Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
V
vi—
. ■.
„Freestyle
Frakklandi og
andi, Bretlandi, Belgíu,
imörku, og flest með
ABYRGÐ TIL ALDAMOTA
á gaffli og stelli, varahlutaþjónustu og
ábyrgð fagmannsins.
ur bara að fá annan í staðinn og
það með hraði, fá nýjan ljósamann,
nýjan búningahönnuð, æfa annan
leikara inn í hlutverkið ...
— Um daginn, sagði hann, vissum
við ekki einu sinni hversu alvarlega
veik leikkonan var þegar byrjað var
að æfa inn í hlutverkið hennar —
hún hefði eins getað verið dauðvona.
Sumum okkar hinna fannst málið
ekki alveg svona einfalt. Anna Jóna
orðaði hugsanir okkar hinna um að
það væri óhugnanleg hlið á leik-
húsinu hvernig fólk yrði að vinna
þó það væri fárveikt og slys eða
dauðsföll breyttu ekki gangi sýning-
arinnar þó að hver einstaklingur
móti verkið meira með sái sinni og
líkama í þessari vinnu en nokkurri
annarri. Sýningin hefur alltaf for-
gang, og sköpun einstaklingsins
verður að hveiju öðru tannhjóli sem
hefur brotnað og þarf að skipta um.
Tveim dögum síðar kemur þetta
samtal uppí hugann þegar óhugnað-
urinn steypist yfir okkur. Anna Jóna
er dáin. Hún var svo sannarlega eitt-
hvað miklu miklu meira en skarð
sem þurfti. að fylla. Eins og allir
vita sem kynntust henni hafði hún
bæði hlýja og sterka nærveru, sem
var stór og ómissandi þáttur í vinnu
okkar. Undir svona kringumstæðum
verður staðreyndin um að sýningin
verði að hafa sinn gang ömurleg.
Við reynum að halda starfi hennar
áfram, en getum auðvitað aldrei
gert það eins vel og ef hennar hefði
notið áfrain. Sorg okkar er djúp og
við samhryggjumst aðstandendum
innilega.
Fyrir hönd samstarfsfólks í „Degi
vonar“ á Sjónyarpinu,
Lárus Ýmir Óskarsson
Sérverslun
ímeira en
60 ár
ÖRNINNL
Spítalasííg 8 vió Óóinstorg símar: 14661,26888
ur. Mynd hennar, björt og fögur,
mun aldrei gleymast.
Olga Guðrún Árnadóttir
Samtal í kaffitíma um að sýning-
in verði alltaf að hafa sinn gang —
the show must go on . .. Ungi leikar-
inn segir það sem við hin vitum líka,
að þannig sé það með leikhúsið, sjón-
varpið, kvikmyndirnar, þennan
bransa. Það sé engin önnur leið. Ef
einhver fellur frá eða forfallast verð-
Anna Jóna Jóns-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 2. júlí 1956
Dáin ll.júní 1988
Fregnin um hið hörmulega lát
Onnu Jónu var reiðarslag öllum sem
hanaþekktu, þessa yndislegu stúlku.
Af algeru miskunnarleysi er hún
hrifin burt í einni andrá, ung og
glöð, í blóma síns tilgangsríka lífs,
og engin sorg, engin tár megna að
kalla hana aftur til okkar. Ranglæ-
tið er yfirþyrmandi, en staðreyndin
er óumbreytanleg, Anna Jóna er
dáin.
Ég kynntist Önnu Jónu fyrir rúm-
um sjö árum, glæsilegri bjartleitri
stúlku, sem var nýkomin til starfa
við Nemendaleikhúsið. Hún var þá
að stíga sín fyrstu skref í leikbún-
ingagerð, og fór ekki framhjá nein-
um sem til þekkti hver fengur þótti
að henni þegar á því sviði. Hún hafði
handbragð snillingsins, gat skapað
nánast hvað sem var úr hveiju sem
var.
Sjálf kynntist ég henni utan
starfsins og það voru aðrir kostir
sem vöktu aðdáun mína á þessari
sérstæðu stúlku. Undir fremur hlé-
drægu fasi hennar bjó margbrotinn
persónuleiki, sterkur vilji og skörp
greind, sem stjórnaðist með farsæl-
um hætti af glettni, hlýju og heiðar-
leika — eðliskostum sem Anna Jóna
átti í ríkari mæli en flestir aðrir. Það
var alltaf gleðiefni að hitta hana,
eins og hressandi andblær fyrir sál-
ina, hver fundur sérstakur og eftir-
minnilegur. Hjálpsemi hennar var
einstök, og ævinlega sjálfsögð, góð-
verkin smá og stór innt af hendi án
orða, af alúð og umhyggju. Að öðl-
ast vináttu slíkrar manneskju er
dýrmæt gjöf sem aldrei verður full-
þökkuð.
Anna Jóna unni tveimur mönnum
umfram annað fólk þann tíma sem
okkar kynni stóðu. Annar var Jó-
hann, eiginmaður hennar, hin var
Halli, sonur hennar. Anna jóna og
Jói felldu hugi saman við störf í
Nemendaleikhúsinu, það var beggja
Ián og gæfa. í sjö ár deildu þau
saman blíðu og stríðu, þessar tvær
stórbrotnu manneskjur, auðguðu
hvort annað að kærleika og visku,
efldu hvort annað að ráðum og dáð.
Nú þegar okkar elskulegi vinur, Jói,
stendur skyndilega einn eftir, er það
von mín og trú, að einmitt það fjöl-
þætta og dýra band sem þau Anna
Jóna fléttuðu saman geti orðið hon-
um haldreipi á tímum þungbærrar
sorgar.
Halli litli var augasteinn mömmu
sinnar, og þó hann dveldi oft lang-
dvölum hjá föður sínum var hann
ávallt nærri henni í huganum. Nú
er móðirin horfin sjónum, en minn-
ingin um ást hennar vakir áfram
yfir drengnum hennar og velferð
hans um ókominn tíma; það vega-
nesti verður ekki frá honum tekið.
Tíminn sefar allan harm að lokum
og líf okkar hinna heldur áfram um
sinn, uns okkar andartak í eilífðinni
er liðið. Við verðum aldrei söm; ein-
hvers staðar innra með okkur verður
ávallt slitinn strengur. En ef til vill
getum við heiðrað minningu Önnu
Jónu með því að reyna að vanda
okkur ofurlítið meira við að vera
góðar manneskjur. Það var list sem
hún kunni flestum betur.
Við Guðmundur sendum ættingj-
um Önnu Jónu og öðrum ástvinum
hennar okkar dýpstu samúðarkveðj-
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.