Morgunblaðið - 25.06.1988, Page 63

Morgunblaðið - 25.06.1988, Page 63
✓ XI iriUviA MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 63 Há afnotagjöld Aldraður öryrki hringdi: „Nú eru afnotagjöld Ríkisút- varpsins/Sjónvarps enn að hækka á sama tíma og dagskrárefni þess verður æ lélegra. Fólk sem hefur ekki efni á að vera áskrifendur að „rugluðu" stöðinni, m.a. ör- yrkjar, hafa enga valkosti. Það er jafnframt yfirgengilegt fyrir fólk sem getur ekki annað en se- tið heima og horft á Sjónvarpið, að efni þess verður sífellt lélegra. Til dæmis voru ljóð lesin upp í Sjónvarpinu fyrir nokkrum dög- um. Ég hefði nú haldið að slíkt ætti heima í útvarpinu. Það tekur ekkert við hjá okkur öldruðu öryrkjum þegar við höfum slökkt á sjónvarpinu. Við verðum samt að greiða fullt gjald fyrir.“ Hljómfögoir rödd Edda Jónsdóttir hringdi: „Ég vil lýsa aðdáun minni og þakklæti fyrir lestur Finnborgar Ömólfsdóttur á bókinni “Lyklar himnaríkis“ eftir A. J. Cronin. Rödd Finnborgar hefur hljómað oft á öldum ljósvakans í gegnum árin og er ætíð jafnhljómfögur. Jakob ærlegur Kona úr Kópavogi hringdi: „Ég vil þakka Jakobi Magnús- syni fyrir falleg og rétt svör er hann var spurður um álit sitt á forseta okkar, frú Vigdísi í sjón- varpinu um daginn.“ Fyrirferðarmikill fót bolti 5611-7377 hringdi: „Sjónvarpið hælir sér af því að koma út úr öllum skoðanakönnun- um á svokallaðri „horfun" með 60-70% horfun kl. 20.00 á kvöld- in. Er þá við hæfi að eyðileggja þennan horfunartíma hjá 60-70 hundraðshlutum landsmanna með boltasparki einhvers staðar úti í heimi? Saga er til af amerískri auð- konu sem kom til Evrópu að skoða gamla heiminn. Hún fór á knatt- spymuleik og að honum loknum fóm hún í sportvöruverslun og keypti 22 bolta og lét senda strák- unum sem vom í leiknum á vellin- um svo þeir þyrftu ekki að vera að rífast um þennan eina. Hvað skyldu margir af um- ræddum 60-70% áhorfenda vera sammála auðkonunni amerísku?“ Úr með áföstum hring- Kvenmannsúr með áföstum hring fannst þann 16. þessa mán- aðar í innkeyrslu við Hringbraut 84. Úrið er með hvítri skífu, svört- um tölustöfum og vísum. Það er með svartri stálkeðju og er lokað á ranghverfu sinni. Við úrið er festur mjór gullhúðaður hringur með mynstri. Eigandi úrsins getur haft samband við Gerði í síma 19678. Svartur leðurjakki Svartur leðuijakki var tekinn í misgripum í Duushúsi föstudag- inn 10. júní. Jakkinn er með hnepptum ermum, í vasa hans eru húslyklar. Sá sem jakkann tók vinsamlegast hafi samband við Svanberg í síma 72318. Sannfræði fornsagnar? Til Velvakanda. Danir hafa nú grafið upp fornar rústir að Hleiðru á Sjálandi, sem virðast staðfesta fomar frásagnir um Skjöld danakonung, en hann var uppi á 5. öld. Þessi uppgröftur hefur komið flatt upp á hina sanntrúuðu efasemdarmenn, sem hafa dæmt allar frásagnir af fornum konungum pg köppum hreinan skáldskap og íslendingasögur hafa verið taldar skáldskapur einber. Ættrakning hefur verið nokkuð trúverðug og gæti bent til þess að nokkur sann- Pennavinir Tvær stúlkur óska eftir pennavinum á íslandi. Önnur er 13 ára og frá Nor- egi. Með bréfi hennar fylgdi mynd og óskar stúlkan eftir pennavinkonu á líkum aldri. Nafn hennar og heimilisfang