Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 2

Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 Gamli miðbærinn: Bílastæðum á göt- um fjölgað um 100 Njálsgata verður einstefnugata BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sinum í gær tillögu umferðarnefnd- ar um fjölgun bílastæða á götum í miðbæ Reykjavíkur. Alls mun merktum stæðum fjölga um tæplega hundrað í gamla bænum. Það er meðal annars gert með því að fjölga skástæðum við gangstéttar í stað þess að bílar leggi samsíða þeim og með því að breyta Njáls- götunni í einstefnugötu. Breytt verður um akstursstefnu á Grettis- götu. Nýju stæðin verða ýmist við stöðumæla eða gjaldfrjáls. Við Frakkastíg milli Laugavegar og Hverfísgötu koma 10 stæði, við Klapparstíg fjölgar þeim um 8, á Laugavegi og í Bankastræti um 17 alls, í Austurstræti vestanverðu um 6 og flögur ný stæði koma á Bók- hlöðustíg. Mest munar þó um að Njálsgötunni verður breytt í ein- stefnugötu til austurs frá Klapp- arstíg að Snorrabraut. Þannig skapast rými fyrir 49 ný stæði. Til þess að vega upp breytingu Njálsgötunnar í einstefnugötu til austurs verður Grettisgötunni „snú- ið við“; einstefnuakstur verður nú til vesturs um götuna en var áður til austurs. Til þess að minnka öku- hraða og auka umferðaröryggi á svæðinu verða auk þess steinlagnir á þremur köflum á Njálsgötu og Grettisgötu og tvær hraðahindranir á Bergþórugötu. Þá verður bið- skylda á Njálsgötu við Vitastíg, á Grettisgötu við Frakkastíg og á Vitastíg við Bergþórugötu. Stöðv- unarskylda á mótum Frakkastígs og Njálsgötu verður hins vegar af- numin. Á fundi borgarráðs var einnig samþykkt tillaga frá samstarfs- nefnd borgaryfirvalda og samtak- Reykjavík: Tvær nýj- ar götur BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt nafngiftir tveggja nýrra gatna í Reykjavík, Skerplugötu og Markarinn- ar. Skerplugata er norðan Fos- sagötu í Skerjafírði og dregur nafn sitt af mánuðinum Skerplu í fomu dagatali eins og götum- ar Hörpugata, Góugata og Þorragata, sem einnig eru í Skeijafírði. Mörkin er hins veg- ar ný gata austan Skeiðarvogs og sunnan Suðurlandsbrautar. anna Gamla miðbæjarins um að tjaldað verði yfír Hallærisplanið á laugardögum í vetur og rekinn þar útimarkaður á vegum samtakanna. Tvær aðrar tillögur frá nefndinni vom lagðar fram en hljóta frekari skoðun. Annars vegar var lagt til að ókeypis ferðum strætisvagna niður Laugaveg yrði fjölgað og hafa samtökin boðist til að leggja fram tvær og hálfa milljón króna til þess að svo megi verða gegn því að fá að auglýsa á hliðum vagn- anna. Hins vegar leggur nefndin til að akstur verði lejrfður um austur- hluta Austurstrætis, þar sem nú er göngugata. Samstarfsnefndin er skipuð tveimur borgarfulltrúum og tveim- ur fulltrúum samtakanna Gamla miðbæjarins. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarfulltrúa sjálfstæðismanna, sem sæti á í nefndinni, er framgangur þessara mála, ásamt fjölgun bílastæðanna í miðborginni, sameiginlegt áhuga- mál samtakanna og borgaryfír- valda. „Borgaryfírvöldum er mjög annt um gamla miðbæinn og við höfum mikinn áhuga á að styrkja verslun og þjónustu á svæðinu auk þess sem mannlífíð verði eflt,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði að kostnaður við fjölgun bflastæðanna jrrði ekki mikill, hann fælist fyrst og fremst í nýjum stöðumælum og götumálningu. Morgunblaðið/íris Skíðakapparnir Haraldur og Hermann á fullri ferð í flæðarmálinu. Á skíðum í flæðarmálinu NOKKRUM Reykvíkingum sem voru á ferðalagi um Skaftafellssýslu um verslun- armannahelgina datt í hug að reyna hvort hægt væri að renna sér á skíðum í flæðar- málinu. Hugmyndin var um- svifalaust framkvæmd og tókst bærilega að sögn ferða- Ianganna, sem töldu að þetta hefði ekki verið reynt áður. Að sögn Haralds Vals, sem var í hópi þessara frumkvöðla sandskíðaiþróttarinnar, var þetta töluvert erfítt, ekki ósvipað og að vera dreginn á skíðum í djúpum, blautum snjó. Tvenn gömul, venjuleg skíði voru með í ferðinni og dugðu þau vel á sandinum. Skiptist fólk á að láta draga sig eftir sléttri sandfjö- runni. Jeppinn sem dró skíða- mennina ók á allt að 80 km hraða og gátu þeir staðið á skíðunum í um 5 mínútur í einu. Hér hefur stór alda náð að teygja sig i skíðin og þá er ekki að sökum að spyija. Auknar líkur á samningi um skiptingu loðnustofnsins ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra sat um sfðustu helgi fund í Færeyjum með þeim Atla Dam lögmanni Færeyja og Jon- athan Motzfeldt formanni