Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 52

Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 I ÞIIMGHLÉI STEFÁN FRIÐBJARNARSON Bættar samgöngur — byggðaþróun Góðvegir færa landshluta saman, gera landsmenn að grönnum Gluggað í ritgerð Valdimars Kristinssonar: „Borg og byggðir Valdimar Kristinsson, hag- fræðingur og ritstjóri Fjár- málatiðinda (sem Seðlabanki Islands gefur út), hefur sent frá sér nokkrar athygli- og íhugun- arverðar ritgerðir um byggða- þróun og samgöngur í landinu. Síðasta ritgerð Valdimars, „Borg og byggðir", birtist í 1. hefti Fjármálatiðinda 1988 og hefur einnig verið gefin út í sérprentun (Isafoldarpent- smiðja). Lítillega verður gluggað í ritgerð Valdimars i þessum pistli. Ahugamenn um byggða- mál eru og hvattir til að verða sér úti um ritgerðina í heild og gaumgæfa vel. I Hver verður mannijöldaþróun í landinu næstu áratugina? Valdi- mar Kristinsson kemst að þeirri niðurstöðu í ritgerð sinni að for- sendur fyrri áætlana í þessu efni hafí verulega breytzt. Orðrétt seg- ir hann: „Snemma á sjötta áratugnum var talað um, að landsbúar yrðu sennilega 360-380 þúsund um næstu aldamót. Aratug síðar var spáin komin niður í 310-330 þús- und. Þarna munar hvorki meira né minna en 50 þúsund manns eða sem svarar heilli borg“! En sagan er ekki fullsögð. Höf- undur heldur áfram: „Enn hefur orðið mikil breyt- ing. Nú er talið, að landsmenn verði ekki nema um 270 þúsund um aldamót. Miðað við það hafa áætlanir því enn rýrnað um 50 þúsund eða sem svarar til annarr- ar borgar! Að óbreyttum aðstæðum eru forsendur því gjörbreyttar, frá því sem var fyrir aldarfjórðungi, og gæti svo verið til frambúðar, þvi sumir hafa á talnalegum forsend- um getið sér þess til að íslending- ar verði flestir á árunum 2010- 2020 og nái því aldrei að verða 300 þúsundir. Þetta er framtíðarsýn, Sem enginn hafði reiknað með, og ef hún reynist rétt, þá hafa líkur á breytingum á byggðaþróun minnkað verulega. Um fólksfjölda VALDIMAR KRISTINSSON BORG OG BYGGÐIR Sfrprtntun úr 1. btfii FjJmJlat/linJa 1988 ISAFOLDARPRCNTSMIDJA HF. Forsíða sérprentunar: „Borg og byggðir“. í framtíðinni er þó alltaf erfitt að spá, og þannig Qölgaði meira á landinu árið 1987 en mörgundan- farin ár, einkum vegna flutninga fólks til landsins, sem getur end- urspeglað betra atvinnuástand hér heldur en víða annars staðar." Þá er skondið og fróðlegt að lesa þá tilgátu, sem Valdimar tíundar, „að allir íslendingar, sem komist hafí til vits og ára í gjör- vallri Islandssögunni, væru ekki fleiri en íbúar Kaupmannahafnar nútímans". II Var Island einhvern tíma full- byggt í þess orðs réttu merkingu? Valdimar er vantrúaður á það. Orðrétt segir hann: „Innan við fimmturígur lands- ins er byggður í dag og þegar mest var, voru byggðir ekki miklu víðlendari. Nær §órir fímmtu hlutar landsins hafa því aldrei verið byggðir í venjulegri merk- ingu þess orðs. .. Hitt er svo annað mál, að áður fyrr, þegar engin þorp eða bæir voru í landinu, þá dreifðist búsetan miklu jafnar heldur en síðar varð og nú er.