Morgunblaðið - 03.08.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988
25
sem buðu uppá mikla framtíðar-
möguleika. Þetta mun hafa mótað
hinn unga þingmann og afstöðu
hans til atvinnuveganna. Hann lét
sér frá byrjun annt um báða höfuð-
atvinnuvegina, sem þá voru, land-
búnað og sjávarútveg. Kom þetta
fram í störfum hans á Alþingi og
utan þings.
Sjálfur var Pétur bóndi af lífi og
sál og var því viðbrugðið hversu
mikinn áhuga hann hafði á tækni-
væðingu landbúnaðarins og þeirri
miklu hagræðingu, sem hún færði
og létti jafnframt af bændum því
mikla striti, sem fylgdi heyöflun og
ýmsum öðrum störfum í sveitunum.
Nýtti hann sér í sínum búskap hina
nýju tækni til hins ýtrasta og stuðl-
aði að því eftir megni að bændur
gætu almennt gert hið sama.
Enda þótt hann væri ekki tengdur
sjávarútveginum atvinnulega fylgd-
ist hann mjög vel með í sjávarútvegs-
málum og bar einkum fyrir bijósti
nauðsyn þess að vernda fiskistofn-
ana og var Faxaflói honum ofarlega
í huga í þeim efnum. Var hann oft
harður í horn að taka í umræðum
um þau mál á Alþingi og þótti menn
ekki sýna næga framsýni í ljósi þeirr-
ar öru tækniþróunar í fiskveiðum,
sem varð uppúr styijöldinni og á
áratugunum þar á eftir og síharðn-
andi ásókn erlendra fiskiskipa í físk-
stofnana.
Hér er rétt að geta þess, að það
var ekki aðeins í eigin bústörfum
og baráttu hans á Alþingi fyrir
ýmsum velferðarmálum landbúnað-
ar og sjávarútvegs, sem umhyggja
hans fyrir þessum tveimur atvinnu-
vegum kom í ljós og kem ég þá að
því einstaka í starfí Péturs. Hann
var í aratugi í stjórnum Búnaðarfé-
lags íslands og fískifélags íslands,
hins fyrra 1942 þar til hann lézt
1968 og hins síðara 1944—1966.
Ég þekki ekki til starfa hans í
Búnaðarfélaginu en af því, sem sam-
starfsmenn hans hafa sagt um það
má marka, að hann hafi verið fram-
úrskarandi liðsmaður.
Störf hans í stjóm Fiskifélagsins
þekki ég hins vegar mjög vel, þar
sem ég starfaði þar með honum all-
an tímann, sem hann var þar. Ég
neita því ekki, að mér þótti það
kynlegt þegar sú hugmynd kom
fram á fískiþingi, að Pétur sem var
þá í stjóm Búnaðarfélagsins yrði
kjörinn í stjóm Fiskifélagsins. Ég
þekkti Pétur ekki mikið, hafði aðal-
lega hitt hann sem formann fjárveit-
ingarnefndar Alþingis og þau kynni
vom hin ágætustu. Ég vissi líka um
áhuga hans á landhelgismálinu.
Samstarfsmenn mínir í stjórninni,
sem þekktu Pétur betur, vom þess
hvetjandi, að hann yrði kjörinn, það
myndi auka virðingu félagsins og
atfylgi Péturs með ýmsum þeim
málum, sem Fiskifélagið bar fyrir
bijósti, mundu reynast gagnleg.
Þetta reyndist allt rétt. Samstarfíð
við Pétur var með ágætum. Hann
kynnti sér starfsemi félagsins vel
og fylgdist vel með öllu, var tillögu-
góður og þó hann væri harðfylginn
og flytti mál sitt með sannfæringu
þá hafði hann líka lag á því að láta
ekki skerast í odda en fínna leið til
málamiðlunar, sem menn gætu sætt
sig við. Þó minnist ég þess, að í land-
helgismálinu hélt hann a.m.k. einu
sinni svo fast á sínu máli, að menn
náðu ekki saman. Þar var þó ekki
um að ræða meginatriði heldur
minniháttar, sem deilt var um, þar
sem skoðanir manna gátu verið
skiptar. Pétur kom inn í stjóm Fiski-
félagsins á tíma nokkurra erfiðleika
í sögu þess. Höfðu verið allmiklar
deilur m.a. um ný lög fyrir félagið.
