Morgunblaðið - 25.06.1988, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
35
r
igum,
ri...
m,
Morgunblaðið/Bjami
ilabíói fyrir tónleika sína á Lista-
■ur á söngvaranum á æfingu, frek-
sað um bindishnútinn.
í La Traviata er nýjasta hlutverkið
mitt, söng það heima í vetur, svo
eitthvað sé tínt til. Allt eru þetta
ólík hlutverk."
Fjörutíu hlutverk
heima fyrir,
innan við tíu erlendis
— Ólík hlutverk, en ekki aðeins
það. Þú hefur sungið um fjörutíu
hlutverk heima fyrir, en innan við
tíu utan Finnlands. Þetta er vænt-
anlega ekki tilviljun?
„Finnland er lítið land, svo það
er ekki möguleiki að vinna ein-
göngu þar. Nauðsynlegt að láta
aðra vinda blása um sig. En ég
vildi halda í taumana sjálfur.
Landið mitt og vinnan þar hefur
verið mér mjög mikils virði. Ég
hef svo margt gott þaðan, svo ég
vil vinna mest heima fyrir. Það er
mér mikilvægt að eiga líf með fjöl-
skyldunni, vera ég sjálfur. Sá, sem
er alltaf á ferðinni, gerir það sem
umboðsmennirnir vilja, glutra nið-
ur eigin lífi. Ég er of eigingjarn
til þess.“
— Hljómar fremur sem skyn-
semi en eigingirni, en það eru
margir hljómlistarmenn, sem setja
ferðalög og hendiþeyting ekki fyr-
ir sig-
„Þetta er mín ákvörðun. Annað
er kannski ekki slæmt fyrir aðra.
Hins vegar er aiveg ljóst að marg-
ir þekktir söngvarar ferðast of
mikið og syngja of mikið. Fyrir
röddina, andlega og líkamlega
líðan, þá hljóta að vera einhver
takmörk. Það er ekki hægt að
halda sér í besta formi með slíku
líferni.
Sem stendur virðist vera tímabil
ofurstjarnanna og áheyrendur
fylgjast með þeim af miklum
áhuga. Ofurstjörnur, sem eru sett-
ar á stall eins og guðir. Þetta er
holhljóma, slæmt fyrir listina, því
kjarninn, sálin í listinni, ereitthvað
allt annað. Áhrif listarinnar stafa
ekki frá einstaklingum, heldur list-
inni sjálfri. Útstillingarmennska í
kringum einstaka listamenn hefur
ekkert með list að gera.“
Samtímaóperur — þar er
textinn oft svo góður
— Þú hefur verið óbanginn að
taka að þér hlutverk í nútíma,
finnskum óperum.
„Og haft af því ómælda ánægju.
Textinn í þessum nýju óperum er
oft svo miklu betri en í klassísku
óperunum, svo þær geta verið mjög
áhugaverð og gefandi viðfangsefni
fyrir söngvara. í þeim samtíma
óperum, sem ég hef tekið þátt í,
hefur tónlistin líka verið góð. Leg-
ið vel við söng, sem er meira en
hægt er að segja um allar nýjar
óperur. Það virðist eins og sum
tónskáld vilji aðeins koma radd-
tónum á framfæri, ekki sjálfri
röddinni og söngnum. Og klassísk
radd- og söngþjálfun kemur til
góða í samtíma óperum. Er undir-
staða þess að syngja í þeim.“
— Auk þess að syngja, ertu list-
rænn ráðunautur Finnsku þjóðar-
óperunnar. Hvernig snýr það starf
við þér?
„Ég hef sinnt því í fjögur ár og
er nýbúinn að taka að mér önnur
fjögur ár í viðbót. Við erum þrír
yfir óperunni, hver með sitt verk-
svið og samvinnan er eins og best
verður á kosið. Starfinu er hagað
þannig, að get ég ferðast að vild.
Mitt hlutverk er að velja verk-
efni, ræða við leikstjóra og stjórn-
endur, ákveða hvaða stjómendur
eigi að nota eða kalla til, svo eitt-
hvað sé nefnt. Ég þekki marga
erlenda leikstjóra, söngvara og
stjómendur, sem ég get oft fengið
til að koma til Finnlands og vinna
fyrir okkur. Allt, sem snertir list-
ræna hlið óperurekstursins, er mér
viðkomandi.