“ Valdimar vitnar til elztu öruggu heimildar um búsetu í landinu, manntalsins 1703. Hann segir: „Einnig þá var íbúum mjög misskipt eftir byggðarlögum. Þéttbýlast var á Suðurlandsundir- lendi, við sunnanverðan Faxaflóa, á vestari helmingi Snæfellsness og í Eyjafírði og Skagafírði. Einn- ig bjuggu þá margir í Borgaifyarð- arhéraði og um miðbik Vestfjarða. Víðast hvar annars staðar var byggðin mjög strjál og jafnvel stijálli en síðar varð, svo sem á norðausturhomi landsins, þar sem fjölgaði nokkuð á 19. öld. I stórum dráttum má segja, að landshlutamir, sem voru §öl- mennastir fyrir nær þremur öld- um, séu það enn í dag. Þetta gild- ir um suðvesturhluta landsins og miðbik Norðurlands. En samt er ólíku saman að jafna, því nú bygg- ist þéttleiki byggðarinnar á borg og bæjum, en áður fyrr á nábýli sveitafólks annars vegar og þurrabúðarmanna hins vegar.“ III Ekki er rúm í þessum pistli til að rekja hugleiðingar Valdimars um framangreint efni svo sem vert væri. Hann telur litlar líkur á því fólk taki sig upp í stórum stíl og flytji frá höfuðborgarsvæði til stijálbýlis. „En samt ætti að vera hægt að dreifa byggðinni nokkuð með ákveðnum aðgerð- um.“ Þar vegi góðar samgöngur þungt. Valdimar bendir á það að Reykjavík hafí fyrir löngu tekið við hlutverki Kaupmannahafnar sem höfuðstaður íslendinga, „en er áfram í samkeppni við ýmsar borgir erlendis varðandi margví- slega þjónustu við þá. .. í sam- keppninni um hylli fólks verður Island að standa sig, og bein fækkun á þéttbýlissvæðum yrði landinu því ekki til framdráttar, enda gengi hún þvert á þenslu í þjónustugreinum, sem eru eitt helsta einkenni velmegunarþióð- félaga.“ Reykjavík gegnir sum sé mikil- vægu hlutverki í „samkeppni" ís- lands við umheiminn, m.a. um framtíðarbúsetu fólks. Svipuðu hlutverki og sterkir og aðlaðandi byggðakjamar í einstökum lands- hlutum í samkeppni þeirra og stijálbýlis við höfuðborgarsvæðið. IV Valdimar leggur áherzlu á, ef ég skil mál hans rétt, að styrkja kjarnabyggðir í hvetjum lands- hluta. Góðar samgöngur, ekki sízt landsamgöngur, séu lykilatriði að því marki, til að tengja betur sam- an einstök atvinnusvæði og lands- hluta. Gott vegakerfi „færi landið saman“ þann veg „að íbúar alls landsins verði nágrannar“. Með því að færa byggðimar nær hver annarri — með betri landsamgöngum — stækki at- vinnu- og þjónustusvæðin. Þann veg megi vinna jarðveg fyrir grósku í atvinnulífí og styrkja menningar-, félags- og viðskipta- leg samskipti landsmanna. Þegar um mjög sérhæfða þjónustu sé að ræða myndi landið eina heild sem auðveldara verði að þjóna. Orðrétt segir hann: „Bæði ættu aukin samskipti að efla aðalkjarna hvers landshluta, en á það hefur mjög skort, og einnig ættu þau að geta stuðlað að því, að tveir eða fleiri minni bæir gætu sameiginlega myndað eins konar kjama, ef þeir eru ekki ýkja langt hver frá öðr- um. . . “ Góðvegagerðin vegur því þungt í kenningu Valdimars. Hann segir enn:_ „Á langleiðum er mikilvægast- ur vegurinn milli Suðurlands og Norðurlands, þá hringvegurinn allur og vegur út á Snæfellsnes og síðan