Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 49 Húsavík: Rabbað við Bóba loðnu- og trilluskipstjóra og fylgst með hafnarstemmningu Líkar vel við báða bátana, en hef aldrei átt tvær konur Húsavíkurhöfn er ein feg- ursta höfn landsins, það er eins og bærinn faðmi hana að sér. Stemmningin í Húsavíkurhöfn er oft knallandi, ekki síst á góðviðrisdögum þegar bátar af öllum stærðum og gerðum rása um Skjálfandann lognbliðan til hafnar. Undirritaður var á sinum tíma á grásleppu á Húsavik á unglingsárum og saltaði síld í Ugga og alltaf er Húsavíkurhöfn söm við sig, þanglyktin er skammt undan, sífelld hreyfing sjómanna heim og heiman. Sigurgeir ljósmynd- ari Morgunblaðsins í Vest- mannaeyjum myndaði einn góðviðrisdag fyrir skömmu í Húsavíkurhöfn og við tókum menn tali. Trillumar komu inn hver af annarri og stærri bátar einnig. Þeir vom á grásleppu og botnfiski og það var ágætt hljóðið í mann- skapnum. Við stöldruðum við hjá Kristbimi Ámasyni, í daglegu tali kallaður Bóbi, en hann er skip- stjóri á aflaskipinu Sigurði á loðnuvertíðinni, en rær á trillu sinni frá Húsavík á öðrum tíma. Með honum á Lundey ÞH 350 rær Ámi Björn sonur hans en hann er einnig með pabba sínum á loðn- unni. Það var búinn að vera góður afli hjá þeim, upp í 3 tonn á fær- in á 5-7 tímum um klukkutíma stím frá höfninni, mest út undir Lundey. Bóbi sagði það verulega frá- brugðið að vera á trillu á móti því að vera á stóm skipi eins og Skjálfandi skorinn af fiskibát frá Húsavík. Kristbjörn Árnason og Árni Björn sonur hans á Lundey ÞH 350. Sigurði. „Þetta em allt önnur vinnubrögð," sagði hann, „maður tekur svo mikínn þátt í þessu á dekkinu. Jú, ég á bátinn, hann er 6,1 tonn og við höfum róið saman við Ámi Bjöm. Reyndar höfum við verið með litla loðnunót áður en við fömm á þorskanetin, en það hefur verið mjög fmmstæður bún- aður og háfað upp á gamla mát- ann, beint úr nótinni í bátinn. Það hefur oft verið loðna hér fram í miðjan maí, en við slepptum loðn- unni í vor þar sem búið var að veiða upp í markaðinn eins og unnt var að selja. Morgunblaðið/Sigurgeir Lundey ÞH 350 og Sæborg ÞH 55 á siglingu um Skjálfanda inn til Húsavíkur. Þetta gengur þannig fyrir sig hjá okkur að ég er á Sigurði frá október og fram í mars og svo tekur trillan við hér heima á Húsavík. Við emm svo á þessu fram á sumar, en tökum síðan gott frí yfir hásumarið og fram á haust. Það er róið ansi stíft á þessu, hvern einasta dag, alla daga vikunnar. Þetta er mest þorskur, en stundum ýsa inn við Sandinn á sumrin, en hún hefur nú minnkað snarlega. Það er þokkalega gott hljóðið í mönnum héma, þetta gengur sinn vanagang, lítill fiskur að vísu sem gengur hér um þessar mund- ir og bátarnir sækja austur á Þist- ilfyörð. Það er búið að vera frekar kalt hér að undanförnu, en það sem hefur veiðst er stór og fall- egur þorskur." Morgunblaðið/Sigurgeir Helgi Héðins situr hér á land- vagninum sínum með veiðar- færi og spyrður í bakgrunni. Við spurðum í lúkarsstíl hvort það væri ekki eins og að eiga tvær konur að vera með tvo báta. „Ég veit það ekki,“ svarði Bóbi, „mér líkar vel við báða bátana, en ég hef aldrei átt tvær konur, læt mér nægja eina og líkar vel.“ - á.j. Bræðurnir á Þráni ÞH 2 koma að bryggju. Sigurður Kristjánsson með 1,5 tonn af ufsa í Benni Héðins að landa grásleppuhrognum á net, en hann rær einn á bát. Sigurður er yngsti góðviðrisdegi í maí. trillukarlinn á Húsavík og gerir það gott.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.