Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 40

Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 Byggingarverktakar smeykir við fijálsa markaðinn: Freista þess að selja opin- berum aðilum íbúðirnar „VIÐ erum heldur smeykir við frjálsa markaðinn. Það er mikil eftir- spurn eftir íbúðum en fólk hefur enga peninga. Sú mikla bindi- skyida sem lögð er á herðar bankanna veldur því að ekki er lengur hægt að brúa bilið með skammtímalánum," sagði Hörður Tulunius framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Híbýla. Sigurður Sigurðs- son framkvæmdastjóri SS- Byggir tók i sama streng. „Akureyringar virðast ekki endurheimta það fé sem þeir láta í húsnæðiskerfið. Hingað berast engin lánsloforð og þar af leiðandi er sáralítil hreyf- ing á markaðinum," sagði Sigurður. SS-byggir hefur 32 íbúðir í byggingu í Hjallalundi, en Híbýli leggja nú grunninn að blokk í Helgamagrastræti með 22 íbúðum. Verktökunum ber saman um að bflageymslu í grunni hússins í mikil eftirspurn er eftir íbúðum á Akureyri, en tregða í lánakerfinu setur fólki stólinn fyrir dymar. SS-byggir hefur vilyrði fyrir sölu 16 íbúða í blokkinni við Hjallalund, en aðeins hefur verið greitt inn á þijár þeirra að sögn Sigurðar. Híbýli hefur seinkað framkvæmd- um við blokkina ( Helgamagra- stræti. Stefnt er að því að byggja Stórsveit Tónlist- arskólans: Tónleikar í Samkomu- húsinu STÓRSVEIT Tónlistarskólans á Akureyri heldur tónleika í Sam- komuhúsinu á Akureyri i kvöld, miðvikudaginn 3. ágúst, kl. 20.30. Hljómsveitin er skipuð átján hljóðfæraleikurum og stjórnandi hennar er Norman H. Dennis. Tónleikamir eru haldnir í tilefni af Danmerkurferð hljómsveitarinn- ar, en hún leikur á vinabæjamóti í Randers og víðar dagana 14.-24. ágúst. Á tónleikunum verða leikin mörg vinsæl lög og á meðal þeirra em: „Mood Indigo“, „The Preach- er“, „La Bamba“ og „I just can’t stop loving you“. Stórsveit Tónlistarskólans hefur starfað frá 1983 og stjómaði Ed- ward J. Frederiksen henni fyrstu þijú árin, síðan hafa Finnur Eydal og Norman H. Dennis stjómað sveitinni. Hún hefur leikið á fjöl- mörgum tónleikum og einnig fyrir ríkisútvarpið. Ennfremur hefur sveitin tekið þátt í námskeiðum og leikið undir stjóm Mikael Ráberg frá Svíþjóð, Paul Weeden frá Nor- egi og Michael Jaques frá Englandi. RUVAK: Þingmenná beinni línu EINS og tíðkast hefur hjá svæð- isútvarpi Akureyrar og nágrenn- is í sumarleyfum þingmanna, ræða dagskrárgerðarmenn RU- VAK við þingmenn og gefa al- menningi kost á að hringja inn og spyija þingmenn kjördæmis- ins spurninga. VaJgerður Sverrisdóttir Fram- sóknarflokki og Halldór Blöndal Sjálfstæðisflokki komu fram í síðustu viku. í kvöld verður Málm- fríður Sigurðardóttir Kvennalista á ,beinni línu í svæðisútvarpi á sjöunda tímanum. Ámi Gunnarsson Al- þýðuflokki verður á dagskránni þann 8. ágúst nk. og í kjölfarið fylgja þeir Steingrímur Sigfússon Alþýðubandalagi, Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra Framsóknarflokki og Stefán Val- geirsson í Samtökum um jafnrétti og félagshyggju. haust. Öðrum framkvæmdum verð- ur frestað fram á næsta vor. Sigurður kvaðst helst reiða sig á að selja íbúðirnar til verkamanna- bústaða. Það stæði þó allt í jám- um.„Við höfum bundið vonir við framkvæmdalánin sem verið hafa til athugunar síðan breytt kerfí húsnæðislána var tekið upp á síðasta ári. Akureyringar lentu sjálfkrafa aftast á lista yfír um- sækjendur, því áður en fyrstu upp- lýsingamar um nýja kerfið bámst til bæjarins voru 2500 umsóknir komnar inn í Reykjavík. Fram- kvæmdalánin hafa sjálfsagt verið hugsuð sem sárabót fyrir lands- byggðina. Þau virðast á döfínni en enginn veit hversu lengi ákvörðun verður dregin," sagði Sigurður. „Viðræður em hafnar við bæjar- yfírvöld um það hvort hægt verði að koma okkar íbúðum inn í „kerf- ið“, með einum eða öðmm hætti," sagði Hörður. Hann kvað viðræð- umar á fmmstigi, en eins og Morg- unblaðið hefíir greint frá sóttu bæjaryfirvöld um lán til byggingar kaupleiguíbúða fyrr í sumar. Bæjar- stjómin hefur ekki rætt hvemig fénu verður varið ef lánin fást. Hörður líkti ástandinu nú við tímabilið frá 1982 til 1986 þegar dofí hefði færst yfír bæinn og fram- kvæmdir legið að mestu niðri. Eftir- spum bæri vott um