Morgunblaðið - 03.08.1988, Page 27

Morgunblaðið - 03.08.1988, Page 27
27 ópu, til Grænlands, ísraels, Banda- ríkjanna og Afríku. Hann taldi sig hafa lært mikið af þessum ferðum enda var hann síspyrjandi um allt milli himins og jarðar um lönd og fólk, þar sem hann fór. Tvö atvik urðu honum þó eftirminnilegust á þessum ferðum, en það var ferðin til ísraels og heimsókn til páfans í Róm, sem hann ásamt fleiri Islend- ingum fékk að hitta augliti til auglit: is. Hafði það djúp áhrif á hann. í ísraelsferðinni hafði það einnig mik- il áhrif á hann, að koma á þá staði, sem hann hafði lesið um í Biblíunni og tengdust lífí Jesú. Tók hann með sér heim úr þeirri ferð vatn úr ánni Jórdan, sem sonarsonur var svo skírður úr. Eg átti þess tvisvar kost að ferð- ast með honum til Englands. Var afar gaman að fylgjast með áhuga hans á öllu því, sem fyrir augun bar og hversu glöggur hann var á allt það margbreytilega líf, sem hann sá, bæði hið jákvæða og hið neikvæða. Konan mín var með mér í þessari ferð og dag einn í London bað Pétur hana að koma með sér í búðir því hann ætlaði að kaupa kápu á kon- una sína. Dáðist hún mjög að því hversu vandlátur hann var við kápuvalið og vissi nákvæmlega hvernig kápu hann vildi fá allt frá hnöppum til sniðsins. Mun þetta allt hafa tekizt vel og líkaði vel þegar heim kom. í annað skipti var eg með honum og fleiri og var þá m.a. farið til Grimsby í heimsókn til stór- fyrirtækisins Ross m.a. til að kynna sér nýja skuttogara. Var þá farið með einum slíkum í dagsferð út í Norðursjó til að sýna hvemig skipið sígarettunni af annarri þegar við gengum yfír að bílastæðinu við Búnaðarbankann, þar hafði hann lagt bíl sínum, nýjum amerískum glæsivagni sem ekki er ólíklegt að kosti á aðra milljón. Hann ók út af bílastæðinu þegar ég óskaði hon- um gæfu og gengis og út á Lauga- veg og bíllinn hvarf upp götuna á miklum hraða, greinilega voru taugamar ekki í lagi hjá bílstjóran- um þennan mánudagsmorgun. Svo . hitti ég þennan mann aftur á mið- vikudegi í sömu vikunni, þá var hann meira en lítið ánægður með lífíð og með stóran vindil í munni. — Hvernig gekk þér? Fékkstu lán til að greiða af íbúðinni? spurði %- — Já, ég var búinn að gleyma því að ég átti gamla sparisjóðsbók í banka. Hef lagt inn á bókina af og til á liðnum árum, ekki önnur viðskipti á þaim stað, nóg samt til þess að út á þessi viðskipti í ein tuttugu ár fékk ég lánið og svo fékk ég tvo menn til að skrifa upp á. Annar þeirra rekur tískubúð við Laugaveginn, hinn er eigandi að vínveitingahúsi. Þetta em ágætir skilmálar, ég borga mánaðarlega af láninu, í átján mánuði. Þetta bjargast einhvem veginn. Að vísu hef ég aukið við skuldirnar, ekki einn um það nú á tímum og ekki er þetta svo sem nein lausn á tímum lánskjaravísitölunnar og vaxtaok- urs. En hvað á maður að gera? Ég verð að láta mig hafa það, sagði kunningi minn og drap í vindlinum og settist inn í bílinn og gaf í og bifreiðin ók inn Rauðarárstíginn og var horfínn áður en ég áttaði mig og ætlaði að spyrja í hvaða banka hann þefði fengið svona góða fyrir- greiðslu. Þegar ég var að ljúka við grein- ina datt hér inn um bréfalúguna í fjölbýlishúsinu umslag frá Gjald- heimtunni í Reykjavík sem innihélt ávísun stílaða á Seðlabanka íslands með mínu nafni að upphæð ein króna og nánari skýringar á blaði áföstu við áyísunina. Húsnæðis- bætur kr. 1. í síma hjá Skattstof- unni fékk ég þær upplýsingar að niðurstaðan væri hvorki jákvæð né neikvæð, það væri verið að skoða málið og eftir verzlunarmannahelg- ina mætti ég hafa samband og fá nánari fréttir. 