Morgunblaðið - 25.06.1988, Síða 66
66
____________MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
EVRÓPUKEPPNI 0% LANDSLIÐA 1988
_ „Gaman að fá Sovétmenn til
íslands sem Evrópumeistara"
- segir Ellert B. Schram, eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik EM í Munchen
„ÞAÐ er erfitt að spá um
hvort að Hollendingar eða
Sovétmenn hampi Evrópubik-
arnum í Miinchen. Óneitan-
lega yrði það skemmtilegt
fyrir okkur íslendinga að Sov-
étmenn kœmu heim til ís-
lands sem Evrópumeistarar,
þegar við mœtum þeim í
fyrsta leik undankeppni
heimsmeistarakeppninnar
31. ágúst í surnar,1* sagði Ell-
ert B. Schram, formaður
Knattspyrnusambands ís-
lands í viðtali við Morgun-
blaðið í gær. Ellert er eftirlits-
maður UEFA á úrslitaleik EM
á Ólympíuleikvanginum í
Munchen í dag.
Það er mái manna að tvö bestu
landsliðin hér leiki til úrslita.
Sovétmenn eru í mikilli sókn og
ieikmenn þeirra hafa sprungið út
hér í Vestur-Þýskalandi. Fengið
geysilegt sjálfstraust,“ sagði Eli-
ert, sem heldur fund með fram-
kvæmdaraðilum EM á Ólympíu-
leikvanginum fyrir hádegi í dag.
„Það verður létt verk að vera eftir-
litsmaður á úrslitaleiknum, sem
fer fram á einum fuilkomnasta
knattspymuleikvangi heims. Ailar
aðstæður þar eru eins og best er
á kosið.
Það er mikil stemmning fyrir
leiknum og tugir þúsunda Hol-
lendinga eru byijaði að streyma
hingað til Miinchen til að hvetja
sína menn. Holienskir áhorfendur
hafa ekki verið með ólæti hér í
sambandi við Evrópukeppnina og
ólæti Englendinga hafa verið stór-
lega ýkt í fjölmiðium," sagði Ell-
ert.
EM hefur heppnast vel
„Evrópukeppnin hefur heppnast
mjög vel og ýmis met hafa verið
slegin, eins og til dæmis aðsóknar-
met og met í innkomnum pening-
um í sambandi við keppnina, sem
hefur verið mjög skemmtileg.
Átta lið hafa barist hér upp á líf
eða dauða og spennan hefur verið
geysileg. Þá hefur allt skipulag
verið mjög gott. Eins aðbúnaður
og eftirlit á völlum. Engin ólæti
hafa brotist út á völlunum," sagði
Ellert.
Þreyta hollensku
leikmannanna
gæti sett strik
í reikninginn
Igor Belanow, leikmaðurinn snjalli. Tekst honum að snúa á hollensku vömina
í dag?
Svalbarðasendingar
og kátína hjá RÚV
Knattspyrnuáhugamenn bíða
nú óþreyjufullir eftir því að
flautað verði til úrslitaleiksins
í Evrópukeppninni, en hann
hefst í dag klukkan tvö.
Knattspymufræðingar um allan
heim hafa velt fyrir sér hugs-
anlegum gangi leiksins, en það er
mál manna að þreyta sitji í báðum
liðum, þar sem þau hafa þurft að
leika fjóra erfiða leiki á undanföm-
um 13 dögum, og að það geti haft
sitt að segja varðandi getu liðanna.
Sjónvarps-
leikurinn
■Þau nöfn sem eru feitletruð, eru
líklegir Ieikmenn til að leika í byrj-
unarliðinu.
Sovétríkin:
1. Rinat Dassajew
2. Wladimir Bessonow
3. Wagis Khidijatullin
4. Oleg Kusnetzow
5. Anatoli Demjanenko
6. Wassilij Rats
7. Sergje Aleijmikow
8. Gennadij Litowtsehenko
9. Alexander Sawarow
10. Oleg Protassow
11. Igor Belanow
12. Iwan Winschniewski
13. Tengis Sulakwelidse
14. Wjatscheslaw Sukristow
15. Alexej Michailitschenko
16. Viktor Tschanow
17. Sergej Dimitrijew
18. Sergej Gotsmanow
19. Sergej Baltatscha
20. Viktor Passulko
Holland:
1. Hans van Braukelen
2. Adrie van Tiggelen
3. Sjaak Troost
4. Ronald Koeman
5. Aron Winter
6. Berry van Aerle
7. GeraJd Vanenburg
8. Arnold MUhren
9. Johnny Bosman
10. Ruud Gullit
11. Johnny van’t Schip
12. Marko van Basten
13. Erwin Koeman
14. Wim Kieft
15. Wim Koevermans
16. Joop Hiele
17. Frank Rijkaard
18. Wilbert Suvrijn
19. Hendrie Kriizen
20. Jan Wouters
Sérstaklega er talið að þreyta sé í
hollenska liðinu, en leikmenn þess
eiga að baki mjög erfítt keppn-
istímabil á meðan sovéska keppn-
itímabilið er rétt nýhafíð.