Undanfarin ár hefur verið lögð
mikil áhersla á að setja upp nýjar
óperur. Það er vissulega mikil-
vægt, en nýjungagirnin hefur orðið
á kostnað klassískra verka. Ekki
verið bætt við klassísku verkefna-
skrána sem skyldi. Það þarf ólíka
hluti í viðfangsefnin, mismunandi
stíla, einnig samtímatónlist, en
aðaláherslan verður að vera á
klassísku línuna. Eftir fjögur ár
flytur óperan í nýtt hús og þá verð-
ur að vera komið jgott jafnvægi í
verkefnaskrána. A þá ekki við
verkefnaskrána, þegar er litið til
einstakra ára, heldur til lengri
tíma.“
Finnskt tónlistar-
líf blómlegt
„Á hveiju ári em settar upp
nýjar ópemr heima fyrir. Sem
stendur em fjórar eða fimm í burð-
arliðnum. Aulis Sallinen er að
semja ópem fyrir opnun nýja
ópemhússins. Tónskáldin Aarre
Merikanto, Paavo Heininen og
Eino-Juhani Rautavaara hafa allir
verið dijúgir við óperusamningu.
Það er óhætt að segja, að sem
stendur er spennandi að vera
söngvari í Finnlandi og þá ekki
síður að taka þátt í listrænni mót-
un tónlistarlífsins þar.“
— Tónlistarlífið í Finnlandi virð-
ist blómstra, séð utan frá. Er það
jafn gott innan frá séð?
„Það er að ýmsu leyti mjög
gott. Ég hef nefnt óperurnar nýju.
Ungir, finnskir stjórnendur fara
víða og einn þeirra er hér, Petri
Sakari. Við höfum alltaf átt góða
söngvara og það em ungir á leið-
inni. Tónskáld hafa góða mögu-
leika á að fá verk sín flutt, líka
þau yngstu og ekki aðeins innan-
lands, heldur einnig utaníands.
Fyrir svo lítið land eins og Finn-
land, þá er tónlistarlífið gott . . .
og mjög áhugavert."
Texti: Sigrún Davíðsdóttir
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir MARTIN NESIRKY
Loftbrúin til Berlínar:
40 ár frá því loftflutn-
ingar til Berlínar hófust
Vestur-Berlín, Reuter.
Loftbrúin til Berlínar hélt lífi í borgarbúum í Berlín í ellefu
mánuði, frá því í júní árið 1948 fram í maí árið 1949. Til þess að
það væri hægt þurfti 380 flugvélar á dag sem fluttu 2,3 milljónir
tonna af matvælum, kolum og öðru því sem fólk í borginni þurfti
til lífsviðurværis þessa mánuði. Flugmennirnir höfðu varla undan
að hlaða og afferma vélarnar. Segja má að þær hafi stöðugt verið
á lofti.
Sjötíu og átta bandarískir,
breskir og þýskir flugmenn
létu lífið í þessari miklu og merki-
legu aðgerð, sem hófst eftir að
Sovétmenn lokuðu öllum leiðum til
Berlínar 24. júní 1948. Vestur-
Berlín var síðasta bitbeinið í deil-
unni um skiptingu Þýskalands eft-
ir sigurinn yfir nasistum.
um þetta leyti að ræða um að
koma á fót ríkisstjórn í Vestur-
Þýskalandi. Sovétmenn settu sig
upp á móti þessum fyrirætlunum
og í mars gengu þeir af fundi um
stofnun þýsks ríkis. 7. júní gengu
fulltrúar Sovétríkjanna aftur út
af fundi sem fjallaði um þetta mál.
Farnar voru 227.728 ferðir með
vistir til Berlínar. Flestar urðu
ferðirnar síðasta mánuðinn, eða
27.717 ferðir. Þá voru flutt
250.794 tonn af matvælum og
kolum. Sovéskar flugvélar fylgdu
oft flugvélum bandamanna eftir,
en aldrei var gerð tilraun til að
koma í veg fyrir flutningana.
Sovétmenn settu á stofn loft-
ferðaeftirlit í Berlín á þessum
árum til að fylgjast með ferðum
flugvéla og það er kaldhæðnislegt
að loftferðaeftirlitið er eina stofn-
unin sem sett var á stofn í Þýska-
landi í stríðslok sem enn starfar.