0g þá er bara að bíða og vona. Lífið minnir stundum á happdrætti og ekki að vita hve- nær stóri vinningurinn er dreginn út... MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 væri við veiðar. Margt fleira var skoðað í hinum stóra fískibæ Grims- by og einnig fengum við að fara til York, sem liggur skammt norður af Humber-fljóti og skoðuðum þar hina miklu dómkirkju frá miðöldum. Allt þetta vakti óskipta athygli Péturs og sýnir vel hversu víðfeðmur áhugi hans var og hversu vel hann kunni að njóta þess sem fyrir augun bar. Af þessu öllu var einstaklega gaman að ferðast með honum. Pétur var mikill bindindismaður alla tíð. Var hann í því heill og ein- lægur eins og í öllu sínu framferði, en aldrei varð eg var við að þar gætti neins ofstækis, enda var hon- um allt slíkt fjarlægt. Pétur var mikill gæfumaður í sínu einkalífí eins og reyndar í öllu sínu lífí. Sama árið og hann bauð sig fyrst fram til þings og var kjörinn og tók þá við jörðinni af föður sínum, gekk hann að eiga heitmey sína, Petrínu Helgu Jónsdóttur frá-Kára- neskoti í Kjós. Var þar ekki tjaldað til einnar nætur því sambúð þeirra stóð í 52 og */2 ár. Ekki fór hjá því, að setan á Alþingi og hin fjölmörgu félagsmálastörf, sem hlóðust á Pétur þess utan, krefðust oft mikilla fjar- vista hans frá heimilinu. Auk þess, sem getið hefur verið um félags- málastörf hans, má geta setu í sýslu- nefnd Borgarfjarðarsýslu í 51 ár, hreppstjóri í 50 ár, í stjóm Sláturfé- lags Suðurlands í áratugi og lengi formaður o.fl., sem of langt yrði upp að telja. Kona hans varð því að gæta búsins og heimilisins, oft langtímum saman og var þá bæði bóndinn og húsfreyjan. Tókst henni þetta hlutverk með mikilli prýði. Pétur mat konu sína mikils. Þau eignuðust tvö börn, Sigur- björgu, sem búsett er í Reykjavík, og Jón, sem ásamt eiginkonu sinni, Bryndísi Guðmundsdóttur frá Hrafnbjörgum, situr ættaróðalið. Petrína lézt árið 1972 og var þá 83 ára að aldri. Hinn 1. desember 1968, á 50 ára afmæli fullveldisins, var viðtalsþátt- ur í Ríkisútvarpinu, sem Stefán Jónsson, sem þá var orðinn lands- þekktur fyrir slíka þætti, hafði við Pétur. Svaraði hann þar spaklega og oft með glensi á vör mörgum spumingum Stefáns. Þykir mér hlýða að birta hér að lokum síðasta kaflann úr þessu viðtali, sem var fullt bjartsýni og bjargfastrar trúar á fólkið í landinu. Þetta var hið síðasta, sem hann mælti til þjóðar sinnar, en hann lézt 16. sama mán- aðar er hann gekk upp túnið sitt að Ytra-Hólmi. Síðustu orð Péturs í viðtalinu vom: „Eg bytja mitt starf í stjómmálum sem frekar þröngsýnn maður, enda hafði eg ekki notið þeirrar skóla- menntunar, sem yfirleitt lyftir mönnum á hærra stig í þeim efnum. Mér fínnst, að eg hafí gerzt því víðsýnni og fijálslyndari sem aldur- inn og reynslan hafa færzt yfir mig. Og það getur ekki nokkur lifandi maður fengið mig til þess annað heldur en að sjá framtíðma í björtu ljósi. Mér fínnst að við íslendingar höfum komizt yfir þá erfiðleika, að þó að mæti okkur andstreymi á ýmsan hátt nú þá höfum við aldrei verið betur búnir til þess að yfirstíga þá heldur en nú. Eg blæs á þessa örðugleika núna. Það er bara, að við eigum að beita skynseminni þá eru þeir bara horfnir eins og dögg fyrir sólu. Þetta em nú ummæli áttræða mannsins, sem þú talar við í dag.“ ... greiðir SparisjóðurReykjavíkurog nágrennis götu þína. Við veitum alhliða fyrir gjaldeyrisþjónustu ferðamenn. Pundin, pesetana, mörkin, gyllinin og dollar- ana eigum við. Ferða-, farangurs- og slysa- tryggingu Almennra trygginga færðu líka hjá okkur. Allt í einni ferð. Skólavördustíg 11, Hátúni 2b, Austurströnd 3 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis fyrir þig og þína - hvert sem leiðin liggur. SPBSH Sparisjóöur Reykjavíkurog nágrennis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.