Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 33

Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 33 Jórdanir þöglir um næsta skref varðandi framtíð Vesturbakkans Amman, Reuter. JÓRDANIR frestuðu því i gær að skýra nánar frá því hvernig standa á að framkvæmd þeirrar ákvörðunar stjárnarinnar, að rjúfa allt samband við vestur- bakka Jórdanár, en i henni felst að Jórdanir láta af tilkalli sinu til svæðisins og telja sig jafn- framt ekki hafa frekari skyldum að gegna við íbúa svæðisins. Talsmaður Frelsissamtaka Pa- lestínu (PLO) sagði í Bagdað, að boðað hefði verið til skyndifund- ar þjóðarráðs Palestínu um mál- ið, en það er e.k. útlagaþing PLO. Gert er ráð fyrir að það komi saman innan mánaðar, að likindum í Bagdað, höfuðborg Iraks. I ráði er að nefnd háttsettra PLO-manna haldi til Amman í næstu viku, til þess að ræða við Hussein Jórdaníukonung, en Yasser Arafat, leiðtogi samtakanna, verður þar þó ekki á meðal. Arafat var boðið til Amman í mars og var búsit við honum í upphafi þessa Bretland: Þrír látnir og 34 særð- ir eftir hrvðiuverk IRA Belfast, London. Reuter. Reuter. ALDA hryðjuverka, sem Irski lýðveldisherinn stóð fyrir, gekk yfir Bretland á mánudag og þriðjudag. Þrír menn létust og 34 særðust í fjórum árásum. Á mánudag lést hermaður og níu særðust þegar sprengja sprakk í herbúðum í norðurhluta Lundúna. Þama var um fyrsta hryðjuverk IRA í Englandi að ræða síðan fyrir fjórum árum er sprengja sprakk í Brighton á flokksfundi breska Reuter Moskvu. Reuter. Forystumenn flokksdeilda kommúnistaflokks Armeniu og Azerbajdzhan ákváðu i gær að vinna saman að uppbyggingu Nagorno-Karabak, héraðs sem deilt hefur verið um svo mánuð- um skiptir. Fréttastofan Tass sagði frá samkomulaginu sem náðist á fundinum í Stepanakert, höfuðstað Nagorno-Karabak, en armenskir íbúar héraðsins hafa . viljað komast undir stjórn Arm- eniu. Auk Surens Arutunjans frá Arm- eníu og Abduls Vezirovs frá Az- erbajdzhan var Arkadíj Volskíj, sér- legur sendimaður stjómvalda í íhaldsflokksins. I gær lést lögreglumaður þegar sprengja sprakk í bíl sem hann ók í bænum Lisbum á Norður-írlandi. Að sögn lögreglu særðust 18 manns í sprengingunni. Hermaður var myrtur í Belfast í gær þar sem hann var að versla með eiginkonu sinni og dóttur. Hann var dreginn út úr búðinni og skotinn á götunni fyrir framan hana. Vegfarandi særðist einnig í árásinni. Sex hermenn slösuðust í gær þegar jarðsprengja sprakk nærri bænum Dungannon á Norður-ír- landi. Archie Hamilton öryggismála- ráðherra Bretlands hefur heitíð að yfírfara öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkin. í yfírlýsingu frá IRA segir að markmið árásanna hafi verið að vara almenning við því að koma nærri hemaðarmannvirkjum. mánaðar. Nú er hins vegar óvfst hvort af því verður og vörðust tals- menn PLO og Jórdaníustjómar allra frétta um það. Jórdanir vildu reyndar sem allra minnst segja um málið og kváðust ekkert geta spáð fyrir um hveijar afleiðingar ákvörðun Husseins myndi hafa í för með sér. Raja’i Dajani, innanríkisráðherra Jórdaníu, vildi hvorki neita né játa staðhæfíngum þess efnis, að aftur- kalla ætti eða hætta útgáfu vega- bréfa til þeirra íbúa Vesturbakkans, sem til þessa hafa talist jórdanskir ríkisborgarar. „Það er enn of snemmt að segja nokkuð um mál- ið,“ sagði hann í viðtali við Reut- ers-fréttastofuna. „Það er ekki hægt að grípa til neinna aðgerða á einni nóttu. Við þurfum að meta alla þætti þeirrar ráðstöfunar að skera á tengslin við Vesturbak- kann.