Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
43
Síðbúnar athugasemdir vegna greinarinnar „Burt með
vestræna menningu“ eftir Sigurlaug Brynleifsson
eftir Guðmund J.
Guðmundsson
Tilefni þessara skrifa er það að
þann 9. júní síðastliðinn birtist í
Morgunblaðinu grein eftir Sigur-
laug Brynleifsson sem að forminu
til er ritdómur og fjallar um
kennslubók í mannkynssögu sem
nýlega kom út á vegum Máls og
menningar og Námsgagnastofnun-
ar. Bókin nefnist Samferða um sög-
una og er eftir sænskan höfund,
Bengt Áke Háger. í grein Siglaugs
úir og grúir af rangfærslum um
efni bókarinnar og þar sem undirrit-
aður er einn þeirra sem lögðu hönd
á plóginn við að koma henni út sé
ég mig tilneyddan að koma eftirfar:
andi leiðréttingum á framfæri. I
þessu svari við grein Siglaugs er
ekki ætlunin að elta ólar við skoðan-
ir hans á sögukennslu, skólakerf-
inu, innrætingu eða því hvort um-
rædd bók er vond eða góð, heldur
verður eingöngu leiðrétt það sem
hann fer rangt með eða misskilur.
Kjaminn í grein Siglaugs er sá
að markmið bókarinnar sé að
klekkja á vestrænni menningu.
Þessu til stuðnings segir hann:
„Afstaða höfundar og söguskoðun
kemur gleggst í ljós í því að þeim
tímabilum sem eru talin upp-
hafstími ogþróunartími vestrænnar
menningar er sleppt." Höfundur
þessara orða var alinn upp við það
að vestræn menning eigi uppruna
sinn annars vegar í menningu og
samfélagi Grikkja og Rómveija og
svo hins vegar í kristinni hug-
myndafræði. I bókinni (bls. 32—70)
eru tveir viðamiklir kaflar þar sem
flallað er um Grikki og Rómveija
og efast ég um að því efni verði
gerð rækilegri skil i ágripskenndri
kennslubók fyrir grunnskóla.
Síðan segir Siglaugur: „Þáttur
kirkjunnar í mótun vestrænnar
menningar virðist svo til enginn
samkvæmt skoðun höfundar."
Þetta eru staðlausir stafir. í síðasta
hluta kaflans um Rómveija (bls.
65—66) er fjallað um þróun kristn-
innar frá því hún kemur fram og
þar til hún verður ríkistrú í róm-
verska keisaradæminu og fyrsti
hlutinn i hinum ágripskennda kafla
um miðaldimar fjallar eingöngu um
kirkjuna, kristna trú og útbreiðslu
hennar auk þess sem þar er birt
skilmerkilegt kort sem sýnir út-
breiðslu kirkjunnar og trúboðsleið-
angra hennar.
Siglaugur heldur síðan áfram:
„Tímabilinu frá upphafi miðalda um
500 og fram undir lok 18. aldar eru
ekki gerð nein skil, fjallað er á sex
blaðsíðum um: Trúboð, samfélag
miðalda, krossferðir, valdabaráttu,
verslun, endurreisn, nýlendur .. .“
Þetta _er rétt svo langt sem það
nær. Ástæðan fyrir þessum van-
kanti er einföld. í hinni sænsku
útgáfu af bókinni er fjallað um
miðaldir í sérstökum kafla sem tek-
ur fyrst og fremst mið af sænskri
sögu og hentar því illa í íslenska
skólakerfinu. Af þeim sökum var
gripið til þess ráðs að nota í fyrstu
útgáfu íslensku þýðingarinnar
þennan ágripskennda kafla en
semja upp á nýtt kafla í miðalda-
sögu sem bætt verður við í næstu
útgáfu bókarinnar. í þeim kafla
verður fjallað um samfélög germ-
ana, þróun kirkjunnar og páfavalds-
ins, krossferðimar, víkinga, upphaf
borgaralegra samfélagshátta og
endurreisnina svo eitthvað sé nefnt.
Þessu hefði vissulega verið þörf á
að segja frá í formála að fyrstu
útgáfunni.