Höfðu áður orðið deilur um kosningu
fulltrúa til fiskiþings og gætti þar
ágreinings um persónur og einnig
blönduðust stjómmálaátök inn í deil-
una. Þessar deilur leystust farsæl-
lega og átti Pétur sinn þátt í því.
í „Bókinni um Pétur Ottesen“
skrifaði ég á sínum tíma grein um
þátt Péturs í landhelgismálinu og
rakti þar allýtarlega afskipti hans
af því máli allt frá því hann tók
sæti á Alþingi. Of langt yrði að rekja •
þá sögu svo rækilega og mun ég
því minnast á nokkur helztu atriði.
Á Alþingi 1919 voru samþykkt lög
um smíði skips til landhelgisgæzlu
og ennfremur þingsályktunartillaga
um stækkun landhelginnar. Áttu
Danir samkvæmt sambandslaga-
samningnum að halda uppi gæzlu
við landið en margir töldu þá hafa
staðið sig heldur slælega. Fram-
kvæmd laganna strandaði í bili á
slæmri fjárhagsstöðu rikisins. Á
þinginu 1921 bar Pétur fram fyrir- .
spum um málið og aftur á þinginu
1923. í umræðum um seinni fyrir-
spumina fórust honum m.a. orð á
þessa leið:
„Fjárhagsörðugleikamir em vit-
aníega fullgild ástæða til þess, að
orðið hefur að fresta og fresta fram-
kvæmdum í ýmsu því, sem nauðsyn-
legt er. En afkoma og farsæld þjóð-
arinnar og viðreisnarstarfsemi bygg-
ist vitanlega á því, að atvinnuvegim-
ir séu í sæmilega góðu horfí og geti
borið sig. Og hér er að ræða um
bráðnauðsynlegar ráðstafanir, sem
miða að því beint og óbeint að vemda
og tryggja annan aðalatvinnuveg
þjóðarinnar."
Þegar líða tók að Alþingishátíð-
inni 1930 taldi Pétur hentugan tíma
til að hreyfa sjálfu landhelgismálinu,
þar sem ísland kæmist nokkuð í
sviðsljósið vegna þúsund ára af-
mælis Alþingis og margir erlendir
áhrifamenn frá vinveittum þjóðum
mundu sækja landið heim. Flutti
hann þingsályktunartillögu um, að
unnið skyldi að útfærslu landhelg-
innar þannig, að innan hennar yrðu
allir fírðir og flóar og helstu báta-
mið. Þetta var ekki samþykkt, þar
sem samkomulag varð um að endur-
heimt handritanna frá Dönum ætti
að vera það mál, sem Alþingi legði
mesta áherzlu á í sambandi við Al-
þingishátíðina. Var nú nokkurt hlé,
en á Alþingi 1936 fluttu Ólafur
Thors og Pétur Ottesen þingsálykt-
unartilllögu um friðun Faxaflóa og
var hún samþykkt. Átti eftir að líða
allnokkur tími þar til því marki yrði
náð og þá eftir öðrum leiðum. Faxa-
flóamálið hafði verið til meðferðar
vísindamanna innan Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins seint á 4. áratugn-
um, rétt áður en styijöldin brauzt
út. Vænlega horfði um framgang
málsins þegar styijöldin hófst en
frekari meðferð þess dróst fram yfír
styijöldina. En Pétur hélt sér við
efnið og á þingunum 1943 og 1945
flutti hann enn tillögu um bann gegn
botnvörpu- og dragnótaveiðum í
Faxaflóa.
Á Alþingi 1949 flutti Pétur enn
tillögu um friðun Faxaflóa og studd-
ist þá við landgrunnslögin, sem
höfðu verið sett árið áður. Hafði
verið sett reglugerð samkvæmt land-
grunnslögunum um rýmkun físk-
veiðilandhelginnar fyrir Norðurlandi
í 4 sjómílur frá beinum grunnlínum
og vildi hann nú að aðgerðir, sem
tækju til Faxaflóa, fylgdu á eftir.
