Morgunblaðið - 25.06.1988, Qupperneq 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
Hann hefur versnað mikið.
Nu er hann búinn að koma
upp herforingjaráði!
Þessa orðu fékk ég frá
konunni minni. Rusla-
tunnuorðan!
Með
morgunkaffinu
Þú ættir að tala við lækn-
ana um að svo virðist sem
gráu sellurnar þínar liggi
í langvarandi dvala.
HÖGNI HREKKVÍSI
V v-
© ^KL' ,1
^xA.'.ÞETTA TÆKI C3ERI/2 SAMSlAfSLBGA
SITT GAGN
Hvenær verður Reykja-
nesskaginn friðaður?
Við Selöldu í landi Krýsuvikur. A þessum slóðum var enn skógur
þegar Arni Magnússon og Páll Vídalín gerðu Jarðabókina.
Til Velvakanda.
Ólafur R. Dýrmundsson, ráðu-
nautur og fjáreigandi í Reykjavík
skrifar grein í Velvakanda síðastlið-
inn sunnudag og fer þar hörðum
orðum um vanþekkingu og ofstæki
„Náttúruunnanda" og annarra
þeirra sem láta sér annt um það
sem eftir er af gróðrinum í þessu
landi. Er grein Olafs fagnaðarefni
því að hún opinberar vel þá blekk-
ingarstarfsemi sem talsmenn of-
beitarinnar eru vanir að nota í
áróðri sínum.
Ólafur er aldeilis ekki á því að
um ofbeit sé að ræða á Reykjanes-
skaga og nefnir sem dæmi um hóf-
legt beitarálag, að í hinum foma
Seltjamameshreppi séu ekki nema
670 ær á fóðmm. Af einhveijum
ástæðum minnist hann ekki á allt
það fé sem kemur úr öðmm sveitar-
félögum. Af forðagæsluskýrslum
má þó sjá að 3.500 ær að minnsta
kosti em á gjöf á vetuma og því
er ekki óvarlegt að áætla að 10.000
fjár nagi Reykjanesskagann á
sumrin.
í skrifum Ólafs kemur fram að
hann hefur ekki virt fyrir sér auðn-
ina fyrir ofan Hafnarijörð, við Klei-
farvatn, í Krýsuvík og landið þar
fyrir vestan allt til Grindavíkur.
Þangað ætti hann þó að fara og
Skrif ið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, em ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspumir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
legg ég til að áfangamir hans verði
„Lyngbrekkur", „Einihlíðar" og
„Nátthagi“. það er samt vissara
fyrir hann að hafa nöfnin með sér
á blaði ásamt leiðarlýsingu því ekki
mun landið sjálft segja honum hvar
ömefnin er að finna.
Ólafur getur einnig tekið sér fyr-
ir hendur annars konar „gróður-
skoðunarferð“. Hann getur flogið
yfir landið og virt fyrir sér tötrana
sem einkenna það; hann getur skoð-
að Stikluþáttinn hans Ómars Ragn-
arssonar, sem tekinn var fyrir ofan
Hafnarfjörð. Hann getur jafnframt
kynnt sér skýrslu Gróðurnýtingar-
deildar rannsóknastofnunar land-
búnaðarins um Krýsuvík frá 7. maí
1987. Þar segir:
„Hér er um svo alvarlega jarð-
vegseyðingu að ræða, að Gróður-
nýtingardeild mælir eindregið með
því að svæðið verði friðað fyrir beit
þar til ástandið hefur batnað.“
Landið kringum Kleifarvatn
minnir nú einna helst á tunglið en
það þarf ekki mikið ímyndunarafl
til að sjá fyrir hugskotssjónum sér
þá paradís sem þar gæti verið. Með
friðun væri hægt að klæða það
gróðri og skógi með tíð og tíma og
koma þar upp stórkostlegu útivist-
arsvæði. Þegar gróðurinn fær að
dafna eykst líka lífríkið í vatninu
og þeir höfðu líklega það í huga
félagamir í Stangveiðafélagi Hafn-
arfjarðar, sem reyndu að koma þar
einhveijum plöntum til. Þeir eru nú
hættir þeim tilraunum og kannski
getur Ólafur getið sér til um ástæð-
una.