Reuter
Börn í Berlín veifa bandarískri flugvél árið 1948. Flugmennirnir áttu það til að varpa óvæntum
glaðningi út yfir borginni sem var vel þeginn af börnunum sem kölluðu Skymaster-vélarnar
„rúsínu-vélarnar“.
Tákn um bilið milli austurs
og vesturs
Fyrir Vestur-Þjóðveija varð
einangrun Sovétmanna og loft-
brúin til Berlínar tákn þess bils
sem skilur að löndin í austri og
vestri á sama hátt og Berlínarm-
úrinn sem reis árið 1961.
I austantjaldslöndum var litið á
aðgerðir Sovétmanna í Berlín Sem
nauðsynlegan mótleik vegna þess
að Bretar og Bandaríkjamenn
höfðu ákveðið að taka upp nýjan
gjaldmiðil sem nota átti í Vestur-
Þýskalandi og Vestur-Berlín en
ekki í Austur-Berlín. Sagnfræð-
ingar austantjalds halda því fram
að þessi lokun Sovétmanna hafi
einungis verið efnahagsleg aðgerð
og hafi ekki verið til þess gerð
að bola bandamönnum burt frá
Berlín.
Það sem olli mestum erfiðleik-
um vegna samninga bandamanna,
Breta, Bandaríkjamanna og
Frakka við Sovétmenn, var að
Berlín er staðsett á yfirráðasvæði
Sovétmanna, þar sem nú er Aust-
ur-Þýskaland. Til þess að fiytja
matvæli og vistir til fólks á yfir-
ráðasvæði sínu þurftu bandamenn
að nota járnbrautalestir, bifreiðir
eða báta. Vesturveldin tryggðu
ekki með skriflegum samningi við
Sovétríkin að flutningaleiðum til
borgarinnar yrði haldið opnum.
Þeir áttu eftir að sjá eftir því.
Samband Sovétmanna og
bandamanna, Frakka, Breta og
Bandaríkjamanna, var aldrei gott
í Berlín, en í ársbyijun 1948 sló
í brýnu. Sovéskir hermenn fóru
að stöðva lestar til borgarinnar.
Bretar og Bandaríkjamenn voru
Tekið á móti flugvél í Berlín, vélarnar voru affermdar á átta
mínútum. Flogið var rakleiðis til baka til að ná í næsta farm.
Nýr gjaldmiðill tekinn upp
í V-Þýskalandi
18. júní var mælirinn fullur að
mati Sovétmanna, þegar ákveðið
var að taka upp nýjan gjaldmiðil
í Vestur-Þýskalandi, þýska mark-
ið skyldi taka við af ríkismarkinu.
Sovétmenn svöruðu þessu með því
að loka öllum landleiðum til Vest-
ur-Berlínar 24. júní árið 1948.
Tveim dögum eftir að landleið-
um til borgarinnar var lokað ák-
váðu bresk og bandarísk jrfirvöld
að hefla flutninga með flugvélum
til Vestur-Berlínar. Flutningarnir,
sem áttu að vera skammtíma-
lausn, stóðu í ellefu mánuði, þar
til í maí árið 1949, þegar Sovét-
menn afléttu lokuninni.
Fyrsta flugvélin hafði reyndar
farið frá Frankfurt til Berlínar
23. júní þegar ljóst var að Sovét-
menn ætluðu að einangra borgina.
„Vöggur frændi“
heiðursgestur á hátíðinni
Kostnaður Bandaríkjamanna
vegna þessara flutninga nam 250
milljónum dollara og hinar þjóð-
irnar tvær lögðu annað eins af
mörkum. Til að minnast þessa
sameiginlega afreks ætla sendi-
menn bandamanna í Bonn og
háttsettir embættismenn að efna
til flugferða til Vestur-Berlínar
og halda hátíð í bandarísku her-
stöðinni í Tempelhof í Berlín.
Heiðursgestur á hátíðinni verður
Gail Halvorsen fyrrverandi flug-
maður í bandaríska flughernum
sem tók þátt í flutningunum til
Berlínar. Hann var kallaður
„Vöggur frændi“ vegna þess að
hann vaggaði flugvél sinni áður
en hann lét góðgæti til barnanna
falla.