er: Barbro Hardersen, Skolum 28, 9500 Alta, NORGE. Hin stúlkan er 15 ára og býr á Grænlandi. Hún óskar sömu- leiðis eftir pennavinkonu á sama aldri. Aðaláhugamál hennar er handbolti. Nafn hennar og heim- ilisfang er: Johanne Zethsen, Solbakken 2A, BOX 135 3900 Nuuk GR0NLAND fræði fælist í þessum sögnum. Snorri telur Óðin eldri en það stenst ekki. Skjöldur var talinn yngsti sonur Óðins, sem árið 432 (sbr. sögu Sverr- is Kristjánssonar) réði yfir Ungveij- alandi (Pannoniu), þar nefndur Uldin (Omar ud Din = frá Dóná). Hann hverfur skömmu seinna um Fjón til Uppsala þegar Atli Húnakonungur ryðst langleiðina að Ermasundi árið 449 á hælum sona Óðins, Horsa og Hengist, sem höfðu verið í þjónustu Aetiusar, síðasta yfirhershöfðingja Rómveija sem kúgaði uppreisn á Bretagneskaga. Það er augljóst að Aust-rómverski keisarinn í Mikla- garði hefur staðið á bak við upphefð Atla, sem hefur átt að koma fram hefndum á hendur Óðni fyrir fjár- kúgun hans. Oðin var nokkuð við aldur 432, þar sem hann hafði. 405 og 410 varið Rómverska ríkið (Florence, Ravenna). Aetius var alinn ugp í herbúð Oðins (sem gísl) en Oðin hörfaði alla leið til Uppsala með Til Velvakanda: Þann 19. júní birtir dr. Ólafur R. Dýrmundsson grein í Velvak- anda með þessari fyrirsögn: Hóf- leg sauðfjárbeit; leiðir til batnandi gróðurfars. Grein dr. Ólafs er svar við annarri um tjón það sem sauð- fé veldur á Reykjanesskaga. Dr. Ólafur virðist, mót betri vit- und, ganga út frá því að sauðfé gangi einvörðungu á velgrónu landi en sniðgangi viðkvæma bletti. Allir vita að því fer víðs fjarri. Allmörg sumur hef ég lagt leið mína frá Kaldárseli til Valahnjúka. I upphafi var sunnan þeirra gróð- urvana leirflag. Þegar árin liðu fór gróður að hasla sér völl í flagi þessu og virtist hann ætla að þekja það. Síðastliðið sumar brá svo við að allur gróður var horfinn af gíslum sínum. Synir Oðins ruddust yfir Ermarsund með miklu liði og Skjöldur bamungur var sendur frá Bretlandi en Óðin var látinn. svæði þessu en við blasti traðk eftir sauðfé. Á leiðinni til Landmannalauga blasir við sjónum hið gróðursæla Tjörfafell til efstu eggja. Þrátt fyrir góð beitarskilyrði þama uppi í hlíðum má oftast sjá kindur rífa upp og traðka nýgræðing þann sem er að reyna að nema land í sári því sem sandstormar hafa sorfið við rætur fjallsins. í æsku minni virtist Skógasand- ur ein samfelld auðn. Engu að síður rönduðu nokkrar kindur sýknt og heilagt milli næstum ósýnilegu grastoppa og skildu eft- ir sig auðn. Allt þetta og miklu meira veit dr. Ólafur mæta vel en kýs að þegja yfir því. Séra Árni Þórarins- son hefði talið slíkt að ljúga með þögninni. Jón Á. Gissurarson Bætir sauðfjárbeit gróðurfar á foklandi? Skipasala Hraunhamars Skipasala Hraunhamars Þessi bátur, sem er 9.9 tn., byggður 1988, með 210 ha. Caterpillar vél og vel búinn siglinga- og fiskleitac- tækjum, er til sölu. Kvöld- og helgarsímar 51119 og 75042. Skipasala Hraunhamars, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 54511. Símar 35408 og 83033 UTHVERFI B KÓPAVOGUR Nökkvavogur Fellsmúli Helluland Hjallaland Lyngbrekka Birkigrund Hlíðarhjalli Hlíðravegur 138-149

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.