Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 46

Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 Svör sérfræðinganna eftir Sigvrð Þór Guðjónsson í Morgunblaðinu 28._ maí svarar stjóm Læknafélags íslands sjö spumingum er ég bar upp í sama blaði 6. maí. Undir greininni stend- ur: Stjóm Læknafélags íslands. Ólíkt hefði það verið viðkunnan- legra að stjómarmenn hefðu einnig párað nafn sitt undir, svo fyrirspyij- andi og almenningur viti við hveija er að eiga. Em það kannski Kasp- er, Jesper og Jónatan? Svarið er reyndar stílað beint til mín, bæði í fyrirsögn og texta en orðalagið er afar föðurlegt og klappandi á koll- inn. Ég undra mig mest á því hvers vegna stjómin sendi mér ekki bréf eða hringdi heim til mín. Þegar ein- hver spyr á opinberum vettvangi í dagblaði munu allir lesendur um- hugsunarlaust skilja slíkar leikregl- ur: Auðvitað er gert ráð fyrir því að svörin verði til upplýsingar fyrir almenning en ekki einungis fyrir- spyijanda. Annars hefði hann spurt viðkomandi aðila prívat. Gerhugull maður myndi auk þess álykta, að sennilega vissi spyijandi sjálfur svörin við spumingum sínum, þó , honum léki hugur á að heyra þau opinberlega af vörum svarenda. Þessar óskráðu leikreglur þekkir stjóm Læknafélagsins áreiðanlega eins og allir aðrir. En hún hefur takið þann kostinn að látast ekki skilja þær, sennilega vegna þess að slík látalæti gera henni auðveld- ara um vik með undanbrögð. Um afhendingu sjúkra- gagna Stjómin gerir allgóða grein fyrir spumingum mínum í stuttu og hnit- miðuðu máli, svo þannig geta þess- ir menn hugsað ef þeir vilja. En svörin sjálf em svo óljós, villandi og jafnvel beinlínis röng, að þau em verri en engin. Það skal ég sýna lið fyrir lið. Ég birti fyrst spumingar mínar, þá svör stjómar Læknafélags íslands og loks at- hugasemdir mínar við þau svör. Spumingar: „Hvaða reglur em í gildi um varðveislu sjúkraskýrslna (joumala) á læknastofum, heilsu- gæslustöðvum og sjúkrahúsum? Hve langt nær trúnaðurinn innan starfsfólksins; þ.e. geta allir „á deildinni" eða jafnvel annað starfs- fólk heilbrigðiskerfísins úti í bæ vaðið í þessi trúnaðarmál? Er eitthvert virkt eftirlit með því að reglur um trúnaðarmál séu ekki brotnar? Sé svo, hvemig er því hátt- að? Hver er réttur sjúklings til að lesa eigin sjúkraskrá?" Þessum spumingum þykist stjómin svara með stærsta trompi sínu í allri svargreininni: „Varðveisla á sjúkraskrám og öðmm trúnaðarmálum milli sjúkl- inga og læknis, sem og annara heilbrigðisstarfsmanna, byggist á ákvæðum læknalaga. Læknar hafa jafnframt siðareglur sínar að leiðar- Ijósi í þessum efnum. Fyrirspyij- anda er góðfúslega bent á þessar , heimildir og einnig það, að á síðasta Alþingi vom samþykkt ný lækna- lög. Honum er sérstaklega bent á 15. grein þeirra laga (um þagnar- skyldu), á 16. grein (um afhendingu sjúkragagna) og á 18. grein (um eftirlitsskyldu). Þessar lagagreinar svara obbanum af spumingum fyr- irspyrjanda." I læknalögum, bæði.gömlu frá 1969 og nýju sem samþykkt vom á Alþingi 5. maí sl. em vissulega ýmis ákvæði um þagnarskyldu og trúnaðarmál. En í gömlu lögunum, sem formlega em enn í gildi, er ' ekki eitt einasta orð um varðveislu sjúkraskýrslna. í nýju Læknalögun- um sem taka ekki gildi fyrr en 1. júlí stendur þetta í 16. grein