Morgunblaðið - 03.08.1988, Page 29

Morgunblaðið - 03.08.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 29 Hóffífill - skaðlegt náttúrumeðal eftir Kristínu Ingólfsdóttur Undanfarna mánuði hefur nokk- uð verið rætt um svokölluð náttúru- meðul í fjölmiðlum og meðal þess sem þar hefur borið á góma er hóffífill, sem mælt hefur verið með gegn ýmsum kvillum, þar á meðal kvefi. En þótt hér hafi eflaust verið ráðlagt af góðum hug, benda rann- sóknir til þess að hóffífill sé ekki sú nytjaplanta sem sumir halda. Hóffífíll vex víða hér á landi. Blöð hans eru nú óðum að stækka og þroskast, og gætu freistað einhverra sem þjást af slæmum hósta nú að sumarlagi eða þeirra sem huga að söfnun fyrir vetrarflensuna. Því er ástæða til að vekja athygli á mögu- legri skaðsemi þessarar plöntu. Vit- að er að í hóffífli eru efni sem geta valdið alvarlegum lifrarsjúkdómum. Hóffífill (latn. Tussilago far- fara; ensk. coltsfoot) hefur löngum verið notaður til framleiðslu nátt- úrumeðala, ýmist einn sér eða í sam- setningum með öðrum jurtum. Blöð- in eða óútsprungin blómin hafa ver- ið notuð í hóstastillandi samsetning- ar, m.a. í Kína, Japan og víða í Evrópu. Hóffífíll er algeng jurt hér á landi og talið er að seyði af blöðun- um hafí verið notað hér áður við slæmum hósta og öðrum kvillum. í ljós hefur komið við rannsóknir á innihaldsefnum hóffífils víða er- lendis, að í þessari plöntu er að finna efni sem geta valdið alvarlegum lifr- arsjúkdómi („hepatic veno-occlusive disease") og jafnvel lifrarkrabba- meini. Þessi efni eru einu nafni köll- uð pyrrolizidín alkalóíðar. Vegna þessa er sala hóffífils til neyslu víðast bönnuð. Erfitt er þó að koma við eftirliti með notkun hóffífíls sem almenningur eða grasalæknar safna til eigin meðalagerðar. Við rannsóknir í Háskóla Islands hafa efni úr flokki pyrrolizidín alka- lóíða þegar verið einangruð úr íslenskum plöntum, bæði villtum plöntum og þeim sem vaxa í görð- um. Frumrannsóknir á íslenskum hóffífli benda til að þar sé einnig að fínna þessi skaðlegu efni, líkt og í erlendum plöntum sömu tegundar. Unnið er að einangrun þessara efna úr íslensku plöntunni, en meðan rökstuddur grunur leikur á, að hér séu hættuleg efni á ferðinni, er full ástæða til að vara við notkun hóffíf- ils sem náttúrumeðals, hvort sem um erlenda eða innlenda plöntu er að ræða. Dæmið af hóffíflinum gefur til- efni til að fara nokkrum orðum um náttúrumeðul almennt, en þau hafa átt miklum vinsældum að fagna hér á landi sem og annars staðar á Vesturlöndum á undanfömum árum. Af náttúrumeðulum sem vin- sæl era í dag má nefna ginseng, kvöldvorrósarolíu, blómafrjókom, hvítlauksbelgi, mistiltein og kamillu. Þetta era afurðir sem ýmist era seldar við ákveðnum kvillum/sjúk- dómum eða sem hressingarmeðul. Enn sem komið er, hafa takmark- aðar vísindalegar rannsóknir verið gerðar á náttúrameðulum. Því er í mörgum tilfellum ekki hægt að stað- hæfa um verkanir eða aukaverkanir þeirra í mönnum. Margir telja sig hins vegar hafa fengið bata af notk- un náttúrameðala og er ekki nema gott um það að segja, svo framar- Dr. Kristín Ingólfsdóttir. lega sem viðkomandi samsetning er hættulaus. Þó gætir oft misskiln- ings varðandi „náttúraefni". Fólk virðist í mörgum tilfellum álykta að „náttúraefni" hljóti að vera holl og með öllu skaðlaus. Það vill gleymast að mörg öflugustu eiturefni sem þekkt era, era einmitt náttúraefni Þá má nefna að þau ávana- og fíkniefni sem hvað mest era notuð í dag era einnig náttúraefni, ýmist einangrað úr plöntum (kókaín, hass, morfín) eða búin til úr plöntuefnum (heroín, búið til úr morfíni, LSD búið til úr lýsergsýra). Einnig má nefna náttúruefni sem era ómetan- leg sem lyf en jafnframt vandmeð- farin. Ðæmi um þetta era morfín og kódeín sem notuð era sem verkja- stillandi lyf, digoxin sem notað er við hjartasjúkdómum, og krabba- meinslyfin vinkristin og vinblastín. Niðurstöður vísindalegra rann- sókna, sem til þess hafa verið gerð- ar á verkunum og lækningagildi náttúrameðala og alþýðulyfja, era með þrennu móti. í fyrsta lagi má nefna dæmi þar sem gagnsemi afurðar sem þekkt er úr alþýðulækningum hefur verið staðfest með rannsóknum, og jafn- vel leitt til þróunar lyfs sem hægt er að gefa í nákvæmum skömmtum. Auk þeirra lyfja sem að ofan era talin, má nefna aspirín (Magnyl), sem á rætur að rækja til víðibark- ar, sem Forn-Grikkir notuðu m.a. til að lina verki. Rannsóknir stað- festu á sínum tíma þessa verkun og leiddu til þróunar aspiríns sem verkjastillandi lyfs. Áframhaldandi rannsóknir hafa síðan leitt í ljós að aspirín hefur einnig segavarnandi verkun. En áður en hægt verður að mæla með notkun aspirins til að fyrirbyggja blóðtappa, þ.