Morgunblaðið - 25.06.1988, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
>
t
Maðurinn minn,
SÖLVI ELÍASSON
bifreiðarstjóri,
Einholti 9,
andaöist í Borgarspítalanum þriöjudaginn 21. júní.
María Guðmundsdóttir.
t
Konan mín og móðir okkar,
ELÍN BJÖRNSDÓTTIR
Lynghvammi 4,
Hafnarfirði,
andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 23. júní.
Jón Magnússon,
Guðrún Þóra Jónsdóttir, Magnús Jónsson.
Hjörtur Líndal
Sigurðsson - Minning
Fæddur 15. febrúar 1905
Dáinn 15. júní 1988
Mig langar nú að skrifa nokkur
kveðjuorð um afa minn, Hjört Lín-
dal Sigurðsson, sem nú er látinn
eftir langa og hetjúlega baráttu
við banvænan sjúkdóm.
Hjörtur var Sonur hjónanna Sig-
urðar Halldórssonar og Guðbjarg-
ar Guðmundsdóttur. Hann átti 10
systkini og eina hálfsystur. Hjört-
ur gekk að eiga Ástu Sigurbjörgu
Sigfúsdóttur þann 13. september
1929 og eignuðust þau tvær dæt-
ur, Ólöfu, fædda 2. ágúst 1930,
gift Kristjáni Ásgeirssyni, og eiga
þau tvö böm, og Sigríði, fædda
26. október 1933, gift Guðna Jó-
hannesi Ásgeirssyni, og eiga þau
7 böm. Skömmu síðar slitu þau
samvistum. Síðan gekk hann að
eiga Dóm Bjamadóttur þann 4.
desember 1948 og eiga þau eina
kjördóttur, Dóru Hjartar, fædda
9. ágúst 1953, gift Marteini Njáls-
syni og eiga þau 3 böm.
Lengst af stundaði afi minn bif-
reiðastörf, sem bílstjóri og öku-
kennari, þó hann hafi getið sér
gott orð fyrir sjómennsku og önn-
ur verkamannastörf hér á sínum
fyrri ámm. En þegar ég kynntist
afa mínum var hann ökukennari.
En ekki get ég sagt að maður
hafi ekki grætt á því að vera nafni
hans, því elskulegar minningar á
maður honum að þakka.
Því vil ég biðja Guð að styrkja
þá sem honum stóðu næst.
Hjörtur Líndal Guðnason
t
Móöir okkar,
VILMUNDA EINARSDÓTTIR
frá Vostmannaeyjum,
lést að morgni 23. júní í Landspítalanum.
Gunnar Hinriksson,
Helga Hinriksdóttir,
Guðrún Hinriksdóttir.
t
Eiginkona mín, stjúpmóðir og amma,
ÞURÍÐUR BÁRÐARDÓTTIR,
Meltröö 2,
Kópavogi,
lést i Landakotsspítala að kvöldi 20, júní. Útförin fer fram frá
Kópavogskirkju þriðjudaginn 28. júní kl. 13.30.
Stefán Nikulásson,
Ingunn Stefánsdóttir
og synir.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
HJÖRTUR LÍNDAL SIGURÐSSON,
Skagabraut 46,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness 15. júní.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
F.h. tengdasona, barnabarna og barnabarnabarna,
Dóra Bjarnadóttir,
Dóra L. Hjartardóttir,
Ólöf L. Hjartardóttir,
Sigríður G. Hjartardóttir.
t
Bróðir okkar,
KJARTAN ÞORGILSSON
kennari,
Hjarðarhaga 24,
verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 27. júní kl. 13.30.
Helga S. Þorgilsdóttir,
Sigriður Þorgilsdóttir,
Fríða Þorgilsdóttir.
t
AUÐBJÖRG KÁRADÓTTIR,
Ósabakka,
Skeiðum,
verður jarðsungin frá Ólafsvallakirkju þriðjudaginn 28. júní kl.
14.00. Sætaferö verður frá BSÍ kl. 12.00 og elnnig frá Fossnesti
Selfossi kl. 13.00.
Jens Aðalsteinsson,
börn, tengdabörn og barnabörn
hinnar látnu.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð
við andlát og útför móður okkar og tengdamóður,
GUÐRÚNAR G. HJALTESTED
Bruno Hjaltested, Arnfrfður Ó. Hjaltested,
Edda Hjaltested, Sveinn Jóhannesson.
Minning:
Sigurður Sigurðs
son, Skammadal
Laugardaginn 4. júní fór fram
frá Víkurkirkju útför Sigurðar Sig-
urðssonar frá Skammadal í Mýr-
dal. Var jarðsett í Víkurkirkjugarði
og fjölmenni við athöfnina.
Á síðustu æviárum átti Sigurður
við heilsuleysi að stríða. Þurfti hann
öðru hvoru að fara í meðferð á
Vífilsstöðum. Þaðan var hann síðast
fluttur á Landspítalann og dó þar
eftir stutta legu. Átti heymæði þátt
í að stytta ævi Sigurðar. Hefur svo
farið með marga íslenska bændur,
því þetta er talinn vera algengasti
atvinnusjúkdómur hér á landi.
