Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 55

Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 55 sátu litlir apar og horfðu glettnir á svip á eftir þessu framandi fyrir- bæri sem svo hægt mjakaðist til norðurs og eftir þriggja daga ró- lega ferð lá Kasmír-dalur, með all- an sinn ómótstæðilega sjarma, fyr- ir fótum okkar. Kasmír-dalur er nokkuð víðlend- ur og flatbotna, umlukinn háum fjöllum og í miðjum dalnum er paradís á jörð, Dalvatn og borgin Srinagar á bökkum þess. Þar kom- um við okkur fyrir í húsbátum, sem eru svo einkennandi fyrir borgina. Bátamir eru innréttaðir í þungum og virðulegum enskum stíl frá 3. og 4. áratugnum, enda voru þeir smíðaðir sem sumarbústaðir snob- baðra Breta sem fóru upp í fjöllin, til Kasmír, til að forðast mestu sumarhitana niðri á Indlandi. Þama vomm við í fimm daga í góðu yfír- læti, skoðuðum borgina, ýmist fót- gangandi eða siglandi um síki, fór- um í siglingar um vatnið eða og höfðum það gott við að skrifa jóla- kort heima á bátunum. Það er margt sem heillar í Srinagar, vatn- ið er svo kyrrt, tré og íjarlægur fjallahringurinn í svo mildum litum og það eina sem rýfur friðsældina en eykur um leið á ævintýraljó- mann eru ernir sem svífa yfir og stinga sér af og til í spegilsléttan vatnsflötinn eftir æti. Mannlífið er í fullu samræmi við kyrrð náttú- runnar, gersamlega laust við allan ys og þys og óþarfa uppistand og fólkið er það rólyndasta sem ég hef kynnst. Það var með nokkrum trega sem við kvöddum húsbátana okkar og héldum af stað suður á bóginn. Við fórum sömu leið í gegnum Jammu og við höfðum komið fimm dögum fyrr, en nú lá leiðin niður á við og gekk helmingi hraðar. Næsta dag komum við niður á slétt- una til Punjab og þá hægðist ferð- in verulega. Vegimir voru ekki góðir, en það var þó ekki það sem tafði okkur mest, heldur var það fólk, fólk og ennþá meira fólk, Tyrkneskur bóndi plægir akur sinn. kýr, svín, asnar, geitur, hænur og hundar sem öll þurfa endilega að ganga eftir miðjum veginum eða bara höfðu þörf fyrir að standa þar til að sýna sig og sjá aðra og þá ekki síst okkur. En hægt og rólega seigluðumst við í gegn og framund- an biðu höfuðborgin Delhi og undur Indlands. Höfundur er bankamaður á Blönduósi Stykkishólmur: Ungt fólk í Stykkishólmi krefst jafnréttis til náms SIF, félag ungra sjálfstæðis- manna á Stykkishólmi, hélt fund fyrir skemmstu og var á honum rætt um möguleika ungs fólks til framhaldsnáms. í frétt frá félaginu segir að mik- il óánægja hafi komið upp á fundin- um með það mikla misrétti sem ríki milli dreifbýlis og þéttbýlis hvað varði kostnað og aðstöðu til fram- haldsnáms. Þar segir ennfremur að kostnaður á einstakling fyrir utan vasapeninga, klæði og skólabækur hefði ekki verið undir 300 þúsund krónum skólaárið 1987-1988. Hús- næðisvandi sé hins vegar mikill og þeir sem ekki séu svo lánsamir að komast á heimavist þurfa að útvega sér húsnæði sem oft er bæði lélegt og dýrt. Félag ungra sjálfstæðismanna í Stykkishólmi spyr hvers vegna ekki sé fyrir löngu komin heimavist í Reykjavík. Krafa ungs fólks sé að dreifbýlisstyrkur sé raunhæfur. KOSTUR FYRIR ÞIG anna DRÁTTARVÉLAR Mest seldar í V-Evrópu Globusi LÁGMÚLA S. S. 681655.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.