Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
Útgefandi
Framkvaemdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Ashkenazí og
sovézk þjóð-
félagsgerð
Utan frá séð virðist sem í
raun séu breytingar í að-
sigi, en til að meta þær þyrfti
ég að vera staddur í landinu.
Héðan frá virðast breytingamar
vera raunverulegar, en ég veit
ekki. Vona að svo sé. Ég hallast
að því, en varlega þó, að þetta
nýja frelsi haldist.“
Það er Valdimir Ashkenazí,
hljómlistarmaðurinn heims-
frægi, sem þannig kemst að
orði í viðtali við Morgunblaðið
síðastliðinn miðvikudag — um
breytingar í frjálsræðisátt sem
bryddar á í Sovétríkjunum, fyrr-
um heimalandi hans.
Ashkenazí segir í vitalinu:
„Meirihluti [sovézka] sam-
félagsins er verkamenn og
bændur. Þeim er alveg sama um
„glasnost“ og tjáningarfrelsi.
Þeir hafa hvort sem er ekki
skoðanir til að viðra, heldur vilja
þeir fyrst og fremst lifa og lifa
betur en áður. Sem stendur lifa
flestir við stöðugan skort, sem
er þó hægt að hafa stjórn á.
Flestir lifa á barmi örbirgðar,
en detta þó ekki alveg fram af
. . . en efnahagsástandið breyt-
ist aðeins eftir róttækar breyt-
ingar. Og til að þær megi verða,
verða valdhafamir að sleppa
tökunum á framleiðslunni, svo
það verði hægt að framleiða það
sem fók vill kaupa. Það er væg-
ast sagt fáranlegt ástand í landi,
þar sem er ekki hægt að kaupa
skó, kjöt eða klósettpappír."
Hér er komið að kjama máls-
ins. Sósíalisminn hefur gengist
undir sjötíu ára reynslupróf í
Sovétríkjunum, rúmlega fjöratíu
ára reynslupróf í öðram Aust-
ur-Evrópuríkjum sem og Kína —
og hlotið sín tækifæri í fjölmörg-
um ríkjum Asíu og Afríku, að
ógleymdri Kúbu. Hvort sem
þessi ríki hafa fetað veg sovézks
sósíalisma eða „öðravísi“ sósíal-
isma, sem á stundum er talað
um, hefur reynslan af marxísku
hagkerfi verið ein og söm. Þjóð-
arframleiðsla á hvern vinnandi
þegn er margföld í samkeppn-
isríkjum Vesturlanda borið sam-
an við verðmætasköpun í ríkjum
sósíalismans. Og hún þykir
nokkuð raunhæfur mælikvarði á
almenn lífskjör. Það er ekki af
ástæðulausu sem Ashkenazí
segir flest fólk í fyrram heima-
landi hans „lifa á barmi örbirgð-
ar.“
En maðurinn lifir ekki á
brauðinu einu saman. Hin hliðin
á mannlegri velferð er réttur
manneskjunnar til að móta sinn
eigin lífsstíl. Vesturlönd hafa
einnig vinninginn — í saman-
burði við ríki sósíalismans —
þegar kemur að almennum
þegnréttindum, skoðanafrelsi,
trúfrelsi, tjáningarfrelsi, flokka-
frelsi, ferðafrelsi o.s.frv., það er
rétti hverrar manneskju til að
lifa eins og hún kýs, innan þess
ramma að ganga ekki á hlið-
stæðan rétt samborgara.
Þjóðfélag lýðræðis og þing-
ræðis hefur síður en svo reynzt
gallalaust. Það hefur ýmsa ann-
marka, suma alvarlega. Það
hefur engu að síður innbyggt í
sig þann möguleika að þróast
og þroskast, meðal annars fyrir
áhrif meirihluta fólks í frjálsum
og leynilegum kosningum, frá
annmörkum sínum — til hins
betra. Lýðræði og þingræði era,
þrátt fyrir allt, bezta þjóðfélags-
gerðin sem samtíð okkar þekkir.
Það er um þessa þjóðfélagsgerð
sem við viljum standa vörð,
meðal annars með aðild að Atl-
antshafsbandalaginu.
Norðurlönd og fleiri Vestur-
lönd hafa samþætt kosti sam-
keppnisþjóðfélags og æskilegrar
samfélagsþjónustu. Fræðslu-
kerfíð, heilbrigðiskerfið og al-
mannatryggingar eiga að
tryggja sem áfallaminnsta leið
hvers þjóðfélagsþegns til mennt-
unar, heilbrigðis og efri ára —
sem og vissa jafnstöðu í lífsbar-
áttunni. Efalaust stendur sitt
hvað enn til bóta á þessum vett-
vangi. En samkeppnisríkin era
betur í stakk búin, vegna meiri
verðmætasköpunar í hagkerfi
þeirra, til að rísa kostnaðarlega
undir slíkri samfélagsþjónustu
og alhliða framföram.