lands- stjómar Grænlands. Á fundinum var rætt um ýmis sameiginleg hagsmunamál þessara þjóða, og þá fyrst og fremst um nýtingu auðlinda sjávarins, umhverfis- vemd i höfunum og samgöngu- og ferðamál, en einnig var fjall- að nm samninga um skiptingu loðnustofnsins á milli íslands, Grænlands og Noregs. „Þetta var fyrst og fremst sam- Framsóknarflokkurinn: Forystan ráðgast við menn úr atvinnulífi RÁÐHERRAR Framsóknarflokksins, auk þingmanna og annarra forystumanna flokksins, kölluðu nokkra menn úr atvinnulífinu og forstjóra Þjóðhagsstofnunar á fund sinn i gær. Að sögn Steingríms Hermannssonar utanríkisráðherra var fundurinn haldinn i fram- haldi af þeirri ósk forsætisráðherra að stjóraarflokkarnir móti tillög- ur um aðgerðir til þess að treysta grundvöll undirstöðuatvinnuveg- anna. „Þessi fundur var sérstakur að þvi leyti að aðrir en við stjóra- málamennirair höfðu orðið. Við þurfum að gera meira af því að hlusta eftir sjónarmiðum manna i atvinnulifinu,*1 sagði Steingrímur eftir fundinn. Þeir sem framsögu höfðu á fund- inum voru Þórður Friðjónsson for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, Guðjón B. Ólafeson forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra iðnrekenda, Jón Sig- urðarson forsljóri Álafoss, Sigurður Markússon framkvæmdastjóri sjáv- arútvegsdeildar SÍS og Ámi J6- hannsson kaupfélagsstjóri. Fyrir þá var lögð sama spumingin: „Hvað telur þú nauðsynlegt tii þess að skapa framleiðsluatvinnugreinun- um rekstrargrundvöll?“ Að hveiju erindi loknu voru leyfðar fyrir- spumir. „Við höfum rætt þetta efni mikið síðustu mánuði og miðstjómarfund- uf flokksins í apríl mótaðist mikið af umræðu um þessi mál,“ sagði Steingrímur. „Það kom fram í máli allra sem til máls tóku að þeir telja stöðu atvinnulífsins slæma. Virtist samdóma álit þeirra að grípa þyrfti til harðra aðgerða á næstu vikum. Eitt fíystihús hefur þegar stöðvast og ég óttast að fleiri kunni að fylgja f kjölfarið. Hér var ekki verið að draga neinn fyrir dómstól, hvorki ríkisstjómina eða aðra. Okkur kom saman um ýmislegt og það verður einmitt verkefni fundar sem við höfum boð- að til næstkomandi mánudag með mönnum innan flokksins að vinna úr þeim tillögum sem fram komu.“ ráðsfundur til að fara jrfír helstu verkefni sem þessar þjóðir eiga sameiginleg, og koma skrið á fram- kvæmd ýmissa málaflokka, en þetta var ekki eiginlegur ákvarð- anafundur," sagði Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Þorsteins blönduðust inn í þessar umræður samningar, sem lengi hafa verið á döfínni um skiptingu loðnustofnsins á milli ís- lands, Grænlands og Noregs. Fær- eyingar eiga þó aðeins óbeina aðild að þessu máli vegna samninga þeirra við Grænlendinga. „Þetta var auðvitað ekki samn- ingafundur um þessi efíii, en fram kom að nú eru meiri líkur en áður á því að hægt verði að leiða þetta gamla deilumál til lykta. Ég hét því að beita mér fyrir því að sjávar- útvegsráðherrar íslands, Græn- lands og Noregs myndu hittast í þessum mánuði til að freista þess að koma samningaumleitunum á skrið á nýjan ieik, en mál þetta hefur verið í biðstöðu í allt of lang- an tíma. Það er þvf von mín að skriður komist á þetta mál í fram- haldi af því að sjávarútvegsráð- herra tekur það fyrir á þessum fundi, en hann mun ræða það áður bæði við Grænlendinga og Norð- menn.“ Þetta er í annað sinn sem sam- ráðsfundur sem þessi f Færeyjum er haldinn, en fyrst var hann hald- inn fyrir tveimur árum á Þingvöli- um. Á fundinum var ákveðið að framhald yrði á fundum af þessu tagi, og verður næsti fundur hald- inn á Grænlandi á næsta ári f tengslum við 10 ára afmæli heima- stjómarinnar þar. Innbrotið á Hellu: Peningakass- inn fundinn Peningakassinn sem stolið var í innbrotí i Kaupfélagið Þór á Hellu síðastliðinn fimmtudag kom í leitiraar um helgina. Hann hafði verið brotinn upp og reiðufé tekið úr honum. Að sögn Helga Daníelssonar jrfirlögregluþjóns hjá RLR fannst skápurinn í malargryfju skammt frá Kerinu í Grímsnesi. Kveikt hafði verið í kreditkortamiðum, ávísunum og öðrum verðmætum sem í skápnum vom en Helgi taldi að mikill hluti þeirra væri óskemmdur eða svo lítið að þau muni nýtast eigendum. Þá fundust við Hólmsheiði við Geitháls um helgina um 40 karton af sígarettum, sem talið er að hafí verið stolið í innbroti í sölu- skála við Skeiðavegamótm, sömu nótt og brotist var inn á Hellu. Rannsóknarlögreglan telur líkur á að sömu menn hafí verið að verki í báðum tilfellum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.