hringvegur um Vest- firði. Talað hefur verið um jarð- göng til að auðvelda umferð og stytta leiðir. Annars staðar má stytta leiðir með görðum og brúm yfír fírði. Gæti það átt við á Aust- urlandi, í Barðastrandarsýslu og víðar. Þá mætti stytta norðurleið- ina um 14 km með því að endur- leggja Reykjabraut, sem liggur framhjá Húnavöllum og Auðk- úlu... “ Valdimar íjallar einng um hálendisvegi til að tengja (færa) enn betur saman fjórðunga landsins. í stuttu máii: Gott vega- kerfi er ein meginforsenda framtíðaijafnvægis í byggð lands- ins og gróandi þjóðlífs. Hér hefur aðeins verið drepið á fátt eitt í ritgerð Valdimars. Ætlunin var heldur ekki að gera henni tæmandi skil. Aðeins að vekja athygli lesenda Morgun- blaðsins (ekki sízt sveitarstjórnar- manna og forystumanna lands- hlutasamtaka) á faglegri umfjöll- un mikilvægs máls, er alla lands- menn varðar. En niðurlagsorð rit- gerðarinnar eru: „Nú hittist svo vel á, að megin- þorri þjóðarinnar er samstíga um samgöngubæturnar. Að vísu er deilt um einstöku dýr sérverkefni og stundum um röð framkvæmda, en að öðru leyti er meiri sam- hugur um þessi sjónarmið heldur en flest önnur stórmál. Um leið og landið heldur stærð sinni í flat- armáli, fer það æ minnkandi í ferðatíma. Verði það ekki byggð- unum til bjargar, þá er fátt til ráða.“ ibúar eftir staösetningu og byggöarstigi Strjálbýli 1930 1940 1950 1960 Skipting íbúa landsins eftir byggðasvæðum: a) höfuðborgar- svæði, b) Akureyri, c) annað þéttbýli, d) stijálbýli. Skýringarmynd- in fylgir ritgerð Valdimars Kristinssonar. Ný gufubaðstofa opnuð við Vesturbæjarlaug NÝ gufubaðstofa við Vesturbæ- jarlaugina var opnuð í gær, föstudag. Áætlaður heildar- Sigurður en ekki Magnús í frásögn Morgunblaðsins af komu Leonard Cohen til íslands, þar sem hann sagði m.a., að Ijóð- list og tónlist væru honum eins og kjöt og fiskur, misritaðist að Magnús Magnússon væri höfund- ur bókarinnar Northern Sphinx, sem Cohen bar á sér. Höfundur bókarinnar er Sigurður A Magn- ússon, en reyndar skrifaði Magn- ús formála að bókinni. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. kostnaður, er um 11,5 milljónir króna. Baðstofan er 130 fermetrar að stærð með sturtum og hvíldarher- bergi fyrir bæði kynin. Að undan- gengnu útboð var samið við lægst- bjóðanda, Þorstein Óla Hannesson húsasmíðameistara og hafa fram- kvæmdir staðið yfir frá því í des- ember 1987. Jes Einar Þorsteinsson arkitekt, hannaði stofuna ásamt Verkfræðistofu Sigurðar Thorodds- en hf., sem sá um burðarþol, Raf- teiknistofu Ólafs Gíslasonar, sem sá um raflagnir og Lagnatækni, sem sá um lagnir. Baðstofan verður opin virka daga frá kl. 10 til 20, á laugardögum frá kl. 8 til 17 og á sunnudögum frá kl. 9 til 17. Vesturbæjarlaugin er opin alla virka daga frá kl. 7 til 20:30, laugardaga frá kl. 7:30 til 17:30 og sunnudaga frá kl. 8 til 17:30. Morgunblaðið/Bjami Ómar Einarsson framkvæmdastjóri Iþrótta- og tómstundaráðs og Óli Jón Hertevig byggingastjóri, líta yfir nýju gufubaðstofuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.