Morgunblaðið - 03.08.1988, Page 20

Morgunblaðið - 03.08.1988, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 .r- Höipuskjól -varanlegt skjól. Skúlagötu 42, Pósthólf 5056 125 Reykjavík, Sími (91)11547 HARPA lífinu lit! Margir lögðust hart gegn stofn- un menntaskóla á Akureyri Rætt við Hauk Þorleifsson, fyrrum aðalbókara Búnaðarbankans og einn fimmmenninganna sem fyrstir útskrifuðust stúdentar á Akureyri Bindindisfélagið Sigurfáninn sem nemendur Gagnfræðaskólans á Akureyri starfræktu. Haukur Þorleifs- son er annar frá vinstri í efstu röð. Haukur t.h. ásamt Brynjólfi Sveinssyni og Þórdísi Haraldsdóttur meðan þau voru öll við nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri í vor sem leið voru liðin 60 ár síðan fyrst voru útskrifaðir stúd- entar á Akureyri. Gagnfræðaskól- inn á Akureyri fékk réttindi árið 1924 til að stofna hjá sér lærdóms- deild með samskonar kennslu og tíðkaðist í Menntaskólanum í Reykjavík. Þessi lærdómsdeild var vísir að Menntaskóla Akureyrar sem stofnaður var árið 1930. Sam- kvæmt fyrrnefndum réttindum brautskráðust fá Gagnfræðaskóla Akureyrar fimm stúdentar. Þeir voru, auk Hauks Þorleifssonar, Baldur og Bragi Steingrímssynir frá Akureyri, Gunnar Jóhannes- son frá Víðihóli á Hólsfjöllum og Guðmundur Benediktsson úr Húnavatnssýslu. Þetta nýja fyrir- komulag var samþykkt af Alþingi fyrir harðfylgi Sigurðar Guð- mundssonar skólameistara með góðum stuðningi þáverandi menntamaálaráðherra Jónasar Jónssonar. Af þeim fimm nemendum sem luku stúdentsprófi á Akureyri fyrir 60 árum er nú aðeins einn á lífí, Haukur Þorleifsson, fyrrum aðalbók- ari í Búnaðarbankanum. Haukur býr við Rauðalæk í Reykjavík og þar hitti blaðamaður Morgunblaðsins hann að máli fyrir skömmu. Haukur var viðstaddur útskrift stúdenta á Akureyri í vor og sagði hann við það tækifæri nokkur orð um leið og hann færði skólanum málverk að gjöf. Haukur gerði m.a. veru sína í Gagn- fræðaskóla Akureyrar að umtalsefni, svo og kynni sín af Sigurði Guð- mundssyni skólameistara. I spjalli við blaðamann sagði Haukur að hann hefði í upphafi ekki verið mjög áhugasamur um að fara í langskólanám, miklu frekar hefði hugur hans hneigst til smíða. En þetta breyttist með árunum og átján ára var löngun hans til skólanáms orðin sterk. Það varð úr að hann fór árið 1922 til náms við Gagnfræða- skóla Akureyrar. Þá útskrifaði sá skóli ekki stúdenta. Haukur er sonur Þorleifs Jónssonar alþingismanns frá Hólum í Hornafirði, næstyngstur tíu bama hans og konu hans, Sigurborg- ar Sigurðardóttur. „Ég gerði mér ekki almennilega grein fyrir hvað mig langaði helst að læra þegar ég hóf nám,“ sagði Haukur. „En fljótlega fann ég að ég hafði mikinn áhuga á stærðfræði. Ég var orðinn átján ára þegar ég settist í annan bekk skólans og var því nokkru eldri en flest skólasystk- ini min. Ég varð stúdent 24 ára gam- all í stað 20 ára sem nú er algeng- ast. En þetta var öðruvísi þá, skóla- nám var ekki í eins föstum skorðum og nú er. Pabbi hafði verið eitt ár við nám á Möðruvöllúm og kenndi eftir það töluvert sem farkennari. Hann kenndi okkur krökkunum að lesa og skrifa. Hann var góður kenn- ari, hafði fallega rithönd og var, finnst mér, merkilega vel að sér eft- ir ekki lengra nám. Ég var í far- skóla og gekk auk þess um tíma í skóla sem var í kirkjukjallaranum á Nesjum. Þessi stutti skólatími nýttist mér vel. Maður varð ekki leiður á náminu heldur vildi fá að læra meira. Svo var það að Halldór Kolbeins réðst kennari hjá Þórhalli Daníelssyni á Höfn í Homafirði, sama vetur og Halldór Laxness gerðist heimilis- kennari að Dilksnesi, næsta bæ við Hóla. Ég fékk að fara um tveggja mánaða tíma til Halldórs Kolbeins og átti það að vera undirbúningur undir nám í gagnfræðaskóla. Ég hafði fyrst hugsað mér að fara í fyrsta bekk en svo varð það úr að ég settist í annan bekk þegar ti! Akureyrar kom. Þegar ég fór í skól- ann fór ég til Djúpavogs og tók þar skip sem þræddi allar hafnir á Aust- flörðum og var tíu daga á leiðinni til Akureyrar. Með mér á skipinu var nýbakaður gagnfræðingur, Óðinn Geirdal, sem hjálpaði nftér með reikn- ing. Ég hafði aldrei litið í þá bók sem átti að lesa í fyrsta bekk, reiknings- bók Ólafs Daníelssonar. Þetta varð til þess að ég klöngraðist í gegnum prófið. Á Akureyri bjó Þorbjörg systir mín. Hún var gift Þorsteini Thorlac- ius, sem var bókari hjá Gefjun og síðar bóksali á Akureyri. Ég var til húsa hjá þeim og fékk þar frítt fæði og góða aðhlynningu. Seinna fór ég í heimavist gagnfræðaskólans. Hús- næði