Morgunblaðið - 25.06.1988, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
57
• •
Okuleikni Húsvíkinga
Húsavík.
KEPPNI í ökuleikni ’88 á vegum
Bindindisfélags ökumanna fór
fram á Húsavík 19. júní síðastlið-
inn. Þetta er landskeppni og keppt
er bæði á reiðhjólum og bifreiðum.
Fyrst er keppt á hinum ýmsu stöð-
um á landinu og síðan fer fram
úrslitakeppni í Reykjavík.
Úrslit urðu þessi í reiðhjólaakstri
— eldri flokkur: í fyrsta sæti varð
Sigurður Hrafnkelsson, Ólafur Jón
Aðalsteinsson í öðru og Amar Matt-
híasson í þriðja. í yngri flokki sigr-
að Amar Þorvarðarson og Rann-
veig Guðmundsdóttir varð í öðru
sæti. Jón Kristjánsson sigraði í
karlaflokki í ökuleikni í akstri bif-
reiða, Kristján Eggertsson varð í
öðru sæti og Sigurgeir Höskuldsson
í því þriðja. í kvennaflokki sigraði
Freyja Ingólfsdóttir, Stella Jóns-
dóttir varð í öðru sæti og Anna S.
Jónsdóttir í þriðja.
Þessi keppni vekur ekki þá at-
hygli sem skyldi. Hún er bæði fróð-
leg og skemmtileg fyrir áhorfendur
sem keppendur. Hún bendir okkur,
sem ökum bifreiðum, á ýmislegt
sem gott væri að æfa til aukinnar
leikni í akstri. Ég held að athug-
andi væri að afmarkaðar yrðu víða
brautir, eins og keppt er í, öku-
mönnum til afnota og reynslu á
hæfni til aksturs, þó ekki í keppni.
Sigurvegarar fengu verðlaun og
allir viðurkenningu fyrir þátttöku.
- Fréttaritari
Sigurvegarar í karlaflokki í ökuleiknikeppninni á Húsavík. Frá
vinstri: Sigurgeir, Jónas og Kristján.
Morgunblaðið/Silli
Þessar konur sigruðu kvennaflokkinn í keppni í ökuleikni á bifreið-
umm. Frá vinstri: Stella, Freyja og Anna.
Morgunblaðið/Silli
Sigurvegarar í ökuleikni á reiðhjólum sem haldin var á Húsavík 19.
júní.
mmmaammmmm—mummmmKmmmmmmammæmmmmmammm
Á öllum stærri Shellstöðvum, Shell-gas fyrir:
- allar gerðir prímusa og gasljósa,
- fyrir grill,
- sumarbústaði,
- alla tjald- og tjaldhýsaútqerð.
( Reykjavík eru þessir staðir auk þess
sérútbúnir til gasafgreiðslu:
- hjónustustöðin Skerjafirði, sími 91-11425,
- Þvottastöðin Laugavegi 180, sími 91-623016,
þar eru seld áfyllt hylki fyrir amerísk gasgrill
og auk þess minni hylki 2,5 - 5 kg,
- Skeljungsbúðin Síðumúla 33, sími 91-621722.
Einkalíf Pauls Hogan fór í algjöra ringulreið eft-
ir að hann varð heimsfrægur fyrir leik sinn í
kvikmyndinni „Crocodile Dundee“.
2 ( Skeljungsbúðinni fæst
ennfremur fittings, mælar,
þrýstijafnarar slöngur og
fleira.
Skeljungur hf.
(Kosangasl
** Skeljungur W
PAUL HOGAN
Ný hetja í Hollywood
Paul Hogan er nu kominn í hóp
stjamanna í Hollywood. Hann
sló í gegn þegar hann lék aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni „Croco-
dile Dundee" og nú fær hann engan
frið fyrir blaðamönnum og kven-
fólki.
Þessi skyndilegi frami Pauls setti
allt á-annan endann í einkalífi hans.
Paul hefur tvisvar gengið í það
heilaga um æfina en í bæði skiptin
var það Noelene eiginkona hans
sem var sú útvalda. Þau hittust
þegar hann var 17 ára og hún 15.
Síðan þá hafa þau verið óaðskiljan-
leg og saman hafa þau eignast 5
börn. Eftir að hafa verið svona
kyrfílega giftur í 30 ár, hefur Paul
ákveðið að skilja við Noelene. Hann
hefur hrifist af Lindu Kozlowski
sem leikur kærustu hans í kvik-
myndinni „Crocodile Dundee" og
nú eru þau einnig kærustupar í ein-
kalífínu. Paul Hogan er 49 ára
gamall en Linda er 29 ára eða 19
árum yngri en Noelene.
Paul og Noelene eru bæði áströlsk
og hafa þau búið í Ástralíu allan
sinn búskap. Noelene segir, „Holly-
wood er of villt borg fyrir mig. Ég
get ekki átt heima þar. I rauninni
er ég sveitakona og það er ég bara
ánægð með. Þvi miður er það ekki
nógu gott fyrir manninn minn.“
Einn helsti ráðgjafi Pauls hefur
áhyggjur af því hvað þessi skilnað-
ur eigi eftir að þýða fyr*r vinsældir
hans í Ástralíu. Þar hefur Paul ver-
ið geysivinsæll alveg síðan hann fór
af stað með þætti sína, „Paul Hog-
an Show“, árið 1973. Hann hefur
einnig unnið mikið við auglýsingar
og verið vinsæll sem slíkur í heima-
landi sínu. Eftir að hann fór frá
Noelene hefur hann misst auglýs-
ingasamning við eitt stórfyrirtækið
í Ástralíu og stórtapað á því. Það
munar um allt, jafnvel fyrir stjörnur
eins og Paul Hogan.
MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ
VEIÐIHJÓL OG
STANGIR
Fást í nœstu sportvöruverslun.