Var tillögunni breytt nokkuð í með-
förum þingsins sem sýndi, að menn
töldu enn ekki kominn tíma til frek-
ari aðgerða á grundvelli landgrunn-
slaganna. Pétur var ekki allskostar
ánægður með afgreiðslu málsins en
taldi þó viðunandi.
Næstu árin gerðist ýmislegt á al-
þjóðavettvangi, sem benti til hag-
stæðari þróunar alþjóðaréttar til
víðari fiskveiðilögsögu.
Á Alþingi 1956 flutti Pétur enn
þingsályktunartillögu og nú um
vemdun fískimiða umhverfis ísland,
sem þýddi í rauninni 12 mílna fisk-
veiðilögsögu. Tillagan var ekki út-
rædd og endurflutti Pétur hana á
næsta þingi og varð hún þá heldur
ekki útrædd. Var ástæðan sú að
menn töldu nú skynsamlegt að bíða
eftir ráðstefnu Seinuðu þjóðanna um
réttarreglur á hafinu, sem hefjast
átti snemma árs 1958. Alkunnar eru
deilur þær, sem hófust, aðallega við
Breta, upp úr aðgerðum fslendinga
eftir ráðstefnuna þegar ákveðin var
með reglugerð 12 mílna fískveiðilög-
saga umhverfis landið allt.
Þykir mér rétt að birta síðasta
kaflann í grein minni í „Bókinni um
Pétur Ottesen" 1969 sem lýsir nokk-
uð síðustu afskiptum Péturs af land-
helgismálinu á Álþingi 1959, síðasta
þinginu sem hann sat:
„Eins og jafnan áður, þá var Pét-
ur ekki síður nú í hópi þeirra, sem
harðast vildu ganga fram. Hann
hafði snemma látið það í ljós í um-
ræðum á Alþingi, að stórþjóðimar,
og átti þá m.a. við Breta, sem ættu
hagsmuna að gæta, að því er fisk-
veiðilandhelgina við ísland snerti,
mundu ekki af fúsum vilja afsala
sér þeim hagsmunum sínum. Taldi
hann sig nú fá staðfestingu á þess-
ari skoðun sinni. Þegar að því kom,
á árinu 1960, eftir tveggja ára bar-
SJÁ NÆSTU SlÐU
Þúfærð
meira
ogmeira
ogmeira.
Bónusreikningur gefur þér möguleika
sem ekki hafa þekkst áður á óbundnum
bankareikningi.
Þú færð hærri vexti
eftir því sem innstæðan vex. Vaxta-
þrepin eru 4 talsins: Að 50 þúsundum
kr., 50-200þúsundkr., 200-500
þúsund kr. og upphæðir yfir 500
þúsund kr. Vextir umfram verðbólgu
fyrirhæsta þrepa.m.k. 7%.
Þú f ærð alltaf betri kjörin
þegar verðtryggð og óverðtryggð kjör
hvers vaxtaþreps em borin saman á 6
mánaða fresti.
Peningarnir eru alltaf lausir
hvenær sem þú þarft að grípa til þeirra.
Kostnaði við úttekt er haldið í lágmarki,
en vexti má taka út kostnaðarlaust.
Ellilífeyrisþegar fá vexti 2. þreps
strax þó upphæðin sé undir þeim
mörkum, sama gildir um hluthafa
bankans.
Þú færð afslátt
hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum
með því að framvísa Bónuskorti sem
fylgir reikningnum. Auk þess færðu
möppu fyrir pappíra reikningsins o.fl.
■iiiu.l gJ i.lJ t xliS ‘i'.l > *>*!*.#<•• <•*•'•»
1119-3 Jiiii 'iuiikó -ucíjIou A ianaini
.ráia íui ,1361 6hi iiniéaMorhíi&xja mlóÚ iójrrgs8 “.aaanxeJ inðblieH .i.isd ú; ,w :Eh’
njbbsjy ineU;)