Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 50

Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 Um waldorfuppeldisfræðina og waldorfskóla „ Waldorfkennarar eru yfir- leitt aðrar manngerðir..." Viðtal við Frans Carlgren, kennara í grein um waldorfuppeldisfræð- ina sem birtist hér í blaðinu fyrir nokkru var ijallað um upphaf wal- dorfhreyfingarinnar. Þar var rakinn sögulegur og andlegur bakgrunnur hennar, sagt frá stofnun fyrsta waldorfskólans í Stuttgart árið 1919 og nokkrum helstu meginat- riðum. Rudolf Ste'iner, maðurinn að baki waidorfhreyfingarinnar, nefndi þessa uppeldisfræði ásamt öðrum þáttum þekkingarvegar síns um manninn einu nafni antrópó- sófí. Síðan þá hefur vissulega mikið breyst og margt af þvi, sem þótti þá djörf nýjung í skólamálum, er nú sjálfsagt og eðlilegt í hvaða skóla sem er. Spumingin er hvort wal- dorfuppeldisfræðin hafí fylgt þró- uninni og tekist við breyttar að- stæður að skapa skóla sem sér allt- af fram á við. Sé miðað við vöxt waldorfhreyfíngarinnar þá virðist sem svarið hljóti að verða jákvætt. Waldorfuppeldisfræðin á erindi í dag, kannski brýnna en nokkru sinni fyrr. Eg fékk Frans Carlgren, leið- beinanda við Rudolf Steiner Semin- arium í Jáma og kennara við tvo af waldorfskólunum í Svíþjóð, Örj- anskólann í Jáma og Kristofferskól- ann í Stokkhólmi (báðir fyrir nem- endur á aldrinum 7—19 ára), til að ræða við mig dálitla stund; um al- menna skólakerfíð en þó fyrst og fremst um waldorfskólana; mikil- vægi þeirra, stöðu þeirra í dag og framtíðarhorfur. Þá lá beinast við að spyija Frans fyrst að því hvers vegna það væri nauðsynlegt að bjóða upp á aðra uppeldisfræði, annan kennslumáta en þann sem viðhafður er í ríkisskólunum: Nemandinn á sjálfur að velja sér sinn skóla — ekki skólans að velja nem- endurna „Þegar allt kemur til alls, þá er helsta vandamál grunnskólans það að hann er byggður á hefð — hefð sem hann getur ekki slitið sig frá. Hún felst í þeirri skoðun að eina þekkingin sem skiptir nemandann raunverulega máli er sú sem sótt er í bók. Þetta leiðir óhjákvæmilega af sér það vandamál að sá hópur nemenda sem hreinlega á erfítt með lestur bóka, getur síður gert sig marktækan í skólastarfínu og verð- ur leiður og niðurbeygður fyrr eða síðar. Þeir eru dæmdir til að verða undir samanbomir við aðra nem- endur. Margir kennarar gera sér grein fyrir þessu og vilja raun- verulega skapa þessum nemendum annan möguleika en vita ef til vill ekki hvað þeir geta gert í staðinn. Þar að auki eru kennarar dæmdir nánast í hverjum einasta foreldra- hóp í grunnskólanum eftir því sem þeir kenna nemendunum; hvort þeir kenni bömunum fljótt að lesa eða ekki; gangi það hægt, þá kunna þeir ekki almennilega sitt fag. í hverjum einasta hóp foreldra og kennara er að minnsta kosti alltaf nokkur hluti þeirra sem trúir á þessa hefð; á þetta form af uppeldi og kennslu og vilji maður breyta þessu — sem margir grunnskóla- kennarar vilja — þá lendir maður alltaf í vandræðum; mótspyman er kröftug. Til að losna undan þessari hefð hefur verið óhjákvæmilegt að stofna skóla sem standa utan við forsjá ríkisins. Sjálfstæðir skólar em mikilvægir og nauðsynlegir að því leytinu til, að þar geta foreldrar og kennarar, sem hafa sömu gmnn- hugsun í uppeldisfræði, sameinast um ákveðnar kennslu- og uppeldis- aðferðir sem allir em einhuga um. Það æskilegasta er að nemend- ur/foreldrar velji sér sinn skóla. Á því geta þó verið ýmis vandkvæði, þar á meðal að það sé biðlisti að skólunum. Þannig er ástandið í mörgum waldorfskólanna í Svíþjóð, einkum í stórborgunum. I raun og vem er ekki svo einfalt að koma því í framkvæmd að skólinn sé val- inn af foreldmnum. Að vissu leyti gerist það en þar sem svo mörgum er vísað frá, er varla hægt að segja að þessu markmiði sé fyllilega náð. Það er ekki skólinn sem á að velja foreldrana, það er foreldranna að velja. Sjálfstýrðum skóla ber að hafa það vald í eigin hendi að ákveða hvernig kennslunni skuli háttað, umsögnum, einkunnum og prófum er beitt. Okkur finnst einkunnir gefnar í tölum eða bókstöfum mjög miður, en hluti nemenda þarf al- gjörlega að fá slíkar einkunnir fyrir nám á ýmsum framhaldsstigum og þess vegna höfum við verið tilbúnir til samvinnu að því leytinu til.