Þreyta situr í báðum liðum eftir
leikina í undanúrslitunum, en
reyndar hafa Hollendingar haft
lengri tíma til að jafna sig því þeirra
leikur gegn Vestur Þjóðveijum fór
fram einum degi fyrr en undanúr-
slitaleikur Sovétmanna. Margir
hallast samt að því að það verði
Sovétmenn sem verði sterkari á
endasprettinum; þeir muni hafa það
þrek og þann kraft sem þarf til að
sigra í úrslitaleik sem þessum. Á
það hefur verið bent að knatt-
spymukeppnistímabilið í Sovétríkj-
unum hófst ekki fyrr en í mars, en
leikmenn hollenska liðsins komu til
þessarar evrópukeppni eftir að hafa
nýlokið erfiðu keppnistímabili í
Hollandi og á Ítalíu.
Sovótmenn í toppfomni
Þjálfari Sovétmanna, Valery Lo-
banovsky, er þekktur fyrir mjög
vísindaleg vinnubrögð, en hann hef-
ur skipulagt þjálfun sovéska liðsins
með aðstoð tölvu, og miðaði hann
alla sína þjálfun við að leikmenn
yrðu í toppformi í undanúrslitunum
og í sjálfum úrslitaleiknum. Þetta
kom vel fram í leik Sovetmanna og
Itala, og voru yfirburðir Sovét-
manna í þeim leik allt annað en
heppni. Talið er að þetta geti haft
mjög slæm sálfræðileg áhrif á leik-
menn hollenska liðsins, þar sem
þeir töpuðu fyrir Sovétmönnum,
1:0, í riðlakeppninni, og það áður
en sovéska liðið komst í toppæfingu.
Þá átti Hollenska liðið ekki heldur
greiðan aðgang að úrslitakeppn-
inni, því sigurmörk þeirra á Irum
og V-Þjóðveijum voru ekki skoruð
fyrr en rétt fyrir leikslok, þannig
að tvísýnt var fram á síðustu stundu
hvaða lið kæmust áfram.
Það er full ástæða til að benda á
að ellefu af leikmönnum sovéska
liðsins eru frá Dynamo Kiev. Hol-
lensku er að mestu skipað leik-
mönnum frá PSV Eindhoven og
Ajax. Frá þessum tveimur liðum
eru tíu leikmenn, sem stóðu í
ströngu í úrslitaleikjum í Evrópu-
keppni meistara- og bikarliða á
dögunum. Lætur nærri að þeir séu
orðnir örþreyttir eftir erfitt keppn-
istímabil.
Vegna ummæla Ingólfs Hann-
essonar hjá RUV hér á
síðunni í gær, þar sem hann segir
að íþróttaáhugamenn á íslandi
hafi setið við sama borð og aðrir
íþróttaáhugamenn í Evrópu, í
sambandi við beinar útsendingar
frá EM, og að áhorfendur í Nor-
egi hafí misst af kynningum á lið-
um og leikmönnum, eins ojg Is-
Iendingar, er rétt að það sanna
komi fram:
Knattspyrnuunnendur í Noregi
hafa fram til þessa horft á aðra
útsendingu heldur en Islendingar.
„Okkur hér í Noregi hefur verið
boðið upp á kynningar á borgum,
sem leikið hefur verið í, ítarlegar
kynningar á Iiðum og leikmönnum
- áður en leikirnir hafa byijað,“
sagði Siguijón Einarsson, frétta-
maður Morgvnblaðsins í Noregi,
þegar hann sagði frá hvað norsk-
um íþróttaunnendum hefur verið
boðið upp á.
Það voru til dæmis ekki enda-
lausar truflanir í norska sjón-
varpinu, eða stöðumynd af Neck-
ar-leikvellinum í tíma og ótíma,
þegar Sovétmenn og ítalir léku
sl. miðvikudag.
Aðeins var um truflanir að ræða
á Svalbarðaútsendingu norska
sjónvargsins, og um leið á send-
ingu til íslands - því að íslending-
um hefur verið boðið upp á ófull-
nægjandi sendingar til Svalbarða.
Það er fróðlegt að vita til þess,
að aðilar innanhúss hjá RÚV hafi
séð ástæðu til að kætast sérstak-
lega yfír auglýsingatekjum þeim
sem Svalbarðasendingamar hafa
gefíð sjónvarpinu.