áhuga Akur- eyringa og aðfluttra en húsnæðis- málin hefðu verið drepin í dróma af lánakerfínu. „Norðlendingar verða að hætta að beija hausnum við steininn og horfa aðgerðarlausir á meðan aðrir landshlutar hreppa varaflugvöll og önnur atvinnutæki- færi. Við eigum að taka málin í eigin hendur og sækjast eftir stór- iðju í EyjaQörðinn. Blessaðir þing- mennimir okkar eiga að sýna í verki að þeir séu traustsins verðir og vinna þessum málum framgöngu," sagði Hörður. Byggingarverktakar á Akureyri segja að mikil eftirspurn sé eftir íbúðum en tregða sé i lánakerfinu. Reiðskólinn 25 ára: Fjöldi þátttakenda aldrei meiri en í ár Hestanámskeiðum við Reiðskólann er nú lokið í sumar og hafa 108 börn og unglingar sótt þau síðustu vikurnar. Fjöldi þátttak- enda hefur aukist ár frá ári, að sögn Hermanns Sigtryggssonar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Akureyrarbæjar, en nú hefur skólinn verið starfræktur í heilan aldarfjórðung, 25 ár. í tilefni tímamótanna var haldin mikil grillveisla í síðustu viku á núverandi. svæði Reiðskólans, Hamraborgum, en æskulýðsráð fékk svæðið til afnota í fyrra. Æskulýðsráð Akureyrar og hesta- mannafélagið Léttir standa sam- eiginlega fyrir hestamannanám- skeiðunum við miklar vinsældir heimamanna og hefur margur hestamaðurinn fengið bakteríuna með því að sækja eitt slíkt nám- skeið. Að minnsta kosti voru ung- ir viðmælendur Morgunblaðsins í grillveislunni á þeirri skoðun að halda áfram hestamennskunni. Æskulýðsráð fékk Hamraborgir undir starfsemi sína á síðasta ári og gera menn sér vonir um að framhald verði þar á. Fyrsti kenn- ari Reiðskólans var Ingólfur Ár- mannsson og síðan tók Þorsteinn Jónsson við kennslunni. Undanfar- in átta ár hefur Jón Matthíasson sinnt kennslunni. í fyrstunni var skólinn settur á stofn í húsagarði Pylsurnar runnu glatt niður f krakkana. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson hjónanna Karls Ágústssonar og Höllu konu hans í Litla-Garði. Þau hjónin tóku skólann að sér og lögðu til hesta í eitt ár. Eftir það fluttist skólinn á bakka Eyjafjarð- ar, við réttina vestan við Jaðar, þar sem nú er golfvöllur. Nú hefur skólinn verið fluttur að Hamra- borgum og þar er í bígerð að byggja reiðgötur og annað sem fylgir starfseminni, að sögn Her- manns. „Við höfum okkar drauma viðvíkjandi Reiðskólanum. Svæðið er kjörið til útivista fyrir alla ald- urshópa og nú eftir að hafa feng- ið aðstöðu, verðum við að fara að byggja upp hér. Við vildum gjam- an geta boðið fleiri aidurshópum upp á námskeiðin. Hestamennsk- an er að verða mikil Qölskylduí- þrótt og þurfa fullorðnir ekkert síður á kennslu að halda.“ Sama skipulag hefur verið á námskeiðunum frá upphafí nema hvað heldur hefur fjölgað þátttak- endum. Nú eru tólf nemendur á hveiju námskeiði, sem stendur hvert í tíu daga, tvo tíma í senn. Þátttakendur eru allt niður í 8 ára og upp í 14-15 ára. Jón sagðist vera með framhaldshópa fyrir há- degi og byijendur eftir hádegi. „Ég byija á því að leyfa krökkun- um á bak og í taumhring sem er einskonar jafnvægisæfíng. Þau átta sig með þessu á hreyfingum hestsins. Þau fá sjálf að velja sér hesta og leggja á þá. Eftir tvo til þijá daga förum við út úr gerðinu og í reiðtúra.“ Jón sagði aðstöðuna að Hamraborgum til fyrirmyndar. Félagsmenn úr Létti lánuðu hesta og reiðtygi og nægt beitarland væri í nágrenninu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson Halla Sigriður Bjarklind Sigurð- ardóttir ásamt Stóra-Brún, uppá- haldshestinum sínum. Hestur í fermingargjöf Halla Sigríður Bjarklind Sigurð- ardóttir sagðist ásamt frænku sinni Sigríði Ástu Einarsdóttur hafa byijað á námskeiði um miðjan júní og sæju þær frænkumar alls ekki eftir því. „Við erum báðar 8 ára og fer ég örugglega næsta sumar aftur. Pabbi átti hugmynd- ina. Hann spurði mig bara einn daginn hvort mig langaði á hesta- námskeið og ég sló til. Pabbi ætl- ar líka að gefa mér hest í ferming- argjöf eftir fímm ár. Áhuginn verður örugglega til staðar þá og auðvitað þarf að leigja hesthús líka.“ Halla sagðist aðeins einu sinni hafa dottið af baki og þá fyrir það að hnakkurinn hefði ver- ið eitthvað laus. Hestamennska og skíði Vinkonumar Helga Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.