Það er orðið löngu tímabært að
tengja betur saman rétt til landnýt-
ingar og þjóðfélagslega ábyrgð. Nú
á dögum verður að vera hægt að
ætlast til þess að frístundabændur
útvegi sér sjálfir land undir beit og
girði það og ábyrgist. Það getur
ekki verið eðlilegt, að þessir menn
hafi meiri rétt en þeir sem em með
hross sér til yndis og heilsubótar.
Við hagsmunaárekstra þarf margs
að gæta en reglan á að sjálfsögðu
að vera sú, að hagsmunir heildar-
innar ráði. Þjóðin öll á landið og á
offramleiðslutímum er ekki hægt
að taka rétt örfárra einstaklinga til
sauðfjárbeitar fram yfir rétt þétt-
býlisbúa til útivistar og aðlaðandi
umhverfis. Reykjanesskagann allan
er hægt að klæða gróðri að nýju.
Það eina sem vantar er vilji og
skilningur, ekki síst sveitarstjómar-
manna.
Náttúruunnandi.
Víkverji skrifar
Veðurguðir hafa ekki leikið við
suðvesturhom landsins það
sem af er sumri. Víkveiji hefur,
eins og aðrir íbúar þessa svæðis,
horft upp í regnskýin í morgunsárið
svo að segja dag hvem sem guð
hefur gefið — og fengið blautan
strekkinginn í fangið þá út var
gengið. Það er því kominn tími til,
og meira en það, að sjá til sólar,
upp í heiðan himin.
Því er stundum haldið fram að
veðráttan hafí áhrif á geðslag fólks.
Myrkur skammdegis, kuldi vetrar
og grenjandi snjóbyljir setji yggli-
brúnir á íslendinga; kalli fram
hryssing í viðmóti þeirra og fram-
komu. Hvort sem þetta er nú rétt
eða ekki sýnist Víkveija á stundum
sem alls konar mótmælahópar, sem
hafa hitt og þetta á homum sér
(Höfðabakkabrú, breikkun Lækjar-
götu, ráðhús við Tjöm o.sv.fv.), fái
byr í segl í skámmdeginu — en
dagi uppi í sólskini.
Ef vetrarveður fara fyrir bijóstið
á okkur, þar sem þau eiga heima
á hringferð ársins, hvemig leikur
þá hretviðrið lundina á „sólmánuð-
um“ almanaksins?
Eftir gott vor og yndislegan
maí er engu líkara en suma-
rið hafí yfírgefíð íbúa um sunnan-
og vestanvert landið mestan hluta
júnímánaðar. En þetta er svo sem
þörf áminning. Fólk hefur verið
að gera að því skóna undanfarið
— eftir óvenju milda vetur undan-
farið og hagstætt vor — að veður-
farið hér um slóðir væri að breyt-
ast. Tíðarfarið síðustu daga ætti
þess vegna að sannfæra fólk um
að í sjálfu sér er ekkert breytt og
íslensk veðrátta er jafn óútreikn-
anleg og hún hefur alltaf verið.
xxx
að kemur fyrir hina mætustu
menn að mismæla sig en sum-
ir eru slíkir ákafamenn í daglegu
tali að allt vill koma öfugt út úr
þeim. Víkveija hefur borist
skemmtilegt dæmasafn af einum
vinnustað í borginni, þar sem
vinnufélagar eins slíks hafa tekið
upp á því að skrá niður skemmti-
legustu gullkomin.
Víkveiji getur ekki stillt sig um
að birta hér fáein sýnishom, þar
sem algeng orðatiltæki taka á sig
hinar undarlegustu myndir. Til að
mynda: „Við skulum hafa augun
bak við eyrun!“ og „Við skulum
tala saman milli tveggja augna!“
Eða: „Við skulum slá tvær flugur
í sama höfuðið" og „Það er verið
að gera mýflugu úr úlfalda“. Enn
má nefna: „Við stöndum á kross-
fótum“ og „Það er ekki víst að
smiðimir verði svona brattir, þeg-
ar út í hólmann er komið.“
Nokkur dæmi fylgja um kynd-
ugt orðalag, svo sem „Það sem
aldrei hefur skeð, getur alltaf skeð
aftur“ og „Þetta er í fyrsta sinn
sem þetta bilar í annað sinn.“
Einnig: „Það er ekkert launungar-
mál að við erum illa kranamanna-
mannaðir“ og „Ég hef ekki séð
neitt hringt í dag.“ Loks gullkorn
á borð við: „Það er eins og verið
sé að skvetta eldi á bensínið."