I næsta hluta greinarinnar
„Mannkynssaga stéttabaráttunn-
ar“, segir Siglaugur. „Þetta er
mannkynssaga stéttabaráttunnar,
sem stefnir að hinum samvirku
samfélögum. Fortíðin skiptir litlu
máli nema í sambandi við marxíska
söguskoðun. Listir og menning fyrri
alda skipta „nútímamanninn"
engu.“ Þetta bendir óneitanlega til
Vötn og veiði komið út
VÖTN og veiði, 9. hefti, með
kortum og leiðbeiningum um
veiðivötn á Suðvesturlandi er
komið út.
Landssamband veiðifélaga gefur
ritið út. Þetta er níunda hefti rits-
ins. í því er kort og lýsing á 40
veiðivötnum á Suðvesturlandi. Get-
ið er nýju vatnanna sem urðu til
við vatnsmiðlun í Tungnaá. Þau
vötn eru með bestu veiðivötnum á
landinu, samkvæmt ritinu. Ritin
Vötn og veiði fást hjá bóksölum og
í sportvöruverslunum og hjá Lands-
sambandi veiðifélaga. Hægt er að
fá þau send gegn póstkröfu.
„Samkvæmt þeirri
reynslu sem komin er á
bókina eftir að hún hef-
ur verið kennd í einn
vetur virðist mér að
með þokkalegn skipu-
lagi ætti að gefast
sæmilegur tími til að
fara yfir meginhluta
þessarar bókar á tveim-
ur til þremur vetrum
þótt viðamikil sé.“
þess að Siglaugur hafí alls ekki les-
ið fyrsta hluta bókarinnar en þar
er ijallað ítarlega um gríska menn-
ingu (bls. 42—44) og í lok kaflans
um fomöldina er fjallað um þau
áhrif sem hin klassíska menning
fomaldarinnar hefur haft á nútíma
menningu (bls. 68—69). Auk þess
eru í bókinni kaflar um upplýsing-
una og gmndvöll hennar (bls.
78—80) og einnig er Qallað um
rómantíkina (bls. 104).
Síðar í sama kafla segir Siglaug-
ur: „Alþýðufræðsla, þ.e. bama-
fræðsla, var engin að dómi höfund-
ar fram um og eftir miðja 19. öld
í ríkjum Evrópu." Ef marka má það
sem á eftir kemur virðist það sem
Siglaugur á við með hugtakinu al-
þýðufræðsla vera kristindóms-
fræðsla bama eins og hún var
stunduð eftir siðbreytingu. Höfund-
ur bókarinnar segir hins vegar að
almennri bamafræðslu hafi verið
komið á í öllum þróuðum ríkjum
Evrópu og N-Ameríku um og eftir
miðja 19. öld og á þar við skóla-
göngu eins og tíðkast í dag með
fleiri greinum en kristindóms-
fræðslu.
I næsta kafla greinarinnar er svo
fjallað um Sovétríkin. í lok kaflans
segir Siglaugur: „Höfundur skrifar:
„þrátt fyrir öll mistökin (manndráp-
in, fangabúðir og ofsóknir) og alla
sóunina (vitlausar fjárfestingar og
fáránlega líftæknistefnu Lysenkó
m.a) á efni og mannafla breyttust
Sovétríkin í nútíma iðnríki á 4. ára-
tugnum ...“
I bókinni er þessi tilvitnun svona:
„Þrátt fyrir öll mistökin og alla
sóunina á efni og mannafla breytt-
ust Sovétríkin í nútíma iðnríki á
4. áratugnum." (Bls. 217). Það sem
er innan sviga í tilvitnun Siglaugs
eru viðbætur hans sjálfs og óvið-
komandi bókinni. Ef Siglaugur
hefði haft fyrir því að lesa kaflann
sem tilvísunin er tekin úr yrði hon-
Gardsláttuvélin
saia atLttSí Ijí
Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu
Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg.
Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg.
3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél.
Auðveldar hæðarstillingar.