um afhendingu og varðveislu sjúkra- gagna: „Lækni er skylt að afhenda sjúkraskrá, alla eða að hluta, sjúkl- . ingi eða forráðamanni ef það þjónar ótvíræðum hagsmunum sjúklings. Leiki vafí á nauðsyn afhendingar sjúkragagna eða þyki ástæða til vegna ákvæða laga þessara um þagnarskyldu er lækni heimilt að afhenda landlækni einum sjúkra- gögn sem trúnaðarmál til frekari fyrirgreiðslu. Ráðherra setur nánari reglur um afhendingu og varðveislu sjúkra- gagna og röntgenmynda að fengn- um tillögum landlæknis og Lækna- félags íslands.“ Ráðherra hefur enn ekki sett þessar reglur. Það merkir m.ö.o. að aldrei hafa verið og em enn ekki til neinar reglur sem hafa laga- gildi um varðveislu sjúkragagna. Hins vegar er fyrirhugað að svo verði í framtíðinni. En þær reglur á eftir að semja og þess vegna veit enginn með vissu hvemig þær muni hljóða. Stjóm Læknafélags íslands er þannig að vísa. til laga sem enn ero ekki til (15. júní) og ekki er hægt að fullyrða að nokkum tíma verði til, hvað þá hvert er inntak þeirra. En lesandi, sem ekki hefur hugsað sérstaklega út í þessi mál, tekur tilvísun stjómarinnar auðvit- að svo í bestu trú að hún vísi til ákveðinna reglna án fyrirvara: ein- hverra skýrra og virðulegra gild- andi laga. Ég læt svo lesendum eftir að dæma um hvort svar af þessu tagi eigi frekar að teljast vill- andi eða beinlínis rangt. Undanbrögð í stað svara Takið svo eftir óljósu orðalagi hvað afhendingarskyldu varðar og fyrir- vömm í lagagreininni. Hvað felst í því að „afhenda sjúkraskrá"? Merk- ir það að sjúklingur megi bara eiga hana? Eða má hann einungis lesa eða kynna sér hana? Og hvað ger- ist ef læknir telur það ekki þjöna „ótvíræðum hagsmunum sjúklings" (um álit sjúklings á eigin hagsmun- um er ekki spurt) og afhendir land- lækni plaggið til frekari fyrir- greiðslu? Hvað þýðir það? Er þá landlækni skylt að afhenda sjúkl- ingi skrána þegjandi og hljóðalaust eða á nú landlæknir að úrskurða eitthvað um hagsmuni einhverra? Kannski em þessi lög ekkert klár- ari fyrir stjóm Læknafélagsins en mér, en það hefði verið yndislegt ef hún hefði gert almenningi ljóst hvaða skilning læknum fyndist eðli- legt að leggja í þetta óskýra orða- lag 16. greinar nýrra læknalaga. Þá hefði stjómin svarað í alvöm. Þess í stað vísar hún til lagagreina. I raun og vem vísar hún þannig spumingunum frá. Beinlínis humm- ar þær fram af sér. Það em undan- brögð en ekki svör. En jafnvel með frávísunaraðferðinni, sem er kerfís- kallakækur, hefði mátt svara ná- kvæmar. Hvar í ósköpunum kemst t.d. hinn almenni maður yfír þessar „heimildir" sem vísað er til? Það tók undirritaðan marga daga að leita að þeim og hendast út um allan bæ spyijandi og snuðrandi; „laumaðist" jafnvel í trúnaðarmál liggjandi á glámbekk á leið sinni. Hvemig skyldi þá manni á Raufarhöfn vegna í slíku stappi? En Raufar- hafnarbúinn fær hins vegar Mogg- ann sinn sendan heim á hveijum degi. Einmitt þess vegna spurði ég. Og skyldi ekki fólki fínnast leyndar- dómsfull þessi tilvísun læknanna til siðareglna sinna sem þeir hafí að leiðarljósi? Hvar skyldi nú þau plögg vera að fínna? Alla vega ekki á skrifstofum sem sjá um útgáfu stjómarfarslegra laga og reglu- gerða. Enda em siðareglumar að- eins læknum til viðmiðunar um æskilega hegðun í starfí en hafa