Morgunblaðið - 03.08.1988, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.08.1988, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 i rW | I n |í ■ ! S6S* 1 *' sf u,. ,ii m Frú Vigdis Finnbogadóttir flytur ávarp sitt f Alþingishúsinu. Handhafar forsetavalds, forsætisráð- herra, forseti Hæstaréttar og forseti sameinaðs Alþingis, sitja við borð. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sitja í fremstu stólaröðinni til vinstri á myndinni en dómendur Hæstaréttar og hæstaréttarritari hægra megin. Fyrir aftan hæstaréttardómara sitja forsetar Alþingis, fyrrum forsætisráðherrar og fyrrum forsetar sameinaðs þings og eiginkonur handhafa forsetavalds. Þar fyrir aftan sitja varaforsetar þing- deilda og formenn stjórnmálaflokka og þingflokka og loks embættismenn. Vigdís Fimibogadótt- ir tekur við forseta- embætti í þriðja sinn FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hóf þriðja kjörtímabil sitt 8.1. mánudag, 1. ágúst, þegar hún tók við kjörbréfi sínu frá Hæstarétti og sór embættiseið. Margt fólk safnaðist saman á Austurvelli til að hylla forsetann við þetta tækifæri. Embættistakan fór fram í AJþingishúsinu en áður var athöfn í Dómkirkjunni þar sem séra Ólafur Skúlason vígslubiskup flutti ávarp og blandaður kór söng. Lögregla stóð heiðursvörð frá kirkjudyrum að dyrum Alþingishússins og Lúðrasveit Reykjavíkur lék á Austurvelli. Aður en athöfnin í dómkirkjunni hófst gengu frú Vigdís Finnbogadóttir, Magnús Thoroddsen forseti Hæstaréttar, Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sameinaðs Alþingis, séra Ólafur Skúlason vígslubiskup, Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis, Kornelíus Sigmundsson forsetaritari og Erla Jónsdóttur hæstaréttarritari úr Alþingishúsinu í kirkju um heiðursvörð lögregluþjóna. Að kirkjuathöfninni Iokinni gengu boðsgestir, um 350 talsins, í Alþingishúsið. Þegar allir höfðu komið sér fyrir söng Dómkórinn eitt lag, en að því loknu lýsti Magnús Thoroddsen forseti Hæstaréttar forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og mælti fram eiðstafinn sem forseti íslands undirritaði síðan í tveimur eintökum. Forseti Hæstaréttar afhenti frú Vigdísi þá kjörbréf sitt. Forsetinn gekk út á svalir Alþingishússins með kjörbréfið og minntist fóstuijarðarinnar með ferföldu húrrahrópi. Þrátt fyrir verslunarmannahelgina hafði töluvert af fólki safnast saman á Austurvelli til að hylla forsetann við þetta tækifæri. Frú Vigdís flutti loks ávarp í Alþingishúsinu og athöfninni lauk með því að alhr viðstaddir risu úr sætum og sungu þjóðsögninn, Ó Guð vors lands. HIRÐIR OG HÖFÐINGI Prédikun Ólafs Skúlasonar vígslu biskups í Dómkirkjunni við innsetn- ingu forseta Islands í embætti Það þykir helzt fréttnæmt, svo eftir sé tekið, sem nýtt er eða óvænt. Endurtekning slævir ekki aðeins at- hygli, heldur dregur úr eftirvænt- ingu. Þetta þekkja allir úr eigin lífí. Jafnvel svo, að á stundum þurfum við að ýta við okkur til þess að varð- veita tærleika gleðinnar eins og þeg- ar fagnað var svo einlæglega við upphaf. Engum er þó hollt að temja sér það viðhorf, að aðeins hið nýja nái að höfða til hans. Staðfestan mundi gjalda þess, að ekki sé talað um þá eða það, sem sannað hefur gildi sitt en hlýtur að verða að berj- ast um athygli framhjá þeim hindr- unum, sem nýjabrumið ýtir í huga. Vitanlega dylst engum, að annar var hugur hið fyrsta skipti, sem íslenzkur forseti tók við embætti sínu. Stuttur ferill undir heiti ríkis- stjóra vék fyrir þessu tigna sæmdar- heiti. Síðan