Mergurinn málsins er að at-
vinnugreinar hafí svigrúm og
skilyrði til að þróast í takt við
tímann — og skila nauðsynleg-
um þjóðartekjum til að bera
uppi þjóðfélag velferðar og ein-
staklingsbundins frelsins.
Hver þjóð verður að vísu að
móta eigin samfélag. Ashkenazí
speglar hinsvegar viðhorf um-
heimsins þegar hann segist vona
að margumrætt „glasnost“ leiði
til nokkurs frelsis fólks í Sov-
étríkjunum. „Ég hallast að því,
en varlega þó,“ segir hann.
Það sem að okkur snýr er að
standa trúan vörð um íslenzka
þjóðfélagsgerð - og þróa hana
til varanlegrar framtíðarvelferð-
ar.
„Áhrif listarinna
stafa ekki frá einstaklii
t
heldur listinni sjálfi
*
Utstillingarmennska í kringum einstaka listamer
hefur ekkert með list að gera.“
Rætt viðJorma Hynninen,
sem sönghér á Listahátíð um daginn
Finnski baritónsöngvarinn Jorma Hynninen er einn eftirminni-
legra gesta á yfirstandandi Listahátíð. Söng með sinfóníuhljóm-
sveitinni okkar undir stjórn landa síns Petri Sakari. Þó orðið
„heimssöngvari" hafi í upphafi verið notað í tvíbentri merkingu,
þá er það of gott til að nota það ekki. Jorma Hynninen er heims-
söngvari í orðsins bestu merkingu, söngvari sem syngur út um
allan heim, með öðrum framúrskarandi tónlistarmönnum. Þess á
milli heldur hann sig kyrfilega utan sviðsljóssins, helst heima í
Finnlandi. Kunnugir segja, að þar sé hann ekki aðeins dáður, held-
ur elskaður.
Sumir útlendingar segja íslend-
inga þeirrar náttúru, að þeir hleypi
öðrum ógjarnan nálægt sér. En
þeir, sem þekkja til Finna, segja
Islendinga ganga móti útlending-
um með opna arma, miðað við
Finna. Það taki ár og daga að
þoka sér áleiðis að þeim. Sigldir
Finnar opnist þó yfirleitt svolítið
af sambýli við aðrar þjóðir. Dijúg-
an hluta ársins vinnur Hynninen
innan um þjóðir, sem bera tilfinn-
ingarnar utan á sér, stundum
kannski eins og til skrauts. Samt
er eins og hann hafi aldrei yfirgef-
ið finnsku skógana, þar sem hann
ólst upp og þar sem faðir hans var
verkstjóri skógarhöggsmanna.
Og þó. Aðeins sá sem er sviðs-
vanur, getur borið sig jafn glæsi-
lega á sviði. Hann er kvikur á
fæti, svo það tóku kannski ekki
margir tónleikagestir eftir hvað
hann bar höndina fallega að kjól-
lafinu um leið og hann smaug
hnarreistur á milli hljóðfæraleikar-
anna. Ákefð, ekki samheiti fyrir
bægslagang, er gjarnan að baki
góðum verkum. Oguð ákefð, er
nærri lagi, þegar maður eins og
Hynninen er annars vegar ... öguð
ólga.
Einhveijir höfðu á orði, að það
hefði tæpast skaðað, að sjá
söngvarann brosa breiðar. En í
finnsku skógunum flíra menn
líklega ekki framan í náungann.
Þar skemmta menn sér þó eins og
annars staðar. Hynninen man vel
eftir afa sínum, sem var fiðlari.
Og söngur var hluti af daglega
lífinu. Mamma hans söng við störf
sín, sinnti kúnum tveimur, hænsn-
unum og svínunum. Frændi hans
söng við plóginn og söngvarinn
man eftir að hafa hrifist af rödd
hans sem sveinstauli. Seinna átti
Hynninen eftir að verða þekktur
fyrir túlkun sína á finnskum al-
þýðulögum. En sjálfur hugleiddi
hann ekki að hans eigin rödd væri
neitt sérstök, fyrr en honum var
bent á það, þá kominn á miðjan
þrítugsaldur. Auk finnskrar al-
þýðutónlistar, hlustaði hann helst
á dægurlög, einkum jazz. Er þó
ekki viss um að dægurtónlist nú-
orðið sé eins góð og þegar hann
var ungur. „Kannski bara aldur-
inn,“ hnýtir hann aftan í og brosir
við.
Seint inn í sönginn
Hynninen var líka alltof upptek-
inn af að mála, til að taka eftir
röddinni. Hann reyndi að komast
á listaskóla, en tókst ekki. Fór í
kennaraskóla, þar sem söngkenn-
arinn sagði honum að hann væri
með rödd, sem þyrfti að þjálfa og
tók hann í aukatíma. Eftir kenn-
araskólann fór hann í tónlistarskól-
ann í Kuopio og þegar kennari
hans þar fór að Síbelíusar akade-
míunni, færði Hynninen sig nær
akademíunni og kennaranum, hélt
áfram námi þar, en var barnakenn-
ari með náminu. Útskrifaðist svo
1969, 28 ára gamall með píanóleik
og söng. Vann söngkeppni að
vörmu spori og var ráðinn að Þjóð-
aróperunni í Helsinki, eftir að hafa
sungið fyrsta hlutverkið sitt þar,
sem verðlaun í keppninni.