ekki lagagildi. Og það vita náttúr- lega allir landsmenn svo það er óþarfí að vera að minna á það í Morgunblaðinu. Hvað varðar aftur á móti eftirlits- skyldu landlæknisembættisins sem kveðið er á um í Læknalögum (18. gr. í þeim nýju) er það ekkert svar að vísa til lagagreina. Eitt em ákvæði í lögum og annað hvemig þeim er framfylgt í raun og vem. Er framkvæmd þessa ákvæðis eitt- hvað annað en orðin tóm? Það leik- ur nefnilega sterkur gmnur á því að embætti landlæknis sé engan veginn í stakk búið að sinna þessu verkefni þó ekki vantaði viljann. Þetta læt ég nægja um það hve ófullnægjandi helsta svarklausa Læknafélagsins er. Og á hún þó að þeirra áliti að svara „obbanum" af spumingum mínum. En það er ekki rétt. Svaragrein Læknafélags- ins vekur upp fleiri spurningar en hún svarar. Ágreiningur milli sjúklings og læknis Þá vil ég örlítið víkja að þeim svömm sem falla utan við þennan „obba“. Það em ekki tilvísunarsvör heldur em læknamir virkilega að myndast við að svara frá eigin bijósti. Spuming: „Fái sjúklingur að lesa sjúkraskrá sína en álítur villur eða missagnir í henni, getur hann þá krafist þess að þær séu leiðréttar?" Svar: „Hafí þær verið staðfestar, er það, skv. eðli málsins, jafnmikil- vægt fyrir sjúkling og lækni, með hliðsjón af starfa hans, að þær séu leiðréttar. Leiðrétting er því að sjálfsögðu auðsótt nauðsyn." Þetta svar eins og hin svörin vekur undireins upp aðra spum- ingu: Hveijir staðfesta? Er það læknirinn? Éða sjúklingurinn? Hvað gerist ef ágreiningur rís um rétt- mæti staðfestingar milli staðfestara og sjúklings? Hver ræður? Þetta er hálfsvar. Spuming: „Getur sjúklingur krafíst þess að slíkar skrár séu eyðilagðar eða nafn hans máð burtu? Ef ekki, hvers vegna? Og svarið verður að teljast meist- arverkið í svarasafninu: „Krafa sjúkingsins um, að sjúkraskrá hans verði eyðilögð eða gerð nafnlaus, er ekki viturleg.“ En hvað er svona óviturlegt við hana? Rök óskast. Reyndar er hér verið að svara annarri spumingu en um var spurt. Eins og lesendur sjá var ekki spurt um viturleika, heldur beinist spumingin að því að leiða í ljós, hvað sennilegt er að myndi gerast ef einhver sjúklingur setti fram slíka kröfu. Viðbrögð lækna í því tilviki myndu varpa sterku Ijósi á samskipti lækna og sjúklinga yfírleitt. En Kasper, Jesp- er og Jónatan hjá Læknafélaginu kæra sig augljóslega ekki um að ræða þetta atriði. Eða era það kannski Gísli, Eiríkur og Helgi sem þama standa fyrir svömm? Spuming: „Hvað er hæft í ásök- unum Sigurðar Þórs Guðjónssonar að varðveislu trúnaðarskýrslna á geðdeildum kunni að vera ábóta- vant?“ Svar: „Læknafélag íslands er ekki kunnugt um, að ástæða sé að ætla, að varðveislu trúnaðar- skýrslna á geðdeildum sé ábóta- vant.“ Dálítil útskýring: Ég hef aldrei sagt að starfsfólk geðdeilda bijóti trúnað á sjúklingum utan veggja deildanna. Én landlæknar hafa látið að því liggja í sjónvarpi og í blöð- um, að engir hafí aðgang að sjúkra- skrám nema læknir sem stundar sjúklinginn og annar læknir sem til þess væri sérstaklega kvaddur. Þennan skilning marg ítrekaði að- stoðarlandlæknir í persónulegu við- tali við undirritaðan í vetur. En ég hef aftur á móti haldið því fram eftir vitnisburði fyrrverandi starfs- fólks á geðdeildum — og reyndar ýmsum fleiri deildum — að