“ Er ekki sú hætta fyrir hendi að* sjálfstæðu skólarnir skapi nemendum sínum ákveðin for- réttindi; geri úr þeim nokkurs konar úrvalshóp? „Því er hræðilega erfitt að svara. Sérhver skóli, alla vega sérhver waldorfskóli, verður að leitast við með öllum ráðum að vera opinn öllum. Einnig bömum sem maður veit að koma aldrei til með að öðl- ast nokkum starfsferil; bömum með litlar gáfur af ýmsum ástæð- um. Skólinn VERÐUR einnig að vera opinn þessum bömum, ef þau geta á annað borð gengið í skóla. Waldorfskólamir verða að axla sinn hluta af þeim vandamálum sem eru til staðar í þjóðfélaginu. Hvort böm úr waldorfskóla koma til með að mynda einhvem úrvalshóp í þjóð- félaginu, veit maður náttúrulega ekkert um. Við því er ekkert að gera ef böm, sem t.d. með því að ganga í waldorfskóla, verða hjálp- söm, samstarfsfús, vökul og vinnu- söm, og mynda þar af leiðandi eins konar úrvalshóp í þjóðfélaginu — því á maður vissulega aðeins að fagna. Við trúum því að þessi upp- eldisfræði hjálpi bömum, en þegar allt kemur til alls, þá eru það jú atriði sem ekki er hægt að meta." Finnst þér að hvaða foreldra- og kennarahópur sem er hafi réttinn að stofna sinn eigin skóla? „Allir skólar sem em í samræmi við sænsk lög eiga rétt á sér, algjör- lega. Innan þessa rarama, algjört frelsi." Eru foreldrar sem eiga barn í waldorfskóla öðruvísi en for- eldrar almennt? „Því er hægt að svara svo: For- eldrar I waldorfskóla sækja þangað af því að þeir láta sig böm sín varða. Og þar með hafa þeir einnig áhuga á skólanum. En svo einfalt er svarið ekki. Við höfum nokkuð marga foreldra, þótt þeir séu ekki í meirihluta, sem hafa áður fyrr sinnt bömum sínum lítið og þegar vandamálin koma fram þá er leitað til waldorfskólans. Því að skólinn á að hjálpa þeim að fást við það sem þeim hefur ekki tekist sjálfum. Það hafa verið gerðar nokkrar félagsfræðilegar kannanir á þeim foreldrum sem senda böm sín í waldorfskóla. M.a. hefur komið í Ijós að það eru ekki hátekjuforeldr- ar sem leita til waldorfskólanna, heldur er það yfírleitt fólk sem legg- ur hart að sér og er tilbúið að fóma ýmsu fyrir skólagöngu bamsins. í Martinskólanum í Stokkhólmi hefur komið í ljós að foreldrar þar hafa Frans Carlgren heldur fyrirlest- ur á Rudolf Steiner-seminaríinu. „ í waldorfuppeldis- fræðinni er viljalífið og tilf inningalí f ið j af n mikilvægt vitsmunaleg- um hæfileikum. Skólinn verður að hlúa að öllum þessum þáttum. Aðrar gáfur en þær vitsmuna- legu eru jafn mikils- verðar og verða að komast í gegn, ekki síst hjá yngri nemendunum sem hafa fyrstu árin miklu meiri hæfileika á öðrum sviðum en því vitsmunalega.“ nokkru lægri tekjur en samsvarandi þjóðfélagshópar í Svíþjóð almennt. Þá má nefna að trúarleg afstaða foreldranna er mjög ólík. Antrópó- sófamir eru alltaf lítill minnihluti — nema í Jáma, þar sem meirihluti foreldranna eru antrópósófar en það liggur jú í staðarins eðli. Að auki má nefna að hluti einstæðra for- eldra með böm í waldorfskólunum er miklu stærri en gengur og gerist í þjóðfélaginu almennt. Miklu stærri." Manneskjan er andleg vera Hvar liggur munurinn á milli waldorfuppeldisfræðinnar og annarra kenninga? I waldorfuppeldisfræðinni er viljalífíð og tilfínningalífíð jafn mik- ilvægt vitsmunalegum