“ I gær mótmæltu jórdanskir emb- ættismenn fréttum ísraelska sjón- varpsins um að Jórdanir hyggðust láta íbúum Vesturbakkans í té sér- staka ferðapappíra í stað jórdan- skra vegabréfa. Að sögn stjómarerindreka kunna þessi óljósu svör Jórdana að vera gefín af ásettu ráði til þess að villa um fyrir PLO, en Jórdaníustjóm segir það vera í verkahring PLO að taka við hlutverki sínu á Vestur- bakkanum. Talið er að þar eigi Jórd- anir bæði við fjárhagsskuldbinding- ar sínar, en jafnframt stjómunar- hlutverk sitt. Þrátt fyrir að Vestur- bakkinn hafí verið hemuminn af ísrael síðan 1967 er borgaraleg stjóm að mestu í höndum Jórdana og gilda jórdönsk lög t.a.m. að mestu leyti á Vesturbakkanum. rAsa/í/e, I vatn Belrút JQ (ÐANOlí" ‘JTJ 1 ' QÓLAN HÆÐIR 3 £ w ■ Sagarlnnlimaöur af Jórdanlu 1950; hernum- inn af Israelum í Sexdaga- strlóinu 1967. ■ Svæðl: 5.600 ferkm. ■ Mannfjöldl: 969.000 (88% Palestlnuarabar, 12% Gyöinqar). Tveir þriðju hlutarPalestlnuaraba á Vesturbakkanum eru meó jórdönsk vegabróf. Holmldlr: Arbók CIA, Evrópuhandbókln. EQYPTALANDI } SAUDl AHABlA KRGN / Morgunblaöló/ AM Á Vesturbakkanum vom lítil við- brögð sjáanleg við ákvörðun Hus- seins, en miklar óeirðir vom vegna útlegðardóma yfír átta Palestínu- aröbum, sem sakaðir em um að hafa hvatt til ofbeldisverka. Flogið var með þá til Líbanons á mánu- dag. Einn Palestínuarabi var skot- inn til bana og fjórir særðir þegar hópur araba gerði aðsúg að lang- ferðabílj sem flutti araba á leið til vinnu í Israel, en í bílnum vom einn- ig ísraelskir hermenn, verkamönn- unum til halds og trausts. Hér má sjá rústir herbúða í norðurhluta Lundúna þar sem sprengja sprakk á mánudag. Einn maður lést og níu særðust í sprenging- unni. írski lýðveldisherinn, IRA, hefur lýst ábyrgð á hryðjuverkinu á hendur sér. í gær reiddi IRA einnig til höggs á Norður-írlandi og féllu þá tveir menn í valinn og 25 særðust. Toppfundur í Nagorno-Karabak: Deilurnar víki fyrir uppbyggingarstarfi Kreml, á fundinum. Fundinn sat einnig Genrik Pogosjan, leiðtogi kommúnistaflokks Nagomo-Kara- bak. Pogosjan gaf skýrslu um það hvemig gengi að koma á ró og spekt I héraðinu eftir margra mán- aða verkföll og óeirðir. Verkföllun- um lauk fyrir viku eftir að Forsætis- nefnd Æðsta ráðs Sovétríkjanna samþykkti að fallast ekki á kröfur Armena um að Nagorno-Karabak sameinaðist Armeníu. Sú staðreynd að fundurinn var haldinn í Stepanakert þykjr benda til að yfirvöld í Azerbajdzhan viður- kenni að Armenar eigi sérstakra hagsmuna að gæta í Nagorno- Karabak. ÞANN 8. ÁGÚST HEFST HÚN! HVER?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.