starfs- fólki, a.m.k. sumra deilda, sé oft í Iófa lagið að lesa skrár um sjúkl- inga, þó ekki verði séð að nein meðferðarnauðsyn beri til. A ég þar t.d. við gæslumenn og næturverði. Ég spurði reyndar beinlínis hvort „allir á deildinni" gætu lesið skrám- ar, en þann punkt virðir stjórn Læknafélagsins ekki viðlits. Þessi kenning mín er annars á allra vit- orði sem eitthvert veður hafa af þessum málum. Hún er því miður S Sigurður Þór Guðjónsson „Þetta sjúrnalaspurs- mál er ekki einangruð meinloka sem undirrit- aður hefur fengið á heilann. Það er dæmi um ástand. Það sýnir betur en flest annað sjálfdæmi o g ofríki læknastéttarinnar til að ráðskast með þjóðina nánast að eigin geð- þótta“ ekki illkvittni mín. Þvf til sönnunar minni ég á orð Bjöms Önundarson- ar tryggingayfírlæknis og fleiri í ritdeildu út _af sjúkraskrám í DV 2. febrúar: „Ollum er ljóst að leynd læknisfræðilegra gagna er ekki sú sem landlæknir vill vera láta. Sjúkraskrár liggja frammi á hin- um ýmsu deildum sjúkrahúsa og heilsugæslustöðvum, aðgengileg- ar öllum læknum og starfsfólki þessara stofnana.“ (Leturbr. undir- ritaðs.) Læknirinn og félagar hans segja nákvæmlega það sama og ég með öðm orðalagi. Það er „öllum Ijóst" að skrámar em „aðgengileg- ar öllu starfsfólki". Stangast það ekki á við yfírlýsingar landlæknis- embættisins? En fyrst og fremst er þetta óþolandi mannréttindabrot á hinum vamarlausa sjúklingi. En nú er tvennt til: Annað hvort hefúr stjóm Læknafélagsins hvorki lesið grein mína í Morgunblaðinu 4. mars né skrifín í DV 2. febrúar. Eða stjómin hefur lesið þessar ritsmíðar en ekki séð „ástæðu til að ætla“ að mark sé á þeim tak- andi. Semjafngildireinfaldlega, svo talað sé hreint út, þessari hlýlegu yfírlýsingu: Strákskepnan hann Sigurður Þór, jafnt og þrír virðuleg- ir embættismenn heilbrigðiskerfís- ins, em ósannindamenn. Af hveiju eru sjúkraskýrsl- ur geymdar? Spuming: „Hvaða skoðun hefur Læknafélagið á því frá mannrétt- indasjónarmiði, að sjúkraskrár um nafngreinda einstaklinga, þ. á m. skrár geðdeilda um viðkvæm einka- mál, séu varðveittar í þijátíu ár eftir að meðferð er lokið?“ Svar: „Læknafélag íslands telur regluna um 30 ára geymslu sjúkra- gagna í alla staði eðlilega. Geymsla slíkra gagna þjónar hagsmunum sjúklinga, hverrar gerðar sem þeir em, og stuðlar að því að gera starf lækna markvissara í þeirra þágu.“ Hverjir em þessir hagsmunir sjúklinga? Og hvemig stuðla skýrslumar að markvísara starfí lækna í þágu sjúklinga? Þetta svar er algerlega órökstutt. Þarna hefði þó verið gullvægt tækifæri til að svara einni gmndvallarspurningu sem aldrei hefur verið rædd: Hvaða rök em fyrir því að sjúkraskrár séu yfírleitt geymdar? — Af því bara kannski? — I útvarpsþættinum Hveiju svarar læknirinn, þann 3. maí, var spurt um varðveislu sjúkra- skýrslna. Réttlættu svarendur geymslu þeirra (sem þeir sögðu rejmdar að fymdust aldrei) með þessum sömu orðum: að það þjón- aði hagsmunum\ sjúklinga. En reyndu þó. að færa ofíirlítil rök fyr- ir þessari fullyrðingu: Hægt væri að tékka á skránum þegar sjúkling- ur kæmi aftur og enn aftur. Þá spurði stjómandi þáttarins hvort það gæti ekki einmitt boðið upp á hroðvirkni og falskt öryggi. Lækn- irinn reiddi sig á skrána fremur en raunvemlegt ástand sjúklings við innlagningu. Vöfðust