hæfíleikum. Skólinn verður að hlúa að öllum þessum þáttum. Aðrar gáfur en þær vitsmunalegu eru jafn mikilsverðar og verða að komast í gegn, ekki síst hjá yngri nemendunum sem hafa fyrstu árin miklu meiri hæfí- leika á öðrum sviðum en því vits- munalega. Það er þá sem hugmyndaflugið talar til tilfínningalífsins. Það er ólýsanlegt hvemig böm geta farið inn í sögur; upplifað frásagnir — í fyrsta bekk ævintýrin. Og það gild- ir einnig þegar þau heyra frásögn um mús eða gullfisk í fjórða bekk. Þau eru álíka móttækileg fyrir því en þá verður frásögnin að vera úr raunveruleikanum. Frásögnin talar áfram til hugmyndaflugsins. Þegar þau mála mús eða gullfisk þá lítur það reyndar ekki út eins og í raun- veruleikanum heldur er þetta mynd úr hugmyndafluginu sem lýturgjör- samlega nemendunum sjálfum. Á þennan hátt styrkist tilfinningalífíð. Og viljalífíð vex með leikjum og með því hjálpa þeim að upplifa eig- in líkama. Fyrstu árin þá gera þau næstum því allt í byrjun með lík- amanum. Þau reikna með líkaman- um, skynja rúmið með líkamanum. Að æfa söng og flautuspil. Það er stöðug viljaþjálfun. Að gefast ekki upp. Finnast það jafnvel skemmti- legt að reyna aftur og aftur. Þetta vilja og geta öll börn, skynjað og lært með líkamanum. Það er ekkert smáræði hvað smáböm eru vilja- sterk. Til dæmis er hægt að taka eins árs gamalt bam sem er að Iæra að ganga. Það dettur og dett- ur en rís aftur og aftur á fætur. Við emm aldrei síðar gædd þvílíkum viljakrafti. En þetta er vissulega háð því að bamið geti óhindrað framkvæmt slíka vilja- þjálfun, að það sé mikið í návist fýrirmynda sem það sækir til. Við höfum alveg sérstaka gáfu á viljasviðinu áður en skólagangan hefst og við höfum reyndar alveg sérstaka gáfu til að hlusta og upp- lifa með tilfinningunum. Og það er þetta sem forskólinn og skólinn verða að rækta og taka höndum saman um.“ Hefur waldorfskólinn breyst að einhveiju leyti síðan R. Stein- er lagði drögin að þeim fyrsta? „Jú það hefur hann að vissu leyti. Og fögin em jú töluvert öðm- vísi og umfram allt í efri bekkjun- um. En það sem hefur ekki breyst em tímabilin í þroska bamsins. Líkamlega líta þau öðmvísi út í dag. Tannskiptin eiga sér nú stað fyrr en áður og sama má yfirleitt segja um kynþroskann, en sálrænu þættimir hafa ekkert breyst. Það hefur margt breyst, bæði á jörðu og himni. En brautir reiki- stjamanna em þær sömu. Og það sama gildir í mannssálinni. Það sem raunvemlega liggur djúpt, það er óhreyft. Það breytist ekki.“ Hvert er takmark waldorfupp- eldisfræðinnar — það sama og skólakerfisins i heild? „Jú, á vissan hátt. í námskrá sænska gmnnskólans — og sama gildir í öðmm lýðræðislöndum — em viðhöfð mörg orð um að hlut- verk skólans sé að ala upp mann- eskjur, sem geta unnið saman, hugsað sjálfstætt og taka ábyrgð á eigin hugsunum og gjörðum. í sjálfu sér fallegar hugsjónir sem enginn getur andmælt. Að þessu leyti er markmiðið það sama. Marg- ir háttsettir opinberir uppeldissér- fræðingar viðurkenna það fúslega að waldorfskólunum gangi betur að standa undir markmiðum þessa „ljóðræna hlutar" námskrárinnar en ríkisskólunum. En það er hins vegar augljóst að waldorfkennarar horfa með öðr- um augum á manneskjuna . . . held- ur en kennarar almennt gera. Manneskjan er andleg vera. Heil- brigðir einstaklingar búa yfír mjög miklum innri eiginleikum og það hlýtur að vera markmið skólans að nálgast þessa eiginleika og kalla þá fram. Manneskjan getur orðið miklu meira en það sem við al- mennt trúum. Þar liggur regin- munurinn. Sjálf sýnin á manneskj- una er allt önnur. Almennu mark- miðin eru hins vegar þau sömu.