Sigurður Sigurðsson fæddist í
Lágu-Kotey í Meðallandi 9. nóv-
ember 1903. Voru foreldrar hans
Kristín Guðmundsdóttir og Sigurð-
ur Sigurðsson er þar bjuggu. Sig-
urður er í Lágu-Kotey hjá foreldrum
sínum til 1915. Á Söndum 1915—
1919. í Lágu-Kotey 1919-1935.
Þá kvæntist hann Vilborgu Árna-
dóttur frá Efri-Ey í Meðallandi. Og
1935 fara þau að Skammadal í
Mýrdal og hafa búið þar síðan og
lengi í félagi við syni sína. En þeim
varð þriggja bama auðið, sem eru
Ámi, Guðgeir og Sunneva. Er hún
búsett í Vík.
Það var fjölmennt gamla Lágu-
Koteyjar-heimilið. Sigurður ólst
þarna upp í hópi 12 systkina. Er
nú aðeins eitt eftir á lífí, Ágústa
Sigurðardóttir, sem býr í Reykjavík.
Þau ólust upp á Rofabæ í Koteyj-
arhverfinu móðir mín, Sigurlín Sig-
urðardóttir, og Bjargmundur
Sveinsson, bróðir Kjarvals. Þau
minntust þess oft hvað mikil glað-
værð ríkti á heimilinu í Lágu-Kotey
og hve gott var að koma þama.
Vissu þó allir að þama var fátækt
sem von var þar sem svo mörg
börn voru á heimilinu. Og á seinni
æviárum hélt Bjargmundur uppi
sambandi við eitt systkinanna,
Magnús Sigurðsson. Fannst honum
að þá væri hann kominn austur í
Meðalland er hann og Herdís kona
hans voru í Melgerði í Kópavogi
t
Útför
EÐVARÐS GUÐMUNDSSONAR,
Frostaskjóli 103, Reykjavík,
fer fram mánudaginn 27. júní kl. 10.30 í Fossvogskirkju. Blóm
og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast
hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Þórunn Bergþórsdóttir,
Sigurbjörg Eðvarðsdóttir,
Jón Atli Eðvarðsson,
Sigrún Einarsdóttir.
t
Þökkum innilega öll skeyti, blóm og hlýjar kveðjur vegna andláts
og útfarar
VALDIMARS UNNARS VALDIMARSSONAR.
Vinum hans öllum þökkum við einstaka vináttu og aöstoð.
Alda Grímólfsdóttir, Valdimar Guðlaugsson,
Grímólfur Sævar Valdimarsson,
Jóhann Elvar Valdimarsson, Anna María Jónasdóttir,
Elísabet Sólstað Valdimarsdóttir, Karl Hjartarson,
Guðlaugur Viðar Valdimarsson.
t
Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
jarðarför móður okkar og tengdamóöur,
SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR HANSEN,
Aðalstræti 16,
Patreksfirði.
Óiafur D. Hansen, Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Sigriður Daníelsdóttir, Loftur Hafliðason.
hjá þeim hjónum, Margréti og
Magnúsi frá Lágu-Kotey. Þama á
Lágu-Kotey var einn fyrsti vísir að
samkomuhúsi í Meðallandi. Voru
það bæjardymar sem vom óvenju
stórar og með timburgólfi. Vom
þarna á tímabili danssamkomur
unga fólksins. Þótti þetta sérstætt
samkomuhús og jafnframt ágætt.
Sigurður Sigurðsson var lengi í
útvemm á vetmm. Hann þótti
skemmtilegur og sniðugur félagi.
Þess minntist bóndi í Landeyjum
að Sigurður þótti manna skemmti-
legastur þar í afréttarferðum og
hann þótti óvenju ömggur í bratt-
lendi.
Henni búnaðist vel fjölskyldunni
í Skammadal. Er þar nú prýðilega
uppbyggt og mikil ræktun. Og
þama hefur gestrisni verið eins og
frekast getur orðið, sem ég og
margir hafa notið. Spillti húsmóðir-
in þar ekki, sem von var til, með
tryggð og gestrisni Ormsættarinnar
í veganesti.
Sigurður í Skammadal var mjög
vinnusamur. Eflaust hefur hann
kosið að hverfa héðan fyrst vinnu-
þrekið var búið og ekki nema heilsu-
leysi framundan. Hann var kvaddur
við Víkurkirkju núna í byrjun sól-
mánaðar, þegar sumarið er að koma
eftir kalt vor. Túnin em orðin græn
og úthafið, sem blasir við úr Víkur-
kirkjugarði, hefur róast og veltir
léttum öldum að landinu.
Eg votta fjölskyldunni samúð og
þakka vináttuna á liðnum ámm.
Vilhjálmur Eyjólfsson
Blóma- og
W skreytingaþjónusta C/
*' hvert sem tilefnið er.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álflicimum 74. sími 84200