þá svarendum mjög tunga um tönn og urðu mót- sagnimar í málflutningi þeirra ansi vandræðalegar. Það veitti því kannski ekki af að einhver aðili heilbrigðiskerfisins gerði opinber- lega rækilega grein fyrir þeirri hugsun sem liggur að baki þessari eilífðargeymslu sjúkragagna. Þegn- amir sætta sig ekki lengur við órök- studda forsjá ríkisstofnana. Þeir krefjast þess að þær séu til viðtals við það fólk sem þær eiga að þjóna og umgangist það eins og vitsmuna- vemr en ekki eins og fífl eða lítil böm. Alræði læknastéttarinnar Það er reyndar mjög upplýsandi að athuga hvemig þessi þijátíu ára geymsluregla er til komin. (Og ég minni á að hér er einungis um vinnureglur sjúkrahúsa að ræða en ekki stjómarfarslegar reglur.) Þetta em tilmæli landlæknis frá 1980 í bæklingi sem landlækni- sembættið gaf út og ber heitið: „Um geymslutíma læknisfræðigagna. Nefndarálit ásamt tilmælum land- læknis." Nefndin, sem um ræðir, var skipuð þremur læknum árið 1975. í hinni prentuðu álitsgerð er þess getið að nefndin hafí leitað víða fanga og gögnin send til um- sagnar „margra aðila", auk félags- fundar Læknafélags Reykjavíkur. Og var „ýmsum aðilum", svo sem bókasafnsfræðingum „boðið á fund- inn“. Ég geri ráð fyrir að tillögur nefndarinnar hafí verið kynntar fyrir þessum „aðilum". Væntanlega hafa þeir þá ekki séð neitt athuga- vert við þá aðferð sem lögð var til gmndvallar um fymingatíma sjúkraskýrsína. En í nefndarálitinu segir svo í kafla 3.2 Skoðanir á fymingartíma: „Skoðanakönnunin var send til 72 lækna, en nefndinni bárast aftur 25 svör, eða tæplega 35%. — Enda þótt heimtur væm ekki eins góðar og nefndin hafði vonazt eftir, gaf könnunin til kynna, að nokkurrar hneigðar gæti hjá svarendum um ótakmarkaða geymslu sjúkrahús- sjúkála, en meirihluti var svo hlynntur allt að 30 ára geymslu allra gagna, að ekki varð um villzt." Sem sagt: Á gmndvelli álits 25 einstaklinga, sem allir em í sömu starfsstétt og eiga svipaðra hags- muna að gæta, em teknar mikil- vægar ákvarðanir sem snerta alla landsmenn. Hvorki meira né minna en líkama og sál einstaklinganna. Maður skyldi nú halda að þeir ættu þess vegna að hafa sjálfír eitthvað til málanna að leggja. Það hefði kannski ekki verið mjög óviturlegt að leita t.d. álits einhverra samtaka sjúklinga. Af hveiju vom félags- menn Geðhjálpar ekki spurðir? Eða samtök astmasjúklinga? Eða gigt- arsjúkra? Þetta sjúrnalaspursmál er ekki einangmð meinloka sem undirritað- ur hefur fengið á heilann. Það er dæmi um ástand. Það sýnir betur en flest annað sjálfdæmi og ofríki læknastéttarinnar til að ráðskast með þjóðina hánast að eigin geð- þótta. Einn hópur manna, læknar, hefur algjört vit fyrir öðmm hópi manna, sjúklingum, sem þó er margfalt fjöl- mennari. Jafnvel svokölluð réttindi sjúklinga em skilgreind og ákvörð- uð af læknum sjálfum fyrir sjúkl- ingana. Einn hópur manna ákveður þannig réttindi annars hóps manna. Auðvitað eiga sjúklingarnir, sam- félagið í heild, að gera eigin réttind- akröfur, sem læknum sé gert skylt að hlýða. Það tekur auðvitað tíma að skýrgreina og setja fram slíkar kröfur, að kynna þær hinum aðilan- um, og komast loks að gagnkvæmu samkomulagi mismunandi sjónar- miða. En þetta verður að gera. Al-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.