Sú kátína hefur ekki náð út fyrir
herbúðir sjónvarpsins - til al-
mennings. Það er ekki nema eðli-
legt, því að íþróttaunnendur hafa
verið óhressir með þá þjónustu
sem þeim hefur verið boðið upp á
í beinu EM-útsendingunum -
þ.e.a.s. Svalbarðasendingunum,
sem hafa sparað sjónvarpinu um
15.000 á hvern leik.
Sigmundur Ó. Steinarsson
■ SOVÉSKA landsliðið hefur
komið mest á óvart fyrir utan írska
liðið í Evrópukeppninni. Nú
streyma tilboð til leikmanna so-
véska liðsins, en þeir
FráJóni fá ekki að fara úr
Halldóri landi fyrr en 29 ára
Garðarssyni gamlir. Fjögur ítölsk
lið vilja fá mark-
vörðinn snjalla Rinat Dassayev, en
hann er orðinn 31 árs og er því
fijáls ferða sinna. Uli Höness,
framkvæmdastjóri Bayem MUnc-
hen, segist vera tilbúinn að kaupa
Oleg Protasov, sem er 25 ára,
fyrir mikla peninga ef hann fengi
leyfí til að leika í Vestur-Þýska-
landi. Nú eru uppi háværar raddir
um að sovéska knattspymusam-
bandið muni gefa eftir í reglum
sínum um að leikmenn fái að leika
með erlendum liðum.
■ SOVÉSKIR knattspymu-
áhugamenn í Sovétríkjunum fögn-
uðu sigrinum yfir ítölum með því
að þeyta lúðra á bílum sínum í eina
mínútu eftir leikinn.
■ TVEIR sovéskir geimfarar
eru nú staddir út í geimnum. Þeir
fengu að sjá valda kafla úr leik
Sovétmanna og ítala í geimfari
sínu eftir leikinn. Þeir voru að sjálf-
sögðu ánægðir með úrslitin og vildu
fá að sjá úrslitaleikinn beint í dag.
Þeim verður að ósk sinni og verður
þetta í fyrsta sinn sem knattspyrnu-
leik er sjónvarpað er beint í gegnum
gervihnött út í geiminn.
■ LUFTHANSA, þýska flug-
félagið, hefur boðist til að kaupa
alla þá miða sem til sölu eru á úr-
slitaleikinn. Löngu er orðið uppselt
á leikinn sem fram fer á Ólympíu-
leikvanginum í Miinchen. Margir
v-þýskir knattspymuáhugamenn,
sem festu kaup á miðjum í þeirri
von að lið þeirra spiluðu til úrslita,
vilja nú selja miða sína. Lufthansa
hefur því boðist til að kaupa miðana
svo hollenskir áhorfendur gætu
notið góðs af og fjölmennt á völlinn.
■ VALERY Lobanovsky þjálf-
ari Sovétmanna sagði á blaða-
mannafundi að ítalir, sem voru
með yngsta lið úrslitakeppninnar,
yrðu sigurstranglegastir í næstu
hejmsmeistarakeppni sem fram fer
á Ítalíu 1990. Lobanovsky hefur
lítið viljað láta hafa eftir sér í sam-
bandi við úrslitaleikinn og hefur
hann algjörlega lokað á fréttamenn
síðustu daga. Rinus Michels, þjálf-
ari Hollendinga, sagðist hræðast
sovéska liðið. „Sovétmenn hafa sýnt
það í keppninni að þeir eru til alls
Ííklegir. Þeir geta bæði leikið varn-
arleik og að sama skapi sóknarleik
eins og hann gerist bestur."
■ KLINSMANN, Milt og
Borowka, sem leikið hafa með
ólympíuliði Vestur-Þjóðveija,
munu líklega ekki leika með liðinu
á Ólympiuleikunum. Ástæðan er
sú að þeir verða að öllu óbreyttu í
vestur-þýska liðinu sem leikur gegn
Finnum í undankeppni HM í næsta
mánuði og verða því ekki löglegir
í Seoul. Beckenbauer hefur lýst
því yfir að þeir verði í hópnum sem
leikur gegn Finnum. Margir hafa
því gagnrýnt Beckenbauer vegna
þessa og segja að sigurlíkur liðsins
minnki til muna í Seoul ef þeir
verða ekki með þar.
■ MORTEN Olsen, fyrirliði
danska Iandsliðsins, spáði því fyrir
EM, að Sovétmenn myndu vinna
Evrópubikarinn
■ HOLLENSK blöð eru ekki of
bjartsýn fyrir úrslitaleikin. Flest
þeirra spá því að Sovétmenn standi
uppi sem sigurvegarar, þar sem
þeir væru með geysilega öflugt og
reynslumikið lið.