Morgunblaðið - 03.08.1988, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 03.08.1988, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 Get ekki orða bundist! Afmæliskveðja til ríkissljórnar Þorsteins Pálssonar eftir Erling Garðar Jónasson „Sé forystan ónýt til boðs eða banns skal byggja á sjálfsdáð hins einstaka manns. Ef afveg er stýrt fram til yztu þramar, ef allsheijar-skipun bælir og lamar, á héraðið vald, milli heiðar og sands. Sé almúginn sínum foringjum framar, er festa hans vígsins síðasti hamar. Vaknaðu, reistu þig, lýður míns lands." (Einar Benediktsson) Krosstrén Ég hef ekki lagt í vana minn að rita aðfinnslugreinar um verk minna ástkæru stjómmálamanna, þessara mætustu manna og kvenna okkar litla þjóðfélags, sem vegna einstakra kosta sinna og manngild- is eru fremstir sinna jafningja, og þessara eitilhörðu Amarhólsstráka og stelpna sem fylgja orðið foringj- unum eftir að stólum hinnar eilífu ellilaunahamingju sem ráðherra- stóllinn er. Fyrir lýðræðissinna sem mig og mína líka, er það „harakiri" sálar- innar að viðurkenna að slíkar „gæskur" séu skammsýnar og villu- gjamar sem við hin. Löngum dveljum við þá von, að það séu blessaðir embættismennim- ir sem hafí hlutverk púkans á fjós- bitanum og „gæskumar" þurfi á því einu að halda frá okkur að við herðum mittisbeltið og séum svo vammlausir að fjósbitafólið sé sífellt kveðið niður. En —, svo þegar krosstré ráð- herrastólanna sem „gæskurnar" okkar ríða á em við að bresta vegna þess að sitjandi stólsins og meðreið- arsveinstaular og -stúlkur íþyngja með andvara- og aðgerðaleysi mátt- arviðnum, bergmála brestimir í sál- arkytm okkar nytsamra sakleys- ingjanna og skapa eyrnaverk, tann- verk, magaverk og að lokum haus- verk, síðan sálarverk tómleikans, sem kemur af að hafa tapað „glæpnum" og að varnarstríðinu sé lokið. Og —, maður spyr, hvað er að hjá stjórnendum þessa lands sem sigla að virðist þjóðarskútunni á sker hvert annað andartak á sögu- skeiði nýjustu fortíðar, á og eftir mestu góðæmm sögunnar. Staðan Laun og skattar halda hinum almenna launþega að sultarmörk- um og sumir og það allmargir em sveltir til andlegrar og líkamlegrar heljar, á okurvaxta Hmnadansi peningapúkastefnu Ólafslaga og öðmm svívirðilegum aðgerðum pen- inga-„páfa“ þjóðarinnar, s.s. okur- vexti á umframfjárþörf til íbúða- bygginga o.fl. Fyrirtækin í sjávarútvegi em að verða búin að éta upp allt sitt eigið fé í vaxtaokur framleiðslulána og em öll á heljarþröm þótt einsdæmi finnist. Velreknu fyrirtækin, einsdæmin, em einsdæmi vegna þess og aðeins vegna þess að eigið fé þeirra var hærra en hjá meðaltalinu og fýrir- greiðsla í útvegun rekstrar- og framkvæmdafjár var og er einfald- ara og ódýrara hjá slíkum óska- bömum en meðalgaurum í bransan- um. Ég vil hins vegar fullyrða að það heyri til undantekninga og em einsdæmi þau fyrirtæki í sjávarút- vegi sem em illa rekin. Upp til hópa em frystihúsin í landinu best reknu fyrirtæki okkar landsmanna. Besta sönnun ofangreindra fullyrð- inga er óskabam Morgunblaðsins, Grandi í Reykjavík. Það er kominn tími til að menn átti sig á að afurðalán með 8,5% vexti er óviðráðanlegt fyrir fram- Erling Garðar Jónasson „Já — púkarnir á fjós- bitanum eru margir o g vissulega er erfitt fyrir ríkisstjórnina að kveða fólin niður en það verð- ur hún að gera til að standa undir nafni. Hún verður að létta vaxta- okrinu af framleiðslu- atvinnuvegunum. Hún verður að henda láns- kjaravísitölunni út í hafsauga.