Þú slærö betur meö
^YIiy-WY
um ljóst að með orðinu mistökum
er alls ekki átt við fangabúðimar,
manndrápin og ofsóknimar heldur
allan þann aragrúa af efnahagsleg-
um mistökum sem gerð vom í Sov-
étríkjunum á millistríðsárunum. Um
fangabúðimar og fjöldamorðin er
síðan flallað í næstu tveim köflum
á eftir (bls. 217—218). í beinu fram-
haldi af áður nefndri tilvitnun í lok
þessa kafla greinarinnar segir svo
Siglaugur„Hugtakið „nútíma
iðnríki" hefur samkvæmt þessu sér-
staka merkingu í orðabók Hágers."
Með hugtakinu nútíma iðnríki er
venjulega átt við ríki sem byggir
efnahagsgrundvöll sinn að mestu á
vélvæddum iðnaði eins og hann
hefur þróast frá iðnbyltingu. Ég
efast um að nokkur mótmæli því
að Sovétríkin byggi einmitt efna-
hagsgrundvöll sinn á vélvæddum
iðnaði. Hugtakið nútíma iðnaður
hefur því ekki sérstaka merkingu í
orðabók Hágers heldur í orðabók
Siglaugs.
í kaflanum þar sem fjallað er um
ritgerðarefnin segir Siglaugur að
bókin sé ætluð nemendum í 9. bekk
grannskóla og gefur í skyn að lítill
tími muni gefast til að komast yfír
allt efnið. Mér er það sannast sagna
hulin ráðgáta hvaðan Siglaugur
hefur þessa speki þar sem stendur
skýram stöfum í formála þýðanda:
„Bókin er ætluð nemendum í efsta
hluta grunnskólans, þ.e. 7., 8. og
9. bekk, einkum þó 9. bekk...“
Samkvæmt þeirri reynslu sem kom-
in er á bókina eftir að hún hefur
verið kennd í einn vetur virðist mér
að með þokkalegu skipulagi ætti
að gefast sæmilegur tími til að fara
yfír meginhluta þessarar bókar á
tveimur til þremur vetram þótt viða-
mikil sé.
Síðast í grein sinni gefur Siglaug-
ur í skyn að bók þessi sé hluti af
svonefndu samþættingarnámsefni.
í bók sinni Skólastofan (Reykjavik
1981),segir Ingvar Sigurgeirsson
um samþættingu: „Þegar samþætt
viðfangsefni er skipulagt er miðað
við ákveðin markmið, áhuga og
þroska nemanda og aðstæður
hveiju sinni. I stað þess að leggja
stund á ákveðnar námsgreinar er
ákveðið viðfangsefni tekið til athug-
unar og það athugað frá mörgum
hliðum; upplýsinga er aflað án til-
lits til þess hvemig hinar ýmsu stað-
reyndir kunna að flokkast i náms-
og fræðigreinar í hefðbundnum
skilningi." (Bls. 67.) Hveijum þeim
manni sem les bókina Samferða um
söguna ætti að vera ljóst miðað við
venjulegar skýrgreiningar á sam-
þættingu að hér er ekki á ferðinni
samþætt námsefni heldur ósköp
venjuleg hefðbundin mannkyns-
saga. Samþætting hefur kannski
einhveija aðra merkingu í orðabók
Siglaugs Brynleifssonar, eins og
hugtakið nútíma iðnríki.
Þeir sem ritdæma bækur, hvort
sem þeir nú taka það upp hjá sjálf-
um sér eða era beðnir um það, verða
að uppfylla þijú grandvallar skil-
yrði. I fyrsta lagi að hafa þokkalega
þekkingu á því efni sem sú bók sem
á að ritdæma fjallar um. í öðra
lagi að þekkja til og kunna að nota
þau almennu hugtök sem notuð era
í fræðigreininni og í þriðja lagi að
lesa bók þá sem ritdæma skal. Af
því sem hér hefur komið fram má
ljóst vera að í umfjöllun Siglaugs
Brynleifssonar vantar mikið upp á
tvennt hið síðar nefnda.
Höfundur er kennari.
íuémR
JHor0unblaí»ib
---
aramono ner
álandi 1990
L«ti ytir tounatekjur NBA-leikmmna tyrtur < fyrsta skipti:
Pétur Guðuiundsson
með 7,4 milljónir á ári
Veiði, bílar, hreysti og
þáttur um hesta.
Auglýsingar í íþróttablaðið þurfa
að hafa borist auglýsingadeild
fyrir kl. 16.00. á föstudögum.