“ Hvers vegna er listin, listræn tjáning, jafn mikilvæg og raun ber vitni í waldorfskólunum? „í listinni get ég æft mig að vera sú manneskja sem ég er ekki ennþá orðin. Við sjáum öll hvílík fegurð skín úr andliti syngjandi bams. Eða þegar það spilar á flautu; hvílík útgeislun. Það er eins og nemandinn sé á því augnablikinu dálítið æðri manneskja en hann raunverulega er. Þau geta verið svo ótrúlega fal- leg andlitin. Þegar maður málar, þá vex hugrekkið; maður öðlast hugrekki gagnvart litunum, gagn- vart lífínu. Maður vex dálítið yfír sjálfan sig í gegnum listina, en það gerist aðeins ef kennarinn fær nem- enduma með sér, og það er það mikilvægasta." Samband kennara og nemenda í hveiju er mesta hættan við núverandi skólakerfi fólgin? „Eg ræddi eitt sinn við mann sem getur með réttu kallast einn af feðr- um sænska grunnskólans og ég sagði honum það álit mitt að það versta við grunnskólann væri ósam- staðan; það væri ekki í neinum kennara og foreldrahópum sem fólk stæði saman, væri á einu máli, hefði sömu skoðun. Þá sagði hann: „Ju, jú, víst er það vandamál, en það versta er sinnuleysið. Það versta er að maður meinar ekki nokkum skapaðan hlut.“ Og það segir sig sjálft að það er hræðilegt ástand. Ég get nefnt dæmi um þetta. Við höfðum einu sinni unga stúlku, mjög vel gefna og mörgum hæfi- leikum piýdda, bæði listrænum og vitsmunalegum. Henni gekk vel í skólanum en taldi að hún lærði ekki nægilega mikið þar og vildi því fara í venjulegan menntaskóla. Sem hún gerði. Eftir nokkra mán- uði kom hún aftur og spurði hvort hún gæti byijað í skólanum hjá okkur aftur. Jú, vissulega voru eng- in vandkvæði á því og við inntum hana eftir ástæðunni. Hún sagði ástæðuna vera viðhorf eins aðal- kennara síns. í bekknum hennar hefðu verið margir hugsjónamenn, nemendur með jákvæða lífsskoðun sem vildu eitthvað með sínu lífi. Við þessa áhugasömu nemendur sagði kennarinn: „Bíðið bara þar til þið komið á minn aldur, þá verð- ið þið búin að sætta ykkur við ástandið eins og ég.“ Það er ömur- legt að mæta fullorðinni manneskju — ég tala nú ekki um ef hún er einnig kennari manns — sem hefur þetta viðhorf. Þá er engin von leng- ur.“ Hefur þú upplifað waldorf- kennara þorna upp á þennan hátt? „Afar sjaldan. En það eru ein- stakir waldorfkennarar sem hafa staðnað, orðið fastir í ákveðinni rútínu. En þeir eru ekki margir. Waldorfkennari, sem fínnur að sér gengur illa með kennsluna, á tiltölu- lega auðvelt með að leggja fram sitt mál á kennarafundum. Og þar er mikill munur á öðrum skólum. Ég hef kynnst mörgum kennur- um í venjulegum skólum sem hreint og beint þora ekki að bera upp sín vandamál á kennarafundum. í waldorfskólum er hins vegar ýtt undir það að kennarar beri upp sín vandamál. Kennarahópurinn skynj- ar sameiginlega ábyrgð og reynir að leysa úr vandamálunum þannig að kennarinn fínni þann stuðning sem hann þarf. Hvort sem það felst í því að ákveðnum nemendum er um stundar sakir komið á aðra kennara, eða kennarinn sendur í hvíld. Sú staðreynd að waldorf- kennarar eru yfirleitt aðrar mann- gerðir en þær sem almennt er að finna í skólakerfinu, á auðvitað sinn þátt í því hversu auðveldlega kenn- arinn getur tekið upp sín vandamál í hópi annarra kennara. Samband kennara sín á milli er óhemju mikil- vægt. Kennari má aldrei fínna að hann sé einangraður og þurfí al- gjörlega að standa á eigin fótum. A kennarafundum skal fínnast sú hjálp sem kennarinn þarf. En vissu- lega eru kennarahópar í waldorf- skólunum mismunandi, en í góðum hóp þá er samábyrgðin eitthvað sem allir skynja og vita af. Ég hef marg- oft tekið eftir því, að það er sam- staðan í kennarahópnum sem hefur mestu áhrifín á þá opinberu aðila sem koma í kynnisheimsóknir í skól- ana. Menn eru ekki vanir því að kennarar hjálpi hver öðrum á þann hátt sem þar gerist." ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.