skólans var um það leyti mjög illa farið en skólameistari fékk því framgegnt að það var tekið rækilega í gegn, þéttir gluggar, málað og sett í það miðstöð. Það var mikils virði því eldhætta var þama gífurleg með- an kolaofnar vom í hverri kennslu- stofu og í þeim herbergjum sem hit- uð voru upp. Unglingar á þessu reki vom ekki varfæmari með eld en nú er oft á tíðum. Það var oft kalt í skólanum. Það er hátt til lofts í stof- unum og húsið orðið ákaflega gisið. Þessi endurbót gerði það að verkum að þetta varð allt annað hús. Sigurður Guðmundsson skóla- meistari er öllum sem honum kynnt- ust minnisstæður maður. Hann tók mér ákaflega vel, svo illa undirbúinn sem ég var, og ég held að hann hafi haft yndi af því að kepna þeim, sem ekki vom vel að sér. Ég held að það hafí verið dauður maður sem ekki gat lært hjá Sigurði. Mér er minnis- stætt að þegar hann kvaddi okkur gagnfræðingana árið 1924, þá fómst honum þannig orð: „Yrk þú vitaðas- gjafa þinn, þú ungur námsmaður og þú unga námsmær." Sigurður var ákaflega sérkennilega maður í hátt. Mörgum þótti hann ekki fríður sýn- um en þegar maður kynntist honum þá var hann svo glampandi í fram- komu allri og þegar hann fór að tala þá fannst manni hann sóma sér mjög vel. Það mynduðust um hann þjóð- sögur fljótlega eftir að hann kom til Akureyrar. Þeir vom fundvísir á þjóðsögur Akureyringar, ekki síður en aðrir íslendingar. Sigurði var ósýnt um margt hið praktíska sem snerti heimilið, en honum var hins vegar sýnt um allt hið praktiska í skólastjóminni. Við vomm 36 nemendur sem sett- umst í annan bekk árið 1922 en það ár sátu 41 nemandi í þriðja bekk. Kennarar vom tíu samtals, með smíðakennara og teiknikennara, leik- fímikennara og söngkennara. Ámi Þorvaldsson var enskukennari, sér- kennilegur maður, ákaflega feiminn og hlédrægur. En ef maður komst á tal við hann sagði hann skemmtilega frá. Ég man eftir ýmsum sögum sem hann sagði okkur frá Hafnarámm sínum. Einu sinni fékk einn af íslend- ingunum senda sláturtunnu að heim- an. Það varð uppi fótur og fít og menn fóm að baksa tunnunni upp á loft. En á leiðinni varð það óhapp að tunnan valt inn í veislusal á ann- arri hæð og féll þar í stafí og rann úr henni sýran og keppimir og í dragsíða kjóla kvenna sem þama vom að dansa ásamt virðulegum hermm. Urðu af þessu mikil vand- ræði og rekistefna. Hann las eitt sinn fyrir okkur Lundúnabrag á samkomu og veit ég ekki til að sá bragur sé til prentaður. Hann kenndi okkur um tíma latínu og átti sú kennsla eigin- lega betur við hann. Dönsku kenndi Vemharður Þorsteinsson, hann var fjarskalega prúður maður í allri framgöngu en við vomm ekki mjög áhugasamir um dönskunám í skólan- um. Okkur fannst að við kynnum þá dönsku sem við þyrftum. Hann kenndi okkur frönsku í lærdóms- deildinni og kenndi hana af lífí og sál. Hann hafði verið í Frakklandi og elskaði frönsku mikið. Guðmund- ur Bárðarson kenndi okkur náttúm- fræði. Hann var sjálfmenntaður en jafnframt hámenntaður í sinni grein. Það er til marks um framsýni Sigurð- ar og þá hugsun hans að hafa valda menn í hverri grein að hann lagði mikið kapp á að fá góða menn til að kenna náttúmfræði og stærðfræði þó hann væri sjálfur fyrst og fremst norrænumaður og íslenskumaður. Þegar hann var beðinn að gegna skólameistaraembættinu gerði hann það að algeru skilyrði að Guðmundur Bárðarson yrði ráðinn sem náttúm- fræðikennari við skólann. Láms Bjamason kenndi stærðfræði. Hann var góður kennari, ekki síst fyrir þá sem vom illa undirbúnir í stærðfræði og ekki miklir stærðfræðingar að upplagi. Hann var ekki háskólageng- inn í sinni grein en bjó sig mjög vel undir tíma og kenndi mjög vel. Biyn- leifur Tobíasson kenndi sögu og latínu, fastmæltur og virðulegur, eins og sú tunga á skilið. Ýmsir stunda- kennarar vom þama um tíma, t.d. Hulda Stefánsdóttir síðar skólastjóri á Blönduósi, Davíð Stefánsson skáld kenndi sögu um tíma. Hann var skemmtilegur maður og kennari. Ég man eftir honum á skólaskemmtun- um þar sem hann las upp. Söng- kennari var Áskell Snorrason, það var ekki þakklátt verk að kenna söng þá í skólanum. Hann kom þó upp dálitlum kór sem ég var í, ég söng þar millirödd. Árið 1924 tók ég gagnfræðapróf. Þá lá í loftinu að þess yrði ekki langt að bíða að Gagnfræðaskólinn á Akur- eyri fengi réttindi til að brautskrá stúdenta. Þess vegna vom ýmsir, sem áttu ekki mjög digran sjóð né höfðu ástæður til að fara í mennta- skólann syðra, áfram við skólann. O

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.