“ leiðsluna. Hafa verður í huga að afurðalán nema ekki meira en 20% af rekstraríjárþörf, afgangurinn er á um 40% vöxtum. Landbúnaðurinn er þá þegar kominn svo langt niður í þetta svað, að frá honum heyrist hvorki stuna né hósti lengur. Mitt í þessum skelfilega og skringilega Hmnadansi, blómstrar fjárfestingaræðið í verslun, þjón- ustu og peningamustemm höfuð- borgarsvæðisi ns. Nú um síðir birtist svo nefndará- lit vísitölunefndar, sem bendir á að lánskjaravísitalan sé allra meina bót. Vísitalan hafi aukið spariijárin- neign um 50% og ekki skuli hróflað við henni fyrr en meinið, verðbólg- an, sé af viðráðanlegri stærð. Magnús Jónsson, veðurfræðing- ur, einn nefndarmanna, sá eini er virðist hafa kynnt sér félagsleg vandamál sem stafa af rangri upp- byggingu lánskjaravísitölunnar, bendir þó á ýmislegt sem gerir þetta þjófnaðartól sársaukafyllra og ranglátara en efni standa til. Ráðherrarnir, sem vissu sjálfsagt allt sem skiptir máli, taka undir sjónarmið nefndarinnar, og auðvit- að verður ekkert að gert. Þetta undratæki hefur líka þann undra- mátt að hafa aukið skattlausa arð- gjöf íslenskra auðmanna á inneign- um sínum um 100% umfram meðal- gengi erlends gjaldeyris á síðustu átta ámm. Hvers vegna ættu ný- frjálshyggjupostular að breyta þessu? Lánskjaravísitalan minnir mig ævinlega á hundana á bæ einum hér í sveitinni, þegar bifreið nálgað- ist hófu þeir að hlaupa í hringi. Þegar bifreiðin fór fram hjá þeim var hraðinn orðinn svo mikill á hundunum að þeir gleymdu að gelta á bifreiðina, en vom famir að elta skottið á sjálfum sér. Já, púkarnir á fjósbitanum em margir, en það sem verst er og um Ieið ástæða þessara skrifa, er sú augljósa staðreynd að engin við- leitni fínnst hjá núverandi ríkis- stjórn til að axla sína ábyrgð og taka að sér að breyta þessu rugli, þessu skrípi, eins og raun ber vitni. Púkarnir á fjósbitanum Það er vissulega spor í rétta átt og afrek út af fyrir sig, að ríkis- stjórnin hefur knúið í gegn breyt- ing;ar á tekjuöflunarlögum fyrir ríkissjóð og sveitarfélög. Staðgreiðslukerfi skatta hefur leyst margt heimilið úr skattafang- elsi eftirágreiðslu-formsins og virð- isaukaskatts-formið verður án efa lyftistöng fyrir framleiðsluiðnað landsmanna. Kaupleigulögin em sömuleiðis mjög merkur áfangi í húsnæðismálum ungs fólks og þá Talaðu við ofefeur um ofna SUNDABORG 1 S. 68 85 88 -688589 Talaðu við ofefeur um þvottavélar SUNDABORG 1 S. 6885 88 -688589 NÚFÆRÐU. . 105g MEIRIJOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS!* * miðað við verð á jógúrt í 180 g dósum. NÁMSKEID Bókfærsla - vélritun Sækið námskeið hjá traustum aðila gegn vægu gjaldi Eftirfarandi námskeið verða haldin nú á næstunni: - Bókfærsla I (einfaldar dagbókarfærslur og uppgjör).........9., 11., 13., 14., 16., og 18. ágúst. - Bókfærsla I (flóknari færslur og uppgjör)............20., 21., 23., 25., 27. og 28. ágúst. - Bókfærsla II (Þungar færslur og uppgjör)............30. ágúst, 1., 3., 4., 6., og 8. sept. - Bókfærsla II (Þyngri færslur og uppgjör).............10., 11., 13., 15., 17. og 18. sept. - Vélritun (byrjendanámskeið) .......................22.-25., 29.-31. ág. og 1. sept. BHM, BSRB, VR og fleiri stéttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku. Frekari upplýsingar fást í síma 688400. - Innritun fer fram á skrifstofu skólans - ^jjj VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.