Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988
31
Morgunblaðið/Pétur P. Johnson
Flugvélin sem fórst í gær, Casa 212, einkennisstafir C-GILU, sést hér í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli
s.l. haust.
Líklegar
orsakir
REYNDIR flugmenn sem Morg-
unblaðið ræddi við töldu líkleg-
ast að eitt af þrennu hafi farið
úrskeiðis hjá áhöfn kanadísku
vélarinnar.
í fyrsta lagi að vélin hafí ofris-
ið, verið á það lítilli ferð að vængur-
inn hafí ekki borið hana og hún
„hætt að fljúga“. Sé vél í slíkri
stöðu gefíð fullt afl í lítilli hæð,
gerir það illt verra að sögn viðmæ-
lenda blaðsins.
í öðru lagi var það nefnt sem
skýring að bilun hafí orðið í væng-
börðum vélarinnar og í þriðja lagi
að bilun hafí orðið í öðrum hreyfli
vélarinnar. Það kemur heim og
saman við framburð margra sjón-
arvotta að vélarhljóðið hafi verið
óeðlilegt þegar inngjöf var aukin.
Geoterrex í Ottawa:
Engar upplýsingar
Morgunblaðið/Einar Falur
Kárí Hilmarsson.
Undarlegur
hvinur í vélinni
KÁRI Hilmarsson var staddur á
Bergstaðastræti og sá og heyrði
vélina í aðflugi að Reykjavíkur-
flugvelli.
„Mér fannst hljóðið í henni ekki
vera sem skyldi, það var einhver
undarlegur hvinur í henni og ég
held að hún hafi aðeins haft afl á
öðrum hreyfli. Síðan heyrði ég vél-
arhljóðið breytast og áttaði mig á
að eitthvað hafði farið úrskeiðis.
Skömmu síðar heyrðist sprenging,"
sagði Kári.
TALSMAÐUR eigenda flugvél-
arínnar sem fórst í aðflugi að
Reykjavikurflugvelli, fyrirtækis-
ins Geoterrex í Ottawa í Kanada,
vildi ekkert láta hafa eftir sér
um flugslysið er blaðamaður
hafði samband við hann í gær.
„Við erum önnum kafnir við að
afla upplýsinga um það sem gerð-
ist,“ sagði hann. Hann vildi hvorki
gefa upp nöfn né aðrar upplýsingar
um þá sem fórust, að svo stöddu.
Eldtungur náðu meiri hæð
en flugvélin hafði flogið í
„ÉG VAR við stofugluggann
heima hjá mér, á þriðju hæð í
húsi við Ljósvallagötu, og var að
setja plötu á plötuspilarann þeg-
ar ég heyrði að flugvél var í
aðflugi að vellinum," sagði Björn
Leifsson en hann varð vitni að
síðustu andartökum flugferðar
kanadísku vélarinnar.
„Ég leit upp, eins og ég geri oft,
til að fylgjast með lendingunni og
þegar ég sá vélina fyrst virtist allt
vera eðlilegt en örskömmu seinna
hallaðist hún á hliðina og steyptist
fram fyrir sig. Þá hvarf hún mér
sjónum en eftir andartak sá ég eld-
tungur rísa til himins og mér fannst
þær ná meiri hæð en vélin hafði
flogið í. Ég fékk hálfgert sjokk,
rauk niður til nágranna minna og
Björn Leifsson
öskraði „flugslys". Síðan æddi ég
út og hingað að flugvellinum.“
Jöfur KE 17 í
fiota Keflvíkinga
Fyrsta íslenska
fiskveiðiskipið með
rækjupillunarvél
Keflavík.
JÖFUR KE 17, nýtt skip Út-
gerðarfélagsins Jarls hf. i
Keflavík, kom til heimahafnar
á föstudag og hélt síðan á út-
hafsrækjuveiðar. Jöfur KE 17
var smíðaður í Stálvík, eitt
fjögurra raðsmíðaskipa er þar
voru smíðuð. Jöfur KE er 256
tonn og kostaði fullbúinn 280
milljónir króna. Um borð er
rækjupillunarvél frá Kron-
borg í Danmörku og verður
aflinn fullunninn um borð.
Að sögn Axels Pálssonar
framkvæmdastjóra Jarls hf. er
Jöfur KE fyrsta íslenska skipið
sem er með rækjupillunarvél um
borð, en slíkar vélar væru nú í
þrem öðrum skipum, þar á með-
al einu norsku og einu færeysku.
Nú yrði hægt að fullvinna aflann
um borð í stað þess að l'anda
rækjunni ópillaðri. Jarl átti fyrir
tvo báta, Jarl KE og Jöfur KE,
en þeir voru báðir seldir til að
fjármagna kaupin á nýja Jöfri.
Skipstjóri og einn eigenda Jöf-
urs er Snorri Gestsson og sagði
hann að skipið hefði reynst vel
í reynsluferðinni og hefði gang-
hraðinn verið um 11 sjómílur.
Skipið er útbúið með nýjustu
fískileitar- og siglingatækjum og
eru íbúðir allar hinar glæsile-
gustu. í áhöfn eru 13 menn,
vélstjóri í fyrstu sjóferðinni er
Jón Hansson í forföllum Lofts
Pálssonar og 1. stýrimaður er
Kristján Gíslason.
- BB
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Jöfur KE 17 kemur í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík föstu-
daginn 29. júli fánum skrýddur.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal .
Eigendur hins nýja Jöfurs KE 17, Páll Axelsson til vinstri, Birg-
ir Axelsson í miðjunni og til hægri er Snorri Gestsson skipstjórí.
Grænland:
Leit talin tilefnislaus
LEIT, sem hófst á föstudag að
skipi sem talið var nauðstatt
suður af Grænlandi, hefur verið
hætt og er nú talin hafa verið
tilefnislaus.
Dönsk farþegaþota sá ijölmörg
neyðarblys á lofti um 120 mílur
suður af Grænlandi að morgni
föstudagsins og hófst í framhaldi
af því víðtæk leit skipa og flug-
véla að nauðstöddu skipi. Flugvél
frá Vamarliðinu á Keflavíkurflug-
velli tók þátt i leitinni fyrst í stað.
Leitarvélar töldu sig sjá olíubrák
á hafínu en samkvæmt upplýsing-
um leitarstjómarinnar á Grænl-
andi gæti hún átt sér aðrar og
eðlilegar skýringar. Einskis skips
er saknað og ekkert hefur komið
fram sem bendir til þess að þama
hafi skip átt í vandræðum. Leit
hefur því verið hætt.
jllttrgtiiiMbritófr
Metsölublaó á hverjum degi!