Eftir sjö ára farsælan feril þar,
tók hann sig einu sinni til í sum-
arfríi í Vín og söng fyrir umboðs-
mann, sem á svipstundu kom hon-
um inn í Volksoper í Vín, sem
greifanum í Fígaró. Sama ár söng
hann á La Scala. 1983 söng hann
Ródrígó greifa við Metropolitan
óperuna í New York. Síðan við
þessi hús og mörg önnur. Hingað
kom hann frá að syngja Vetrarferð
Schuberts í París, er einn fárra
óperusöngvara, sem hafa haslað
sér völl sem ljóðasöngvari.
En víkjum að upphafinu. Hynn-
inen reyndi fyrir sér sem málari
og hélt sig lengi við málverkið, auk
söngsins. Hvað segir hann um gildi
þessara tveggja viðfangsefna fyrir
sig?
„Myndlist og að mála, var mér
áhugamál lengi fram eftir, og eig-
inlega meira en það, því hún átti
sterk ítök í mér. Lengi vel reyndi
ég að halda í bæði sönginn og
myndlistina, en ég fann smátt og
smátt að ég gat það ekki. Það
varð mér of erfitt að ástunda hvort
tveggja, tónlistin tók allt. Margir
segjast mála sér til hugarhægðar
og afþreyingar, en ég gat það ekki.
Það gerði mig þvert á móti öran
og uppspenntan að reyna að mála
í hjáverkum. Hætti undir 1980.
Tek kannski upp þráðinn
seinna . . .“
Að mála eða syngja
- annaðhvort eða...
„Þó mér fyndist ég ekki eiga
annarra kosta völ var erfitt að
hætta að mála. Og það kemur enn
yfir mig þessi sterka hvöt og löng-
un til að mála. Áhuginn er þarna
ennþá og ég nýti mér vel hvað ég
hef stórgóð tækifæri til að horfa
á myndlist á öllum ferðalögunum.
Eg málaði til að koma frá mér
sterkum tilfinningum, sem áttu
enga aðra útleið. Nú hef ég söng-
inn. Ég reyni að syngja, líkt og
ég málaði. Dýpsta ánægjan var
þegar ég fann hyernig viðfangsef-
nið snart mig. í söngnum verður
tilfinningin að baki honum líka að
vera svo sterk. Að mála var mér
eins konar tilfinningalegur ávani.
Ég efast um að mér hefði tekist
að halda tilfínningunni að baki
málverkinu nógu sterkri, ef ég
hefði þurft að mála mikið og í
fullu starfi."
Og þá getur ekki verið síður
mikilvægt að halda í tilfinninguna
í söngnum. Hvemig getur atvinnu-
söngvari komist hjá að hún slævist
ekk[?
„í tónlistinni þarf tilfinningin
líka alltaf að vera á fullum styrk.
Vísast gildir að þreyta sig ekki um
of. Annars eru meistaraverk tón-
Jorma Hynninen á æfingu í Háskc
hátíð um daginn. Enginn fyrirgang
ar en á tónleikunum, þó aðeins lo:
listarinnar svo sterk og áhrifamik-
il, að þau hljóta alltaf að hrífa
söngvarann með sér og vekja með
honum þær tilfinningar, sem þurfa
að liggja að baki söngnum. Það
er nánast ekki hægt að flytja þessi
verk án þess að komast við. Ég
reyni að syngja eins ólík verk og
hægt er, flytja verk ólíkra tón-
skálda frá ólíkum tímum, því mér
finnst það örvandi.
Ætli uppáhaldsviðfangsefni
mitt sé ekki ljóðasöngur. Hann er
göfug listgrein og hlýtur að snerta
þann, sem við hann fæst. Textinn
er ætíð undirstaða söngtúlkunar
og í ljóðasöng er til svo mikið af
góðum textum. Í ljóðasöngnum
hefur söngvarinn aðeins textann,
tónlistina og píanóið að hugsa um.
Hefur aðeins þetta til að vinna úr.
I óperum er svo margt, sem hjálp-
ar söngvaranum að það er ekki
eins brýnt að söngurinn sé full-
kominn. Og ljóðasöngur býður upp
á fjölbreytileg viðfangsefni.
í óperum vil ég líka fást við ólík
hlutverk. Ætli hlutverk greifans í
Brúðkaupi Fígarós sé ekki það
hlutverk, sem ég hef sungið oft-
ast. Don Giovanni hef ég líka sung-
ið oft. Og ætli hlutverk Rodrígós,
hertogans af Posa í Don Carlosi,
sé ekki uppáhaldshlutverkið mitt,
hrífst af þessari göfugu persónu.
Onegin hef ég sungið heima og
við Bolshoi. Anægjulegt tækifæri
að syngja Onegin á heimaslóðum,
því þar er óperan svo þekkt. Rígó-
lettó finnst mér erfiður. Germont