var fram haldið, sem mótað var við upphaf. Og fásinna væri að láta sér detta í huga, þegar núverandi forseti býr sig undir að taka við tignarstöðu sinni við upphaf hins þriðja kjörtímabils, að sömu hughrif ríki og hið fyrsta skiptið. Vart hjá henni sjálfri, og þá mundi hið sama um þegna hennar. En að einu leyti stöndum við betur að vígi en fyrir átta árum. Og sá þáttur í samspili endurtekningar og nýmælis skyldi aldrei vanmetinn. Fyrir átta árum var allt nýtt hjá forsetaefni, líka allt nýtt fyrir þjóð hennar. Ekki aðeins nýr einstaklingur að flytja til Bessastaða og í stjómarráð, heldur kona að taka þar við, sem karlar höfðu fyrr einir um sýslað. Hlaut því hvort tveggja að höfða til fólks og auka eftirvæntingu með miklum bollaleggingum. Nú átta ámm síðar er tíminn ekki óráður og hulinn, held- ur hafa árin átta mótað viðhorf okk- ar, þegar litið er til þeirra fjögurra, sem við væntum. Þannig hefur önnur kennd komið að hlið eftirvæntingar- innar, og er henni þó ekkert síðri, en það er viðurkenning með ríkulegu þakklæti á verðleikum þess, sem æðstu stöðunni gegnir. Og því ætti hugur að vera enn hærra upphafínn nú en fyrst var, að við eigum reynslu til að byggja á, þegar við fögnum forseta og fylkjum okkur að baki ástsælum þjóðhöfðingja. Það þykist ég vita, að umfram öll önnur mannleg viðfangsefni sé það svo með það embætti, sem hér er efst í hvers manns huga, að enginn veit fyrr en reynir, hvers það krefst. Þó má úr fjarlægð gera sér nokkra Morgunblaðið/Einar Falur Gengið úr kirkju í Alþingishús. Fremst ganga forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og handhafar forsetavalds þeir Magnús Thor- oddsen forseti Hæstaréttar, Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sameinaðs Alþingis. Næstur þeim gengur séra Ólafur Skúlason vígslubiskup og síðan ráðherrar ríkisstjórnarinnar. Ávarp frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands í Alþingishúsinu: Markmíðið er að rækta mannorð íslenskrar þjóðar þau gengu um það þreyttum fótum köldum fótum og kalsárum höitum fótum og holdsveikum léttum fótum og lipurtám og landið áttu þau. Góðir samtíðarmenn. Á þessari stundu, þegar mér er falið embætti forseta Islands hið þriðja kjörtímabil, er mér efst í huga þakklæti fyrir það traust _sem mér er með þeim hætti sýnt. Ég þakka hlýjar árnaðaróskir og_ kveðjur sem borist hafa víða að. í þeim felast jafnframt heillaóskir til íslenskrar þjóðar. Allar kynslóðir í öllum löndum hafa átt sér þann draum að eftir þeim verði munað, að arftakar þeirra telji ómaksins vert að rifja upp hvem- ig þær hugsuðu og unnu, hvemig menning þeirra var og hverjar voru ástir þeirra og vonir. Og þegar vandi hefur steðjað að nýrri kynslóð hefur líka ávallt verið litið til baka og spurt: Hvemig leystu fyrri tíðar menn sinn vanda? Hver sem dómur sögunnar kann að verða um fyrstu íslensku lýðveld- iskynslóðina á hún það vfst að ferill hennar verður grandskoðaður, rýnt í framfaraspor hennar og skoðað hvar hana hefur borið af leið. Því sífellt munu menn spyrja: Hvemig sáu frumheijar íslenska lýðveldisins fyrir sér að mannlíf gæti orðið feg- urst og best í landinu? Þetta eigum við sem nú lifum sameiginlegt með fyrstu kynslóðunum í landinu, þeim sem grundvöllinn lögðu að þjóðveld- inu foma. Þetta skapar okkur sérstöðu og leggur okkur afdráttarlausar skyldur á herðar. Við verðum að standa svo að hverju verki að afkomendur okkar og erfmgjar geti minnst okkar með virðingu og þökk. Það á að vera okkur brýnt metnaðarmál að kom- andi