á m. kransæðastíflu, er nauðsynlegt að bíða frekari rannsókna. Enn er t.d. óljóst um heppilegar skammta- stærðir. í öðra lagi má nefna athuganir á náttúrameðulum/alþýðulyfjum þar sem ekki hefur tekist að sýna fram á gagnlegar líffræðilegar verkanir í mönnum. Hér hefur þó í mörgum tilfellum verið um samsetningar að ræða sem era skaðlausar. Loks má nefna jurtir sem við nánari athugun reynast innihalda eiturefni. Ekki er með nokkra móti hægt að réttlæta notkun slíkra plantna. Hóffífíll er dæmi úr þessum síðasta flokki náttúrameðala. Sum- um kann að fínnast hann hafa skammtímaáhrif til góðs á kvilla á borð við kvef. Langtímaáhrif hans geta hins vegar orðið allt önnur og alvarlegri. Víða um heim er nú unnið af kappi að rannsóknum á verkunum og innihaldsefnum náttúrameðala sem vinsæl era í dag, en óyggjandi niðurstöður liggja í fæstum tilfellum fyrir. í sumum tilfellum gætir mik- ils ósamræmis í niðurstöðum og því ógerlegt að taka ótvíræða afstöðu. Þetta á t.d. við um ginseng, en verk- anir þess í mönnum era enn mjög óljósar, þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir síðastliðna áratugi. Al- mennt er þó talið, að ginseng valdi ekki bráðum aukaverkunum. Þó er sjálfsagt að sýna aðgát við notkun þess, ekki síst fyrir þá sem þjást af of háum blóðþrýstingi og þá sem eiga erfitt með svefn. Þá ættu ófrí- skar konur ekki að neyta ginsengs, því ekki er vitað um áhrif þess á fóstur. Ekki er heldur ljóst hvort ginseng geti haft áhrif á lyfjagjöf (valdið milliverkun við lyf), t.d. meðhöndlun með sykursýkislyíjum og hjartalyfjum. Kvöldvorrósarolía er annað náttúrameðal sem vakið hefur athygli vísindamanna víða um heim og verður spennandi að fylgj- ast nánar með framgangi rannsókna á henni. Að ofantöldum dæmum sést, að náttúraefni teljast ekki öll til holl- ustuefna og æskilegt er að upplýs- ingar um verkanir og aukaverkanir náttúrumeðala liggi fyrir áður en fólk er hvatt til að neyta þeirra. Höfundur er lyfjafræðingur við Háskóla íslands. -,JL> < “ .... « *é Mueller’s pasta er gott með sunnlensku lambakjöti: norðlensku grænmeti, ítölskum osti eða ýsu frá Eskifirði. Og auðvitað eitt sér Það er góð tilbreyting í Mueller’s pasta. Hugsaðu þér íslenskt lambakjöt með Mueller’s eggjanúðlum. Góð samsetn- ing. Eða ýsuflök og macaroni, Mueller’s spaghetti með rifnum osti, nýju græn- meti, nautahakki og mauksoðnum íslenskum tómötum. Það er næstum því sama hvað þú ætlar að hafa í matinn, Mueller’s pasta á alltaf vel við. Hugsaðu þér Mueller’s pasta ef þú vilt tilbreytingu á matarborðið. Góða til- breytingu. Það er góð hugmynd að fá sér Mueller’s pasta (borið fram Mullers). * Uppskriftin er fengin úr bókinni Pastaréttir í bóka- flokknum Hjálparkokkurinn frá Almenna bókafélaginu. Svínalundir með pasta og osti * Handa fjórum. Undirbúningur: Um 20 mín. Steiking/suða: Alls um 20 mín. Svínalundir (500-600 g) Um 200 g rifinn ostur 2-3 msk smjör 250-300 g pasta 1 laukur, 3-4 tómatar Salt, pipar 125 g soðin skinka 250 g ferskir sveppir Ferskt eða þurrkað timían 1. Skerið kjötið í jafnar sneiðar. Stráið þær salti og pipar og veltið þeim í rifnum osti. Brúnið 1 msk af smjöri á pönnu og steikið sneiðarnar í 3-4 mín á hvorri hlið. Takið þær úr og haldið heitum. 2. Sjóðið pastað skv. leiðarvísi. Grófsaxið laukinn og tómatana. 3. Látið meira smjör á pönnuna. Steikið tómatana og laukinn þar til hann er glær. Stráið salti og pipar og blandið varlega við pastað. Haldið heitu. 4. Skerið skinkuna og sveppina í sneiðar og létt- steikið á pönnu. Látið kjötsneiðar, skinku, sveppi og pasta á heitt fat. Berið fram slrax ásamt fersku, grænu salati. ^íWlueller’s. m«tí« wtch 0PINACH entí TGMATO ni;i wi \? o/,/;i<i0(j KARL K. KARLSSON & CO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 Mueller’s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.