fagleg þekking - fagleg þjonusta
Bettehemstjama nú kr. 299