kynslóðir segi um okkur: Við emm hreykin af því að hafa átt þessa forfeður (... og mæður)! Þótt horft sé til baka og reynt að draga lærdóma af sögunni er samt hollt að minnast þess að hún endur- tekur sig ekki óbreytt. Skáldkonan góða, Halldóra B. Bjömsson, vék að því í einu Ijóða sinna með þessum orðum: Forfeður okkar afar og ömmur áttu landið með öðrum hætti en við Sú sambúð lands og fólks sem skáldið orðaði hér verður ævinlega jafnvægislist. Alla tíð verðum við að minnast þess að landið sem við höf- um tekið í arf er aðeins eign okkar um skamma stund, okkur ber skylda til að skila því í hendur afkomenda okkar ekki aðeins jafngóðu heldur enn betra en það var þegar við tókum við því. Og jafnframt megum við aldrei gleyma því að þetta land á okkur með sínum hætti. Það finnur hver sá sem fer um landið og kann sögu þess, fínnur minningamar leika um sig, finnur að hann á landið og landið á hann. Á þessu sumri höfum við orðið vör vakningar sem hlýtur að gleðja hvem hugsandi mann. Þeim fjölgar stöðugt sem gera sér ljóst að landið sem við tókum í arf á kröfu til að við ræktum það og varðveitum, færum því aftur þann gróður sem það hefur misst, og beitum til þess allri þekkingu og öllu því hugviti sem við eigum. Þann- ig gjöldum við landskuld okkar við alnar og óbomar kynslóðir. Vel kann það að vera dómur okkar að liðnar kynslóðir hafí stundum gengið nær landinu en holiast hefði verið en við hljótum líka að geta skilið að þær áttu ekki annarra kosta völ. Þá af- sökun eigum við ekki og arftakar okkar munu ekki fyrirgefa okkur á þeim forsendum. Þvl við eigum að vita hvað við erum að gera, þekkja bæði land okkar og fískimið, kosti þeirra og þol. Ekkert í heimi nútímans gefur þjóðum meiri reisn en þekkingin. Þjóð án þekkingar er aflvana. Þekk- ingarrík þjóð er voldug. Þekking fel- ur í sér kunnáttu. Hún brýnir skap- andi hugsun og verður manninum tæki til þess að velja sér leiðir og aðferðir til verka. Með þekkingu má leysa vanda sem ella sýnist óleysan- legur því þekkingin eykur skilning og gefur sýn til margra átta. Og hún verður allar stundir að vera víðtæk. Auk þess að taka til verkkunnáttu og rannsóknarstarfa verður hún einnig og ekki síður að leggja rækt við minningamar, kunnáttu um líf og sögu liðinna kynslóða, því þannig fær hún sína fegurstu mynd og verð- ur hinn nauðsynlegi lykill mannsins að sjálfsvitund og skilningi á um- hverfí sínu. Eftir kínverska heimspekingnum Konfúsíusi er haft: „Að vita að þú veist það sem þú veist og að vita að þú veist ekki það sem þú veist ekki, það er hin sanna þekking." Vakandi mannshugur er fær um að greina þama á milli. Það er óendanlega dýrmætt, því ekkert mun geta skap- að okkur meiri virðingu um ókomin ár en einmitt þekking sem aðrar þjóð- ir geta metið og dáðst að í fari okk- ar. Aðeins í krafti kunnáttu og þekk- ingar til hugar og handa getum við markað okkur svið í hópi þjóða. Okkur ber skylda til ræktunar á öllum sviðum, að rækta land, sögu og tungu, að rækta sjálfstæði til orðs og æðis. Lýðveldiskynslóðin reis úr öskustó til velmegunar. Aldrei má það verða dómurinn um hana að hún hafí öðlast veraldlegar stóreign- ir en glatað minningunum í amstri dagsins og látið undir höfuð leggjast að nota andlegt atgjörvi sitt. Hitt er ósk okkar og von að hennar verði minnst sem þeirrar kynslóðar sem lærði að beisla þekkinguna, gerði sér grein fyrir hvað hún vissi og hvað hún vissi ekki. Markmiðið er stórbrotið: Að rækta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.